Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 12
12 MOKGUNBLAÐIÐ, SUNMULAUUK 21. MAl lSMjV. Fundurinn, sem ekkert mátti fréttast af: „Vonandi eiga menn ekki eftir að lesa þetta í Morgunblaðinu64 HINIR sögulegu atburðir i Alþýðubandalaginu síðustu vikur hafa að vonum vakið töluverða athygli fölks og um leið er öngþveit ið í þessum kosningasamtök- um slíkt, að almenningur á erfitt með að átta sig á hvað þar er raunverul. aðgerast. Af þeim sökum þykir Mbl. rétt að gera nokkra grein fyrir þróim þessara mála allt frá því er Alþýðubanda- lagið í Reykjavík var stofn- að fyrir u.þ.b. ári en segja má, að með stofnun þess hafi valdabaráttan innan Alþbl. komist á nýtt stig. Rétt er að minna á, að sama daginn og Alþbl. í Reykja- vík var stofnað gaf Mbl. yfir lit um þá atburðarrás und- anfarinna ára, sem leiddi til stofnunar þess. Stofnun Alþbl. í Reykjavík hafði lengi verið sérstakt bar- áttumál Málfundafélags jafn- aðarmanna, sem var hinn upp- íhaflegi samningsaðili Sósía- listaflokksins um stofnun Alþbl. Með stofnun AlþbL í Reykjavík töldu Hanníbalistar sig geta fengið vettvang til átaka við Sósíalistaflokkinn, þar sem þeir hefðu a.m.k. veru lega möguleika á að ná undir- tökunum. Verulegur skriður komst á þessi mál haustið 1065, en það voru ekki Hannibalistar, sem höfðu frumkvæðið um það heldur nokkrir forustu- menn úr verkalýðshreyfing- unni, nánar tiltekið, Guðmund- ur J., Jón Snorri, Snorri Jóns- son og Guðjón Jónsson, sem hófu að þreifa fyrir sér um samkomulagsgrundvöll milli Sósíalistafélags Reykjavíkur og Málfundafél. jafnaðar- manna um stofnun Alþbl. I Reykjavík. >að kom þegar 1 ljós, að erfitt mundi reynast að fá þessa aðila til samstarfs og stóð í þjarki og þrasi fram eftir hausti og til áramóta. Inn an Sósíalistafélags Reykjavík- ur urðu miklar sviptingar um málið en á fulltrúaráðsfundi, sem haldinn var 17. nóv. 1065 fengu Páll Bergþórsson og Brynjólfur Bjarnason heimild til þess að ganga til samninga um stofnun Alþbl. í Reykja- vík eftir harðar deilur og árás- ir af hálfu Eggerts Þorbjarn- arsonar og Stefáns Ögmunds- sonar. Heimildin var veitt með 20 atkv. gegn 12, en fjöl- margir fundarmenn tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. f byrjun nóv. var einnig hald- inn fundur í miðstjórn Sósíal- istaflokksins og á þeim fundi fengu fyrrnefndir verkalýðs- leiðtogar grænt Ijós á að halda áfram viðleitni sinni til að ná samkomulagi um stofnun fé- lagsins. Afstaða Hannibalista var hins vegar sú, að þeir voru ekki til viðtals við Sósíalistafélagið um samninga en töldu, að verka- lýðsforustan ætti að boða til stofnfundar Alþbl., sem byggt yrði upp á lýðræðislegum grundvelli, verkalýðsforustan yrði að koma sér saman um stjórn félagsins, félagsmenn SR og MJ gætu gerzt meðlim- ir í því, en hvorugt félagið ætti að því beina aðild né hefði neitunarvald um málefni þess. Ekki er ástæða til að rekja nánar þær sviptingar, sem leiddu að lokum til þess að ákveðið var að stofna Alþbl. í Reykjavík snemma vors 1066 en megindeilurnar sner- ust um það, hvort heimila ætti