Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAl 1967. 3 Framsókn ræðst á verkalýðssamtökin — Krefst óraurthæfrar krófu- gerðar og verkfalla FRAMSÓKNARFLOKK- URINN hefur nú hafið mikinn áróður fyrir auk- inni verðbólgu, gamaltli og úreltri stefnu í kjaramál- um og óraunhæfum kaup- hækkunum, sem aðeins geta valdið atvinnuvegun- um í landinu vaxandi og auknum erfiðleikum. Þess- ari ábyrgðarlausu aftur- haldsstefnu Framsóknar- flökksins í kjaramálum er lýst í „launþegaspjalli“ Tímans sl. sunnudag, þar sem jafnframt er ráðizt að þeim forustumönnum verkalýðsfélaiganna, sem á síðustu árum hafa beitt sér fyrir raunhæfum kjara bótum og félagslegum um- bótum með þeim árangri, að lífskjör launþega hafa batnað miklu meir á síð- ustu þremur árum en nokkru sinni fyrr á tímum verkfalla og óraunhæfra kaupkrafna. Tím.inn lýsir hinni ábyrgðar lausu afturhaldsstefnu Fram sóknarmanna í kjaramálum á þennan veg: „Félagar í mörgum öflug- ustu launþegafélögum Iands- ins hafa horft upp á það í hálft ár eða lengur, að leið- togar þeirra hafa ekkert gert til þess að reyna að koma á ■nýjum kjarasamningum til kjarabóta fyrir meðlimina. Sum félögin hafa jafnvel einungis afrekað það að halda einn fund með atvinnurek- endum á þessu langa tíma- bili. Það er engu líkara en leiðtogar umræddra verka- lýðsfélaga hafa hreinlega gefizt upp“. Síðan er með velþóknun fagnað skyndiverkföllum, sem samtök járniðnaðar- manna hafa boðað til á síð- ustu vikum og sagt: „Hvergi hafa þó þessi fé- lög fengið raunverulegan stuðning frá öðrum verkalýðs félögum, frá þeirra hendi kemur þögnin ein og aðgerð- arleysi". Eins og sjá má skortir ekki frýjunarorðin á hendur verka lýðsleiðtogum af hálfu Fram- sóknarblaðsins. Þá ræðst Tíminn á mið- stjórn Alþýðusambands ís- land og segir: „Gott dæmi um aðgerðar- leysi forustunnar er sú stað- reynd, að um síðustu ára- mót mun miðstjórn Alþýðu- sambandsins hafa borizt bréf frá einum verkalýðsleiðtoga utan af landi, þar sem hann lagði til, að haldin yrði verka- lýðsmálaráðstefna, þar sem mótuð yrði ákveðin stefna í kjaramálum. Fáeinir stjórnar- menn munu hafa verið þessu frekar fylgjandi en hitt — en tómlæti var svar flestra". Eftir að Tíminn hefur þannig ráðist á miðstjórn Al- þýðusambands íslands og hina 'hófsamari verkalýðsleiðtoga og krafist verkfalla, óraun- hæfrar kröfugerðar og ábyrgð arlausrar stefnu í kjaramál- um, er ráðizt að ríkisstjórn- inni fyrir að hafa tryggt sjúklingum afgreiðslu lyfja vegna verkfalls ljrfjafræðinga og um leið veitzt að verka- lýðssamtökunum fyrir að hafa ekki veitt meiri stuðning þeim aðgerðum lyfjafræðinga, sem höfðu þegar skapað alvarlegt hættuástand í afgreiðslu lyfja. En um þetta segir Tíminn: „Annað dæmi um aðgerðar- leysi og tómlæti er sú stað- reynd, að engin opinber mót- mæli verkalýðssamtakanna hafa birzt gegn bráðabirgða- lögum ríkisstjórnarinnar um kjaradeilu lyfjafræðinga — en þau lög studdu einvörð- ungu málstað atvinnurek- andans svo sem kunnugt er, auk þess sem verkfallsréttur- inn var fótum troðinn. Þætti engum mikið, þótt leiðtogar íslenzkrar alþýðu létu frá sér heyra mótmæli gegn þeirri valdbeitingu“. Þegar Framsóknarmálgagn- ið hefur með þessum hætti krafist þess, að upp verði tek- in á ný sú stefna í kjaramál- um, sem sannanlega færði launþegum í raun engar kjarabætur, heldur þvert á móti, — og jafnvel kommún- istar í verkalýðssamtökunum hafa