Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1967. Guðný Guðnudóttir Nokkur kveðjuorð F. 13. júlí 1894. D. 14. maí 1967 HYE stundin er hröð og heims- lífið skammt, himininn mikill — og lítil storðin. GuíSný Guðnadóttir, frá Vals- hamri er dáin. Hún lézt að morgni hvítasunnudags þ. 14. þ.m. og var til moldar borin á föstudag. Hún var fædd 13. júlí 1894 á Valshamri á Mýrum, yngsta barn hjónanna, Guðnýjar Kristrúnar, húsfreyju þar, Níelsdóttur, bónda á Grímsstöðum, Eyjólfssonar, og Guðna, bónda og trésmiðs Jóns- sonar, bónda í Fíflholtum. Hin unga mær ólst upp hjá foreldrum sínum framundir tví- tugsaldur. Hún naut ekki sér- stakrar skólamenntunar heima en hennar heimili var mikið lestrar- og verkmenningar heimili og naut Guðný þess í ríkum mæli, svo sem síðar kom fram. Um tvítugt fer hún úr for- eldrahúsum til ísafjarðar og síðan til Reykjavíkur. En það- an lá leiðin til Bandaríkjanna og dvelst Guðný þar með fjöl- skyldu Gunnars heitins Egilson, sendifulltrúa íslands í fisksölu- málum. Sama embætti gegndi Gunnar síðar fyrir fsland á Spáni og Ítalíu. f þeim löndum dvaldist Guð- ný einnig með hans fjölskyldu í 2—3 ár og hefur alla tíð síðan haldist góð vinátta með henni og þessu fólki. T.d. fór Guðný s.l. sumar til Spánar með börn- um frú Guðrúnar og Gunnars, á sömu slóðir og þaju höfðu áður búið á. Á næstu árum starfrækti Guð- ný matsölu í Austurstræti 5 í Reykjavík, þar naut hún sín vel og eignaðist marga vini. Er rannsóknarstofa Háskólans í Kirkjustræti 12, tekur til starfa undir stjórn Nielsar Dun- gal þá ræðst Guðný til frænda síns, sem fyrsti starfskraftur þar. Og mun hún þá hafa lært undirstöðu þess starfs, sem hún vann að til dauðadags. Árið 1934 var Guðný í Dan- mörku til fullkomnunar sem laborant og réðst 1. apríl 1935 á rannsóknarstofu Landsspítal- ans, þar sem hún vann sðían I 32 ár, eða fram í marzmánuð s.l. Á þessum langa starfsferli eign aðist Guðný fjölda vina meðal lækna, hjúkrunarkvenna, ann- ars starfsfólks og sjúklinga. Enda munu hennar góðu kost- ir, þrifnaður, árvekni, samvizku- semi og trúmennska hafa notið sín vel í þessu nákvæmnis- og ábyrgðarstarfi og hún Tiaft mjög glöggt auga fyrir því sem um var að ræða og leiðbeint vel mörgu læknisefni og kennt fjölda verðandi laboranta. Landsspítalinn varð annað heimili Guðnýjar og þar lauk hennar æfigöngu. Hennar ætt- ingjar og vinir þakka læknum og hjúkrunarliði, er veitti henni síðustu hjálp og umönnun í hennar þungu þraut. Kynni mín af Guðnýju hóf- ust sumarið 1945, er fjölskylda okkar kom til íslands, eftir að hafa verið erlendis síðan fyrir stríð. Enginn af hinum mörgu og ágætu ættmennum fannst mér litríkari og skemmtilegri en Guð ný. Hún var okkur líka sérlega góð og einkum var hún börnum okkar hin elskulegasta frænka alla tíð. Þar til hún lagðist bana- leguna fyrír 2 mán. var hún stöðug og styrkjandi hönd fjölda ættingja og mörgu vina, eink- um þeirra sem í veikindum áttu — alltaf tilbúin að hjálpa. Hún var sjálfstæð og ákveðin i skoðunum en þó frjálslynd og ekki hrædd við að skipta um skoðun ef svo bar undir og henni fannst hið nýja réttara og betra. Hún var skapmikil og skyldi gjarnan fram ganga það er henni þótti rétt vera. Þrátt fyrir dvöl sína í Amer- íku og á meginlandi Evrópu, sem sett hafði nokkurt heimsborgara snið á Guðnýju átti hún svo djúpar rætur í íslenzkri moldu, að ekki gat hún hugsað sér að eyða starfsdegi sínum annars- staðar en á íslandi. Hjá því ágætisfólki, sem bjó í Næfurholti og Hólum á Rang- árvöllum fékk Guðný land það undir sumarbústað, sem húi. lengi hafði haft augastað á. Dyggði síðan í nábýli við vini sína á næstu bæjum, bústað á bakkanum við Hraunteigslæk, því