Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 54. árg. — 113. tbl. MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsin* ísrael og Arabaríkin á barmi styrjaldar Nasser lokar Akabaflóa fyrir ísraelskum skipum Kraftblökkin — tákn tækni byltingarinnar í sjávarútvegi. ,,Jafngildir árás" segir Eskhol — U Thant í Kairo — Sovétstjórnin tekur afstöðu með Arabaríkjunum London, Kairó, Washington, Mosfcvu, 23. maí. — (AP-NTB) — • HORFURNAR í deilu ísraels og Arabaríkjanna versnuðu veru- lega í dag, er Nasser, forseti, lýsti því yfir, að Akabaflói yrði hér eftir lokaður ísraelskum skipum og skipum annarra þjóða er flyttu hergögn til ísrael. Önnur skip, er þar vildu sigla, yrðu að leita leyfis egypzkra yfirvalda með þriggja sólarhringa fyrirvara. • Levi Eskhol, forsætisráðherra tsraels, hefur lýst því yfir, að standi Nasser við þessa hótun, jafngildi það árás á Israel. • Stjórnir Vesturlanda hafa látið í ljós þungar áhyggjur vegna þróunnar mála á þessum slóðum, en hvetja til þess, að deilan verði leyst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. U Thant, fram- kvæmdastjóri S Þ., er í Kairó, þar sem hann mun næstu þrjá daga ræða við Nasser og yfirmenn gæzluliðs S. Þ., sem kallað var burt frá Sinai, að beiðni Nassers. O t kvöld lýsti Sovétstjórnin því yfir, að hver sá, er vogaði að stofna til hernaðarátaka í Austurlöndum nær, mundi „ekki aðeins mæta fyrir sameinuðum herafla Arabaríkjanna heldur og öflugri mótspyrnu Sovétríkjanna og annarra friðelskandi ríkja." -4* Einkaframtakið hefur lyft Grettistaki í sjávarútvegi — Mestu uppbyggingartímar sjávarúfvegsins, þegar Framsókn hefur verið utan stjórnar SJÁVARÚTVEGUR er mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar. Sú fram- leiðsluaukning, sem orðið hefur í þeirri grein, er megingrundvöllur hinna stórbættu lífskjara, sem öll þjóðin nýtur nú. í skjóli viðreisnarstefnunnar hefur skapazt aðstaða til stórfelldrar uppbyggingar á hinum ýmsu sviðum sjávarútvegsins. Ný og glæsileg fiskiskip búin fullkomnustu tækjum sem völ er á, hafa sótt ríkulegri afla í greipar Ægis en áður hefur þekkzt — og komið hefur betur í ljós en nokkru sinni fyrr, hverju frjálst framtak dugandi og framsækinna sjómanna og útgerðarmanna getur fengið áorkað, þegar þeim eru sköpuð skilyrði til að njóta sín. Hin stórkostlega uppbygging sjávarútvegsins síðustu ár kemur m. a. glöggt fram þegar haft er í huga, að eign í skipum, verksmiðjum, vélum og öðrum fjármunum á þessu sviði hefur aukizt um rúmlega 50% frá árslokum 1958 til ársloka 1966. í upphafi tímab ilsins nam hún rúml. 2,600 millj. kr., en í lok þess 4,045 millj. kr. — hvorttveggja miðað við verðlag ársins 1960. Vert er að hafa í huga, að mestu uppbyggingartímar sjávarútvegsins hafa ætíð verið þegar Framsóknarflokkurinn hefur staðið utan stjórnar. Sjá ennfremur eftirfarandi frásögn svo og bls. 12 og 13. Meðal hinna stórstígu framfara, sem lagt hafa grundvöllinn að vaxandi sjávarafla og aukinni verð- mætasköpun, má m.a. nefna: Fiskiskipaflotinn hefur verið stóraukinn, var 1958 samtals 649 skip 28.070 rúmiestir — en 1966 761 skip 54.573 rúm- lestir. Nýtízku tækni hefur ver- ið hagnýtt til hins ýtr- asta, flotinn búinn bæði siglinga- og veiðitækjum af fuUkomnustu gerð. f Stofnlán hafa verið stór- aukin, t.d. námu heildar- Mn á vegum Fiskveiða- sjóðs tímabilið 1960— 1965 al'ls 1.116,5 millj. kr. f Auknum vísindarann- sóknum í þágu sjávarút- vegsins hefur verið skap- aður nýr og traustari grundvöllur með laga- setningu árið 1965, auk þess sem væntanleg eru til Mndsins áður