gert sér grein fyrir og varpað fyrir borð a.m.k. sumir hverjir leggur Tím- inn til, að verkalýðsfélögin verði á ný tröllriðin af póli- tískum átökum, eins og hér gerðist um allt of langt skeið, en mjög hefur dregið úr á síðustu árum. Um þetta segir Tíminn: „Stundum er um það rætt, að það sé mikil ógæfa fyrir íslenzka verkalýðshreyfingu að vera klofin eftir stjórn- málaskoðunum félagsmanna, telja sumir það helzt til lausn- ar, að koma á svonefndri faglegri stjórn á breiðum grundvelli innan hreyfingar- innar, með það fyrir augum að losa hana þannig við póli- tískar deilur. . . . hef alltaf talið það furðulega einfeldni, þegar reyndir menn halda því fram, að me'ð því að taka menn ur öllum pólitísku flokkunum og setja þá í stjórn saman og kalla fag- lega stjórn á breiðum grund- velli, þá hættu þessir menn allt í einu að hugsa póli- tískt“. Þessi steína, sem Tím- inn boðar nú er engin önn- ur en sú aftursstefna, sem kommúnistar miðuðu allt starf sitt í verkalýðshreyf- inigunni við um áratuga skeið, með þeim afleiðing- um, að verkalýðshreyfing- in var annars vegar klofin og innbyrðis sundruð af pólitískum átökum og hins vegar að launþegar í land- inu náðu ekki fram raun- hæfum kjarabótum. Af- leiðing þess, að slfk stefna yrði nú upp tekin á ný væri sú, í fyrsta lagi að verðbólguþróunin mundi magnast á nýjan leik, í öðru lagi, að eyði'lagður mundi- verða sá árangur, sem launþegar á síðustu þremur árum hafa náð í raunhæfum kjarabótum og félagslegum umbótum, í þriðja lagi mundu at- vinnuvegirnir lenda í svo miklum erfiðleikum, vegna miki'l'la launahækk- ana og verkfalla, að mikil hætta er á, að þeir mundu algerlega stöðvast, og það mundi aftur stofna atvinnu örygginu í landinu í voða. í örvæntingu sinni skirr ast Framsóknarmenn því ekki við að taka upp ábyrgðarlausa afturhalds- stefnu í kjaramálum laun- þega, sem er í rauninni ekkert annað en hin gamla og úrel'ta stefna kommún- ista, sem fyrir löngu hefur gengið sér til húðar. Um þetta mál er nánar rætt í Staksteinum Morgunblaðs ins í dag. STAKSTEINAR - UTGONGUBANN Framha'ld af bls. 1. atað sig óhreinindum ög blóði, til þess að láta líta svo út, sem þeir hefðu orðið fyriir barðinu á brezku lögreglumönnunum og æsa þannig til enn meiri átaka. Þegar útgöngubanni hafði ver ið lýst yfir, var verzlunum lok- að í skyndi og verkamenn, skrif stofu- og verzlunarmenn streymdu út frá vinnustöðum. Lagði fólkið af stað fótgang- andi til heimkynna sinna, til þess að komast örugglega í húsa skjól, áður en útgöng.ubannið gengi í gildi. Ferjuferðir milli Hong Kong og Kowloon lögðust niður. . - Fyrir utan banka og banka- útibú kommúnista stóðu þeir í hópum og hrópuðu slagorð gegn brezku yfirvöldunum. Tilvitn- anir úr verkum Maos glumdu í gjallarhornum. í Kína var um helgina haldið áfram mótmælaaðgerðum gegn brezku yfirvöldunum í Hong Kong. Hinar umfangsmestu urðu í Shanghai, þar sem Rauð ir varðliðar réðust á skrifstofu Peter Hewitts, sendimanns brezku stjórnarinnar. Eyðilögðu varðliðarnir mynd af Elisabetu Englandsdrottningu og reyndu að neyða Hewitts til að lúta mynd Maos. Síðan neyddu þeiir hann með sér í mótmælagöngu umhverfig skrifstofubygging- una. f dag, mánudag, ti'Ikynnti svo Pekingstjórnin, að skrifstofu Hewitts hefði v-erið lokað og honum gert að fara úr landi inn an tveggja sólarhringa. - ÁTÖK Framhald af bls. 1. varnaráðherra, hvatt landsmenn til að