Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1967. UNDIR VERND 4 I þetta sinn fékk Faith leyfi til að koma til hennar í nokkrar mínútur eftir hádegisverð. En ungfrú Wintergreen var inni allan tímann og enn þóttist Paula verða þess vör, að reynt hafði verið að eitra barnið í hennar garð. Og í þetta sinn w hún of lasin til þess að geta feng ið sjálfa sig ofan af þeirri trú. Á eftir reyndi hún að sofa, en það tókst ekki. Henni var heitt og hún var óróleg. Um klukkan fjögur var barið að dyrum og ein stúlkan opnaði og sagði: — Það er hérna herra, sem heitir Fairgreaves, sem langar að tala við yður. Hann er núna niðri. En ungfrú Freeman sagði við hannj að þar sem þér vaeruð rúmliggjandi, munduð þér ekki kæra yður um herra- heimsóknir, en hann heimtaði að ég færi upp og spyrði yður um það. — Ég heimtaði nú ekki eim- asta, heldur kom ég bara, sagði Lance brosandi, er hann gekk inn á eftir stúlkunni. Hún starði á hann gapandi. — Já, en, ungfrú........ sagði stúlkan við Paulu. — Það er allt í lagi, Doris, sagði Paula. — Ég ætla að tala við hr. Fairgreaves. Þú getur farið. Þegar stúlkan var komin út, gekk Lanee að rúmi Paulu, og leit á hana með glettnislegu en vingjarnlegu brosi, sem hún kannaðist svo vel við. — Halló, Paula! sagði hann. — Þetta fór illa fyrir þér. Ja, það má nú segjá! En þá fór hún allt 1 einu að gráta, án þess að vita sjálf hvers vegna. Hann starði á hana steinhissa. — Hvað gengur að? sagði hann og greip hönd hennar með með- aumkunarsvip á andlitinu. — Paula, Paula, endurtók hann en hún svaraði engu. Hún sneri sér undan og grét enn. — Hvað geng Hvítar munstraðar barnasokkabuxur munstraðir sokkar, Hudsonsokkar, Tauschersokkar. Tösku og hanzkabúðin Skólavörðustíg. Klippingar - háralitun Nú er rétti tíminn til að láta klippa sig og hressa upp á háralitinn fyrir sumarið. Látið okkur annast það. Valhöll hf. Laugavegi 25, uppi, sími 22138 og 14662. Valhöll hf. Kjörgarði, sími 19216. SÓLSTÓLAR margar tegundir, margir litir. Geysir hf. Vesturgötu 1. ur að, elskan mín? Hann hallaði sér yfir hana. Dyrnar opnuðust hljóðlega og Mavis stóð í dyrunum. — Ég ætlaði bara að vita, hvort hann vinur yðar vildi fá te, en svo virðist sem mér sé ofaukið hér. Það var ekki hægt að misskilja. hvað í orðunum lá. Lance sleppti hönd Paulu og sneri sér snöggt að henni. — Nei, yður er ekkert ofaukið og ég vil gjarnan þiggja te. Og ég held, að Paula mundi líka geta þegic það. Ég veit ekki, hvers vegna hún er að gráta. Ég get ekki amnað skilið en hún finni sig einmana hér. Mavis eins og stirðnaði upp. — Ég fæ ekki séð hvað það kæmi yður við, hr. Fairgreaves. Ung- frú Redmond er í húsi unnusta síns, og við erum öll að hlynna að henni eftir föngum, eftir ;..;..;. .*. .*..;..;..;. ,• A I .;. .;..;..; U ■ ❖❖❖❖❖❖❖❖❖•: þetta slys hennar. Og svo gekk hún út. — Leiðindaskeppna! sagði Lance. — En ég er heldur aldrei hrifinn af þessum persónulausu, músgráu manneskjum. Sagan um ófríðu, góðu sveitastúlkuna og þá vondu fallegu, er gjör- samlega úr gildi fallin. Ég þori að bölva mér uppá, að því fallegri sem stúlka er, því betri er hún í flestum tilfellum. Hann sneri sér aftur að Paulu. — Hver er hún annars? Paula var hætt að gráta. Hún sárskammaðist sín fyrir að hafa farið að gráta. Og hún skildi heldur ekki, hversvegna hún hafði farið til þess. Hún óskaði þess, að Mavis hefðu ekki kom- ið inn einmitt á þessari stundu. Mundi hún segja Davíð frá því? Hún vonaðist til að hitta hann sjálf og verða fyrri til að segja honum það. Heyröu! — Hvað heitir — Hún heitir Mavis Freeman. Frænka konunnar sálugu hans Davíðs. Hún