Morgunblaðið - 23.05.1967, Side 1

Morgunblaðið - 23.05.1967, Side 1
32 SIÐUR 54. árg. — 112. tbl. ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Egypzk skriðdrekahersveit á Austureyðimörkinni á iedð til herbækistöðvanna við landamæri Xsraels og Egyptalands á Sinai- skaganum. Myndin er tekin á laugardag sl. — (AP). Egyptar fjölga enn herliði sínu í Sinai Flest Arabaríkin kalla út varalið — U Tbant á leið til Kairo New York, Jerúsalem, Kairó, 22. maí. — (AP-NTB) — U THANT, aðalritari SÞ, fer frá New York til Kairó í kvöld til að ræða við egypzka ráðamenn um möguleikana á því, að gæzlusveitir SÞ fái á ný herstöðvar sínar á landamærum Egyptalands og ísraels, en samkvæmt kröfu Egypta voru gæzlusveitirnar fluttar frá Sinai-skaðanum í fyrri viku. U Thant mun hitta að máli Nasser forseta ara- bíska Sambandslýðveldisins og Mahmoud Riad utanríkis- ráðherra. U Thant tjáði frétta mönnum í New York í dag, að hann mundi ekki heim- sækja ísrael né neitt annað Arabaríki utan Egyptaland í þessari ferð. Hann vildi ekki ræða ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, en sendi á laugardag öryggisráðinu skýrslu þar sem sagði, að ástandið þar væri alvarlegra en nokkru sinni síðan Súez- stríðinu lauk. Við þessa skýrslu kvaðst hann engu hafa að bæta. ísrael hefur farið þess á leit við Bandaríkjastjórn, að hún endurtaki fyrri yfirlýsingu sínar þess efnis, að hún muni ekki láta yfirgang Araba á landa- mærum ísraels viðgangast. Bandaríkin hafa neitað að verða við þessari beiðni, a.m.k. fyrst um sinn. Heimildarmenn segja, að þetta þýði ekki, að Bandarík- in hafi hætt stuðningi sínum við ísrael, heldur þýði neitunin, að Bandaríkin vilji ekki hindra til- raunir alþjóðlegra aðila til að reyna að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. I ræðu, sem forsætisráðherra ísraels, Levi Eshkol, hélt á þingi í Jerúsalem í dag, sagði hann, að ef Egyptar fækkuðu í herliði sínu við landamæri ísraels mundu ísraelsstjórn gera slíkt hið sama. Eshkol fordæmdi harðlega hermdarverk, sem framin eru gegn sérhverju landi, sem er meðlimur í Sameinuðu þjóðunum. Sagði hann, að ísrael hefði sýnt mikla sjálfsstjórn og rósemi gagnvart hermdarverk- um Sýrlendinga í Israel, en er gripið hefði verið tii allra stjórn- málalegra ráðstafana án árang- urs, væri Ísraelsríki til þess neytt, að grípa til áhrifaríkari aðgerða. Hermdarverkin verða æ tíðari og umfangsmeiri, sagði forsætisráðherrann, og mér finnst nauðsynlegt að gera Sýr- landi það Ijóst, að við munum Framh. á bls. 31 Utgöngubann í Hong Kong — eftir óeirðir 11. daginn í röð. Sendi- manni brezku stjórnarinnar í Skanghai vísað frá Kína Hong Kong, 22. maí AP-NTB YFIRVÖLDIN í Hong Kong hafa fyrirskipað útgöngubann í borginni frá sólsetri til sólar- uppkomu. Var gripið til þessa ráðs eftir að komið hafði til al- varlegra átaka í borgnni, ellefta daginn í röð. Skotvopni var beitt í átökunum í dag, í fyrsta sinn. — Leynilögreglumaður Vopnahlé hafið í Vietnam IM-Vietnam rauf það á fyrstu minútunum Saigon, 22. maí. AP—NTB GENGIÐ er í gildi sólarhrings- vopnahléð, sem Bandarikjamenn gera í Vietnaín í tilefni fæð- ingardags Buddha 23. mai, en Viet Cong lýsti því yfir fyrir nokkru, að hreyfingin mundi fyr ir sitt leyti gera 48 stunda vopna hlé í sama tilf. Einungis tveim- nr mínútum eftir að vopnalhléð var gengið í gildi í S-Vietnam rufu hermenn N-Vietnamstjórn- ar það og réðust á herd. Banda- ríkjamanna á miðhálendinu suð nr atf hlutlausa beltinu. En sam- tímis hættu hardagar í hlutlausa beltinu, og bandarískair hersveit ir sem þar eru staddar haifa til- kynnt, að engin vopnaviðskipti befðu orðið siðan vopnahléið gekk í gildi. f árás N-Vietnama á miðhálendi S-Vietnam féllu 15 Bandaríkjanaenn og 50 her- ■nenn Hanoi-stjómarinnar. Hinir cáðarnefndu réðust á bandarísku heldeildina með eldflaugum og heimsins, að endir yrði bund- sprengjuvorpum. í bardögunum í hlutlausa belt ónu hafa, síðan Bandaríkjamenn igerðu þar inrás í fyrri viku, fall