Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1967. 19 - 260 IBUÐIR 1 Framh. af bls. 32 veggfóðraðir með hreinsanlegu veggfóðri, loft verða máluð. Veggir í baðherbergjum verða flísalagðir. Harðviðarhurðir og skápar eru í íbúðunum, spón- lagðir með oregon-pine spæni. Hreinlætistæki eru frá Gustavs- berg í Svíþjóð. Gert er ráð fyrir möguleika á að staðsetja litlar þvottavélar í baðherbergjunum við hlið baðkeranna. A.E.G. elda vélar af gerðinni RD 4 eru í öllum íbúðum. G.A.L. stálofnar eru í íbúðunum. Geymsla í kjall ara fylgir hverri íbúð. Frágangur á sameign. ’ Gólf í inngöngum og stigum verða lögð gólfdúk eða gólf- flísum. Veggir og loft verða mál- uð. Gangar í kjallara, svo og þvottahús, sorpgeymslur og barnavagnageymslur, verða mál- aðar í hólf og gólf. Eitt sam- eiginlegt þvottahús búið full- komnustu tækjum, er í hverju fjölbýlishúsi. Hverju húsi fylgja ennfremur tvö herbergi á 1. hæð, sem hægt er að nota t.d. fyrir húsvörð, húsfélag eða sem íveruherbergi, sem íbúar hússins geta tekið á leigu í lengri eða skemmri tima fyrir gesti sína eða fjölskylduméðlimi. Garðar og stígar verða fullfrágengnir, gengið verður frá bílastæðum tilbúnum undir malbikun. Afhendingartími. Áætlað er að búið verði að afhenda 260 íbúðir fyrir 15. júlí 1968. Kostnaðaráætlun. Verð íbúðanna er áætlað sem hér segir: I 2 herbergja íbúð kr. 655.000,00 HOf«)UnHLlO SU-eunHLlO AUSTUnGAPL. XÍA-- s s X* •o Lj STOFA J6.4M2 ----------- I Ui l II I lií IIU l 18 I IB I til 745.000,00 eftir stærð. 3 herbergja íbúð kr. 785.000,00 til 860.000.00 eftir stærð. 4 herbergja íbúð kr. 910.000,00 til 970.000,00 eftir stærð. 2. Einbýlishús FB í Breiðholti. Almenn lýsing. Einbýlishús þau, sem FB læt- ur byggja í sumar og nú eru til ráðstöfunar, eru við Skriðustekk 1 til 31 og Lambastekk 2 til 14. Uppbygging og frágangur húsanna. Húsin eru byggð nær ein- göngu úr timbri. í útveggjum er húsið fúavarið á sérstakan hátt, innveggir og loft eru klædd gipsplötum. Grunnar húsanna, sem eru einlyft, eru steyptir, gólf eru úr timbri ýmist klædd beykiparketi eða furuborðum með álímdum gólfdúk. Gólf í baðherbergjum eru steypt og lögð mosaíkflísum. I þvottahúsi og geymslu eru gólfin steypt og máluð. Veggir í baðherbergjum eru flísalagðir í 2 m hæð. Hurð- ir og skápar eru spónlagðir með mahoni spæni. Hreinlætistæki eru frá IFÖ í Svíþjóð. A.E.G. eldavélar af gerðinni RD 4 eru í öllum húsunum. Allir vegg- ir aðrir en í þvottahúsi og bað- herbergi eru veggfóðraðir. Loft eru máluð. Fjöldi og stærð húsanna. Húsin eru af tveim stærðum: Grunnmynd af íbúð um í f jölbýlishúsum. — Furðudýrin Framhald af bls. 17. fólksins á dýrinu (á aðeins um 150 metra færi) minnir í engu á þessar skepnur og ekki held- ur teikni-ng piltsins, jafnvel þó igera megi ráð fyrir, að hún sé ekki nákvæm. Sama máli gegnir um dýrin við Laxárósa. Þau sáust á sand- ©yri, sem takmarkast af hömr- ium á einn veg, en á hina af Laxá og Laxárós, um eins kíló- metra langri og rösklega hálfs Skílómetra breiðri, þar sem hún er breiðust. Mér segir kunnugur maður, að stórgripir fari yfir- leitt aldrei niður á eyrina, enda imun þar enga haga að hafa. Það liggur einnig í augum uppi, að bræðurnir, sem umgangast bú- pening daglega, hefðu þekkt, þó að skuggsýnt væri, hross eða nautgripi, ef þau hefðu verið þarna á vakki. Viðbrögð hunds- ins sýna ennfremur, að þarna hafa verið fyrir hans skyni ein- hverjar óvenjulegar skepnur á stjái. Þá er eftir sú ein tilgáta, að öllu „náttúrlegu", að þetta hafi verið ísbirnir. Þó eru á því ýmsir annmankar. ísbirnir ganga því aðeins hér á land, að hafís sé ekki langt undan. Sam- kvæmt Veðráttunni, mánaðar- riti Veðurstofunnar, hefur alloft verið ís út af Vestfjörðum, 5 til 25 mílur frá landi í júnímánuði 1958, og í ágúst sáust tveir ein- stakir jakar úti af Vestfjörðum, en í júlí, september, október og nóvember er ekki minnzt þar á ís og ekki getið um ís fyrir Norðurlandi allt sumarið og haustið. ísbirnir sýnast því ekki hafa átt aðra leið færa hingað til lands þetta sumar en af ísn- um úti fyrir Vestfjörðum í júní og ágústmánuði. En það verður að telja mjög ósennilegt, að þrír ísbirnir hefðu getað leynzt svo á landi í fjóra eða sex mánuði og þar á meðal