Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM BIU LEI6A MAGNÚSAR SKIPHOtT) 21 SÍMAR 21190 eftir tokurl simi 40381 ' 1^>í,H' 1-44-44 \mnm Hverfisgötn 103. Sími eftir lokun 31168. LITLA bíloleigon Ingólfsstræti U. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldl. Sími 14970 BÍLALEIGAN V AKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokon 3493« og 36217. Lb&aMær RAUOARARSTlG 31 SlMI 22022 Fjaðfir. fjnörablöö hljóðkútar púströr oJl varahlutir t margar gerðir bifreiöa. Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 16«. — Simr 24188 GOLFBOLTAR g«d. 2*“ir'í högglengð. P. EYFFJLD LAUGAVEG 65 Fiskibótar Seijum og leigjum fiskibáta af öllum stærðum Talið við okkur um kaup og sölu fiski- báta Skipasalan og skipaleigan, Vesturgötu 3. símí .3339. Skíðaskólmn í Kerlingaíjöllum Simi 18470 mánud - föstud. kl. 4—6, iaugard. kl. 1—3. Blindrastafurinn og bílstjóramir Einn blaðamanna Morg- unblaðsins talaði fyrir skömmu við konu, sem er naestum því alveg blind; sér aðeins ör- litla skimu. Konan gengur við svonefndan blindrastaf, sem er aúðþekktur, snjóhvítur og með rauðan flekk. Stafurinn er hafður þannig, til þess að fólk, og þá einkum bílstjórar, átti sig á því, að þarna er blindur maður á ferð. Konan kvartar hins vegar undan því, að bílstjórar taki allt of oft ekkert tillit til fóliks, sem við slíkan staf gengur. Hún segist hafa komizt áð því með viðtölum við bílstjóra, að þessu veldur ek/ki illgirni 1 garð blinds fólks, heldur ein- ungis fáfræði: I»eir vita ekki, að til sé nokkuð, sem heiti blindrastafur, og að taka beri sérstakt tillit til þeirra, sem við hann ganga. Það eru þvf tílmæli konunn- ar til almennings (aðallega böstjóra og þeirra, sem annast ökukennslu og umferðanmál), að fólk geri sér ljóst, þegar það sér mann styðjast viS skjannahvítan staf, að þar er blindur maður á ferð. ig Vont mál á auglýs- ingum C. M. H. skrifar: „Ágiæti VelvakandL Oft er ykkur blaðanrvönnum legið á hálsi fyrir vafasama merðferð á móðurmálinu. Ekki verður þó skuldinni skellt á ykkur fyrir kjánalegar slettur, sem æ oftar skjóta upp koUinum í auglýsingum dagblaðanna, sbr. meðfylgjandi úrklippur. Ég vil beína þeim tilmælum til auglýsenda að þeir semji auglýsingar þær, sem birtast eiga í íslenzkum blöðum, á íslenzku". Með bréfinu fylgja úrklipp- ur af auglýsingum, og satt er það, mikið hörmungartungu- mál virðast þeir tala sumir auglýsendur. Stundum virðist sjálfsagt að breyta texta aug- lýsinganna, af því að íslenzkt orð er tU yfir hið erlenda (og nær þvi alveg),' eða af því að ekki þarf nema að færa í stíl- inn, lagfæra klaufalegar setn- ingar og breyta bögumælum til betra máls. En, auglýsendurnir greiða fyrir textann, sem þeir hafa sjálfir samið, og stund- um munu þeir vilja láta hið erlenda orð standa. Orð eins ög „supermarkaður' ‘og „modern- eriserað“ eru ekki beint fögur á að líta, og óþarft sýnist að auglýsa afganga með danska orðinu „restar“ og hafa enska orðið „surplus" til skýringar innan sviga á eftir! Náttúrulækninga- fæði Velvakanda hafa borizt nokkur bréf á undanförnum mánuðum, þar sem farið er ákaflega lofsamlegum orðum um matstofu náttúrulækninsa- félagsins 1 KirkjustrætL Flest hafa þau verið mikil Kona óskast Þurrhreinsunín SNÖöO, Suðurveri, óskar eftir ábyggilegri konu hálfan daginn. Upplýsingar i síma 31230 milli kl. 6 og 7. Enskar postulínsveggflísar Úrvalið aldrei meira en nú, yfir 30 litir. Verð hvergi hagstæðara. LITAVER Grensásvegi 22 og 24. Símar 30280 og 32262. íbúð — Hafnarfjörður Til sölu 3ja herbergja íbúð á 1. hæð við Öldugötu. Útb. 350 þús. Skip & fasteignir Austurstræti 18 — Sími 21735. Eftir lokim 36329. áróðurs- og auglýsingabréf fyrir málstaðinn og matstof- una, og er hvort tveggja sjálf- sagt alls góðs maklegt, þótt Velvakandi þekki persónulega lítið til þessara mála. Hann lætur sig hafa það að borða og drekka flest það, „sem að kjafti kemur“, og hefur ekki orðið annað en gott af öllu saman hingað til. Velvakandi birtir yfirleitt ekki bréf, sem á einn eða annan hátt geta tal- izt auglýsing, en hann hefur a.m.k. einu sinni birt kynning- arbréf um þessa matstofu, jafnvel tvisvar. En vegna þess að nú liggja nokkur slík hréf hjá honum, kann hann ekki við annað en birta eitt þeirra, frá „Borgara“. Aðrir bréfritar- ar verða að láta sér nægja birt- inguna á þessu eina hréfi. „Velvakandi góður! Mig langar til að vekja at- hygli á óvenju jákvæðri starf- s^emi, er hófst síðastliðið haust. Á ég þar við „Matstofu NX.F.R.