það ■ var feguratur reitur er hún hafði augum litið. Þar gat hún haft sjálfa Heklu að bæj.ar- fjalli, andað að sér fjallalofti og skógarilmi og hlusta um leið á hinn seiðandi lækjarnið. . . Bláfjöllin standa í breiðfylking sem bergrisavörður um Rangárþing. Ljóða lækir við bakka — þyrlast niður um þríhyrning þokan um giæna slakka. Þarna undi Guðný þegar hún gat með gestum sínum og sýndi þá jafnan hina mestu rausn og naut þess að dvelja á þessum dásamlega stað. Ég man þig heiðasveit þótt dagar dvíni og deyi öll þín blóm í hvítu líni. þinn andi hefur svalað minni sál; jeg sé þig enn og drekk af þínu víni. Ó, fjallakyrð, sem á ei mannlegt mál, Ó, máttarveig af himnadjúpsins skál. Þó við Guðný þekktumst vel í meira en 20 ár og bæði talin skapstór, þá bar aldrei skugga á vináttu okkar og mér finnst ég vera ríkari eftir, að hafa þekkt hana. Guja mín, ég ber þér hjartans kveðjur ættingja þinna og vina. Þakka þér fyrir samfylgdina. — Dyggð og tryggð þitt dæmi kenni. Dána! Þú varst íslpnzk kona. Stefán Pálsson. GUÐNÝ mfn — svona fór þetta þá — en svo sannarlega grun- aði hvoruga okkar, er ég fór úr bænum rétt fyrir páskana, og kvaddi þig í síma, að það yrði okkar síðasta samtal. Þú hafðir ætlað að skreppa til mín, tvisv- ar sinnum með frænkum þínum, en þá gátu þær ekki komið, og þú sagðist nú halda, hress eins og vanalega, að það mætti bíða fram yfir hátíðarnar, eða þar til að veðrið batnaði, þú gætir alltaf komið. Reyndar ætlaðir þú að 14fa taka þetta þykkildi utan af háls inum á þér, svona við tækifæ"1. það gæti varla tekið lan^on tíma, og ágætt að nota páska- fríið til þess. En það fer margt öðruvísi en ætlað er og eins gott að vita ekkert fyrirfram um tilveruna og tilgang hennar. Ekki má ég lengur eiga von á, að þú skreppir til mín, né ég til þín. ekki heldur, að ég fari með þér í sumar austur undir Heklu í friðsæla sumarhúsið þitt þar. eins og að þú varst svo oft búin að tala um og ég að hlakka til. Það var alltaf eitthvað svo nota- legt að heimsækja þig og þitt vistlega heimili í Eskihlíð 6. Þú hafðir alveg sérstakt lag á að taka vel á móti gestum. Guðný mín, þessar fáu línur eru engin æviágrip um þig, aðeins nokkur kveðju orð fyrir nær 40 ára trygga vináttu. Ég kynntist 'þér fyrst sem frænku mannsins míns, og mér féll þá strax vel við þig, því þú varst alltaf svo kát og hress- andi, sagðir alltaf þína mein- ingu hvort sem að hún líkaði bet ur eða ver. Þú áttir hvorki til fals né hræsni. Þú varst vinur vina þinna, aldrei með neina skinhelgi, ekki eitt í dag og ann- að á morgun. Ég þakka þér kær lega fyrir tryggð þína og vin- áttu við mig og mína fjölskyldu. Þú áttir svo stórt og gott hjarta. Sumum gat fundizt þú stund- um hvassyrt og hryssingsleg, en við öll sem þekktum þig, viss- um hversu tilfinningarnæm og góð þú varst. Og núna er ég kem aftur í bæinn finnst mér andrúmloftið drungalegra og umhverfið daprara þar sem þig^ vantar. Ég sendi þér mínar beztu þakkir fyrir samfylgdina á liðn- um árum og bið þér guðs bless- unar handan við móðuna miklu. J.B.I. FÖSTUDAGINN 19. maí, fór fram útför Guðnýjar Guðnadótt- ur. Hún var tíður gestur á æsku- heimili mínu. Ég minnist hennar sem umhyggjusamrar frændkonu og vinkonu móður minnar. Á fjórða áratug vann hún við rannsóknarstörf. Hún hóf þetta ævistarf sitt við rannsóknarstofu Háskólans hjá frænda sínum prófessor Níelsi Dungal. Síð- ar fór hún til frekara náms í þeirri grein að Bispe- bjerg spítalanum í Kaupmanna- höfn, og skömmu eftir að Lands- spítalinn tók til starfa réðist hún þangað að rannsóknarstof- unni, þar sem hún vann allt til dauðadags. Guðný var gædd mikilli skap- festu. Hún var áreiðanleg og traust í