Morgunblaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 32
Helmingi utbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1967 Drœtti frestað til 6. júní Landshappdrœtti Sjálfstœðisflokksins Miðlunartillaga í farmannadeilunni STÝRIMENN, vélstjórar og loft skeytamenn á kaupskipaflotan- um halda með sér fund kl. 10 fh. í dag og ræða meðal annars þá tillögu sáttasemjara að mál- ið verði lagt fyrir gerðardóm. Sáttafundur er svo boð:Vður klukkan fimm eftir hádegi. Svo sem skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær, stöðvuðust Detti- foss og Goðafoss þegar vegna verkfallsins, en Gullfoss slapp út tveimur tímum áður en það skall á. Strandferðaskip stöðvast einnig fljótlega m.a. komst Herjólfur ekki til Vestmannaeyja í gær. Þeim skipum sem koma með vörur erlendis frá er leyft afð losa farm sinn áður en þau eru stöðvuð. Lokasóknin hafin dregið eftir 10 daga LOKASÓKNIN í hinu glæsilega Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins er nú hafin. Sem kunnugt er verður dregið um 5 ev- rópskar bifreiðir 6. júní n.k. að verðmæti 1 milljón og eitt hundrað þúsund kr. Mikið er í húfi að Sjálf stæðisfólk um land allt sýni samstöðu og einhug um að gera árangurinn af þessu happdrætti sem glæsilegastan. Hver vill ekki eignast bíl fyrir 100 kr.? Siúkraflugvélar ■ flutningum í gær BJÖRN Pálsson, flugmaður var alls fjórum sinnum í gærdag beðinn um að senda sjúkraflug- vél út á land. Til Patreksfjarðar að sækja þýzkan sjómann, sem hafðí höfuðkúbubrotnað, til Vest mannaeyja og til Króksfjarðar- ness og Reykhóla, þar sem tvö börn voru fjársjúk. Var annað þeirra með sprunginn botnlanga. Gat hann ekki sökum fárviðris lent í Króksfjarðarnesi og Reyk- hólum. Blaðið náði í gærkveldi tali af Birni og sagði hann að um klukkan 2:30 hefði hann fyrst verið beðinn um að sækja þýzk- an sjómann til Patreksfjarðar. Hafði þýzkur togari snemma um daginn komið til Patreks- fjarífer, þar sem einn af á- höfninni hafði fengið blökk í Siffeyglvarniaigur í Goðafossi TOLLVERÐIR fundu um 1200 „karton" af smygluðum síga- rettum 1 Ms. Goðafossi í gær. Skipið kom frá Hamborg síðast- liðinn miðvikudag og hófu toll- verðirnjr þá leit í því. Þeir fundu varninginn í lest skipsins í gærmorgun, í kössum sem merktir voru Landsímanum. Ekki hafði fundizt neitt áfengi þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Ólaf Jónsson, fulltrúa tollstjóra i gærkvöldi. Akureyrarskátar 50 ára f DÁG eru liðin fimmtíu ár frá því að fyrsta skátafélagið á Ak- ureyri var stofnað. Frumkvöðull að stofnun fyrsta félagsins var Viggó Öfjörd og hafa skátar boð- Ið honum og konu hans hingað I tilefni afmælisins, en þau hjón in búa í Danmörku. Skátafélögin minnast þessara tímamóta á margan hátt í dag en aðalhátíðahöldin verða fjórða júni nk. STE. höfuðið og hlotið við það mik- ið högg. Álitið var að um höfuð kúbubrot væri að ræða. Tókst Birni greiðlega að lenda í Pat- reksfirði og var hann kominn aftur til Rvíkur liðlega 5. Var sjómaðurinn fluttur á Landakots spítala. Seinna um daginn var Björn beðinn um að senda flugvél til Vestmannaeyja. Tjáði hann blaðinu, að þar sem veðrið í Eyjum var mjög gott, hafi hann sent þangað litla flugvél og hafi lendingin gengið vel. Hann flaug sjálfur áleiðis til Króksfjarðarness og Reykhóla, þar sem tvö börn voru fársjúk. Honum tókst ekki að lenda á hvorugum staðnum sökum fár- viðris. Um borð í vélinni var sjúkrahússlæknirinn í Stykkis- hólmi, sem Björn hafði sótt í leiðinni. Varð Björn að skilja við lækninn aftur í Stykkishólmi, sem fór síðar í sjúkrabíl frá Búð ardal til móts við börnin, sem leggja átti í sjúkrahúsið á Stykk ishólmi. Þessi mynd er tekin úr lofti af Hrafnistu. Álman sem brátt verður tekin í notkun er hægra megin á myndinni. Sjómannadagurinn Hátíðahöldin hefjast I dag og halda áfram á morgun HÁTÍÐAHÖLD Sjómanna- dagsins í Reykjavík verða nokkuð fjölbreyttari og á annan veg en áður, þar sem í dag, laugardag, verður kappróður í Reykjavíkur- höfn, en á morgun verða aðal hátíðahöldin og fara þau að mestu fram í Laugardal og við