Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1967. 7 Kristilegar æskulýðsferðir á vegum ferða skrifstofunnar Suiiinu FYRIR nokkrum árum stofn- aði æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar til þeirrar ný- breytni að efna til ódýrra æskulýðsferða til útlanda, eins og: lengi hefir tíðkast með nágrannaþjóðunum. Fátt er hollara ungu fólki en a.ð eiga þess kost að sjá sig um í heiminum undir leiðsögn kristilegs æskulýðs- starfs, og ómetanlegt er það æskufólki að njóta sinnar fyrstu utanlandsferðar í hópi heilbrigðs æskufólks sem nýt ur leiðsagnar góðra æskulýðs leiðtoga. Fyrir tveimur árum fór séra Ólafur Skúlason fyrstu æskulýðsfeili’na á vegum SUNNU í samvinnu við æsku lýðsnefnd Þjóðkirkjunnar, og var þá notið gistivináttu skozku þjóðkirkjunnar, og í fyrra voru farnar þrjár slík- ar ferðir, ein til Norðurlanda, ein til Englands og ein til Skotlands. En kirkjudeildir þessara og fleiri landa hafa aðstöðu til að taka á móti ungu fólki frá öðrum þjið- um til skemmri dvalar. Vegna þess hve þessar ferð- ir séra Ólafs Skúlasonar hafa notið mikilla vinsælda unga fólksins og aðstandenda þeirra hefir verið ákveðið að halda þessari starfsemi áfram í sumar, og gefa kost á þrem- ur mismunandi ferðum. Allar eru þessar ferðir ódýrar og er dvalið á gisti'heimilum skiozku þjóðkirkjunnar í Carberry Tower Kastala, eins og tvö undanfarin ár og í Noregi og Þýzkalandi á heim ilum kristilegra samtaka. Danmörk England — SKOTLAND. 29. júní — 20. júlí. Fyrsta ferðin hefst 29. júní og er flogið til Danmerkur og farið þaðan með lest til Esbjerg á Jótlandi og þaðan yfir til Englands með áætl- unarskipi Sameinaða Gufu- skipafélagsins „M/S ENG- LAND“ sem er 10. þús. smál. að stærð. Síðar er dvalið í tvær vikur í Skotlandi í Car- berry Tower, og farið svo aftur sömu leið til Danmerk- ur og dvalizt síðustu daga ferðarinnar í Kaupmanna- höfn, þar sem skoðaðar verða sögustaðir íslendinga í „Borg- inni við sundið“ og auðvitað Tívolí og dýragarðurinn og sitthvað fleira .Síðan er flog Séra Björn .Tónsson, farar- stjóri í ferðinni: Danmörk, Engiand og Skotland. Séra Sigurður Haukur Guð- jónsson, fararstjóri í ferðinni Noregur, Svíþjó'ð og Danmörk. ið beint heim til fslands. Fararstjóri í þessari ferð er séra Björn Jónsson sókn- arprestur í Keflavík NOREGUR—Svíþjóð—Dan- mörk. 4—18. júlí. Önnur ferðin er tveggja vikna ferð. Flogið er til Kaup mannahafnar beint frá Kefla vík og ekið þaðan með stór- um langferðarbíl, eins og í fyrra til Noregs, og dvalið í nokkra daga á kristilegu heimili við Oslofjörð. Þaðan er svo ekið um Vatnahéruð og um Skán aftur til Dan- merkur og dvalið í Kaup- mannahöfn síðustu daga ferð- arinnar. Fararstjóri í þessari ferð er séra Sigurður Haukur Guð jónsson sem var fararstjóri í srvipaðri ferð í fyrra og þá með séra Ólafi Skúlasyni. Danmörk — Þýzkaland — Rínarlönd og Holland, 18. júlí — 1. ágúst. Þriðja Æskulýðsferðin er einnig tveggja vikna ferð. Flogið er beint til Kaup- mannahafnar og ekið þaðan til Þýzkalands og dvalið í sex daga um kyrrt í Rínar- löndum, á kristilegum gisti- Séra Olafur Skúlason, farar- stjóri