Morgunblaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1967. - RÆÐA GUNNARS Framh. af bls. 17 um nýju hraðfrysíitogurum, hafa verið mun meiri og stór- fcostlegri á sdðustu árum, heldur en aukin eftirspurn á helzitu neytendamörkuðum gefur tilefni til. Vegna þessarar þróunar hef- ur mikið umfram-framboð á hraðfrystum fiski átt sér stað með þar af leiðandi verðlaekk- anir í för með sér. f þessum efn- um hefur bylting átt sér stað í Sovétríkjunnum, Englandi, Vest- ur-Þýzkalandi og Póllandi og framleiðsluaðstaða er enn að aukast og batna í Kanada. Auk þess hafa Japan, Suður-Afríka og SuðUr-Ameríkuríki hafið innreið sína inn á markaði, sem Vestur-Evrópubúar sátu svo til einir að hér áður fyrr. Til þess að varpa nokkru Ijósi á, hvað blasir við íslenzkum hraðfrysti- iðnaði í samkeppninni á heims- mörkuðunum nægir að skýra í stórum dráttum frá þróuninni í helztu viðskiptalöndunum. Árið 1956 var heildarafli Soivétríkjanna 2.8 mildj. tonn. Þar af munu um 5 míllj. tonn arfiskur. Árið 1966 var heildar- afli Sovétríkjanna 6 millj. tonn. Þar af munu um 5 millj. tonn hafa verið sjávarafli. Á aðeins 10 ánuim hefur heildarafli Sovét- manna því rúmlega tvöfaldazt. Ekki liggja fyrir neinar ná- kvaemar tölur um, hversu mik- ið af aflanum fer í frystingu, en eftir því, sem næst verður kom- ist, mun það vera um helming- ur aflans. Að vísu eru íbúar Sovétríkjanna 220—230 millj. og að því er stefnt, að stóraulka fisk neyzluna, sem mun núna vera um 11 kiló á íbúa. Áætlað er, að fcoma neyzlunni upp í 18 kíló á íbúa á næstu árum, en hvað sem því líður, þá er því tak- marfci ekki enn náð með þeim afleiðingum, að hraðfrystar sjáivarafurðir frá Sovétríkjun- um hafa á síðustu árum víða verið boðnar fram í Vestur-Ev- rópu. f Póllandi, sem lengi hef- ur verið gott viðskiptaland í frystum sjávarafurðum frá ís- landi, hefur þróunin orðið sú, að Pólverjar hafa komið sér upp öflugum úthafstogaraflota til þess að annast fisköflun. í lok árs 1966 áttu Pólverjar 17 verk- smiðjutogara, 17 fryatitogara og auk þess 109 togara af annarri gerð. Á fjórum árum, eða frá 1963, hefur heildarafli Póllands aukizt úr 210.000 tonnum árið 1963 í 316.000 tonn árið 1966. Þar af var frystur fiskur og fisk- flölk árið 1963 23.000 tonn, en árið 1966 69.000 tonn, eða hafði tæplega þrefaldazt á fjórum ár- um. Á sama tíma juku Pólverjar útflutning á sjávarafurðum. Ár- ið 1963 fluttu þeir ót 4.270 tonn af slíkum afurðum, en árið 1966 21.085 tonn. Hafði þessi útflutn- inguir fimmfaldazt á aðeins fjór- um árum og mu,nu frjrstar af- urðir vera stór hluti þessa út- /lutningsflokiks, þótt það sé ekki tilgreint í pólskum hagskýrslum. Þá hafa Vestur-Þjóðverjar auk- ið eigin fisköflun, en það land hefur jafnan keypt nokkuð af frystum sjávarafurðum frá fs- landi. Þessi aukna fisköflun þriggja framangreindra Evrópu- þjóða, hefur þegar baft sín áhrif á viðskipti f&Iands við umrædd ríki, etns og sjá má á þróun út- flutningsins til þessara landa á síðuistu árum. í öðru þýðingar- miklu markaðslandi fyrir fryst- ar sjávarafurðir, Englandi, hef- ur stóraukin eigin framleiðsla Breta á frystum sjávarafurðum, bæði í hraðfrystihúsum og frysti togurum, leitt til