Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1967. Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: í lausasölu kr, Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. .Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. I lausasolu kr. 7.00 emtakið. \ Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði inranlands. 5 ÞÝÐING ATVINNU- JÖFNUNARSJÓÐS UZYMrnM. Carol litla er 11 ára gömul, og tekst hér í fyrsta skipti að stökkva yfir sippuband. Vangefnir SVIÐIÐ var leikfimisalur og leikendur tveir kennarar og 11 ára gamall nemandi. Kenn ararnir lyftu sippubandi hægt yfir höfuð Carol og er það nálgaðist gólfið hrópuðu þeir „Núna Carol.“ Allir vöðv ar Carol voru spenntir til hins ýtrasta og með geysi- legu átaki tókst henni að lyfta sér 6 þumlunga frá jörðu. Fagnaðaróp hljómuðu um salinn yfir þessum mikla sigri stúlkunnar, sem allt sitt líf hefur lifað í myrkri hins vangefna barns. Hún fæddist nær blind og heyrn- arlaus, ein af 6 milljónum Bandaríkjamanna, sem taldir eru vangefnir eða „á eftir.“ Sigur Carol kann að hafa ómetanlega þýðingu fyrir hana. Það verður auðveldara fyrir hana að læra að lesa og líklega tekst henni að gera skriftina læsilegri og læra undirstöðuatriði í stærðfræði. Hve mikill þessi árangur verður er ekki hægt að spá um, en hún stendur mun bet ur að vígi 1 lífsbaráttunni. Það er kannski varla hægt að nota orðið heppin yfir Carol en alla vega hefur hún fólk, sem vinnur að því að létta byrði hennar. Formaður Joseph P. Kenn- edy stofnunarinnar fyrir van gefna sagði nýlega í skýrslu að hægt sé að hjálpa nær öllu vangefnu fólki. 83% þess getur notið menntunnar. Hægt er að kenna því að lesa, skrifa, leysa af hendi minniháttar störf án eftirlits eða með smávægilegu eftir- liti. Það getur komizt af eitt síns liðs í þjóðfélaginu eða því sem næst og það getur orðið nýtur þjóðfélagsþegn en ekki ómagi. 12% er hægt að þjálfa, þannig að það geti lifað ham ingjusömu og nytsömu lífi annað hvort heima hjá sér eða á sérstofnunum. Þau 5%, sem eftir eru geta náð mun lengra í dag, en álitið var fyrir 5 árum. Það má sjá af þessu að vonir hinna vangefnu eru bjartar. Þrátt fyrir þetta er aðeins eitt af hverjum þremur vangefnum börnum í skóla og aðeins eitt af hverjum fimm nýtur nauð synlegrar umönnunar. Carol litla er ein af 34 vangefnum börnum, sem eru svo heppin að geta sótt kvöldskóla, sem er starfræktur af íþróttaskóla Indíanaháskólans í Bandaríkj unum. Forstöðukona deildarinnar, Frú Lola Lohse segir: „Við höfum engar vísindalegar sannanir fyrir því að starf okkar hafi hjálpað þessum börnum, en við höfum séð miklar breytingar.“ Eitt helzta vandamálið, sem van- gefnir eiga við að stríða, er að þau gera sér tæplega grein fyrir muninum á vinstri og hægri og eru stefnulaus. Mörg þeirra gera sér enga grein fyrir því, sem fyrir aft- an þau er, það hreinlega fyr- irfinnst ekki. Þau gera ekki greinarmun af stöfunum b og d, eða milli 6 og 9. Það er ekki það að þau eigi 1 erfiðleikúm að greina mis- muninn, í þeirra augum er hann enginn. Frú Lohse sagði að fundn ir hefðu verið upp ýmsir leik ir til að hjálpa börnunum að átta sig í rúminu umhverfis þau. Einn er þannig að börn- in fá uppblásnar blöðrur, sem þau eiga að halda á lofti með því að slá í þær. Til þess að geta þetta verða börn in sífellt að vera á hreyfingu og augu þeirra verða að fylgja blöðrunni. Sagði frú- in að það væri stingandi að sjá hve lítið skyn mörg þeirra hafa. Frúin sagði að þjálfun þessara barna væri tímafrek og krefðist mikillar þolin- mæði, en árangurinn væri margfalt þess virði. í ársbyrj un væri aðeins hægt að gefa börnunum eina skipun í einu, en í árslok gætu þau tekið við allt að 6 skipunum. Það eru ekki mörg ár síð- an eitthvað var farið að gera að ráði til þess að hjálpa þessum börnum og þjálfa þau til gagnlegra þjóðfé'ags- starfa, en á síðustu árum hef- ur áhuginn á þessu hjálpar- starfi færst mikið í vöxt og í Bandaríkjunum eru nú unn- ið að undirbúnir.gi að stofnun mörg hundruð slikra hjáipar stofnana, og á hverjum degi koma fram á sviðið nýjar aðferðir til að hjálpa van- geínum. 