ið 648 skæruliðar Viet Cong en 36 voru teknir höndum. Sam- kvæmt upplýsingum frá aðal- bækistöðvum Bandaríkjamanna á Saigon féllu þar 83 Bandaríkja anenn og 500 særðust. Hanoi-útvarpið tikynntd í dag, ,að flugvélar N-Vietnam hefðu skotið niður 6 bandarískar or- ustuvélar þann daginn. Johnson Bandaríkjaforseti hvatti í deg leiðtoga N-Vietnam •til að fallast á friðarumleitanir. í yfirlýsingu, sem forsetinn gaf út í tilefni minningardags fall- Anna hermanna, sem er 30. maí nk. Sagði hann, að það væri ósk ibandarísku þjóðarinnar og alls inn á hin blóðugu átök í Viet- skaut á hóp manna, seim varpaði sýru og plastpokum með benzíni í á lögreglumenn. Einn Kín- verji særðist og var fluttur í sjúkrahús. Fyrir hádegi í dag höfðu 54 menn verið handtekn- ir. Þá hefur verið tilkynnt, að opinberar samkomur megi ekki halda nema með leyfi stjórnar- valdanna. Átökin breiddust í dag frá iðnaðarsvæðinu Kowloon til borgarhlutans á Hong Kong eyju sjálfri og beittu lögreglu- menn bæði táragasi og kyllum til að halda óeirðarseggjum í skefjum. Alvarlegastar urðu óeirðirnar við Hilton-hótelið en í opinberri yfirlýsingu segir, að þær hafi verið vandlega undir- búnar og margir þátttakenda, þar á meðal margar konur, hafi Framhald á bls. 3. - segir „Hagblað Alþýðunnar46 Peking, 22. maí — AP-NTB MÁLGAGN kínverska kommún istaflokksins, „Dagblað Alþýð- unnar“ hefur staðfest í forystu- grein að viða um landið hafi komið til blóðugra átaka, sem jafnt hermenn sem óbreyttir borgarar hafi átt aðild að. Blað ið skorar á íbúa landsins að binda enda á þessi átök, sem farið hafi vaxandi að undan- förnu, ella verði ríkisstjórnin að grípa til harðra ráðstafana. Áður hafði komið fram í AP- fréttum frá Tokíó, að blóðug átök hefðu orðið í Szechwan- héraði, um hundrað manns beð- ið bana og sjö hundruð særzt. f héraði þessu hefur andstaðan gegn stuðningsmönnum Maos verið hvað hörðust og hefur áð- ur komið fram á veggspjöldum í Peking, að um fcíu þúsund manns hafi fallið í átökum I tveimur stærstu borgunum þar, Chengtu og Ipin. Þá hafði Moskvuútvairpið sagt eftir japönskum heimildum, að andstæðingar varðliðanna og Maos í Heilunkiang ættu nú 1 fullkomnu stríði. Þar hefðu nokkur hundruð þúsund verka- menn tekið mikilvæga borg úr höndum sextíuþúsund stuðnings manna Maos. Væru atburðir þessir hiniir alvarlegustu í Kíiva frá því menningarbyltingin hófst. Að sögn NTB-fréttastofunnar kemur fram í fyrrgreindii grein Dagblaðs Alþýðunnar, að átökin í landinu séu ýmist milli and- stæðinga og stuðningsmanna Maos eða innbyrðis átök hinna ýmsu hópa stuðningsmanna hans. Að sögn blaðsins hafa bæði Mao og Lin Piao, land- Framhald á bls. 3. Bruni í Brussel Brussel, 22, maí , AP. STÓRBRUNI varð í verzlun í hjarta höfuðborgar Belgíu í dag. Um 10 manns fórust í brunanum en milli 40—50 1 voru fluttir á sjúkrahús, marg ir með alvarleg brunasár. Allmargra er enn saknað úr brunanum. Eldsupptökin eru ókunn. Pasternaks minnst í Kreml Moskvu, 22. maí — NTB BORIS Pasternak og Anna Achmatova voru heiðruð með einnar mínútu þögn á fyrsta sovézka rithöfunda- þinginu á þessu ári. Þingið hófst í Moskvu í dag. Rósemi og varfærni ein- kenndi ræður rithöfundanna í dag og sérstök áherzla var lögð á hlutverk flokksins í bókmenntunum. Um 500 sov- ézkir rithöfundar komu til þingsins, m.a. Michael Sjolo- kov og Leonid Leonov. Ráð- stefnan fer fram í þinghöll- inni í Kreml. Við opnun þingsins voru viðstaddir Kosygin forsætisráðherra, Bresnjev, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins, Pod- gorny, forseti Sovétríkjanna og margir aðrir framámenn í sovézkum stjórnmálum. Alls 27 þjóðlönd sendu sendi- nefndir á þingið, m.a. Finn- land og Svíþjóð. Varfærni og íhugun ein- kenndi einnig kosningar á forsetum þingsins, sem urðu Alexander Tvardovskij og Andirei Vosnesenskij. í Mosikvu er álitið að þetta þing verði friðsamara en aðr ar ráðstefnur Sovétrithöf- unda fram til þessa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.