Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 19. MAÍ 1967. 3 Síðdegiskaffi kvenna í Reyk)anesk|ördæmi FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæð- lisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi'bjóða konum hvaðanæva að úr Reykjaneskjördæmi til kaffi- drykkju í Súlnasal Hótel Sögu. Létt tónlist verður leikin. Matt- hías Á. Mathiesen alþm. og frú Jóhanna Sigurðardóttir flytja á- vörp en Eyþór Þorláksson og Didda Sveins skemmta. Almennui kjósendníundui í Hiísey Frambjóðendur Sjálfstæðls- flokksins í Norðurlandiskjördæmi eystra boða til almenns kjós- endafundar í Hrísey í kvöld kl. 20:30. Frummælendur verða: Jónas G. Rafnar, alþm. Magnús Jónsson, ráðlherra, Bjartmar Gu'ðmundsson alþm. Magnus Jónsson, ráðherra, Bjartmar Guðmundsson alþm. og Lárus Jónsson, bæjargjaldkeri. Frjáls- ar umræður verða að loknum framsöguræðum og öllum er heimill aðgangur. Stjóinmúluíundui ú Stokbseyri Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna í Árnessýslu og Sjálfstæð- isfélagið á Stokkseyri boða til almenns stjórnmálafundar í Sam komuhúsinu Stokkseyri, laugar- daginn 20. maí kl. 20:30. Ræðu- menn verða Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráð'herra og Stein- þór Gestsson, bóndi, Hæli. Að loknum framsöguræðum fara fram frjálsar umræður. Öllum heimill aðgangur. Stjómmúlufundui ú Eyiuibukku Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu og Sjálfstæðisfé- lagið Eyrarbakka lx>ða til al- menns stjórnmálafundar í Sam komulhúsinu Eyrarbakka, sunnu daginn 21. maí kl. 16:00 síðdegis. Ræðumenn Ingólfur Jónsson, landibúna'ðarráðherra og Stein- þór Gestsson, bóndi Hæli. Að framsöguræðum loknum verða frjálsar umræður. Öllum heim- ill aðgangur. IMáou ekki samkomulagi Genf, 18. maí, AP. BANDARIKIN og Sovétríkin hafa ekki náð samkomulagi um bann við dreifingu kjarnorku- vopna á 17-þjóða afvopnunar- ráðstefnunni í Genf, sem hófst í dag eftir átta vikna hlé. Miklar vonir voru bundnar við að stór veldin tvö mundu hafa komið sér saman um uppkast að samn- ingstexta áðúr en ráðstefnan hófst, en yfirmenn bandarísku og sovézku sendinefndanna, William C. Foster og Alexei A. Roshchin 'komu tómhentir í fundarsalinn í dag. Bandamenn Bandaríkjanna, einkanlega VJÞýzkalands, vilja, að Bandaríkjastjórn leggi fram samning, þar sem kveðið sé á um rétt kjarnorkuvopnalausra þjóða til að notfæra sér kjarn- orku til friðsamlegra iðnaðar- framkvæmda. SIAKSTEIKAR ► ^ ^ ^ ** ^ ^ Úti er ævintýri 1 HINU svokallaða Alþýðu- bandalagi stendur nú ekkl steinn yfir steini. Þær vonir, sem bjartsýnustu stuðningsmenn bandalagsins hafa gert sér um að það gæti einhverntíma orðið vettvangur til sameiningar svo- nefnds vinstra fólks í landinu, eru nú endanlega brostnar. Öll hefur saga bandalagsins raunar verið hin mesta hrakfallasaga, eins og gjörla sézt þegar litið er yfir feril hennar. Alþýðubandalagið fékk strax í upphafi það tækifæri, sem það óskaði eftir: Það varð aðili að myndun vinstri stjórnarinnar með þeirri aðstöðu til áhrifa á málefni þjóðarinnar, sem því fylgir. Ekki liðu nema tvö og hálft ár, þangað til sú stjórn hljópst af hólmi við minni orð- stír en nokkur önnur stjóm fyrr eða síðar. Vandamálin höfðu aukizt og magnazt, ný verðbólgu alda var að ríða yfir — og ekki var samstaða í ríkisstjórninni um nein úrræði, eins og forsæt- isráðherrann lýsti yfir í sínum fleygu orðum. Síðan þetta gerðist, hefur svo samstarfinu innan Alþýðu- gandalagsins stöðugt hrakað. Þar hefur hver klíkan staðið gegn annarri — og einskis verið svifist í baráttunni um völdin. Sú raunarsaga er nú öllum kunn út í æsar. Um hana má segja: Sjá hér hve illan enda, ótryggð og svikin fá. Hvernig svo sem reynt verður að hrista fylgi Alþýðu- bandalagsins saman í kosningun- um nú, fer ekki lengur á milli mála, að ævintýrið um „samein- ingu vinstri manna“ undir merkj um þess er úti fyrir fullt og allt. Eða hver getur lengur séð fyrir sér þá Magnús Kjartansson og Hannibal Valdimarsson taka höndum saman um slíkt verk- efni? Ónýt atkvæði Hitt er sízt að undra — og raunar ekki nema mannlegt, þó að sumum þeim, sem fylgt hafa Alþýðubandalaginu gangi erfið- lega að sætta sig við þessa stað- reynd. Er ekkert við því að segja, þó að enn sé í herbúðum einstakra klofningsbrota banda- lagsins gælt við grillur á borð við þær sem skjóta upp kollin- um í samtali „Nýja Alþýðu- bandalagsblaðsins“ við Guð- geir Jónsson, bókbindara, en þar segir hann m.a.: „Það þarf að gera Alþýðubandalagið að því, sem það átti að verða, það þarf að eyða tortryggni, sem þar rík- ir, svo hægt sé að gera það að öflugum flokki, sem menn geta treyst. Þá getur það laðað að sér það fylgi, sem þar á raun- verulega heima.“ Þrátt fyrir það vorkunnar- verða óraunsæi, að halda að hægt sé að gera hið margklofna Alþýðubandalag að samtökum aftur — hvað þá „öflugum flokki", eru athyglisverð sann- leikskorn fólgin í þessum fáorðu ummælum Guðgeirs. — f þeim staðfestir þessi frambjóðandi flokksins, að eins og nú er kom- ið hjá bandalaginu sé það hvorki samtök „sem menn geta treyst" — né geti það „laðað að sér ...„ fylgi“. Þegar jafnvel þeir, sem skipa framboðslista hins klofna banda- lags telja sér óhjákvæmilegt að gera slíkar játningar, má það vera hverjum einasta kjósanda ljóst, að tilgangslaust er að kasta atkvæði sínu á lista slíks flokks. Og gildir í því sambandi einu, hvort það er listi auðkenndur með einum bókstaf eða tveimur — og hver bókstafurinn er. Jafnvel stafrófið allt mundi ekki nægja ti! að gera slíka lista verð- uga atkvæða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.