Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 32
 Helmingi utbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað MIÐVIKUPAGUR 24. MAÍ 1967 Drœtti frestað til 6. júní Landshappdrœtti Sjálfstœðisflokksins - n^mmm — -- „fgr— ■■ — i Framkvæmdanefnd byggmgaráætlunar: 260 íbúðir og 23 einbýlishús — auglýst til umsóknar — 80% lán til 33 ára — Afhendast frá des. - júlí HÚSNÆÐISMÁLASTOFN- UN Ríkisins hefur nú aug- lýst eftir umsóknum um 260 af þeim 312 íbúðum, sem hafin er bygging á á vegum Framkvæmdanefndar Bygg- ingaráætlunar auk 23 einbýl- ishúsa. Svo sem kunnugt er tókust samningar um það sumarið 1965, að ríki og Reykjavíkurborg í samráði við verkalýðsfélögin byggðu á nokkru árabili 1250 íbúðir fyrir efnalitla meðlimi verkalýðsfélaganna og eru ofangreindar íbúðir hinar fyrstu þeirra. Áætlað verð íbúðanna er: 2ja herbergja íbúð 655.000.00 — 745.000.00 eftir stærð, 3ja herbergja íbúð 785.000.00 — 860.000.00 eftir stærð og 4ra herbergja íbúð 910.000.00 — 970.000.00 eftir stærð. Verð einbýlishúsanna er áætlað sem hér segir: 101 fm. hús ca. 900.000.00, 116 fm. hús ca. 1.040.000.00. Greiðslukjör eru þau að kaupandi fær 80% af and- virði íbúðanna lánað til 33 ára með 4*4% vöxtum og verðtryggðum ársgreiðslum en 20% af andvirðinu er greitt á fjórum árum, 5% á ári og fellur fyrsta greiðsla 12 mánuðum áður en íbúð er fullgerð. Grert er ráð fyrir að íbúð- irnar verði afhentar fullbún- ar á tímabilinu 15. des. 1967 til 15. júlí 1968. Einbýlishús- ín verða afhent í des. 1967 og jan. 1968. Hér fer á eftir lýsing á hús- unum og nánari greinargerð um kostnað, greiðslukjör og afhendingartíma: 1. Fjölbýlishús FB í Breiðholti. Almenn lýsing. Fjölbýlishús þau, sem Fram- kvæmdanefnd byggingaáætlunar er að láta byggja og nú eru til ráðstöfunar, eru staðsett á svo- nefndu Móholti (Breiðholti I), sem er lægð í vestanverðu Breið holtshverfi, í tæpiega 70 m. hæð yfir sjó. * Húsin standa við göturnar: Ferjubakki 2—16, Grýtubakki 2 til 32, Hjaltabakki 2—32 og íra- bakki 2—16. Uppbygging húsanna. Byggingarmáti húsanna er að nokkru frábrugðinn því, sem tíðk ast hefur hér á landi til þessa. Allir berandi innveggir og loft eru steypt í stálmótum, útveggir aðrir en gaflar og kjallaravegg- ir, eru framleiddir í verksmiðju og koma á byggingarstað full- frágengnir setningar. og tálbúnir til upp- Fjöldi og stærð íbúða. hverju fjölbýlishúsi eru 52 íbúðir: 14 stk. tveggja herbergja, 56—66 fermetra; 19 stk. þriggja herbergja 70—78 fermetra og 19 stk. fjögurra herbergja, 83—90 fermetra. Auk þess fylgir 8 fer- metra geymsla hverri íbúð. Frágangur íb'Va. íbúðum verður skilað fullfrá- gengnum og tilbúnum til íbúð- ar. Öll gólf íbúða önnur en bað- herbergisgólf eru lögð beyki- parketi. Baðherbergisgólf eru lögð gólfdúk. Allir veggir verða Framhald á bls. 19. Kjördæmisdagur á Norðurlandi vestra NÆSTKOMANDI laugardag verður Kjördæmisdagur Sjálfstæðismanna á Norður- landi vestra haldinn á Blönduósi. Þar mun safnast saman fólk af öllu Norður- landi vestra til fundahalda Drætti frestað FRÁ Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins. Ákveðið hefur verið að fresta drætti í hinu glæsilega happdrætti Sjálfstæðisflokksins til 6. júní nk. Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins. og skemmtunar. Klukkan 4 e. h. verður haldin kvennaráðstefna í fé- lagsheimilinu. Þar talar frú Ragnhildur Helgadóttir, en konur á Blönduósi bjóða að- komukonum til kaffidrykkju. Klukkan háif sjö verður fundur unga fólksins hald- inn í Hótel Blönduós. Verð- ur þar borðhald og þar munu tala þeir Geir Hailgrímsson, borgarstjóri og Eggert Hauks viðskiptafræðinemi. Framihald á bls. 3. son, r tBMlMÉ ... Þórunn og börnin þrjú Þríburafæðing í Reykjavík SÁ fremur sjaldgæfi atburð- ur átti sér stað í Reykjavík sl. mánudagsmorgun, að kona ein ól þríeggja þríbura á Fæðingardeild Landsspítal- ans, tvo drengi og eina stúlku. Vógu börnin um 8 merkur hvert. Móðirin, Þór- unn Ásgeirsdóttir, er 21 árs og er þetta önnur fæðing hennar. Þórunn er gift Gylfa Jónssyni, loftskeytamanni, sem starfar hjá Landssíman- um. Fyrsta barn þeirra hjóna er tveggja ára dóttir. Er fréttamaður Mbl. spurð ist fyrir um fæðinguna í Landsspítalanum í gær, kom í ljós, að fæðingin gekk ágæt- lega og börnunum og móður líður vel. Drengirnir komu fyrst í heiminn, annar þeirra fæddist á heimili foreldra sinna, skömmu áður en móð- irin var borin út í sjúkrabif- reið. Hin börnin tvö fæddust á Fæðingardeildinni. 6 bátar teknir í gær Landhelgisgœzlan hefur tekið 50 báta frá áramótum að ólöglegum veiðum SEX bátar voru teknir í gær að meintum ólöglegum togveið- ■um. Varð^kipið Óðinn tók þrjá undir morgun í Ftaxaflóa og þyrlan tók aðra þrjá út af Grindavík um eitt leiytið. Land- helgisgæzlan hefur nú teikið alls ■50 báta fyrir ólöglegar veiðar frá áramótum. Varðskipið Óðinn tók bátana Lundey RE 381, Svein Stefáns- son GK 363 og Baldur KE 97 að togveiðum norðan við Hraun i Faxaflóa. Þyrlan, TF-EIR, tók bátana Kára GK 146, Gullfara GK 111 og Kristján RE 250 um eitt leyt- ið ú+ af Grindavík. Mál skipstjórans verður tekið fyrir í heimahöfn bátanna. Holo veitt um 50 húkurlu HÁKARLAVEIÐAR hófust fyrir nokkru á Vopnafirði og hafa gengið vel. Hafa alls veiðst um 40—50 hákarlar, og gefur það góðan sikilding. Fyrr á árum komu þeir alveg inn i fjörðinn, en nú þairf að fiaækja þá nokkuð útfyrir. Hákarlinn er allur verk- aður á Vopnaifirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.