Morgunblaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1967. i 22 Minning flugmannanna þriggja er fórust við Eyjar: Egill Benediktsson KYNNI okkar Egils Benedikts- sonar voru ekki ýkja löng. Við kynntumst á árinu 1958, er foáðir hugðu á flugnám erlendis. At- vikin höguðu því þannig, að þar urðum við skólabræður og svo eftir að heim kom, vorum við samfbýlismenn um hríð. Egill lauk flugnámi sínu á skemmri tíma en við hinir, sem stunduðum nám með honum. Hann stundaði námið af kost- gæfni og samvizkusemi, enda hlaut hann einkunnir í samræmi við það. Þau vináttubönd, sem mynd- ast milli ungra manna, sem eru við nám fjarri heimahögum, reyn ast oft haldbetri en önnur. Við félagarnir áttum margar ánægju- legar stundir saman, og þegar litið er til baka rifjast ýmislegt upp. Þegar heim kom var ekki auð- velt um vinnu fyrir unga flug- menn. Vann Egill þá um skeið á bifreiðaverkstæði og er ég sann færður um, að einnig þar hefur hann unnið störf sán með þeirri samvizkusemi og ósérhlífni, sem honum var eiginleg. Árið 1961 réðist Egill til flug- félagsins Flugsýn h.f., þar sem hann starfaði sem flugmaður og síðan sem flugstjóri til dauða- dags. Þessi ár bjuggu við um skeið í sama húsinu. Við vorum þá tíðir gestir hvor hjá öðrum og það var ævinlega upplyfting að hitta Egil og spjalla við hann um sameiginleg áhugamál. Milli fjölskyldna okkar var náinn sam gangur og góð kynni. Egill Benediktsson var trygg- ur félagi og hjálpsamur. Greiða- semi var honum í blóð borin, og hann var ævinlega fyrstur manna til að bjóða hjálp eða aðstoð, ef eitthvað bjátaði á. Það var gott að lynda við Egil. Hann skipti sjaldan skapi og það var í eðli hans að hyggja vel að hlut- unum, og ekkert var fjær hon- um en óvarkárni, eða að tefla á tvær hættur. Ég tel mig hepp- inn að hafa kynnst Agli og not- ið vináttu hans og velvilja. Forsjónin hefur nú tekið í t Konan mín og móðir, Jónea Hólmfríður taumana og bundið enda á kynni okkar. Við því fær enginn gert. Það er ævinlega sárt, þegar ung- ir menn, fullir af fjöri og lífs- þrótti, eru kallaðir héðan, þegar þeir eru rétt að byrja lífið. Fer ekki hjá því, að á slíkum stund- um vakni ýmsar spurningar og leiti á hugann. Óneitanlega finnst manni erfitt að sætta sig við það, er vinur hverfur svo skyndi lega, en við örlögin fær enginn ráðið. Árið 1959 kvæntist Egill Stein- unni Elísabetu Jónsdóttur. Hygg ég að leit hafi verið að hjónum, sem voru jafn samhent og sam- rýmd og þau voru. Henni og öðrum ættingjum Egils votta ég innilega samúð. Baldur Oddsson. t Nú á uppstigningardegi síð- degis, þegar mér dettur í hug að koma saman minningu um Egil Benediktsson flugstjóra, vin minn, með einfaldri hugsun um einfalda kyrrláta og hljóða vin- áttu okkar í milli, — Þá verður þetta allt í einu geysilega flókið þegar dauðinn birtist þarna í einu vettvangi. Fréttin um slys- ið fer einhvern vegin líka fram- hjá mér þangað til nú í morgun er ég tek Morgunblaðið til lestr- ar, svo að viðlbrigðin eru helzt til snögg jafnvel fyrir mig, hvað þá fyrir hans hjartfólgnu eftir- lifandi eiginkonu Steinunni Elísa betu Jónsdóttur, foreldra og