Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1&67. 3 Sr. Jón Auðuns, dómpróf.: Hverjum er um oð kenna? EINN þeirra, sem kveðst lesa þessar sunnudagsgreinar, sagði við mig á götu fyrir 2—3 dögum: „Þú sagðir síðast að færri og færri virtust hirða um perluna dýru, kristindóminn. Um mig er það svo, að ég á síður samleiði með kirkjunni nú en ég átti áður fyrr. Hverjum er um þetta að kenna?“ Þessu er vandsvarað, en hóp- urinn, sem þannig spyr, er stór. Nú kveður sér í mörgum lönd- um hljóðs vaxandi hópur merkra kirkjumanna, sem krefjast rót- tækra breytinga á ýmsu í kenn- ingu kirkjunnar og hugmynda- heimi. Meira að segja í róm- versku kirkjunni heyrast slíkar raddir. Mönnum er þar að verða ljóst, að Guð muni s'kilja bænir manna, þótt ekki sé talað við hann á 'latínu. Og menn gagn- rýna þessa dagana hispurslaust heimsókn páfans til Portúgal, vegna þess að hún styrki Maríu- dýrkunina, sem er eitt megin- ágreiningsefni kirkjudeildanna. Gallinn er bara sá, að um hreinskilnislega endurnýjun eru kirkjuhöfðingjarnir vfirleitt ekki í fararbroddi. Þeir bjástra, þegar bezt lætur, við að nema burt ún ikenningu sinni sitt hvað, semi iþorri hugsandi fólks er fyrir löngu hættur að leggja trúnað á. í samtölum við „manninn á igötunni“ verð ég þess ósjaldan var, að domur og fullyrðingar um sitt hvað, sem manni er of- ivaxið að vita, vekur vantraust imanna á kirkjunni og boðskapn- um. Ýmsum þykir sumt af full- yrðingum okkar prestanna um eilífan Guð og æðstu rök bera Vott um barnaskap og harla litla Ihugsun. Einn merkasti. stjarnfræðingur Breta í dag. Sir Bernard Lovell, Ivill gera ráð fyrir því, að í öðr- íum hlutum heims kunni að vera (til aðrar lífverur. Og hann telur lað nokkrum trilljónum stiarna fylgi plánetur, sem gefi mögu- leika lífrænni þróun. Það er út í hött að nefna svo svimandi háar tölur. En trúi maður á einn skapara þeirra ómælalegu dásemda, sem stjarn- vísindin segja okkur frá, er þá ekki frámunalega barnalegt að láta eins og maður þekki djúp þessara dýrðarveru og viti svo mikið um hennar innstu rök, að' um þau megi fávísir menn smíða óskeikular kenisetningar? Þó er vegsemd kirkjunnar mikil vegna þess að hún er starfstæki Krists á jörðu. Ekki eina starfstæki hans. Fjarri því. En tæki hans til að tjá sig á jörðu. Því er hlutverk hennar stórt. Ég les í skýrslum, að árlega fremji 5 þús. manna sjálfsmorð í Bretlandi. Miklu fleiri reyna sjálfsmorð en mistekst það. Og víða mun ástandið verra en með Bretum. Er ekki þetta ömurleg sam- itíðarmynd? Hugsum um það hyldýpi vonleysis og hugarsturl- unar. Ætti ekki stofnun, sem er starfstæki Krists á jörðu, að eiga erindi við þetta fólk? En til þess að ná til þessa fólks þarf að fara aðrar leiðir en enn eru farnar. Einihver góð- ur maður var að ónotast yfir því hér í blaðinu fyrir skömmu, að efni þessara ^unnudagsgreina væri neikvætt. Ég tel að miklu leyti út 1 bláinn gert, að skrifa sunnudagspistla fyrir „trúaða“. Það er eins og að bjóða bráð- söddum manni mat. Alltof mikið af boðum kirkjunnar er flutt |hinum „trúuðu" einum. Sú boð- )un nær ekki til „mannsins á igötunni". • Ég held að í framtíð leggi kirkjan megináherzlu ‘á sál- 'gæzlu. f velferðarríkjunum er ’margskonar líknarþjónusta að Verða óþörf. En þörfin kallar á þá sálgæzlu, sem enginn geð- læknir getur rækt af því einu 'að vera geðlæknir að mennt kirkja, sem rekur erindi Kristi á jörðu, á að geta rækt þes þjónustu. Ég er ósammála brezku kirkj 'blöðunum um sitt hvað. En e; dáist að þeim fyrir það, ’djarfmannlega þau fjalla uiri sorglegt ástand kirkjumála þai í landi, og hversu ófeimin þar eru við það, að segja skorinort frá staðreynd'uim, sem kirkjui jmönnum sárnar. I Þetta er merki styrkleikí ibrezku kirkjunnar. En hér híí lokkur setja menn upp sármó taðan svip eða reiðast, ef fundií ier að og uppi látið, að ekki si iallt í him-nalagi. i Ég bið ekki um hugsunarlaui idýrkun á kirkjunni og hennart jháttum og siðum. Af því hlýtufl isú aldna stofnun tjón. En ég