Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1967. % J Frá aiðalfundi Loftleiða sl. föstudag. í ræðustóli eir Kristján G uðtaugsson hrl. formaður stjórn- axinnar að flytja skýrslu i.ína. Heildarvelta Loftleiða nam 1966 nærri milljarði króna Félagið hefur greitt um 130 millj. kr. t opinher göld sl. 3ár Milljónasti farþeginn fluttur í sumar HAGNAÐUR af rekstri Loft- leiða h.f. árið 1966 nam um 16 milljónum króna og afskriftir voru um 211 miiljónir. Félagið flutti 165.645 farþega á árinu og hafði þeim fjölgað um 17.4%. Sætanýting varð 72%. Kostn- aður við byggingu „Hótel Loft- leiðir" nam um 212 milljónum króna. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi Loftleiða, sem hald- inn var sl. föstudag. Aðalfundur Loftleiða vegna reikningsársins 1966 var hald- inn föstudaginn 19. maí 1967, kl. 2 e.h. í Hótel Loftleiðir. Formaður félagsstjórnar, Kristján Guðlaugsson hrl., setti fundinn og kvaddi Gunnar Helgason hdl. til að stjórna honum og Guðmund W. Vil- hjálmsson hdl. til að rita fundar gerð. Eftir að fundarstjóri hafði kynnt sér störf kjörbréfanefnd- ar og lýst yfir lögmæti fundar- ins, bað hann formann félags- ins að flytja fyrsta þátt skýrslu stjórnarinnar um störf á liðnu ári. Kristján Guðlaugsson hóf mál sitt á þessa leið: „Segja má að rekstur félags- ins á síðasta ári hafi gengið von um framar, þrátt fyrir margvís lega erfiðleika, sem vafalaust er oftast samfara flugrekstri. Svo Framh. á bls. 19 Rlirniingasjóður um Ragnheiði Jónsdóttur STOFNAÐUR hefur verið minn- ingasjóður um Ragnheiði Jóns- dóttur rithöfund, og verður hon- um varið til þess að styrkja búnað barnaherbergis í fyrir- hugaðri byggingu yfir listasafn A.S.f. Minningarspjöld verða til sölu á skrifstofu Iistasafnsins Laugavegi 18, fjórðu hæð og Bókabúð Helgafells, Laugavegi 100. Almennur kjósendaiundur ú ísufirði Sjálfstæðisflokkurinn boðar til almenns kjósendafundar á ísa- firði í kvöld 21. maí kl. 20:30. Ræðumenn verða Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, SigurSur Bjarnason alþm. frá Vigur, Matthías Bjarnason alþm. og Ásberg Sigurðsson sýslumað- ur. öllum heimill aðgangur. Stjórnmdlaíundur d Eyrurbukhu Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu og Sjálfstæðisfé- lagið Eyrarbakka boða til al- menns stjórnmálafundar í Sam komuhúsinu Eyrarbakka í dag 21. maí kl. 16:00 síðdegis. Ræðumenn Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra og Stein- þór Gestsson, bóndi Hæli. Að framsöguræðurr loknum verða frjálsar umræður. Öllum heim- ill aðgangur. Almennur stjórrsmáSa- fundur að Hellu Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag-! ur Jónsson, landbúnaðarráðherra anna í Rangárvallasýslu boðar og Steinþór Gestsson, bóndi, til almenns stjórnmálafundar að Hæli. Að framsöguræðum lokn- Hellu, mánudaginn 22. maí kl. um verða frjálsar umræður. Öll- 21:30. Ræðumenn verða Ingólf-1 um heimill aðgangur. - ERFITT AÐ SPÁ Framh. af bls. 31 68° allt austur á 2.° austlægrar lengdar og kannað svæðið milli 2° austur og 2°30‘ vestur allt suður á 65°. Varð fljótlega vart við síld og reyndist vera um all mikið magn að ræða á um 20— 30 sjóm. breiðu belti um núll lengdarbauginn milli 65°30‘ og 67°30‘. Síldin virtist að mestu staðbundin þarna og hélt sig á um 150—180 faðma dýpi á dag- inn, en kom upp á 10—20 faðma í 2—3 klst. um lágnættið. Hélt hún sig að mestu á hitaskilum, sem þarna eru og liggja frá norðri til suðurs. Yfirborðshiti um 5.5° vestan þeirra, en 7— 7.5° að austan. Svo sem fyrr er sagt, er áta góð en á fallandi fæti. Nokkur færeysk síldveiðiskip komu á svæðið og höfðu flest þeirra feng ið góðan afla, þegar Ægir hélt heimleiðis. Athuganir á síldarsýn ishorni sem tekið var úr afla ■eins færeyska skipsins hinn 10. maí sýna, að um 80% síldarinn- ar var 7 og 8 ára gömul norsk