Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 17
X MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 1967. 17 Furðudýrin í Þingeyjarsýsiu NÚ er rætt um furðudýr, sem sagt er að rekið hafi við Heið arhöfn á Langanesi. í miðri kosningahríðinni hringdi Þór bergur til okkar og var mik- ið niðri fyrir. Hann benti á í þessu sambandi frásagnir af furðudýrum við Laxárósa í S.-Þing. 1958 og við Heiðar- höfn á Langanesi. Var mál þetta gaumgæfilega athugað að ósk dr. Finns Guðmunds- sonar og sjónarvottar yfir- heyrðir. f Gráskinnu hinni meiri þeirra dr. Sigurðar Nordals og Þórbergs Þórðarsonar er um þetta fjallað og birtar skýrslur Jóhanns Skaptason- ar sýslumanns og Sigurðar Jónssonar hreppstjóra. Með leyfi Þórhergs hirtir Morgunblaðið frásagnir þess- ar lesendum sínum til skemmtunar og fróðleiks. Dýrin í Þingeyjarsýslu. Nálægt mánaðamótum októ- ber og nóvembermánaðar 1958 fluttu dagblöðin í Reykjavík frétt ir af ókennilegu dýri, sem folk ið í Heiðarhöfn á Langanesi hefði séð fremur skamwit frá bænum. Auðsætt virtist það af málavöxt- um, að þessar frásagnir væru ekki upplognar, hvorki af blöð- unum né heimilismönnum í Heiðarhöfn. Ekki sýndust held ut neinar iákur til, að þarna hefði verið um missýningar né ofsjón- ir að ræða því að allir á bænum höfðu horft á dýrið nokkra stund 1 fullbjörtu að morgni dags, og ekki á löngu færi. Hins vegar var það ekki ljóst af lýsingunum á því, hvers bonar skepna þarna hefði verið á ferðinni. Hér í Reykjavík gízk- uðu sumir upp á rostungi, einnig fslbirni, jafnvel sel. En þessar á- gizkanir virtust ekki koma rétt vel heim við lýsingar, sem blöð- in þóttust hafa eftir fólkinu í Heiðarhöfn. Af þeim var að sjá, áð það hefði ekki borið kennsl á dýrið, og má þó telja víst, að það hafi oft séð sel og ef að lík- um lætur Ijósmyndir af rostung- um og tóbjörnum á þessari miklu ljósmyndaöld. Fáum dögum seinna kom sú fregn í blöðunum, að synir Jóns Þorbergssonar, bónda á Laxa- mýri, hefðu séð tvö óþekkt dýr við Laxárósa á Skjálfanda. Ekki verður heldur greint af lýs ingunni, sem þeirri frétt fylgdi, hvers kyns skepnur þar hefðu verið á ferli. Sennilega hefði þessum tíðindum verið skipað á bekk með marklausum hind- urvitnasögum, þegar tímar liðu, eins og frásögnum af öðrum ókennilegum kvikindum, sem ýmsir hafa talið sig sjá fyrr og síðar við sjó og í vötnum, ef dr. Finnur Guðmundsson náttúru- fræðingur hefði. ekki snúið sér til sýslumannsins í Þingeyjar- sýslu og beðið hann að yfirheyra fólkið, sem dýrin sá. Sýslumaður vékst vel við þessu og kallaði syni Jóns í>or- bergssonar fyrir rétt, en fól hreppstjóranum 1 Sauðanes- (hreppi að yfirheyra fólkið í Heiðarhöfn. Upp úr þessum rétt- arhöldum hafðist þó það, að nú er það s-kjalfest af lögskipuðu yfirvaldi, að dýrin sáust, litu nokkurnveginn svona út og hög- uðu sér nokkurnveginn svona og svona. Þetta sýndist vera skyn- samlegri viðbrögð en að kasta slíkum fyrirbærum rannsóknar- laust niður í glatkistu fordóma, ofsjóna, missýninga eða ósann- inda. Ef yfirvaldinu í Borgar- fjarðarsýslu hefði verið gefinn svipaður rannsóknarandi á dög- «m Katanesdýrsins, stæðu ekki ennþá fávíslegar stælur um það, hvort það furðulega undur hefði verið skepna eða tómur upp- spuni. Hér koma svo réttarhöldin. ENDURRIT Út sakadómsbók fyrir Þing- eyjarsýslu. Ár 1958, laugardaginn 6. des- ember, klukkan 15.15 var saka- dómur settur á skrifstofu em- bættisins í Húsavík og haldinn af Jóhanni Skaptasyni, sýslu- manni með undirrituðum vott- um. Fyrir var tekið: Mál nr. 57 1968 Samkvæmt beiðni Finns Guð mundssonar, náttúrufræðings, Reykjavík, að