syst- kini og aðra nánustu ættingja, og tengdafólk í húsinu sem ég bý í. Öllu þessu fólki votta ég og fjölskylda mín innilegustu sam- úð. Mér er sönn ánægja að minn- ast búsetu hans og konu hans Elísabetu í húsinu að Ægissíðu 86, og samvinnu okkar. Nú síðustu árin heimsótti hann jafnaðarlega tengdaforeldra sína í því sama húsi, og hafði ég þá sömuleiðis óblandna á- nægju af að njóta glaðværðar hans í viðmóti, sem ég mun miikillega sakna, svo og hófværð ar í viðræðum yfir kaffibolla ef svo stóð á. Þegar ég lít til baka yfir segj- um 20 s.l. ár, þá finnst mér að fullmikið af ungum, kyrrlátum og hljóðum kunningjum mínum og vinum, svona eins og Egill var, hafi horfið yfirum. Voru þeir of ljúfir og fullkomnir mið- að við okkur hina almennt, og því kallaðir til annars hinum- megin? Er kannski heppilegt að vera með hávaða og lætd í frammi, þannig að hinir góðu vættir himna taki ekki eins eftir manni? Lengir það líf manns? Slíkar og þvílíkar getgátur eru auðvitað tilgangslausar með öllu því engin ákveðin formúla er fyrir tilvist okkar hér. Egill vinur minn var maður sem gott var að hafa í nánd, og vildi ég gjarnan í enda ferðalags míns hér og að leikslokum, dvelja þar sem honum er ætlaður sama- staður. Blessuð sé minning hans. Páll Hannesson. fisgeir H. Einorsson Fæddur 12. desember 1943. Látinn 3. maí 1967. Dáinn horfinn — Harmafregn! Hvilikt orð mig dynur yfir. Já dáinn — minn góði bernsku og æskufélagi. Jörðin tekur kipp, að er virðist undir manni, sem jarðskjálfti væri er slík orða fregn berst á öldum ljósvakans, að eyrum manns að þrjú ung- menni hefði farizt með flugvél sinni í aðflugi, að Vestmanna- eyja flugvelli. — Ásgeir minn! Þessi fátæklegu kveðjuorð mín Friðsteinsdóttir, andaðist á Landakotsspítala 18. mai. Jarðarförin hefur far- ið fram. Við þökkum vináttu og velvilja. Arnlaugur Ólafsson, Halldóra Hafliðadóttir, Ástríður Hafliðadóttir, Hákon Hafliðason, Helgi Hafliðason. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og útför dóttur okkar, systur og mágkonu, Bergljótar Thorarensen. Bryndís og Grímur E. Thorarensen, systkin og mágar. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Þorbjargar Elíseusdóttur, Kársnesbraut 50, Börn, tengdadóttir, og barnabörn. t Þökikum af altoug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Ástríðar Bárðardóttur frá Ljótarstöðuu. Sigurður Sveinsson, börn, tengdabörn og barnabörn. til þín eiga að votta þér þakk- læti mitt og virðingu fyrir allt það er þú varst mér í bernsku minni og æsku. Minningarnar steðja að mér bjartar og heið- ríkar eins og þú varst sjálfur. Yfir ásjónu þinni skein bjartur dýrðarljómi fríður sviphreinn og yndislegur á sál og líkama, hvers manns hugljúfi vinur og félagi blessuð sé minning þín. Ásgeir Hinrik Einarsson var fæddur 12/12 1943, sonur Einars A. Jóns- sonar gjaldkera hjá Sparisjóði Rvíkur og Nágrennis og Herdís- ar Hinriksdóttur. Við Ásgeir urð- um félagar og vinir er við mætt- ustum til skólagöngu í 7 ára bekk Austurbæjarbarnaskólans strax þá urðum við einhvern veginn samtengdir fyrstu dagana og sú vinátta hélst til æfiloka hins góða drengs. Þá meðan