en Mngt líður bæði síldarleitar- og hafrannsóknaskip. Framhald á bls. 2. Nasser forseti, var staddur i flugstöð við landamæri Egypta- lands og ísraels í Sinai, er hann lýsti yfir lokun Afcaba-flóans. Hann sagði, að Egyptar væru ekki að gera annað með þess- ari ráðstöfun, en endurvekja reglur, sem gilt hefðu fyrir Súez átökin 1956. Kvað hann Egypta reiðubúna til styrjaldar við ísraelsmenn, ef þeir kysu að bregðast þannig við. „Gyðingar hóta stríði. Gott og vel. Við er- um reiðubúnir og munum aldrei hvika frá réttindum okkar á Akaba-iflóa“, sagði hann — og bætti því við, að flóinn væri innan egypzkrar landhelgi. Nasser neitaði því jafnframt, að Egyptar hefðu að fyrra bragði hafið liðssafnað í Sinai. Þvert á móti — hinn 13. maí sl. hefðu þeir feragið áreiðanlegar upplýsingar þess efnis, að ísra- elsmenn hefðu safnað geysi- miklum her á landamærum Sýr- lands og deilt her þessum í tvær fylkingar. Önnur færi suður og hin norður með Tiberias. „Jafn- skjótt og við fengum þessar upp lýsingar, tilkynntum við stjórn Sýrlands að á sömu stundu sem ísraelsmenn réðust á Sýrland, mundum við hefja árás á Sinai. Þessvegna sendum við herlið okkar þangað", sagði Nasser. Erlendir fréttamenn flykkt- ust í dag til Kairo en enginn fékk leyfi til að halda áfram til Sinai. Að sögn AP eru frétta- menn við öllu búnir, en benda á, að atburðir í Arabaríkjun um hjaðni stundum jafn skyndi- lega og þeir blossa upp. Stjórn ísraels hefux lýst þvi yfir, að standi Nasser við yfir- lýsingu sína um að loka Akaba- flóa jafngildi það árás á ísraels- ríki og gæti haft styrjöld í för með sér. í ræðu, sem forsætis- ráðherrann hélt á þingi lands- ins sagði hann, að ráðstöfun Nassers gæti haft hinar alvar- legustu afleiðingar fyTÍr heims- friðinn. fsrael teldi enn í fullu gildi samþykkt Sameinuðu þjóð anna frá 1957, þar sem segði, að siglingar um Akaba-flóa skyldu frjálsar öllum þjóðum og hefði stjórn landsins beðið stór- veldin að sjá til þess, að sam- þykkt þessi yrði í heiðri höifð. Að sögn AFP-fréttastofunnar frönsku leggur Abba Eban, utan ríkisráðherra,' upp í ferðalaig á miðvikudag til helztu höfuð- borga á Vesturlöndum, til þess að gera grein fyrir stefnu stjórnar sinnar í máli þessu. Jafnframt verður her landsins viðbúinn, en AFP hefur eftir áreiðanlegum heimildum, að stjórn fsraeils sé vantrúuð á, að Arabarikin leggi út í hernaðar- aðgerðir og líti meira á mál þetta sem diplómatíska deilu. Að sögn AP er sú skoðun al- menn í ísraeil, að geri Nasser Framh. á bls. 31 39 fórust af olíuskipi Marseilles, 23. maí. — AP-NTB LAUST eftir miðnætti sl. varð sprenging í oliuskipinu „Circe“ frá Líberíu með þeim afleiðing- um, að það rifnaði sundur um miðju og sökk. Aðeins einn mað- ur af fjörutíu manna áhöfn komst lífs af. Slysið mun hafa gerzt skammt undan frönsku flotastöðinni Toulon. Síðdegis í dag skýrði hol lenzka skipið „Mataran'" svo frá, að „Circe“ bærist brennandi í tveimur hlutum í átt til Korsíku. Nokkru síðar sökk það. Áhöfnin var öll grísk utan einn maður, sýrlenzkur. 281 saknað eftir brunann í Brussel Grunur að um íkveikju hafi verið að ræða Brússel, 23. maí (AP-NTB) BELGÍSK yfirvöld hafa fyr- irskipað opinhera rannsókn á brunanum, sem varð í stór verzluninni „LI’innivation“ í hjarta Brússel í fyrradag, með þeim afleiðingum að talið er að 281 maður hafi beðið bana. Þetta er mesta manntjón í einum bruna síð- an 323 fórust í Cirkuseldin- um í Brazilíu 17. desember 1961. Björgunarmenn hafa leitað látlaust í rústunum og Framhald á bls. 30. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.