taka skýrslu um óþekkt dýr, sem sáust við Skjálf anda 9. nóv. s.l. Mættir eru bræðurnir Björn Gunnar og Vigfús Bjarni Jóns- synir, báðir til heimilis á Laxa- mýri í Reykjahreppi í Suður- Þingeyjarsýslu. Er Björn 25 ára að aldri, fæddur 4. febrúar 1933, Vigfús 29 ára að aldri, fæddur 8. ágúst 1929. Eru þeir báðir áminntir um sannsögli. Segir Vigfús svo frá í áheyrn Björns: Hinn 9. nóvember s.l. voru bræðurnir báðir að smala fé um klukkan 17.30. Lágskýjað var og dimmt uppyfir, jörð auð, frostlaust og orðið rokkið, illa sauðljóst. Fóru þeir saman ofan í svo fcallaða Æðarvík, sem er rétt við Laxárósa. Sjá þeir við ár- ósinn, ca. 70 metra frá sjó, tvær skepnur, sem þeir töldu strax víst að væru sauðkindur. iBeindu þeir hundi að skepnun- um og fór hann alveg til þeirra, en sneri þá ýlfrandi frá. Er þetta fullorðinn hundur, stór og grimmur af skozku kyni, nefndur Kolur. Vakti þetta strax undrun bræðranna, því fremur þurfti að jafnaði að halda aftur af hundinum en að hvetja hann til afskipta af sauð- fé. Bræðrunum virtist skepnurn ar skipta sér lítið af hundinum, er hann kom til þeirra, en vöpp uðu þó lítils háttar um. Gengu bræðurnir þá nær skepnunum og komu í ca. 15^ 20 metra fjarlægð frá þeirn. Virt ust þeim ðkepnurnar vera svart ar að lit, gildar og nokkuð lura legar, en virtust vera snöggar á skrokkinn og telja þeir, að útlit hafi verið fyrir, að þær væru ekki hærðar. Stærðin virt ist þeim vera á við skógarbjörn. Þeir sáu glöggt að dýrin stóðu á fjórum fótum, fremur gildum, á að gizka 50 cm. háum. Bræðurn- ir lögðust niður og sáu þá glöggt í vatnið í ósnum undir kvið á öðru dýrinu. Háls dýr- anna virtist mjög stuttur og hausinn beint fram úr hálsin- um, en niður úr hálsinum virt- ist vera eins og ávalur poki. Dýr in snéru bæði frá bræðrunum og sáu þeir aftan á þau og á hægri hlið. Stóðu þau með litlu millibili, og sáu bræðurnir að- eins hausinn á öðru þeirra. Þau virtust ekki gefa bræðrunum neinn gaum, en þeir fóru hljóð- lega að þeim. Þeim virtust dýrin þrútin af vöðvum og mjög kraftalega vax in. Ekki töldu bræðurnir ráð- legt að fara nær skepnunum, þar eð þeir voru vopnlausir. iHundurinn vildi ekki fylgja bræðrunum í áttina að dýrun- um, eftir að hann kom úr sendÞ ferðinni. Hann hélt sig með lágu ýlfri álengdar í sveig frá dýrunum. Eftir að bræðurnir komu til baka og fóru að jepp- anum, sem beið uppi á Æðarvík urbjarginu, heimtaði hann stax að fara inn í jeppann og fékkst ekki út úr honum síðar í smala mennskunni. Vindur var norð- lægur. Bræðurnir voru svolítið austan við dýrin og segja, að vindur hafi því ekki staðið af þeim á dýrin. Daginn eftir kom Björn aftur, strax um morguninn, á staðinn og leit eftir sporum og öðrum vegsummerkjum, en sá engin, enda hafði verið illviðri um nótt ina, og hafði brim gengið á land. Þegar bræðurnir litu seinast til baka til dýranna, sáu þeir þau vera komin alveg ofan að vatnsborði. Bræðurnir ætluðu ekki að segja frá þessum viðburði út fyrir heimilið, kærðu sig ekki um að út frá honum spynnust sögur. En þegar þeir heyrðu sagt frá dýrinu, sem sást í Heið- arhöfn, virtist þeim um sams konar dýr hefði getað verið að ræða, og sögðu eftir það frá dýr unum, sem þeir sáu við Laxár- ós. Eftir það, að bræðurnir sáu dýrin, höfðu þeir jafnan með sér byssu, er þeir gengu með sjónum. Hundurinn var tregur til að fylgja Birni á staðinn morguninn eftir. Þannig sagðist Vigfúsi frá. Fylgdist Björn með frásögninni og lagði öðru hvoru orð í belg. Bókunin var upplesin fyrir bræðrunum og viðurkenna þeir hana báðir rétta. Þegar dómarinn var búinn að spyrja um útlit