þess, að fram- boð á hraðfrystum fiski hefur stóraukizt með þeim afleiðing- um, að bæði íslendingar og Norðmenn eiga nú í erfiðleikum með tilliti til sölumöguleika þar. Norðmenn eru þó það betur sefct- ir en íslendingar, að af frystum fisiki frá Noregi þarf ekki að greiða toU, en hins vegar þarf að greiða 10% toll af hraðíryst- um fiski frá íslandi, þar sem ís- land er ekki aðili að Fríverzlun- arbandalagi Evrópu (EFTA). Erfitt er að segja nákvæmlega hver sé árleg heildareftirspurn brezka markaðsins eftir freð- fiski, en miðað við freðfiskfram- leiðslu Breta, iinnflutning freð- fisks og útflutning frá Bretlandi á sáðustu árum, er ekki óvarlegt að áætla, að heildareftirspurn brezka marfcaðsins sé nú um 100 þús. tonn. Samfcvæmt opinber- um brezkum heimildum voru birgðir í Bretlandi á frystum fiski um síðusfcu áramót um 40. 000 tonn. Er það um 40% af ár- legri markaðsþörf, og er nokk- uð hægt af því að marka, hvaða áhrif það hefur á hugsanlega sölumöguleika á þessum mark- aðL í Vestur-Þýzkalandi hefur þró unin verið svipuð. Heiidareftir- spum eftir frystum sjávarafurð- urn þar er mun minni heldur en t.d. í Bretlandi. Vegna aukinnar framleiðslu hraðfrysts togara- fisks, hefur framboð þessarar afurðar aukizt langit fram úr allri eftirspurn í Vestur-Þýzka- landi. í lok ársins 1966 var heildartogarafloti Vestur-Þýzka- lands, þ. e. hinir svonefndu út- hafstogarar, 154 talsins, og þar af gátu 57 fryst aflann um borð. 17 þessara togara vom frysti- togarar, þ.e.a.s. þeir frystu allan aflann uim borð, en 40 togarar ýmist ísuðu eða frystu aflann. Framleiðsla frystra sjáivaraf- urða um borð f vestur-þýzkum toguram var frá 1. janúar til 31. október 1966, 46.602 tonn, en á sama tíma 1965, 40.411 tonm. 50% þessa afla er selt á innan- landsmarkaði, en hinn hekning- urinn er fluttur úr. Þessi um- fram-framleiðsla Vestur-Þýzka- lands hefur leitað inn á þýð- ingarmikla markaði, sem íslend- ingar hafa selt afurðir sinar á, eins og í Bandaríkjumjm, og hef- ur þessi fisfcur oft verið boðinn á mun lægra verði, en t.d. fslend ingar og Norðmenn hafa selt sambærilegan fisk fyrir. Þá er vitað, að Kanadamenn eru að sitóraufca fraznleiðsluað- stöðu sína í frystum fiski, og bú- ast má við mjög aufcnu heildar- framboði frá Kanada á næstu árum. Eru afleiðingar þess ófyr- insjáanlegar, sérstaklega f Bandarfkjunum. Af hálfu S.H. er fylgst mjög vel með þróun þessara mála, en hafa verður í huga, að íslenzkur hraðfrysti- iðnaður á í höggi og samkeppni við erlenda stórrisa, sem geta fjárifest sem nemur hundruðum milljóna króna á ári í fisfciskip- um, hraðfrystihúsum, frysti- geymslum, fiskiðnaðarverk- smiðjum og almennri markaðs- uppbyggingu. Reynt er að bregðast við þeim vanda, sem að hömdum ber með öllum þeim ráðum, sem tiltækileg eru af háifu sölusamtafcanna, en því er að sjálfsögðu takmörk sett, hvað hægt er að gera í þeim efnum. Þá er þess að geta, að það, hvernig hægt er að standa að framleiðslu- og sölumálum gagn- vart hinum einstöku mörkuðum, er ákaflega mismunandi. T.d. eru markaðs- og söl.uaðstæður allt aðrar í BandarSkjunum, hvað snertir hugsanlega áran,gursríka möguleika vegna reksturs eigin fiskiðnaðarverksmiðju