ráfað allar göt- ur af Vestfjörðum austur í Þing eyjarsýslu, að enginn yrði þeirra var allan þennan tíma og á allri þessari löngu leið. Og hvað varð af dýrunum við Laxárósa eftir að þau sáust þar 9. nóvem- ber? Lýsingin á litnum á dýrunum getur ekki heldur átt við ís- birni. Þeir eru hvítir, sem kunn ugt er. En fólkið i Heiðarhöfn segir, að dýrið, sem það sá, hafi verið grábrúnt á lit, og bræð- urnir bera, að dýrin við Laxár- ósa hafi virzt vera svört. Þar getur ekki verið um þá mis- sýningu að ræða, að þeim hafi sýnzt hvítt dýr vera svart á svona stuttu færi, 15 til 20 metr um, og því um síður, ef þess er gætt, að hvítur litur á skepnu sýnist bjartari við umhverfið í skuggsýnu en við ljósan dag. Þeir virðast þar að auki hafa athugað dýrin eins vandlega og þeim fannst kostur á, leggjast til að mynda niður að jörðu til að vita, hvort þeir sjái vatnið í ósunum undir kviðinn á þeim, og það munu þeir hafa gert til þess að komast að raun um fóta hæð þeirra. Þá segja þeir, að skepnurnar hafi virzt snöggar á skrokkinn og útlit fyrir, að þær væru ekki hærðar. En ísbirnir eru mjög loðnir. Sumum sýnist riss Vigfúsar af dýrunum minna á ísbirni. En mætti ekki eins segja, að það minnti á kollótta nautgripi? Og ekki er það í samræmi við háls lag ísbjarna, sem bræðurnir segja um háls þessara dýra og rissið sýnir: að hann hafi virzt mjög stuttur, og niður úr háls- inum hafi virzt eins og ávalur poki. Ef það er allt tekið til greina, sem hér hefur verið sagt um skepnur þessar og kringumstæð ur, virðist það einna sennilegast enn sem komið er, bæði um dýr ið í Heiðarhöfn og dýrin við Lax árósa, að þau hafi tilheyrt dýra- tegundum, sem okkur eru með öllu ókunnar. Útlitsmynd og grunnmynd af einbýlishúsi þeirrar tegundar sem G. B. auglýsir eftir um- sóknum um. 17 stk. 101 ferm að stærð. 6 stk. 116 fermetra að stærð. Afhendingartími. Áætlað er að afhending hús- anna fari fram í desember 1967 og í janúar 1968. Áætlaður kostnaður Verð húsanna er áætlað sem hér segir: 1012 hús = ca. kr. 900.000.00 1162 hús = ca. kr. 1.040.00.00 3. Ráðstöfun íbúðanna og greiðsluskilmálar. Ráðstöfun íbúðanna Borgarstjórn Reykjavíkur ráð- stafar þeim 250 íbúðum, sem koma í hlut Reýkjavíkurborgar samkv. reglugerðinni frá 28. 4. ’67 m. a. til útrýmingar heitsu- spillandi húsnæðis. Þeim 1000 íbúðum, sem koma í hlut ríkis- ins samkvæmt reglugerðinni, ráðstafar húsnæðismálastjórn að fengnum tillögum 3ja manna nefndar verkalýðsfélaganna í Reykjavík. íbúðir þessar skulu seldar lág- launafólki, sem eru meðlimir í verkalýðsfélögum. Heimilt er og að gefa kvæntum iðnnemum kost á íbúðum þessum. Umsækj endur sem þyngri hafa fjöl- skyldu og eiga ekki eða hafa ekki átt á s.l. 2 árum viðunandi (eða fullnægjandi) íbúð, skulu að öðru jöfnu sitja fyrir um kaup á íbúðum Söluverð hverr- ar íbúðar skal vera kostnaðar- verð. Greiðsluskilmálar Greiðsiuskilmálar á andvirði þeirra íbúða, sem seldar verða, skulu vera sem hér segir: Kaupandi greiðir 20% af and- virði íbúðarinnar á fjórum ár- um þannig, að 5% greiðast 12 mánuðum áður en íbúðin er full- gerð og afhent kaupanda. Síðan greiðir kaupandi 5% af and- virðinu á ári, næstu þrjú árin, á sama gjalddaga og fyrstu af- borgunina. Setja skal hann tryggingu fyrir þessum þremur ársgjöldum sem Veðdeild Landsbanka íslands metur gilda. Heimilt er að stytta frest þann, sem um ræðir hér að ofan við fyrstu úthlutun íbúða sam- kvæmt reglugerðinni. Gjalddagi greiðslna þeirra,. sem um ræðir skulu við fyrstu úthlutun vera sem hér segir: 5% greiðast innan 3ja vikna frá dagsetningu til- kynningar um úthlutun íbúðar, 5% greiðist við afhendingu íbúð- ar, 5% einu ári eftir afhendingu hennar og 5% tveimur árum eftir afhendingu íbúðarinnar. Af- gangur andvirðis íbúðarinnar, 80% af söluverðinu, greiðist með láni frá Húsnæðismálastofnun ríkisins, sem vera skal til 33 ára, afborgunarlaust fyrstu þrjú árin, en endurgreiðist síðan á 30 ár- um. Að öðru leyti skulu kjör á þessum lánum vera hin sömu og á lánum Húsnæðismálastofn- unar ríkisins á hverjum tíma. Þau kjör eru nú slík, að lánin eru jafngreiðslulán (annuitets- lán) með 414% vöxtum og verð- tryggðum ársgreiðslum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.