Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1967. 2ja herb. íbúð Til sölu er ný, fullgerð 2ja herbergja íbúð á 2. hæð 1 sambýlishúsi við Hraunbæ. Vandaðar innréttingar. Teppi á gólfum. Afhendist strax. Gott lán áhvílandi. ÁRNI STEFÁNSSON HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. — Sími 14314. 6 herb. íbúð Höfum til sölu endaíbúð í nýrri blokk við Meist- aravelli, 6 herbergi og eldhús, um 140—150 ferm. með tvennum svölum suður og vestur. Harðviðar- innréttingar, íbúðin teppalögð, mjög glæsileg íbúð. Sameign öll fullfrágengin nema lóð. Bílskúrsréttur. Útborgun 1 milljón sem má skipta þannig: Strax 600 þús. og 400 þús. á 1—1*4 ári. Tryggingar og Fasteignir Austurstræti 10 a. 5. hæð. — Sími 24850. Kvöldsími 37272. Háaleitisbraut Til sölu er nýleg 5 herbergja íbúð á hæð í sambýlishúsi við Háaleitisbraut. Miklar og góðar innréttingar. Gólf teppalögð. Bílskúrsréttur. Sérhitamæling. Teikning til sýnis á skrifstofunni. ÁRNI STEFÁNSSON HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. — Sími 14314. SifflLFBOflALIflAR Skráning sjálfboðaliða fer fram á kosningaskrif- fe* stofunni, Hverfisgötu 44, á virkum dögum kl. 2—7 |||i ......... 8 Hálfrar aldar afmœli Leikfélags Akureyrar LEIKFÉLAG Akureyrar valdi sér veglegt og skemmtilegt við- fangsefni í tilefni af hálfrar ald ar afmæli sínu, er það frumsýndi Jónsmessunæturdraum Shake- speares í snilldarlegri þýðingu Helga Hálfdánarsonar sl. laugar dag 6. maí, og færði upp þenn- an klassíska og fræga leik með mikilli reisn og myndarskap. Leikhúsgestir voru í sólskins- skapi, enda var þetta kvöld öllum viðstöddum ógleymanleg hátíðarstund. Formaður Leik- félagsins, Jón Ingimarsson, flutti ávarp að lokinni leiksýn- ingúnni til að minnast afmælis- ins og þakkaði mörgum ágætum starfsmönnum þess og stuðnings mönnum frá liðnum árum, sem nú eru annað hvort komnir undir græna torfu, burtu flutt- ir eða hafa dregið sig í hlé. En á sýningunni voru staddir sjálf ur menntamálaráðaherra og ýmsir fyrirmenn leikhúsmála úr höfuðborginni, sem heiðruðu Leikfélagið með nærveru sinni og fluttu því heillaóskir og gjaf ir. — Minntist ráðherrann á það, sem verðugt var, hversu mikil- vægu menningarhlutverki leik- starfsemin hefði að gegna til aukin§ skilnings og siðfágunar, .og bæri að þakka þeim hinum mörgu, sem fórnað hefðu kröft- um sínum á altari listarinnar af áhuga einum saman, sam- félaginu til ávinnings. Átti þetta ekki sízt við Leikfélag Akur- eyrar, sem oft hefur búið við fjárþröng og erfiðar aðstæður en þó aldrei látið hugfallast, og hef ur leyst af höndum mörg erfið og vandasöm verkefni með prýði. Shakespeare er engum öðrum líkur og ber höfuð og herðar yfir flest eða öll leikritaskáld önnur, ofurmenni að vitsmun- um .Hann er því ekkert lamb að leika sér við, og allra sízt þeg- ar hann færir inn á sviðið í einu glsásilegt hirðlíf forngrískrar menningar og fákæna hand- verksmenn, auk þess sem hann lýkur upp álfheimum og lætur dísir og ljúflinga blandast heimskum jarðarlýð með gleði og gáska. Allt ofið saman í eina undursamlega heild. Talið er að Shakespeare muni hafa verið um það bil 25 ára gamall, er hann samdi þetta leik rit, sem fyrst þykir sanna ótví- ræða snilligáfu hans. Hyggja menn að það hafi fyrst verið sýnt Elísabetu Englandsdrottn- ingu fyrir um 370 árum, og muni vera beint til hennar orð- um Oberons álfakonungs: „Ég sá um leið, en það gazt þú samt ekki, hvar Amor flaug með alvæpni yfir jörð, og undir svölu tungli tók hann mið til vesturs; þar sat vestumey á há- stói; og svo hratt þaut hans ástarör af streng sem skyldi hún nísta hundrað þúsund hjörtu; en ég sá eldflaug Amors Iitla slokkna í úrugs mána meyjar- hreinum geislum. Svo vék hin tigna vestumey á braut í skír- lífisþönkum, ósnortin af ást“. Það sýnir snilligáfu höfundar- ins, að engin ellimörk eru finn- anleg á leiknum og fá menn notið þess engu síðuf að horfa á hann