hvívetna, snyrtileg, at- hafnasöm og full áhuga fyrir því að grannskoða öll viðfangs- efni sín. Hún var raunsæ og má vera að mörgum fyndist hún oft óþarflega bersögul og óvægin í dómum, en undir niðri hafði hún stórbrotnar tilfinningar og trygga lund. Hún var skilnings- rík á erfiðleika annara. Og mörg um sjúklingnum reyndist hún hjálpleg við ýmsa fyrirgreiðslu til spítalavistar og læknishjálpar. Ætljarðarást hennar og þjóð- erniskennd var svo rík, að henni fannst lítið til erlendrar náttúru koma. Þótt hún dveldi um nokk- urt skeið á yngri árum sínum bæði í Bandaríkjunum, Spáni og ítalíu og ferðaðist víða um lönd var henni fyrst og fremst allt heilagt sem íslenzkt er og þótti jafnvel erlend t.ré og garðagróð- ur einskis virði borið saman við íslenzkan gróður þótt skraut- minni væri. „Já fegurri aldrei sá ég sýn milli sanda og auðna, en lauftré þín, Hraunteigur — hæli þess snauða. þú ert samur að morgni, hvort sólin skín, eða syrtir af harmi og dauða.“ Hún byggði sér lítið sumar- hús í gróðurvin Hraunteigs við rætur Heklu á hvítasunnudag fyrir 24 árum. Síðan hefur aldrei liðið sú hvítasunna, að hún ekki dveldi þar í teignum, tíðast með gestum sem hús hennar stóð æv- inlega opið fyrir. Nú er jarðvist hennar lokið. Á hvítasunnu- morgni kvaddi hún þennan heim, eftir skamma en erfiða sjúkdómslegu. Fýrir hönd fjölskyldu minnar vil ég þakka Guðnýu tryggð og vináttu og þá umhyggju, sem hún sýndi okkur öllum. Sturla Friðriksson. FYRIR um fjörutíu árum efndu þau frændsystikinin, Níels Dung- al læknir og Guðný Guðnadótt- ir frá Valshamri á Mýrum, til ferðar austur að Heklu. í för- inni var móðurbróðir þeirra, sr. Haraldur Níelsson, er Jengi hafði þráð að ganga á Heklu og sá nú þann draum sinn rætast, enda ekki seinna vænna, því að hann átti þá skammt eftir ólifað. Kjartan Ólafsson augnlæknir slósit í þessa för með þeim og lagði til farkostinn. Ég hef sjaldan heyrt betur sagða ferðasögu en lýsingu Guðnýjar á þessu ferðalagi, því að þar naut hin mikla frásagnar- gáfa hennar sín til fullnustu. Þegar komið var í Hekluhlíðar, var kapp læknanna svo mikið, að þeir fóru á undan þeim Har- aldi og Guðnýju upp á tindinn og voru komnir á leið ofan aft- ur, er þau bar að. Þá kom vilja- kraftur Guðnýjar vel í Ijós, er hún sneri för læknanna öðru sinni upp á fjallið. Þegar ferðafólkið kom úr fjallgöngunni niður í Hraunteig, siá Guðný fyrsta sinni þann stað, - HVALFELL Framhald af bls. 12. höfði út í vatnið og^ heitir Skinnhúfuhöfði, kenndur við tröllkonu, að því ætlað er, en ekki kann ég ættir hennar að rekja. Upp frá vatninu vestan- verðu er hæðarhryggur, sem Veggir heitir. Vestan við Veggi tekur síðan við Botnsheiði, vot- lend og flatlend, og nær allt vestur til Svínadals og norður til Skorradals, er þar sauðland gott. Nú liggur leiðin vestur með vatninu sunnanverðu undir fjögur hundruð metra háum móbergshömrum og er farið fast með vatninu, en undirlendi er ekkert að kalla. Vestarlega undir hömrunum er dálítill klettaskúti alveg niður við vatnið. Þessi skúti heitir Arn- esarhellir. Hann er kenndur við Arnes nokkurn Pálsson þjóf og útilegumann, en hann mun al- menningi einkum kunnur af út- varpsleikriti Gunnars M. Magn- úss, rithöfundar, I múrnum, svo og úr Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar sem útilegufé- lagi Eyvindar og Höllu, þótt dregið sé nú í efa, að sögnin um dvöl hans með þeim eigi nokkra stoð í veruleikanum. Hins vegar er vitað, að hann átti heima við Hvalfjörð áður en hann lagðist út, bæði á Kjal- arnesi og Akranesi, og má rétt vera, að hann hafi einhvern tíma legið úti í þessum skúta, en munnmæli herma, að hann hafi dvalið þar vetrartíma og lifað m. a, á silungi úr