dýranna, bað hann Vigfús að gera riss af út- liti þeirra. Gerði hann það með útl'ínum. Fannst dómaranum rissið mjög minna á mynd af ís- birni. Blaðið með rissinu er fest hér í bókina. Upp lesið. Fleira ekfki gert. Sakadómi slitið. Jóhann Skaptason Vigfús B. Jónsson Björn G. Jónsson. Ár 1958, miðvikudaginn 31. desember klukkan 16 var saka- dómur Þingeyjarsýslu settur í skrifstofu embættisins í Húsa- vík og haldinn af hinum reglu- lega dómara Jóhanni Skapta- syni, sýslumanni, með undirrit- uðum vottum. Fyrir var tekið málið nr. 57/ 1958. Framhald rannsóknar. Dómarinn leggur fram eftir- greind skjöl: Skýrslu um óþekkt dýr í Heið arhöfn, dagsetta 8. desem'ber 1958, bréf hreppstjóra Sauðanes- hrepps, dagsett 8. sama dag, og blað með rissmynd af dýri. Eru skjölin þingmerkt 1—3 svohljóð- andi: Nr. 1 lagt fram í saka- dómi í Þingeyjarsýslu 31. des- ember 1958. Jóhann Skaptason. Það var að morgni dags kl. 9, nýorðið fullbjart. Jón Matthí- asson, 16 ára piltur, sá dýrið fyrstur, án þess þó að veita þvi nokkra athygli. Mun það þá hafa legið í sandinum. Kom hann inn og sagði ekki frá neinu. Örstuttu síðar heyrðust ihundarnir gelta af miklum ákafa. Var þá hugað að hvað ylli. Sáust þeir þá á leið frá dýrinu, sem þá var stigið á fæt- ur, hlupu þeir og voru auðsjáan lega hræddir, en dýrið stefndi í sjóinn. Gekk það á fjórum fót um og fór mjög hægt. Göngu- lagið svipað og hjá hesti, sem röltir í hægðum sínum. Stærðin áþekk og á stórum fullorðnum hesti og þó allt digrara og klunnalegra. Höfuðið bar það fremur lágt og lægra en hestur, virtist það stærra en á hesti, einkum lengra, og niður úr trant inum virtust hanga tvær blöðk- ur, sem slettust til, þegar dýrið gekk. Litur dýrsins var grá- brúnn, og var það mikið loðið og _lubbalegt. Engin eyru sáust. Á meðan dýrið var að staulast í sjóinn sneri það hliðinni að fólkinu, sem á það horfði, og þeirri stefnu hélt það þar til það var komið í kaf. Stefán bóndi er góð skytta og á góðan riffil, „sprengikúluriff- il“, með 6,5 mm. kúlum. Þegar dýrið var komið lítið eitt fram' í sjóinn, hafði hann náð í riffilinn, miðaði á það rétt aftan við bógana og skaut á það fimm skotum og hæfði ör- ugglega með þremur. En ekki virtist því bregða mikið þótt það fengi í sig þessar kúlur, fyrr en við síðasta skotið, en þá tók það nokkurn kipp. Fannst iStefáni líklegt af viðbragði þess, að það skot mundi verða ban- vænt. Á meðan skothríðin stóð óð dýrið hægt frá landi. Virt- ist það ekki taka til sunds fyrr en það var komið að miklu leyti í kaf. Þegar dýpið leyfði kafaði dýrið, en kom upp nokfcr um sinnum, ca. þrisvar. Þegar það kafaði síðast gerði það mikla gusu og sást svo ekki aft- ur. Bælið var afhugað skömmu eftir að dýrið hvarf. Engin hár sáust í því, en alldjúp laut hafði myndazt í sandinn (sandur og þari) þar sem dýrið lá. Var hún um 1,5—2 m í þvermál og um 1 alin á dýpt. Nokkur fitubrá kom á sjóinn, þegar flæddi upp í bælið (grænleit fita). Spor sáust ekki eða mjög ógreinilega, enda var sjór farinn að flæða yfir förin, en rákir voru í sand- inurn tvær samhliða, ca. 50 cm á milli þeirra, og mætti af því ráða, að það hefði ekki lyft fót- unum, heldur dregið þá og ýtt sér þannig áfram, Frá bælinu í sjóinn voru um 3 metrar. Á miðri þeirri leið virtist það hafa spyrnt fast í sandinn, og hafði hann rótast upp, lífct og eftir dráttarvél, sem spólar lítið eitt. Farið var á báti og dýrsins leitað, skömmu eftir að það hvarf, en dálítil vestangola var og þaramor og grugg í höfninni, svo að lítið sást í ’botninn fyrir gruggi. Um hálfum mánuði áður en þetta var kom Stefán Jónsson í .Heiðarhöfn frá Þórshöfn á bíl í myrkri. Þegar hann kom nálægt svokallaðri Sauðanesborg, drjúg an spöl austan við Sauðanes, sá ‘hann dýr í brautarskurðinum. 