og sölu- skrifstcxfu, heldur en átt gæti sér stað í Vestur-Evrópu. í Vestur- Evrópu ráða fá stór fyrirtæki svo til öllu í hraðfrystiiðnaðin- um, auk þess sem þessi fáu stóru fyrirtæki eiga mjög sterfc ítök í dreifingar- og sölukerfinu. Vegna þess þjóðskipulags, sem Austur-Evrópuþjóðirnar hafa til einkað sér, ríkir svo þar enn arnrvað vi&skiptafyrirkomula g. Til viðbótar þeirri þróun, sem átt hefur sér stað í framan- 'greindum löndum, þá hafa 'Noregur, Ðanmörk, Grænland og Færeyjar, sem ha.fa ekki ósvipaða aðstöðu og íslendingar gagnvart helztu mörkuðum. stór aukið framleiðslu sína á fryst- um sjávarafurðum á síðustu ár- um. — Verðhranið hefur því einnig komið harkalega niður á hraðfrystiiðnaði 'þessara þjóða, og er nú t.d. þannig ástatt f sjávarútvegi og fiskiðnaði Norð- manna, að áform murra vera uppi um að hækka fjárframlag hins opinbera til þessara at- vinnugreina um ca. 106%. En eft ir því sem norskar heimildir herma, hefur verið farið fram á af hálfu Noregs Fiskarlag að fjárframlag hins opinhera verði hækkað úr um 720 millj. kr. (ís- lenzkar krónttr) í um 1500 millj. krónur. Af þessu má nokkuð marka, hve aðstaða þessa at- vinnugreina hefur breytzt til hins verra í Noregi. Þá munu kanadísk stjórnarvöld hafa stór aukið fjárframlög hins opinbera tn sjávarútvegs og fiskiðnaðar í Kanada. Eins og ðllum er kunnu.gt. er nú á döfinni að athuganir fari fram á því, sem nefnt hefur verið endurSkipulagning hrað- frystiiðnaðarins, og jafnvel tal- ið að slíkt muni fela í sér feekk un hraðfrystihúsa, sem þá ann- að hvort ætti sér þannig stið, að frystihúsum kynni að verða slegið saman eða sum lðgð al- gjörlega niður. Um raunhæfi þessarar hugsunar og mögu- leika til framkvæmda, vil ég per sónulega ekki kveða upp neinn dóm á þessu stigi. en hins vagar er nauðsynlegt að athugu.i sú. sem ákveðin hefur veTÍð að fara skuli fram á hag og öllum aðstæðum hraðfrystihúsanna verði lokið hið allra fyrsta. Að sjálfsögðu vfljum við leggja áherzlu á, að harðfrystiiðnaður- inn, eins og hann er byggður upp í dag, er tfl orðinn vegna ákveðinna skilyrða, sem gáfu ákveðnar vonir um, að menn væru að binda fjármuni sína og framtíðarvonir í rekstri, sem væri þjóðinni og þeim sjálfum til heillá. Segja má, að meðan sæmilega gekk, hafi möguleikar tfl slíks verið fyrir hendi, en uzn leið og halla tekur undan fæti vegna kringumstæðna, sem hraðfrystihúsaeigendur geta ekki ráðið við, nema að mjög takmörkuðu leyti, má ekki skorta skilning á því, sem mikil vægt er. Hraðfrystiiðnaðurinn er stærsta iðngrein íslenzku þjóðarinnar í dag. Hann veitir jafnasta atvinnu og er undir- staða atvinnuuppbygginigar I fjölmörgum sjávarplássum landsins. í hraðfrystiiðnaðinum og skipaflotanum, sem hráefnis- öflun annast vegna hans, liggja geysilegar fjárupphæðir og er árlegur útflutBÍngur hraðfrystra sjávarafurða um % hlutinn af heildarútflutningi þjóðarinnar. Það er þjóðarnauðsyn, að hrað- frystiiðnaðurinn búi við eðlileg rekstrarskilyrði og að nauðsyn- legur þróttur skapizt á ný I ís- lenzkum hraðfrystiðnaði. Það þarf að endurmeta rekstrarað- stöðu hraðfrystihúsanna m.a. með því, að skapa þeim rétta rekstrarað3töðu. Þá þarf að tryggja aukna