“ að Hótél Skjald- breið. Stofnkostnaðar var aflað með framlögum fólks, er telur sig hafa sannprófað hollustu og lækningamátt ávaxta-mjólkur- og jurtafæðis, þeirra fæðuteg- unda, sem þessi matstofa hefir á boðstólum. Telja margir þeirra, er að þessu standa, sig hafa fengið og endurheimt heilbrigði og lífsþrótt á þessu fæði, er fokið virtist I flest skjól ..... Tilgangur þessar- ar starfsemi er sá að svara margra ára kalli ýmissa manna, er kynnzt hafa fæði, líku því, sem matstofan býður upp á, en eiga þess ekki kost að hafa það í heimahúsum. Einnig mun það vera von þeirra, sem að þessu standa, að reynslan sanni öllum, sem þangað koma, hollustu og lækningamátt valinna, heil- brigðra fæðutegunda. Matstofa þessi notar aðeins beztu fáanlegar matvörur eftir árstíðum enda myndi hún að öðrum kosti ekki reynast hlut- verki sínu vaxin. Ég borða oft 1 matstofunni og likar betur og betur með hverjum mánuði sem líður og vil undirstrika það, að betri, fjölbreyttari og ódýrari mat hefi ég ekki feng- ið annars staðar. Hús'akynnin eru mjög vistleg, hreinlæti til fyrirmyndar, afgreiðsla fljót og góð. Þarna er líka gott að koma með börn til rnatar, því að engin tóbakssvæla eitrar andrúmsloftið. Gaman hefir mér þótt að sjá un>g hjón koma með börn sín á sunnudögum til máltíða, og hefir mér virzt þetta fólk kunna vel að meta það, sem fram hefir verið bor- ið. Tilvalið væri fyrir heimilis- feður að notfæra sér afsláttar- matseðla, sem seldir eru í mat- stofunni, og prófa ásamt allri fjölskyldunni hið fjölbreytta kalda borð ásamt heitum rétt- um, sem framvegis verður um hádegið á sunnudögum eða hlaðborðin á kvöldin og losa þannig húsmóðurina, að minnsta kosti einn og einn sunnudag, við erfiði matar- gerðarinnar. Efast ég mjög um, að kostnaður myndi fara fram úr venjulegri sunnudagsmáltíð í heimahúsum. Að síðustu langar mig til að beina máli mínu til þeirra, sem ekki láta bjóða sér hvað sem er til næringar og láta sér ekki á sama standa, á hverju veltur um heilbrigði og holl- ustuhætti: Gefið gaum að því jákvæða spori, sem þarna er stigið. Gasnlar, óhollur matar- venjur þurfa ekki að hafa okk- ur á valdi sínu og hrekja okk- ur inn á hrjósturlönd sjúk- dóma og lífsleiða. Reynslan getur siannað okkur sannleiks- gildi orða ameríska læknisira R. Jacksons, dr. med, er sjálf- ur öðlaðist heilbrigði á þess- um leiðum eftir áralanga van- heilsu. Hann segir svo: „Okkur skjátlast, er við höldum, að við séum bara líkamir, er hýsi sál- ir. Sannleikurinn er þvert á móti sá, að við erum sálir með afl og hæfileika til að byggja okkar eigin bústaði, líkamina. Til þess að sú bygging geti orðið traust, skiptir megin máli, hvaða byggingarefni við notum. Áhrif óhollra efna eru ekki allfcaf strax sýnileg hið ytra, þótt áhrifa þeirra geti látið likamann riða til falls. Minnumst þess, að alls staðar skiptir miklu máli, hverju sáð er, jafnvel í líkamlegum sem andlegum efnum; það er al- gildur sannleiki sem felst f orðunum: „eins og maðurinn sáir, svo mun hann og upp- skera“. Borgari". Okkur vantar afgreiðslumann strax Málning og járnvörur Laugavegi 23. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar og Volkswagen sendiferðabifreið er verða sýndar að Grensásvegi 9, miðvikudaginn 24. maí kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd Varnarliðseigna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.