hefur verið hér ráðskona. — Og vill ekki láta stinga sig út, skal ég bölva mér uppá, sagði hann. — Nei, ég býsi ekki við, að hana langi sérlega til þess, sagði hún og brosti dálítið. Hann var líka brosandi, en svo varð hann allt í einu alvar- legur. — Hús fullt af draugum, eða hvað, Paula? Og þegar hún svar aði engu, hélt hann áfram: — Þú manst eftir, að ég varaði þig við því, fyrsta kvöldið sem við borðuðum saman? — Já, ég man það, sagði hún. Hún lokaði augunum. — Já, fullt hús af draugum. Var það þess vegna, sem henná. fannst hún ætla að kafna í þessu húsi, ef því það var svo fullt af gömlum minningum? Af þvi að önnur kona hafði skipulagt allt líf Hjíikriinarkona óskast að Hjúkrunardeild Hrafnistu. Uppl. í síma 36380 og eftir kl. 16 í síma 37739. Peysur — peysur Mikið úrval af peysum ullarsokkar, þykk- ir og þunnir, ullarfatnaður, teppi, kerrupokar. U1 lar vör uverzlunin Framtibin Laugavegi 45. ^ fdager ^ KAFFIKYNNINGIN , í verzluninni í SÖEBEKSVERZLUN Miðbæ, Háaleiti. þu annars? Davíðs? Hún hafði talið sig geta breytt þessu, en nú var hún ekki eins viss um það. Hún opnaði augun og spurði: — Hversvegna komstu hing- að, Lance? — Þeirri spurningu skal ég svara ef þú vilt lofa mér að koma með aðra, sagði hann. — Hversvegna fórstu að gráta, þegar þú sást mig? — Ég veit það ekki almenni- lega, sannast að segja, Lance. — Er nú víst, að þú vitir það ekki? Varstu ekki bara dálítið fegin að sjá mig? Ofurlítill roði steig upp í kinn ar hennar. — Jæja, ég skal nú játa, að það varð ég. — Það var gott, þá ertu bú- in að viðurkenna það, sagði hanri hróðugur. — Þetta er vel 1 áttina. Og nú skal ég svara þinni spurningu. Ég kom til að beiðast afsökunar. Þú skilur, að þessu trúlofun ykkar Hankins varpar dálítið öðru ljósi á sög- una hennar mömmu um ykkur Wainwright, er það ekki? Jafn vel ég hélt, að þú værir að reyna að veiða hann og notaðir dálítið grófa aðferð til að losna við hana mömmu. En svo virðist nú ekki hafa verið. En ég get samt ekki skilið til hvers þú varst að því. Hvað var það? Eitt hvert vinarbragð? Hún hristi höfuðið. — Nei. — Ég hef brotið heilann um þetta, sagði hann og renndi fingr unum gegn um skolleita hárið, — þangað til ég var að verða vitlaus. Hvers vegna léztu mig standa í þessari trú? — Hefur þessi trúlofun okkar Davíðs svo mikið að segja í þessu sambandi? Það var þó fyrst og fremst hún mamma þín, sem varð fyrir þessu bragði mínu. — Það veit ég. Hann stakk höndunum í vasana og tók að stika fram og aftur um gólfið. — Ég veit, að ég ætti að hata þig, hennar vegna, en mamma er nú svo skrítin, eins og þú veizt. Ég held ekki, að þetta hafi sært hana neitt varanlega. Nú er hún trúlofuð honum Bighy ofursta, og er eins ánægð og hún hefði alla tíð verið að ganga eftir þessum gamla leið- indaskrjóð. Það er varla hægt fyrir mig að halda áfram að hata þig, hennar vegna, úr þvi að hún er svona harðánægð með tilveruna. Þvi þú skilur, Paula. að mig langar svo til að þykja vænt um þig, sjálfs mín vegna. Og ef maður kann ekki alls kostar vel við þá, sem maður elskar, fer þetta allt í vitleysu hjá manni. Hún sagði, veikri röddu: — Þú getur ekki haldið áfram að elska mig, þegar ég ætla að fara að giftast honum Davíð. — Og samt gréztu þegar, þú sást mig, og ég skal bölva mér uppá, að hefði ég tekið þig í faðminn, hefðirðu lofað mér að kyssa þig. Hver er skýringin á þessu? Hversvegna þarf ástin að vera svona bölvanlega flókin? Er hægt að elska tvo i einu? Ekki get ég það. En þú? — Vitanlega ekki, Lance, en hún átti bágt með að koma út orðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.