hráefnisöflun með þeim ráðum, sem duga til þess, að útgerðarmenn og sjó- menn fái aftur aukinn áhuga fyrir þorskveiðum. Þess þarf að gæta sérstaklega, að markaðsað- staðan sé sem víðast tryggð og hagsmunir hraðfrystiiðnaðarins séu ekki fyrir borð bornir í milli ríkjasamningum. Mistök í þess- um efnum geta kostað hraðfrysti húsin og þjóðina í heild tugir milljóna og jafnvel orðið þess valdandi, að úr framleiðslunni falli þýðingarmiklar afurðir, sem á síðara stigi leiði til rekstr- 1 DAG verður til moldar bor- inn að Staðarfelli Þórður Kristj ánsson, bóndi á Breiðabólsstað á Fellasitrönd á heimili sínu að miorgni 19. maí, 77 ára að aldri. Þórður er fædidur á Breið-a- bólsstað 26. marz 1890, sonur 'hjónanna Kristjánis Þórðarsonar bónda þar og konu hans Sigur- hjargar Jónsdóttur. Á Breiða- bólsstað stóð hann föstum rót- um. Þar hefur sami karlleggur- inn búið á þriðju öld. Var Þórð- uir fimmti ættliðurinn og er nú Þórður á heimili foreldra isinna 'sj sjötti tekinn við sem er Hall- dór sonur hans. Til tvítugs aldurs dvaldist Þórður á heimili foreldra sinna og vandist þá öllum sem störf- um, sem til falla í sveit. Var hann elztur 12 systkina. En á árunum 1910—12 var hann að m iklu leyti á höfuð- ból'rnu Staðarfelli hjá Magnúsi bónda Friðrikasyni. Veturinn 1913—14 fór Þórður í skólann í Hjarðarholti til síra Ólafs Ólafs- sonar og hlaut þar góða við- bót við það vegarnes’ti, sem hann haifði úr foreldrahúsum. Á Hóli í Hvammssveit hóf Þórður búskap 1916 og var þar um tveggja ára skeið, en 23. júní 1918 steig Þórður eit mesta gæfuspor, þegiar hann kvæntist eftrrlifandi konu sinni, -Stein- unni Þorgilsdóttuir í Knarrar- höfn. Fluttist hann þá að Knarr arhöfn og bjó þar til 1921, en þá fluttis't hann aftur að Breiða bólsstað, þar sem hann bjú til dauðadags. Þeim Þórði og Steinunm varð Sex barna auðið. Þau eru: Ingibjörg Halldóra, dó 17 ára, Guffbjörg Helga, gift Ástvaldi Magnússyni, Friðjón, sýslumaður, kvæntur Kristínu Sigurðardóttur. Sigurbjörg Jóhanna, gift Gísla B. KristjánssynL Sturla, bifreiðastjóri, kvæntur Þrúðí Kristjánsdóttur, HaUdór Þorgilu, bóndi, kvænt ur Ólafíu ólafsdóttiuir. Sambúð þeirra Þórðar og Steinunnar einkenndist af gagn kvæmri ást og virðingu og voru þau bæði samtaka að koma börn um sínum sem bezt til manna. Barnabörnin, sem nú eru orðin tuttugu, fjölmenntu á hverju sumri til afa og ömrnu á ,3reiða“ áisamt foreldrum sín- um. Snemma voru Þórði falin trún aðarstörf fyrir srveit sína og söfn uð. Strax á fyrstu búskaparár- unum í Hvammssveit tók hann sæti í hreppenefnd þar, og í Fellsstrandarhreppi sat hann ó- slitið í hreppsnefnd frá 1922 og jafnlengi í sóknarnefnd. For- söngvari var hann í Staðarfells- kirkju og um 20 ára skeið einn- ig við Dagverðarneskirkju. Hreppstjóri í Fellsstrandar- hr. var hann síðan 1936. Fleiri trúnaðarstörfum hefur Þórður 'gegnt fyrir sveit sína, þótt ég kunni ekki að telja það allt. Af þessari upptalningu má 511 um vera Ijóst, að Þórður hefur, auk etarfa sinna sem bóndi, sinnt miklum störfum fyrir sína arstöðvunar og atvinnuleysis. ■Aldrei er of oft lögð áherzla á, að það verður að endursfcoða ilánamá'l hraðfrystihúsanna hið a'llra fyrsta, með það