'T’in merkasta l'öggjöf, sem Viðreisnarstjórnin hefur sett, eru lögin um Atvinnu- jöfnunarsjóð, en með þeim er gert stórátak til að treysta atvinnuuppbyggingu úti um alllt land og hamla gegn fólks flutningum til Suð-Vestur- lands. Stofnframlag til Atvinnu- jöfnunarsjóðs var 364 millj. kr. en aulk þess hefur sjóður- inn öruggar árlegar tekjur og heimild til að taka erlent lán, ailt að 300 millj. kr. og ótak- mabkaða heimild til lántöku hjá Framkvæmdasjóði ís- lands. Atvinnujöfnunarsjóður get ur þegar á fyrstu starfsárum úfhlutað af eigin fé 50 millj. kr. árlega, og eftir £á ár verð- ur þetta fjármagn komið á annað hundrað milljónir. Og með Mntökum er hægt að stórauka framlög úr Atvinnu- jöfnunarsjóði. Til samanburðar má geta þess, að á 15 ára tímabili 1951—*65 var varið til at- vinnujöfnunar aðeins 160 mil'lj. eða mil'li 10 og 11 miilj. á ári að meðaltali. Þessii mikilvægi sjóður hef- ur m.a. tekjur frá álbræðsl- unni er hún hefur starf- rækslu sína og fær sjóðurinn meginhluta skattgjalds verk- smiðjunnar. Er þar um að ræða mikMr fjárhæðir, sem unnt er að nota til að byggja upp öflug atvinnufyrirtæki úti um land, sem veita vinnu margföldum þeim mannafla, sem við álverksmiðjuna vinn- ur. Það eru þanniig hrein ðfug- mæli, að álbræðsMn muni vailda því, að fólksflutningar aulkizjt til SuðvesturMnds; þvert á móti gera tekjurnar af verksmiðjunni og tilvist Atvinnujöfnunarsjóðs það að verkum, að aitvinnulífið má stórefla úti um allt land og vinna þannig á hinn raunhæf asta hátt gegn fólksflutning- um úr hinum ýmsu byggðum til sjávar og sveita. NORÐURLANDS- 'ÁÆTLUN t’ins og kunnugt er, er nú unnið að gerð svonefndr- ar NorðurMndsáætlunar, og er gert ráð fyrir að henni verði Lokið á árinu. Að Norð- urMndsáætluninni vinna ýms ir helztu efnahagssérfræðing ar okkar íslendinga. Þeir hafa ferðast um NorðurMnd og kynnt sér aðstæður og hug myndir manna um nýjan at- vinnurekstur. Með gerð Norðurlandsáætl unarinnar er að því stefnt að gera stórátak til uppbygging- ar atvinnulífs norðan lands á næstu árum, enda hefur at- vinnuástandið þar verið erfið ara en annars staðar. , Atvinnujöfnunarsjóður hef ur heimiTd ti'l Mntöku, sem einkum er hugmyndin að nota við framkvæmd áætlana á borð við Norðurlandsáætl- unina. Þess vegna má gera ráð fyrir, að á næstu árurn verði hundruðum milljóna króna varið til þess að treysta atvinnuTffið norðan- Mnds, svo að atvinnuöryggið verðd þar ekki síðra en í öðr- um landshlutum. Stjórnarandstæðingar reyna að gera lítið úr Norð- urMndsáæt'lun og Atvinnu- jöfnunarsjóði og segjast liltla eða enga trú hafa á því, að þessi framkvæmd geti orðið tlil að styrkja atvinnulífið úti um land. Sjálfstæðismenn telja þessa framkvæmd aftur á móti með hinum merkustu og leggja megin áherzlu á að hún nái ti'lætluðum árangri. í kosningunum 11. júní er þess vegna m.a. kosið um það, hvort almenningur viTl fela þeim mönnum forustuna, sem trú hafa á því, að unnt sé að hrinda þessu stórverk- efni í framfcvæmd, eða hina, sem segja að þetta sé tilgangs iaust og út í bMinn. ÁRÁS FRAM- SÓKNAR Á VERKALÝÐSr SAMfÖKIN 4 rás Framsófcnarflokksins á ** verkalýðssamtökán hefur að vonum vakið megnustu fyrirlitningu meðal Munþega og forustumanna þeirra. Með þessari svæsnu árás hafa Framsóknarmenn sýnt að þeir eru jafnvel ábyrgðarlaus ari í kjaramálum launþega en bommúnistar sjálfir og kalla þeir þó e'kki al'lt ömmu sína í þeim efnum. Slkoðana- bræður Framsóknar er ein- ungis að finna meðal fá- mennrar æstrar kiíbu í Sósí- alistafélagi Reykjavíkur, sem dáir og hylli'r Mao formann og baráttuaðferðir hans. Framsóknarflokkurinn hef- ur greinilega tileinkað sér ómengaða kjarastefnu, sem fyrir löngu er gengin sér tii húðar og byggist á óraun- hæfri kröfugerð og verkföli- um. Þetta er þeim mun furðu legra, sem hér á landi hefur ríkt almennur vinnufriður um þriggja ára skeið sem sannanlega hefur fært laun- þegum raunhæfar kjarabæt- ur og betri lffskjör en hin úrelta stefna Framsóknar- manna og kommúnista nökkru sinni náði fyrir þeirra hönd. En það er ebbi síður at- hyglisvert fyrir atvinnurek- endur að kynna sér hina úr- eltu kjarastefnu Fra'msóknar manna, sem að undanförnu hafa smjaðrað fyrir einkaat- vinnurekendum og talið sig sérstakan málsvara þeirra. Afleiðing þess ef stefnu Fram sóknarmanna yrði fyfgt í kjaramá'lum mundi verða sú, að hér hæfust aftur verkföíll, óraunhæf kröfugerð, aukin verðbólga og vaxandi erfið- leikar fyrir atvinnurekstur- inn. Fyrir launþega mundi slfkt óhjábvæmilega hafa í för með sér að atvinnuörygg- inu yrði stefnt í voða. En Framsóknarmenn skeyta því enigu. Þeir hugsa aðeins um eigin pólátíska stundar- hagsmuni og þrönga sér- hagsmuni fyrirtækja sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.