í ferðinni Danmörk, Þýzkaland — Rínarlönd og Holland. heimilum í samvinnu við kirkjufélögin þar á staðnum. Me'ðan dvalið er þar er farið í skoðunarferðir um hinar fögru Rínarbyggðir. Síðan er ekið til Hollands og um Norður-Þýzkaland aft- ur til Danmerkur, og dvalið í Kaupmannahöfn síðustu daga ferðarinnar. Fararstjóri í þessari ferð er séra ólafur Skúlason, sem skipulagt hefir allar þessar æskulýðsferðir, enda var hann upphafsmaður þessa starfs sem æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar. Allar þessar ferðir eru ein- göngu miðaðar við það að gefa heilbrigðu æskufólki tækifæri til að kynnast öðr- um þjóðum og löndum, menn ingu þeirra og sögu, og njóta leiðsagnar kunnra æskulýðs- leiðtoga þjóðkirkjunnar, ung um starfandi prestum, sem kunnir eru að því að halda uppi lifandi starfi meðal æsku fólksins í söfnuðum sínum. Þykir Ferðaskrifstofunni SUNNU fengur í því að geta með framkvæmd þessara ferða stuðlað að jákvæðu kristilegu starfi með æsku- fólk í samvinnu við svo ágæta æskulýðsleiðtoga kirkjunn- ar. Þess má ennfremur geta, að 23 maí verður farin á vegum SUNNU kristileg ferð til landisins helga undir leið- sögn eins af hinum ungu æskulýðsleiðtogum í presta- stétt, séra Franks Halldórs- sonar en hann heldur einnig uppi lifandi starfi meðal unga fólksins. Allar frekari upplýsingar um ferðirnar og ferðaáætlanir liggja fyrir á Ferðaskrifst. SUNNU Banka- stræti 7, símar 16400 og 12070. Áheit og gjafir Aheit og gjafir á Strandarkirkju afh. Mbl.: GÁ 200; GJ 200; GAKST 100; ÁH 100; MÓG 400; SM 200; HV 100; g.áh. HV 100; N 100; NN 1000; ÁM 200; GR 200; EE 200; GSB 200; NN 50; NN 100; GG 1000; ST 160; x-2 300; Mí> 020; ESK 100; ÁJ 100; J>E 60; TT 50; ÓP 100; í>J 500; HG 200; HÞ 200; kona 100; gömu'l kona 60; Norðlendingur 6000; SM 100; AV 200; JJ 250; BÓD 500; Guðrún Kol- Bergsson 200; SHS 100; gömul áh. NN 100. Freyjus-öfnunin afhent Morgunb.: Þuríður 1000; Jóna 200; Geir í>or- áteinsson 1000; ómerkt ÍOOO; Sól- brekka hf. 10.000; JS og HJ 200; GXP 1000; Lionsklúb'bur Njarðvíkur, Kefla víkur og Hafnarfjórðar ágóði af konu lcvöldi 3. marz ’67 12.051; gömul kona 200; Þórður Hjaltason og frú 500; HV 100; 11 ára bekkur Á Kársnesskóla Kópavogi 6136; safnað af 4 stúl'kum 1 Stykikishólmi 10,400. Súðavíkursöfnunin afhent Morgunh.: Þrjár stúlkur í Kópavogi héldu hluta- veltu að Löngubrekku 1700,80; Þor- Hjartveika telpan á Skógarströnd Hjartveika telpan á Skógarströnd afh. Mbl.: GP 500; Börn að Ytri- brekku Akureyri 2655,40; ónefndur Akureyri 100; NN 200; BG 500; Magnús Kristjónsson Arnarholti 100. VÍSIJKORN Ástarbrautin oft er hál, ýmsir detta og skrika. Yfir tengslin sál við sál sumir alveg strika. Leifur Auðunsson. LÆKNAR FJARVERANDI Alfrcð Gíslason jfv. til 22. júní Staðg. Bjarni Bjarnason. Bjarni Snæbjörnsson fjarv. næstu tvo mánuði. Staðg. Grímur Jónsson héraðslæknir, sími 52344. Jónas Sveinsson fjv. óákveðið Stg. Þórhallur Ólafsson. Hannes Finnbogason, fjarverandi 1/5—15/6. Jón R. Árnason fjv. frá 16/5. í 6 mánuði. Stg. Ólafur Haukur Ólafsson, Aðalstræti 18. Kristinn Björnsson fjv .um óákveð- inn tíma. Stg. Þorgeir Jónsson, Domus Medica. Ragnar Karlsson, læknir, verður fjarverandi til 5. júní n.k. Sigmundur Magnússon fjv. til 6. júní Úlfur Ragnarsson fjv. frá 29. apríl til 1. júní. Stg. Henrik Linnet. Tómas Á. Jónasson fjv. um óákveð- inn íma. Akranesferðir I>.