bið þig, sem segisí verá) •að fjarlægjast kirkjuna eins og imaðurinn sem ég hitti á götunni jfyrir fáum dögum, — að íhugé^ jhve dýran fjársjóð kirkjan ber* þótt kerið sé hrothætt og breysk lir séu þeir menn og barnalegirv isem á hinu brothætta keri halda. UR VERINU EFTIR EINAR SIGURÐSSON Reykjavik. Nokkrir bátar eru enn með net í sjó og reyta sæmilega, 20- 30 lestir í róðri. Aðalbjörg, einn af minni bátunum, kom t.d. í vik unni með 20 lestir frá Jökli. Heildaraflinn á vertíðinni hjá 30 bátum var 101412 lestir (í fyrra 22.600 hjá 63 bátum). Hæstur á vertíðinni er Ásþór með 860 lestir, Ásbjörn er með 732 og Ásgeir með 723 lestir. IHelga II. hefur þó líklega haft tiltölulega mestan afla miðað við þann tíma, sem hún var að veiðum, eða 725 lestir, en hún kom sem kunnugt er ný frá Nor egi í vetur og hóf veiðar 17. marz. Helga H er ekki búin að faka upp enn og kom í gær með 58 lestir. Hún er að „drepa dauða tímann“. Trillurnar afla vel, þegar þær komast út. Sjóli, einn af Reykjavíkurbát- unum, fékk 20 lestir á handfæri og fór með aflann .tíl Eyja. iNú er verið að búa báta á humarveiðar, og eru tveir þegar byrjaðir. Gott veiðiveður hefur undan- farið verið hjá togurunum, en ís hefur bagað veiðar við Austur- Grænland og á Halanum. Nokk- ur skip urðu að leita frá Græn- landi og á heimamið vegna íss- ins. Togararnir hafa verið til og frá á heimamiðum og nokkrir í svokölluðu hólfi við suðaustur- ströndina, en þar er þeim leyft að veiða upp að 4 mílunum frá 15. þ.m. Þar er helzt flatfisk að fá. í vor hafa togararnir aflað ágætlega við Austur-Grænland, þegar þeir hafa getað haldizt þar við fyrir ís. Þessir togarEir lönduðu heima í vikunni: Þormóður goði 444 lesfcum. Hallveig Fróðadóttir 170 lest- um. Neptúnus 253 lestum. Sigurður 450 lestum. Narfi fékk fullfermi af frosn- um fiski, um 300 lestir, og 55 lestir af nýjum fiski, sem var á þilfari. Akranes. Síðasti báturinn tók upp net- in sl. föstudag, og þar með lauk einni erfiðistu vertíð í mörg, mörg ár. Heildaraflinn varð þó aðeins 250 lestum minni en í fyrra eða sem svarar hálfum vertíðarafla eins báts. Það er þó að athuga, að 3 stóru bátarnir voru á loðnuveiðum í fyrra, en á netum í ár, svo að aflinn er raunverulega miklu minni en heildartalan gæti bent til. (Heildaraflinn á vertíðinni til miðsmaí var 7900 lestir (8150 í fyrra) Hæsti báturinn er Sól- fari með 1037 lestir, næstur er Sigurborg með 693 lestir og Höfr ungur m. með 692 lestir. Minni bátarnir eru að útbúa sig á humarveiðar og handfæri. Víkingur landaði í vikunni 496 lestum af fiski. Vestmannaeyjar. Þrátt fyrir allar ógæftirnar í vetur var • vertíð skárri en í fyrra, en þá var líka lélegasta vertíð sem komið hafði í mörg ár. Heildaraflinn reyndist um 25.000 lestir (í fyrra 24.000). Aflahæst var Sæbjörg, sem fyllti alveg þúsund lestirnar, And'vari með 880 og Leó með 806 lestir. Sjór er lítið stundaður eins og er. Margir eru að hreinsa bát- ana. Það vill oft verða millibils- ástand upp úr lokunum. Margir eru að útbúa bátana á sumar- veiðar, sem eru þá helzt troll, humar- og fiskitroll. Nokkrir bátar hafa siglt til Skotlands með aflann, sem eink um hefir verið flatfiskur, og selt hann fyrir ágætt verð. Keflavík. Síðustu bátarnir tóku upp netin á mánudag og þriðjudag. Þá var afli orðinn mjög lítill. Heildarafli yfir vertíðina hjá 41 bát var 13755 lestir, (í fyrra hjá 40 bátum 17.662 lestir). Aflahæstu bátarnir voru: Sæ- hrímnir með 842 lestir, Lómur með 762 lestir og Brimir með 723 lestir. Vertíðin var í heild mjög lé- leg, og réðu þar miklu um ein- stakar ógæftir. Nú eru flestir minni bátarnir að byrja á trolli. Nokkrir af þeim voru fyrir austan á síld- veiðum í fyrra, en verða nú á heimamiðum. Sandgerði. í síðustu viku voru góð sjó- veður, þótt bátarnir réru ekki nema annan hvorn dag. Þeir tveir netabátar, sem héldu lengst út, tóku upp net- in á miðvikudaginn og voru þá með 7% og 4 lestir. Heildaraflinn á vertíðinni hjá 27 bátum er 7725 lestir (í fyrra hjá 