nú en á dögum Elísa- betar drottningar. Þannig er um allt, sem vitrir menn og snjallir hafa ort. Það er tímalaust, list- in er eilíf. Margt hefur Shakespeare sagt viturlegt og ógleymanlegt um ástina og gerir það einnig í þessu leikriti, þegar hann lætur Þes- evs ræða um nunnurnar, sem: „umlykjast köldum, klausur- múr til dauðans sem ófrjó syst- ir, lifa skuggalífi og syngja dapra sálma að fölu tungli. Víst kemur þreföld blessun þeim sem buga sitt blóð á slíkri meyjar- pálmagöngu. — En meiri sælu rignir á þá róis, sem ilm sinn gaf, en þá sem vex og visnar á meyjar.grein og deyr í helgri dygð. Þó er Jónsmessudraumurinn magnaður skopleikur um ást- ina, góðlátlegur og miskunnar- laus í senn. Hér er það ekki þrumustormur ástríðunnar, sem geisar í algleymingi eins og í Rómeó og Júlíu, er Shakespeare orti síðar, heldur dregur skáld- ið dár að sveimhugaást æskunn ar, sem hengir sig á hvað, sem hún fyrst kemur augunum á, en er mestmegnis ímyndun og hug- arórar, prottnir af stundargirnd, óráðsdraumur, sem hverfur eins og reykur og bóla. Brjálæðingar, elskendur og skáld, eru í einu númeri hjá Þesves, sem er málpípa höfund- arins og lítur úr mikilli hæð yfir mannlífið, sem er leiksvið lítilla sanda og sæva: ......Elskendum og vitfirr- ingum kraumar dátt í kolli sú ímyndun, sem elur fleiri sýnir en róleg hugsun hefur við að skýra, Brjálað fólk, einnig elsk endur og skáld er gert úr tómri ímyndun; hinn óði sér fleiri djöfla en fengju rúm í víti; elskhuginn sér í ásýnd flökku- stelpu Helenu fegurð, heillaður af ást; og skáldsins augu í ynd- islegri sturlun renna frá himni á jörð, frá jörð til himins. Elskendurnir tvennir, sem sjónlaus Amor hefur þanið sinn bjarta væng yfir, haga sér eins og hreinir óvitar á sviðinu, gengnir af göflunum af ást’. Því að Fólið Amor tekur frá telpum vitið, væskill sá. Hrekkjalómurinn Bokki, eða Hrói heillakarl, gerir vitleysuna ennþá meiri með gáska sínum, og blindar persónurnar sitt á hvað með því að dreypa ástar- safa á augun, svo að þær verða ennþá meira á valdi blekking- arinnar. Meira að segja álfa- drottningin Títanía verður svo leikin af þessum töfrum, að hún fær ofurást á vefaraskrípi með asnahaus, gælir við hann hug- fangin, kyssir á flipann og læt ur hirðmeyjar sínar klóra hon- um í hausnum. Loks skopast Shakespeare að ástarharmleikjum með leiksýn- ingu handverksmannanna, sem endar á því að elskendurnir reka sig í gegn, eins og löngum hefur tíðkazt, þar sem þessi teg- und af brjálsemi hefur náð há- marki. Það yrði of langt mál, að dæma um einstaka leikendur, því að þeir munu alls vera um 30 að tölu. En yfirleitt má segja, að leikurinn sé ágætlega settur á svið, og leikendur fari með hlutverk sín af góðum skilningi og geri þeim prýðileg skil. Eink um fannst mér álfasýningarnar skínandi góðar, og hreyfingar og dansar ungu stúlknanna, sem léku dísirnar, ljómandi fagrir. Skopleikur handverksmannanna var dýrlegur, og voru þeir hver öðrum skemmtilegri. Og loks var svo Hrói heillakarl með glettum sínum og ærslum svo óviðjafnanlega vel leikinn, að ég efast um að hægt hefði verið að gera það betur. Það er ástæða til að hvetja sem flesta til að sjá þennan fagra og tilkomumiklar leik. Leikfélagi Akureyrar árna ég heilla á þessu merkisafmæli þess, þakka því dugmikið menn ingarstarf á liðnum árum, og vil bera fram þá ósk í nafni margra, að starf þess megi fær- ast í aukana og að það fái, senn hvað líður, betri aðbúnað til að stunda list sína. Benjamín Kristjánsson. Ódýrasti vinnu- fatnaðurinn á markaðinum. Úr 14-14 oz. nankin. Ábyrgð tekin á hverri flík. Fæst um allt land. BARN ALEIKTÆKI fyrir allskonar leiksvœði barna, btxði viÖ sambýlishús, sumarbústaði, leikvelli o.tL ÍÞRÓTTATÆKI tyrir ífrróttasali og íþróttavolli. Leitið upplýsinga Vélaverksfœði BíRNHARÐS HANHESSONAR tf. Suðurlandsbraut 12, Reykjavík Slmi 35810 .4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.