hætta að berjast, þar eð það valdi truflunum á fram- leiðslu, valdi vinnustöðvunum og eyðileggingu og leiði til slæmrar meðferðar á eignum rikisins. Flakkandi varðliðar hafa fengið skipun um að snúa til síns heima. * BRUNA TRYGGINGAR 11700 Framsókn gegn stöðvun verðbólgunnar EINS og kunnugt er byggjast verðstöðvunarlögin í grund- vallaratriðum á því, að á gildis- tíma þeirra verði ekki um um- talsverðar launahækkanir að ræða. Velflest verkalýðs- og launþegafélög landsins hafa virt þesssi óskráðu lög og þótt þau hafi haft lausa samninga um nokkurra mánaða skeið, hafa þau ekki haft uppi aðgea'ðir tfl þesis að knýja fram kauphækk- anir. í hópi þeirra verkalýðs- félaga, sem hafa virt verðstöðv- unarlögin með þessum hætti eru m.a. stærstu og öflugustu verka- lýðsfélög landsins. Það er og öll- um hugsandi mönnum ljóst, að vegna hins mikla verðfalls á út- flutningsafurðum okkar hafa at- vinnuvegirnir enga möguleika á að standa undir hækkuðu kaup- gjaldi og það væri þvi bjarnar- greiði við þá að stofna til slíks og raunar líklegt, að það leiddi til stöðvunar mikilvægra at- vinnugreina, en þar með væri atvinnuörygginu í landinu stefnt í voða. Verðstöðvunarlögunum er einnig ætlað að stöðva þá verðbólguþróun, sem hér hefur rikt og hafa allir stjórnmáia- flokkar a.m.k. í orði tjáð sig fúsa til þess að styðja raunhæfa viðleitni til stöðvunar verð- bólgunnar. En skv. skrifum Tímans sð. sunnudag er ljóst, að Framsókn er nú að hefja áróður, sem mið- ar að því að koma verðbólgu- skriðunni af stað, knýja fram óraunhæfar kauphækkanir, stefna rekstri atvinnufyrirtækja í hættu og þar með atvinnu- örygginu í voða. I „launþegaspjalli“ Tímans sl. sunnudag eru félagsmenn verka- lýðsfélaganna beinum orðum hvattir til þess að taka ráðin af forustumönnum sínum. Þar seg- ir: „Félagar í mörgum öflugustu launþegafélögum landsdns hafa horft upp á það í hálft ár eða lengur, að leiðtogar þeirra hafa ekkert gert til þess að reyna að koma á nýjum kjarasamningum til kjarabóta fyrir meðlimina. Sum félög hafa jafnvel einungis afrekað það, að halda einn fund með atvinnurekendum á þessu langa tímabili. Það er engu lík- ara en leiðtogar umræddra verkalýðsfélaga hafi hreinlega gefizt upp“. Það eru aðeins tveir hópar manna á íslandi I dag, sem þannig hugsa og þann- ig skrifa. Það eru Framsóknar- menn og fámennur hópur æstr- ar klíku í Sósíalistafélagi Reykja víkur. Aðrir eru fyrir löngu bún ir að sjá, að sú stefna í kjara- málum sem Tíminn nú boðar hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Hún er afturhaldsstefna okkar tíma í kjaramálum. Orð sem gleymast ekki Þessá ábyrgðarlausu frýjun- arorð Framsóknarblaðsins gleymast ekki. Launþegar, sem frá júnísamkomulaginu 1964 hafa bætt hag sinn mun meir en nokkru sinni fyrr munu leggja þessi orð vel á minni. Atvinnu- rekendur, sem Framsókn er alltaf að smjaðra fyrir munu einnig minnast þeirra og íhuga hvernig komið yrði hag fyrir- tækja þeirra ef þessi stefna Framsóknar næði fram að ganga. Sá fjöldi sjúklinga, sem þarf á öruggri lyfjaafgreiðslu að halda, mun minnast við- bragða Framsóknarblaðsins vegna aðgerða ríkisstjórnarinn- ar tii að tryggja það. Og lands- menn allir, sem eru orðnir lang- breyttir á verðbólgunni og hafa almennt fagnað verðstöðvun- inni munu taka eftir tilraunum Tímans til þess að kynda nýj- an verðbólgueld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.