við slitum barnsskónum ákváðum við, að ganga í sama knattspyrnu félagið (Val) sem og við gerð- um og þar komu fram hans hæfi- leikar að hann vax fæddur til forustu. Strax og hann hafði ald- ur til var hann kominn í meist- araflokk nefnd félags — en þar yfirgaif hann knattspyrnu, aC mestu leyti því flugið dró hann að sér, eins og segull dregur að sér málminn. í Bandaríkjunum var hann í eitt ár, sem skipti- nemi, við góðan orðstír eins og hans var von og vísa. Sumarið 14 júlí 1962 héldum við annar flokkur Knattspyrou- félagsins Vals ásamt þjálfara og fararstjórum til Danmerkur og man ég vel eftir hinum ljós- hærða, og bjarta vini minum er var hrókur alls fagnaðar er við ferðuðumst um Danmörk og hetja á leikvelli í sókn og vörn, en alltaf sami ljúfi drengurinn og hér eru tveir af þessum ung- mennum farnir þá leið, er við allir og öll förum. Ekki óraði mig fyrir því er við sátum og töluðum saman nokkrum dög- um áður fyrir þennan sorglega Framfoadd á bls. 10 Finnm Finnsson FÁIR HLUTIR eru ungum mönmim fjarlægari en dauðinn. Æskan hugsar um dauðann sem einhvern órafjarlægan stað, hul- inn bláma fjarskans. Ferðin þang að virðist það löng, að ástæðu- laust er að velta vöngum yfir því, hvenær eða hvernig henni Ijúki. Það er svo margt, sem eftir á að gera, svo margt, sem á eftir að skoða og reyna, áður en dauðinn bindur enda á tilveruna. Er slíkar véifréttir sem lát bekkjarbróður berast ungum mönnum, er flestir hafa ekki enn hafið lífsstarf sitt, setur þá hljóða. Dauðinn er þá ekki jafn fjarlægur og menn héldu. — Hann getur verið svona undar- lega nærri. Finnur Finnsson, sem lauk með okkur stúdentsprófi fyrir rétt- Innilegustu þakkir til allra sem heimsóttu mig á 75 ára afmælisdagimn og hjartans þakkir fyrir allar gjafirnar, skeytin og blómin, sem mér var sent. Guð blessi ykkur öll. Með innilegustu kveðju. Hjörleifur Ólafsson frá Hænuvík. um tveimur árum, er látinn. Já, lengra er ekki síðan við kvödd- umst, glaðir og reifir. Allir hugð um við á frekari nám áður en út í lífsbaráttuna væri haldið. Hver hindrun var okkur sem þúfa, erfiðleikarnir vofu til að sigrast á þeim. En nú er einn okkar horfinm. Enginn má sköpum renna. Við kveðjum þig Finnur daprir í bragði. Ættmennum þínum vottum við dýpstu samúð og biðjum þau að hugleiða, að þú hefur ekki kvatt að fullu, þvi enn gildir sem áður: Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi hveims sér góðan getur. Bekkjarbræður úr Mennta- skólanum. Hjartanlega þakka ég öll- um vinum og vandamönnum, sem heimsóttu mig eða glöddu með gjöfum, blómum og skeytum á 70 ára aifmæli mínu 17. 5. sl. Einnig vil ég færa samstarfsfólki mínu í fsbirninum hf. innilega fyrir mikla vinsemd og fallega gjöf. Guð blessi ylkkur ölL Sæunn Sigurðardóttir, Lundi, KópavogL Kærar þakkir flyt ég öllum vinum og vanda- mönnum, sem sýndu mér vinsemd og virðingu með gjöfum, kveðjum og heimsóknum á 75 ára afmæli mínu Ólafur R. Iljartar. ] t ] Lokað í dag il hádegis vegna minningarathafnar. FLUGSKÓLINN ÞYTUR. 1 > ^okað í dag vegna minningarathafna. Aðalumboð Pan American

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.