Þ.Þ. mánudaga, priðjudaga, fimmtudaga og laugar- daga frá Akranesi kl. 8. Miðvikudaga og föstudaga frá Akranesi kl. 12 og sunnudaga kl. 4. Frá Reykjavík alla daga kl. 6» nema á laugardögum kl. 2 og sunnudögum kl. 9. Spakmœli dagsins Til þess að skapa mikið rit- verk þarf mikilfenglegt efni. Það er ekki unnt að skrifa góða og sigilda bók um eitthvert fá- nýti, þó að margir hafi spreytt sig á því. — H. Melville. SÖFN Náttúrugripasafnið. Sýningarsalurinn verður framvegis opinn frá kl. 2—7 daglega á Hverfisgötu 116. Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum og miðvikudögum frá kl. 1:30— 4. Willys Jeep Vil kaupa blæju Jeep ’66—’67 (helzt með V6 mótor). Staðgreiðsla. — Sími 33799. Sumarbústaður óskast til leigu. Upplýs- ingar í síma 20852. Til sölu BTH þvottavél í fyrsta flokks standi. Ennfremur sem ný strauvél. Uppl. í sima 82161 eftir kl. 8. Atvinna Ung stúlka (gagnfræðing- ur) óskar eftir skrifstofu- starfi eða afgreiðslustarfi. Upplýsingar í síma 38487. Sparifjáreigendur Ávaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12 f.h. og 8—9 e.h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A. Símar 22714 og 15385. Þorlák=V»öfn — nógrenni Lítið hús eða íbúð óskast til leigu strax í Þorláks- höfn eða nágrenni yfir sumarmánuðina. Uppl. í síma 33644. Húsbyggjendur athugið! Hreinsum og rífum stevnu- mót. Uppl. í síma 34379 eftir kl. 7. Skoda Octavia til sölu, árg. ’61, nýskoð- aður. Verð 45—50 þúsund. Skipti á Volkswagen ’63 koma tdl greina. Sími 40998. Aukavinna Ábyggilegur ungur maður óskar eftir léttri auka- vinnu frá 7—12 á kvöldin. Til boð sendis't Mbl. merkt „Aukavinna 501“. Matsvein og háseta vantar á bát sem stundar handfæraveiðar frá Breiða firði. Upplýsingar í síma 13071 eftir kl. 7. 12 ára telpa óskar eftir að komast í vist á gott sveitaheknili. Uppl. í síma 42001. Skipstjóri Vanur skipstjóri óskar eft- ir góðu síldveiðiskipi í sumar. Uppl. gefur Þórar- inn Vigfússon, Húsavík. Ökukennsla á Cortinu. Uppl. í síma 24996. Sumarvinna Ungur maður við mynd- listanám erlendis óskar eftir sumarvinnu. Uppl. í síma 13240. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Tækifæriskaup Sumarkápur á kr. 1500 til 2000. Sumar- og heilsárs- dragtir 1800. Kjólar á hálf- virði frá kr. 400. LAUFIÐ Laugaveg 2. Útvarpsvirkjun 23 ára gmall reglusamur maður óskar eftir að komast sem nemi í útvarpsvirkjun. Uppl. í síma 13071 eftir kl. 3 á daginn. 12-15 ára pillur óskast á* sumarhótel til léttra starfa. Upplýsingar í dag og á morgun á Bugðulæk 18 aðeins milli 1 og 5. Atvimia - gólfteppakgnir Viljum ráða tvo duglega lagningarmenn. Upplýs- ingar á skrifstofunni kl. 1—2 daglega. ÁLAFOSS, Þingholtsstræti 2. Bifvclavirkjar Óskum eftir að ráða vana bifvélavirkja. Uppl. í Renault-umboðinu, Albert Guðmundsson, Brautar- holti 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.