'Datt í hug hestur. Athugaði það þó ekki nánar. En þegar hann sá dýrið í Heiðarhöfn, fannst honum að þarna mundi sama skepnan komin. Dýrið var 1 þeim skurðinum, sem fjær er sjónum, og stóð það í vatni. Veg urinn er þarna 200—300 metra frá sjó. í lýsingu þessari er að miklu leyti farið eftir frásögn Stefáns Jónssonar, en einnig stuðzt við það, sem konan hans, Lilja ólafsdóttir, Jón Matthíasson, Vigfús Gunnarsson og stálpaðir krakkar höfðu um þetta að segja. Efra-Lóni, 8. des. 1958. Sigurður Jónsson. Nr. 2. Lagt fram í sakadómi Þingeyjarsýslu 31. desember 1958. Jóhann Skaptason. Efra-Lóni, 8. desember 1958. Sýslumaður Þingeyjarsýslu, Húsavík. Að ósk yðar, herra sýslumað- ur, fór ég í Heiðarhöfn í dag og talaði við Stefán bónda Jóns- son og hans heimafólk um dýr það, sem sást þar rétt við íbúð- arhúsið eða nánar tiltekið ca. 150 metra frá bænum nú fyrir sömmu. \ Gekk erfiðlega að fá glögga mynd af dýri þessu, því fólk- inu bar efcki saman um útlit þess, einkum virtdst skoðanir skiptar um það, hve fæturnir voru langir, og skiptir það þó miklu máli. Stefán bóndi var mjög harður á því að álíka hátt hefði verið undir kviðinn á dýr- inu og á stórum hesti. Jón Matt- híasson, 16 ára piltur, áleit hins vegar, að það hefði verið mjög lágfætt, og bar hanp það mjög ákveðið. Konan og eldri börn- in virtust álíta, að lengd fót- anna hefði verið eitthvað þar á milli. Hallast ég frekar að þeirri skoðun, að Stefáni hafi .missýnzt eitthvað um leggja- lengdina, enda hefur hann ekki lengur verulega góða sjón, og þann dag var hann lasinn. íStefán telur að göngulag dýrs- ins hafi verið svipað og hjá hesti, en ekki sannfærðist ég um, að það væri rétt, enda sá hann það lítið eða ekki ganga á þurru landi. Stefán sá ekki, hvort dýrið var loðið eða ekki, en frúin og krakkarnir töldu sig hafa séð greinilega, að það væri mikið loðið. Bælið skoðuðu Jón Matthías- son og Vigfús Gunnarsson smið- ur, sem vann hjá Stefáni um 'þessar mundir við húsbyggingu. Einnig sáu menn frá Þórshöfn bælið, en þá var sjór farinn að flæða upp í það. Sú fullyrðing Stefáns, að hann hefði séð dýrið í brautarskurði nokkru áður, er ekki líkleg og sennilegra, að um einhverja mis sýn hafi verið að ræða, en um það veit ég náttúrlega ekki. Það sagði mér Ólafur Jónsson, sem hjá honum er, að Stefán hefði haft orð á því við sig, að hann 'hefði séð eitthvað skrítið, en lýsti því ekki nánar. Teikning sú, sem hér fylgir með, er eftir 8 ára dreng. Á henni má ekki mikið byggja. Sumt af fólkinu sagði, að mynd- in væri ekkert lík dýrinu, en aðrir, að hún væri svipuð. Punktalínan er dregin í sam- ræmi við það, sem fólkinu fannst að fremur ætti við. Ég teldi rétt að þér létuð þess ar athugasemdir fylgja, ef þér sendið náttúrufræðingi lýsing- una af dýrinu. Virðingarfyllst. Sigurður Jónsson, hreppstjóri Sauðaneshrepps. Rétt endurrit vottar. Skrifstofu Þingeyjarsýslu, 18. nóvember 1959. Jóhann Skaptason. Eftirmáli eftir Þ.Þ. Margir, sem lesa framanritað- ar skýrslur, munu renna hug- anum að þessari spurningu: Hvaða dýr voru þetta? Úr þeirri gátu verður ekki leyst hér. Máski er auðveldara að svara því til, hvaða dýr það gátu ekki verið. Það er þegar auðsætt um dýr- ið í Heiðarhöfn, bæði að útliti og hátterni, að það hefur ekki verið hross, nautgripur, sauð- kind né hreindýr. Ekkert bend- ir heldur til, að það hafi verið selur eða rostungur. Lýsing Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.