fyrir aug- um, að í þeim efnum búi íslenzk ur hraðfrystiiðnaður við sam- bærileg fcjör og erlendir keppi- nautar. Hraðfrystiiðnaðurinn hefur oft og tíðum átt við mikla erfiðleika að etja, en hann hef- ur marg sannað þýðingu sína fyrir íslenzku þjóðina og þvi vilja íslenzkir hraðfrystihúsa- eigendur á þessum tfmamótum brýna fyrir forráðamönnum þjóð arinnar, að vanmeta ekki mikil- vægi hraðfrystiiðnaðarins og að þeir beiti sér fyrir nauðsynleg- um ráðstöfunum til að tryggja áframha'ldarxdi rekstur og upp- 'byggingu þessa atvinnuvegar. sveit. Hefur hann reynzt far- sæll á þeim vettvangi og notið uim leið trausts og trúnaðar sveitunga sinna. , Sóknarnefndarformaður og meðhjálpari var hann þau ár, sem ég þjónaði Hvammspresta- kalli 1958—66. Þessi ár áttum við mikið og gott isamst-arf utan og innan fcirkju. Þótt ærin væru sförfin heima fyrir, lét Þórð- ur það aldrei aftra sér frá þvi að rækja kirkju og búnaðist hon- um ékki verr en öðrum nema síður væri, þótt hann gæfi sér tíma til gúðsdýrkunnar og félags legra starfa. Allt dagfar Þórðar einkennd- is>t af róisemi og trausti og lét hann fátt eða ekkert fcoma sér úr jafnvægi. Hann var glaðlynd ur og víllauis, skemmtilegur fél- agj í kÍTfcjuferðum og góðuir heim að sækja sem gestgjafL Naut ég þess að fræðaet af hon- uim um menn og málefni og lífs hætti þeirrar kynslóðar, sem nú er kamin á áttunda tuginn. Var hann jaifnan sanngjam og hóf- samur f ummæluim um menn enda bar hann hlýjan hug til allra manna. Þórður var gæfumaður, því að hann eignaðist framiúrskarandi eiginkonu og mannvænleg börn og var fansæll í störfum, bæði sem bóndi og forsvarsmaður sveitar sinnar. í dag verður hann borínn f hinzta sinn til Staðarfellskrrkiu, þar sem hann hefur svo oft áð- ur lofeungið Drottni og nú sein- ast á annan í hvítasunnu, þá glaður og hress. Votta ég ekfcju hans og böm- um samúð mína og fjölskyldiu minnar. Blesisuð sé minning hans. Ás®eir Ingibetrgsson. — Utan úr heimi Framhald af bls. 16. numdir af hamingju í þessu hamingjusamasta allra vel- ferðarríkja. Sumir landeig- enda kvarta yfir því, að stjórn in vilji ekki land þeirra, eða ætli að greiða þeim minna verð en hún hefur greitt öðr um. Vínbann, sem komið var á fyrir tveim árum, jófc mjög sölu á rakspíra, blettavatni og öðru, sem kemur í stað vín- anda. Um 200 manns létust og önnur 200 blinduðust við að drekka þessi efni, unz smygl- arar bættu missinn. Whisky er nú fáanlegt fyrir 860 kr. flaskan. Þúsundir vínmanna aka enn til Basra í írak, sem er í nim lega 100 km. fjarlægð — eða fljúga til Beirut — hverja helgi til að drekka nægju sina í munaðnum þar. Og farþegar f vélum til Kuwait — þar á meðal Arabar f síðkyrtlum — svolgra 1 sig tvöfalda vísfcísjússa jafnfljótt og flugfreyjurnar fylla glós þeirra. íbúð - Laugarneshverfi óskum eftir að kaupa 3 — 4 herbergja íbúð, á hæð, í Laugarneshverfí eða nágrennL Upplýsingar í sima 81926. íbúð tii sölu Til sölu er 4ra herbergja falleg ibúð, um 100 fer- metrar að flatarmáli, við Stóragerði. fbúðin er öll ný teppalögð og baðherbergi nýinnréttað. Upplýsingar í síma 81926. Þórður Kristjánsson Breiðabólstað, kveðja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.