síld. Meðallengdin reyndist 33,3 cm og feiti 7,9%. Erfitt er. að svo komnu máli að gera sér grein fyrir göngu síldarinnar á næstu vikum, en Hafþór mun fylgjast rækilega með síldarsvæðinu á næötunni. Ægir leggur af stað í seinni hluta rannsóknanna nk. mið- vikudak. Nœgar tóBur- hirg&ir á Fjölium Grímsstöðum, Fjöllum 20. maí: Hér er nú versta tíðarfar og 'hefur allt fé verið í húsum til þessa. í dag var geldfé þó sleppt ■og er það óvenjuseint. Sauðburð ur e<r nýlega byrjaður og bera ær allar í einu. VelduT það mikl um erfiðleikum og mikilli vinnu. Enn er gersamlega gróðurlaust hér um slóðir, en bændur eru yfirleitt vel birgir með fóður. >ó hefur þurft að sækja kjarna fóður í verzlunarútibúið í Reykjahlíð, því enn sem komið er eru .allar leiðir lokaðar héð ■an nema vegurinn til Mývatns. Það var nýlunda í búskapar- 'háttum hér, að einn bóndi hefur vetrarrúið fé sitt. í fyrra vetr- arúði hann einnig flestallt fé sitt og gafst það mjög vel. Nokkur kvíði er í bændum, ef hafa fé á húsi allan sauðburð- inn, en nú vonast menn til að senn fari að sjá fyrir endann á vetrinum. B. S. Meö bilaða vél út at Langanesi t FYRRADAG var leitað til •Slysavarnarfélagsins vegna vél- •bátsins Óskars SU 56, sem var •með bilaða vél út af Langjanesi. •Báturin, sem er 18 lestir að •stærð og gerður út frá Neskaups •stað, hafði náð sambandi við iNeskaupsstaðarradíó og barst •beiðnin þaðan. Voru strax gerð- ar ráðstafanir til að koma bátn 'um til hjálpar. Ekki reyndist fært að sigla frá Þóirshöfn vegnia •íss, en bátur frá Raufarhöfn kom •óskari til aðstoðar og fór með •hann inn til Raufanhafnair. I Fjöhnenniu fundur Sjúlf- slæðismunnu ú Putreksfirði Patreksfirði, laugardag FUNDUR Sjálfstæðismanna á Patreksfirði sl. föstudagskvöld var mjög fjölmennur og fór á- gætlega fram. Ásmundur B. Olsen oddviti setti fundinn og stjórnaði honum. Ræður fluttu Bjarni Benediktsson forsætisráð herra Sigurður Bjarnason al- þingismaður Matthías Bjarnason alþingismaður og Ásberg Sig- urðsson sýslumaður. Var ræð- um þeirra ágætlega tekið. Fólk úr öllum stéttum Vestur- Barðastrandasýslu sótti fundinn, sem sýndi sóknarhug Sjálfstæðis manna í héraðinu. Fundú ú Þórshöfn og Ruufurhöfn FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra boða til fundar um framfaramál kjördæmisins og landsmál á Þórshöfn á morgun, mánudag, 22. m&í. Frummælend ur verða Jónas G. Rafnar, Magnús Jónsson og Bjartmar Guðmundsson. A Raufarhöfn verður fundur á þriðjudag kl. 20.30, og verða frummælendur hinir sömu á honum og á fund- inum á Þórshöfn. Yiir 200 munns ú fundi Sjúlf- stæðismunnu ú Snuðúrkróki MIKIÐ fjölmenni var á kjós- ’endafundinum sem Sjálfstæðis- vnenn efndu til á Sauðárskróki <sl. föstudagskvöld. Fundinn 'sóttu rúmlega 200 manns þrátt •fyrir erfitt tíðarfar og annir •bænda vegna sauðburðar. Ræðumenn voru Jóhan Haf- sein, dómsmálaráðherra, sr. Gunnar Gíslason alþm. Pálmi 'Jónsson, bóndi Akri og Eyjólf- ■ur Konráð Jónsson, ritstjóri. Að Qoknum framsöguræðum tóku til taáls Hjörtur Benediktsson, 'Árni Þorbjörnsson, Kári Jónsson iog fundarstjórinn Björn Daníels 'son. Fundur þessi bar glöggt vitni •þeim mikla sóknarh.ug, sem nú 'einkennir kosningabaráttu Sjálf ‘stæðisraanna í Norðurlandskjör- dæmi vestra. Síðdegiskaffi kvenna í Reykjaneskjördæmi FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæð- isflokksins í Reykjaneskjör- dæmi bjóða konum hvaðanæva að úr Reykjaneskjördæmi til kaffidrykkju í Súlnasal Hótel Sögu í dag kl. 3. Létt tónlist verður leikin Matt hías Á. Mathiesen alþm. og frú Jóhanna Sigurðardóttir flytja á- vörp en Eyþór Þorláksson og Didda Sveins skemmta. Þær konur, spm þurfa á flutn ingi að halda, eru beðnar að hafa samband við kosningaskrif stofurnar í kjördæmunum. 4T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.