vatn- inu. Arnes var að lokum fang- aður og dæmdur og sat um nær tuttugu og sex ára skeið í tukt- húsinu í Reykjavík, þar sem nú er stjórnarráð íslands. Með honum dvaldist þar um skeið Þórdís nokkur Karlsdóttir, eign- aðist hún barn í tukthúsinu og kenndi Arnesi og gekkst hann fúslega við barninu, enda kom þar brátt, að hann var gerður að varðmanni tukthússins og nokkurs konar siðferðilegum læriföður tukthúsfélaga sinna, en þeir báru honum misjafnlega söguna. Hann losnaði þó um síð- ir úr tukthúsinu og dó í Engey 7. sept. árið 1805, háaldraður er hún síðar reisti á sumarbústað, þ.e. á norðurbakka Hraunteigs- lækjar í NæfuiiholtslandL Legg- ur lækurinn þar lykkju á leið sína, og stendur bústaðurinn á sléttri flöt við bugðuna undír dálitlu holti, sem þar verður. Trjá- og blómagróður dafnaði vel í þessum reit, þegar hann hafði verið girtur, og var skemmtilegt að fylgjast með vexti hans. Þegar svo var komið, að Guðný sá ekki lengur til Heklu úr austurglugga bústaðar- ins, hjó hún skarð í kjarrið, tii þess að hún missti ekki sjónar af fjallinu. Dvöl Guðnýjar austur undir Heklurótum um flestar helgar frá því snemma á vorin og langt fram á haust, auk langdvalar í sumarleyfum, var hennar annað líf. Þangað bauð hún óspart vin- um sínum, ungum og gömlum, og naut þess að veita þeim af rausn og láta fara sem bezt um þá. En stundum var hún einnig ein á ferð og hikaði þá ekki við, er hún fór Holta- og Landsveit- arleið, að vaða Rangá, þótt straumþung væri. Við vinir Guðnýjar, er áttum með henni margar sólríkar stund ir austur undir Hraunteig, minn- umst hennar og þeirra stunda með þöklk og söknuði. maður, og var jarðaður í kirkju- garðinum við Aðalstræti. Enn getur að líta þarna 1 skútanum í Hvalfelli nokkrar grjóthellur úr hinum harða svefnbálki útileguþjófsins, en tófugras og aðrar bergjurtir hafa skotið rótum í hellisloft- inu og eiga þarna rósama ævi. Enginn veit nú lengur með hvaða hugarfari Arnes Pálsson hefur lagzt til svefns í þessum skúta undir fjallshömrunum með grængolandi hyldýpið við rekkjustokkinn eða vaknað til vesaldómsins að nýju, öll eru vitnin þögul sem gröfin um hinn ógæfusama næturgest, sem hér átti sér hvílustað end- ur fyrir löngu. Útfall Botnsár er vestast úr vatninu og er nú um gróið land að fara niður með ánni vestan við Hvalfellið, grasflesjur og lyngmóa. Fljótlega komum við að Breiðafossi, sem fellur á af- liðandi flúðum, smáfríður foss í notalegu umhverfi. Segja má, að Breiðifoss sé forboði mark- verðari fyrirbæra í ánni og landslaginu, Glymur er sem sé á næstu grösum. Innan stundar stöndum við á barmi gljúfurs- ins mikla, þar sem Botnsá steyp- ir sér í hvítum fossi fram af 196 m hárri bergbrúninni þver- hníptri. Bezt sést fossinn af bergsnös einni austan við gljúfr- ið nokkuð neðan við fossinn. Fossinn er venjulega frekar vatnslítill, en gljúfrið þröngt og hrikalegt, skiptast þar á margs konar berglög í mismunandi litum, hreinasta augnayndi, og jarðfræðingum eflaust mikil opinberunarbók. Vestanmegin niður með ánni heita Glymsbrekkur. Nú er um tvo kosti að velja. Annað hvort að fara upp fyrir fossinn aftur og vestur yfir ána og niður með ánni Hvalfellsmegin, en þar er yfir nokkra djúpa gil- skorninga að fara, en engu að síður skemmtileg og auðfarin leið Neðar í ánni er enn dálít- ill foss, Folaldafoss, umvafinn birkikjarri og hvannastóði. Brátt er hringnum lokað. Við höfum gengið á Hvalfell og umhverfis Hvalfell. ferðin hefur sjálfsagt tekið sjö—átta tíma. En Hval- fell stendur fyrir sínu og eng- inn þarf að sjá eftir deginum. Kápur, dragtir hattar Ný sending. BFRNHARÐ LAXDAL Kjörgarði. Finnbogi Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.