félagsaðild að því eða ekki. Þegar á stofnfundinn kom var það atriði enn óljóst og raunar var ekki að fullu úr því skorið fyrr en fyrir nokkrum vikum sem kunnugt er, þegar tillaga um félagsaðild var felld. Stofnun Alþbl. Segja má með nokkrum sanni, að harmasaga Hannibal- ista hafi raunverulega hafizt, þegar þeir misstu úr höndum sér frumkvæðið að stofnun félagsins haustið 1065 og nú er óhætt að fullyrða, að sá sem stóð að baki framtaki hinnar Lúðvik: Ég talaði við Hannibal — aðrir sögðu að hann hefði ekki gert það. í þessu efni hafi verið Einar Olgeirsson, enda báru allar þær tillögur um samkomulags- grundvölL sem Guðmundur J. og fl. lögðu fram þess glögg merki. Einar Olgeirsson varð að þola þá raun vorið 1063, þegar Alþbl. vann að uppstill- ingu sinni í Reykjavík að fá bréf frá Hannibal Valdemars- syni, þar sem hann tilkynnti, að annað hvort samþykkti Sósíalistaflokkurinn, að Berg- ur Sigurbjörnéson skipaði 4. sæti listans í Reykjavík þá, eða samstarfi hans við Sósíal- istaflokkinn væri lokið. Haust- ið 1065 virðist Einar hafa kom- izt að þeirri niðurstöðu, að ekki mætti setja Sósíalista- flokkinn í svo auðmýkjandi aðstöðu aftur, hvorki gagn- vart uppstillingu í borgar- stjórn né til Alþingis. Hann hef ur því hafið undirbúning að á- ætlun um að verða við ýmsum kröfum Hannibalista m.a. um stofnun Alþbl. í Reykjavík og jafnframt séð fram á að auð- velt mundi fyrir Sósíalista- flokkinn að ná undirtökunum 1 slíku félagi fyrr eða síðar, eins og nú er komið á daginn. Alþbl. í Reykjavik var stofnað fyrir borgarstjórnarkosning- arnar sl. vor. Á fyrstu fund- unum í því félagi fóru Einar Olgeirsson og félagar hans hvað eftir annað halloka og Hannibalistar voru sigurglað- ir, töldu sér alla vegi færa. En þeir fögnuðu sigri of fljótt. Landsfundur og vaxandi átök. Sumarið 1066 leið án mark- verðra tíðinda í þessum her- búðum, en þegar líða tók á haustið fékk Sósíalistaflokkur- inn því framgengt, að fyrirhug aður Landsfundur Alþbl. yrði haldinn þá um haustið. í röð- um Hannibalista voru sterkar raddir uppi um, að þanin fund ætti ekki að halda fyrr en vet- urinn 1067 en Sósíalistaflokk- urinn fékk sitt fram. Ekkert sérstakt bar til tíðinda á Fyrrí grein Landsfundinum annað en það, að stuðningsmenn Hannibals Valdemarssonar töldu, að hann hefði haft þar verulega mögu- leika á að styrkja stöðu sína en gloprað því tækifæri úr höndum sér. Kommúnistar voru að byrja að ná sér á strik á ný. Hinn 3. des. 1066 var haldinn fundur í nýkjörinni fram- kvæmdanefnd Alþýðubanda- lagsins, voldugustu stofnun þess. Hannibal hafði verið kos- inn formaður Alþýðubanda- lagsins á landsfundinum en til þess að sá titill hefði einbverja þýðingu þurfti hann einnig að ná kjöri sem formaður fram- kvæmdanefndar. Þegar til kosningar kom stakk Björn Jónsson upp á Hannibal sem formanni. Lúðvík gerði tillögu um Guðmund Hjartarson og var hann kjörinn með 8 atkvæð um en Hannibal fékk 7. Næst skyldi kjósa varaformann. Björn gerði tillögu um Guð- mund Vigfússon, fulltrúa kommúnista í borgarstjórn Reykjavíkur um