28 báturn 10.190). Aflahæstu bátarnir á vertíð- inni eru Víðir II. með 537 lestir, sem var með línu og net, Dofri með 494V2 lest og Hólmsteinn með 494 lestir. Verið er að búa báta út á línu og handfæri. Ekki einsdæmi hjá íslendingum. Því er ekki að neita, að und- anfarið hefur orðið vart nokkurs samdráttar í sjávarútveginum, einkum þó fiskiðnaðinum. Þetta á rót sína að rekja til hins mikla verðfalls sjávarafurða og að nokkru til ógæftanna á vertíð- inni. Einhverjir hafa haft tilhneig- ingu til að skella skuldinni af þessu á ríkisstjórnina. En það er sama, hvaða ríkisstjórn hefði verið við völd, þegar jafnmikið verðfall dundi yfir og nú hefur átt sér stáð. Þess hefði óðar gætt í atvinnu og viðskiptalífinu. Og það er langt frá þvi, að öll kurl séu enn komin til grafar. Rikis- stjórnin átti varasjóð, þar sem var tekjuafgangur ríkissjóðs, sem hægt var að grípa tll og taka sárasta broddinn af verð- fallinu. Það var einkum tvennt, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir til að draga úr áhrifum verðfalls- ins, og það var að greiða hluta að verðfalli frosna fisksins og fella niður útflutningsgjald af loðnumjöli og lýsi Jafnframt greiddi hún svo 8% uppbætur á fisk .upp úr sjó, og stingur það nokkuð í stúf við fréttir, sem berast úr nálægum löndum um lækkun á fiskverði vegna verð- fallsins. Það er síður en svo eimsdæmi hjá fslendingum, að þrengingar geri nú vart við sig í sjávarút- végi. Það er næstum því sama, hvar borið er niður, alls staðar kveður við sama tón. Kanada talar um að leita sér nýrra markaða í stað hins hefð bundna markaðar í Bandaríkj- unum vegna hins mikla verð- falls þar. Fiskverð upp úr sjó hefur lika verið lækkað þar, og Quebecfylki styrkir blokkafram leiðendur með 1-2 kr. kg. í Grænlandi, þar sem Færey- ingar og Norðmenn hafa miklar bækistöðvar, hefur fiskverð ver- ið lækkað gífurlega, jafnframt því, sem 60 aura styrkux hefur verið veittur á hvert kg. í Noregi er þegar komin til framkvæmda lækkun á fiskverði til frystingar, og hafa frystihús- in farið fram á 120 milljón kr- styrk frá ríkinu. Auk þess er rætt um 1500 milljóm króna styrk frá ríkinu í ár til sjávar- útvegsins norska, eins og skýrt hefur verið frá. Þar í eru sild- veiðarnar og síldariðnaðurinn, sem er veigamesti þátturinn í norskum sjávarútvegi. Og minna má á nýleg ummæli Helge Jakoib sen stórþingmanns og for- manns sjávarútvegsnefndar stór þingsins norska um ástand norska sjávarútvegsins: Að ekk- ert gæti bjargað honum nema, að Noregur fengi aðild að Efna«< hagsbandalaginu. Ennfremutí sagði Einar Hareide í ræðu viSj setningu „Síldarstórþingsins“4 síldarsamlags þeirra Norðí manna: „Norskur sjávarútvegut^ er í kreppu. Markaðshraun á sílcE ar- og makrílhráefninu leiðir lí dag til óarðbærs rekstrar hjáie flestum. í þessari aðstöðu vænt^ um við þess, að rikið rétti okk^ ur hjálparhönd“. í Danmörku er ástandið mjö^ ískyggilegt hjá sjávarútveginHj um. Danir fiska sem kunnugt etá mikið af flatfiski, því að lítið efl orðið af bolfiski í Norðurrsjón-é um. Verð á flatfiski í Dairt mörku er nú aðeins 25% af þvi. sem það var í fyrra, og sumti af flatfiskinum fer hreinlega JL dýrafóður. [ Hjá næstu nágrönnum okkar, Færeyingum, sem eiga allt sitt undir gjöfum hafsins eins og við,í en á slíkum þjóðum bitnar verð-< fall sjávarafurða skiljanQega þyngst, var ástandið svo slæmt í vor að fresta varð að slíta lög- þinginu, vegna þess að taka þurfti afstöðu til ríkisstyrks til frystihúsanna. Fullyrt er, að svo að segja öll frystihúsin f Færeyjum séu á barmi gjald- þrots og verði að fá styrk, ef þa.u eigi að halda áfram starf- rækslu. Og svo halda einstaka menn, að hægt sé að afgreiða þessi miklu vandamál með því að skella skuldinni á ríkisstjórnina. Þetta er ekki svona einfalt. Allir hljóta fyrr eða síðar að finna harkalega fyrir því, þegar meg- inhluti útflutnings þjóðarinnar fellur í verði um % hluta og hver veit, hvar verðfallið end-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.