árabil. Lúð- vík stakk þá upp á Ragnari Arnalds. Sá maður á að baki sér fjölskrúðugan feril í stjórn- málasamtökum vinstri manna. Hann var dyravörður á stofn- fundi ÞjóðvarnarflokkS' íslands, gerðist síðan meðlimur Æsku- lýðsfylkingarinnar, sagði sig úr henni og gerðist ritstjóri Frjálsrar þjóðar með því for- orði, að hann mundi ganga í Þjóðvarnarflokkinn, gerði það ekki, en fór á vegum Einars Olgeirssonar 1 framboð á Norðurlandi vestra. Síðan hef- ur hann verið fylgisveinn Ein- ars Olgeirssonar en jafn- an reynt að haga seglum eftir vindi í átökunum innan Alþýðubandalagsins. Þeirri stefnu var Ragnar trúr á fram- kvæmdanefndarfundinum og lýsti því yfir, að ekki hefði verið haft samráð við sig um þá tillögu, að hann yrði vara- formaður framkvæmdanefnd- arinnar. Við þau orð tók Lúð- vík tillöguna til baka og var Guðmundur Vigfússon sjálf- kjörinn varaformaður. Þessi atburður vakti mikla athygli og átti eftir að draga dilk á eftir sér. Hannibal var mjög sleginn yfir þessum úr- slitum en hafðist ekkert að. Guðmundur Hjartarson hafði verið í framkvæmdanefnd Sósíalistaflokksins en á fundi miðstjórnar hans 7. des. sl. gaf hann ekki kost á sér aftur en var þess í stað kjörinn 1. vara- maður, sem þýðir, að í raun sækir hann alla fundi fram- kvæmdanefndar Sósíalista- flokksins. Tengslin á milli eru því traust. Synir Hannibals voru ekki ánægðir með úrslit kosning- anna á fundi framkvæmda- mefndar Alþbl. og 8. des. til- kynnti ólafur Hannibalsson stjórn Alþbl, í Reykjavík, að hann mundi ekki að jafnaði sækja fundi þar í mótmæla- skyni við kosninguna í fram- kvæmdanefndinni. Gils Guð- mundsson, sem einnig átti sæti í stjórninmi vildi ekki fylgja fordæmi Ólafs og taldi lítið samræmi í því, þar sem hann hefði ekki mótmælt fram ferði Lúðvíks 1 framkvæmda- nefndinni. Fundurinn, sem ekkert mátti fréttast af. Nú dró mjög til tíðinda. Þann 13. des. var boðaður fundur í Alþýðubandalaginu i Reykjavík og var efni fundar- ins það, að framkvstj. þess átti að gefa skýrslu um lands- fund og síðan átti Björn Jóns- son að flytja ræðu um Verð- stöðvunarfrv. Sá fundur fjall- aði þó um annað efni þegar til kom. Eftir að framkvstj. hafði —flutt skýrslu sína tók til máls Jón Hannibalsson. Hann gerði að umræðuefni kosningu for- manns framkvæmdanefndar og sagði, að það væri óskap- legt til þess að vita, að menn störfuðu með því hugarfari, sem þar hefði konoið fram, svikum og prettum. Hann deildi hart á Lúðvík Jósepsson Björn: Titrandi af reiði gekk hann á dyr fyrir hlut hans að þessu máli og fullyrti, að Alþbl. mundi tapa 2000 atkvæðum vegna þess. Guðmundur J. andmælti Jóni. Hann kvaðst hafa greitt Guðmundi HjaTtarsyni atkv. 1 framkvæmdanefndinni vegna þes.s, að Hannibal væri störf- um hlaðinn. Átti ihann síðan nokkrar orðahnippingar við Jón Hanníbalsson. Meðan á þessu gekk hafði Kjartan Ól- afsson framkvstj. Sósíalista- flokksins hringt í Lúðvík og kom hann á fundinn. Hann kvaðst vilja lýsa þvi yfir vegna þeasara umræðna, að hann héfði talað við Hannibal og sagt honum, að hann hefði augastað á Guðmundi Hjartar- syni í þetta embætti. (Mbl. biður lesendur sína afsökunar á því að það telur nauðsynlegt að birta það sem hér fer á eft- ir, þótt það að jafnaði telji sér ekki fært að birta slíkt orð- bragð, seim haft var á þessum fundi). Þegar Lúðvík Jósepsson hafði lýst þvi yfir, að hann hefði talað við Hannibal fyrir fundinn og slkýrt honum frá fyrirætlunum sánum stóð Björn Jónsson upp úr sæti sinu titrandi af reiði og sagði: „Þú lýgur þessu helv.......... þitt. Þetta er lýgi. Ég_ lýsi því yfir, að þetta er lýgi. Ég hlusta ekki á þessa helv......lýgi í þér. Ég fer af fundi". Síðan gekk Björn fram salinn. Þá stóð upp Jón Hannibals- son og sagði: „Þú lýgur þessu. Þetta er ekki satt. Hannibal sagði mér síðast kl. 5 í dag, að Lúðvík hefði aldrei talað um þetta við sig". Lúðvík: „Það er lýgi“ (hróp- aði). Jón: „Hvar áttu þessar við- ræður sér stað?“ Lúðvík: „Hannibal kom heim til mín“. Jón: „Það er lýgi, því að síð- ast í dag sagði Hannibal mér, að hann hefði ekki komið heim til þín Lúðvík í 3 ár“. Lúðvík: „Það er lýgl . . . **. Björn Jónsson (í dyragætt- inni): Lýgi, lýgi, lýgi . . . og fór síðan út). Meðan á þessu stóð var and- rúmsloftið slíkt á fundinum að heyra hefði mátt saumnál detta. Alfreð Gíslason tók nú til máls og kvaðst ætla að nefna eitt dæmi um lúaleg vinnu- brögð Sósíalistaflokksins. Vor- ið áður hefði verið haldinn fundur í fulltrúaráði Alþbl. til þess að kjósa fulltrúa á ráð- stefnu, sem átti að undirbúa landsfund Alþbl. Þá hefði Guð- mundur J. staðið upp og gert tillögu um mann úr Sósíalista- félagi Reykjavíkur, eflaust ágætan mann. Hann hefði náð kosningu en í kosningunni hefði komið í ljós, að skipulagð ar höfðu verið útstrikanir á ungan mann, þjóðvarnarmann, ungan og áhugasaman. Eftir þennan atburð hefði þessi maður sagt sig úr Alþbl. Ef SF-menn ætluðu að haga sér á þennan hátt væri allt, sem héti saimstarf horfið út í veð- ur og vind og Alþbl. rúið öllu trausti. Þessi atburður hefði orðið mikið áfall fyrir sig, þar sem hann hefði haft mikið álit á Guðmundi J. en svo væri ekki eftir þetta. Framkvstj. Alþbl., Svavar Gestsson, stóð nú upp og sagði að það væri óskaplegt, sem gerzt hefði á þessum fundi og kvaðst vonast til, að menn ættu ekki eftir að lesa um hann í Mbl. Magnús Torfi Ólafsson, þáv. formaður félagsins, bað fundarmenn að segja ekki frá því, seim þarna hefði gerzt. Síðan leystist fundurinn upp. Fundarefnið var aldrei tekið fyrir. Eftir þennan atburð logaði Alþbl. í upplausn og illindum. Framkvæmdanefndarifundur, sem boðaður var 10. des. var af- boðaður af ótta við sprengingu á þeim fundi, eftir það, sem á undan var gengið. Lúðvík Jósepsson lagði sig mjög fram um það að ná sátt- um við Hannibal og Björn eftir það sem gerzt hafði en fékk kaldar kveðjur. Leið síð- an fram að áramótum en þá hófust þeir atburðir sem leiddu til hins fræga Túnabíósfundar, þegar kommúnistar gengu milli bols og höfuðis á Hanni- bal og stuðningsmönnum hans. Verður sagt frá atburðarrás- inni frá áramótum og síðan ! annari grein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.