Hrafnistu, Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Keppt verður í tveimur íþrótta- Tvö félög segja upp samningum Á FUNDI borgarráðs er haldinn var sl. þriðjudag tiikynntu tvö stéttarfélög er kjarasamninga gera við Reykj avíkurborg upp- sögn gildiandi samninga. Annað þessara félaga er Lögreglufélag Reykjavíkur en hitt er Hjúkr- unarfélag íslands. greinum, stakkasundi og björgunarsundi, í nýju sund- lauginni í Laugardal, en hvorug þessara greina hafa áður verið iðkaðar á sjó- mannadaginn hér í borg, þótt þær hafi lengi tíðkazt víða annars staðar á landinu. í til- efni dagsins kemur út sjó- mannahlaðið Víkingur, veg- legt og fjölbreytt að vanda. Merki dagsins verða seld á 15 stöðum í borginni, m.a. í öllum barnaskólum hennar. Dagskráin er að öðru leyti þannig, að kl. 8 á sunnudags- morgun verða fánar dregnir að hún á skipum í Reykjavíkur- höfn. Kl'ukku'Stund S'íðar hefst merkja- og blaðasalan. Sr. Grim- ur Grímsson flytur hátíðamessu í Laugarásbíó kl. 11 fyrir hád. og Kristimn Hallsson syngur ein- söng. Eftir hádegi leikur Lúðrasveit Reykjavíkur sjómanna- og ætt- 9,3 milljónir söfnuðust hérlendis — til „Herferðar gegn hungri 44 A BLAÐAMANNAFUNDI hjá framkvæmdanefnd „Herferðar gegn hungri", sem haldinn var síðdegis i gær, var upplýst, að frá því að nefndin hóf að safna í sjóð árið 1965 til aðstoðar van- þróuðum löndum hafa safnaðzt frá íslenzku þjóðinni 9 millj. 307 þús. 667,84 ísl. krónur. Þar af hafa þegar verið veittar 2 millj. 197 þús. 510,10 isl. krónur til framkvæmda og menntunar í Madagaskar, Marokko og Nige- ríu, svo sem áður hefur komið fram í fréttum. Sigurður Guðmundsson, for- maður framkvæmdanefndar, tjáði fréttamönnum m.a., að í upphafi herferðarinnar hefði nefndin gert sér vonir um að nægilegt fjármagn myndi safn- azt til að hægt yrði að standa straum af kostnaði við verk- efni, (í Nígeríu, Marokko og Madagaskar) sem nefndin hafði þá valið að upphæð rúmlega 2 millj. ísl. króna. Gat Sigurður þess að þessar vonir hefðu rætzt og meira en það, því alls hefði safnazt rúmlega 4 sinnum sú upp hæð, og engan hefði órað fyrir því að söfnunin myndi standa eins langan tíma og raun varð á. Síðustu peningarnir komu inn í febrúar sl., en endanlegt upp- gjör lá fyTÍr um mánaðamót- in marz-apríl. Er árangurinn af söfnuninni sá alglæsilegasti sem náðst hefur nokkurs staðar í heiminum ca. 49 krónur á hvern íslending. Upphæðinni, sem enn á eftir að verja til vanþró- uðu landanna, 7 millj. 110 þús. 166,74 ís'l. kr., verðuT varið til Nígeríu, Burundi og Tanzaníu. í Nígeríu til framleiðslu- og þjálfunarstöðvar í fiskirækt í saltmenguðu vatni, í Burundi til eflingar á veiði í vötnum og fiskisölu innanlands. og i Tanza- níu tifl. lestrarkennslu. Kostnaður við söfnunina, sem nam um 800 þús. ísl. kr. var ýmist gefinn eða greiddur af ríkinu. jlarðarlög fyrir framan Hrafn- istu. Þá fer fram minningarat- höfn. Séra IngólÆur Ásitmarsson minniist druikknaðra sjómanna. Þá flytja ávörp fulltrúar ríkis- stjórnarinnar, sjómanna og út- gerðarmanna. Milli ávarpa og annarra atriða dagsins munu Lúðrasveit Reykjavikur og Karlakór Reykjavíkur flytja sjómannasöngva, m.a. sjómanna- lagið „Stjána bláa“, sem hefur orðið einskonar titillag dagsins, en höfundux lagsins, Sigfús Hall- dórsson, hefur nýlega raddsett það fyrir karliakór. Höfundur ljóðsins er sem kunnugt er Örn Arnarsom (Magnús Steflánsson). Konur úr Kvennadeild Slysa- V'arnafélagsins mumu selja sjó- mannadagskaffi í aðalborðsal Hrafnistu. Rennur ágóðinn ai kaffiisölunni til sumardvalar- skóla, sem Sjómannadagsráð fyr irhugar að byggja í 600 hektara jörð siinni í Grímsmesi. Sjómanna dagsráð hetfur leigt sumardval- arskóla fyrir börn frá bágstödd- um sjómannaheimilum í Holtum undanfarin ár, en það húsnæði fékkst ekki leigt í ár. Sjómanna- dagsráð telur, að skólinn verði fullbúinn til íveru á næsta ári. Kvöldskemmtanir Sjómanna- dagsins verða á flestum skemmti stöðum borgarinnar á vegum Sjómannadagsráðs. Kl. 13.30 um daginn verður barnaskemmtun í Laugarásbíó og unglingadansleikur í Lúdó frá kl. 14—17. Tekjur af Sjómannadeginum renna til Hrafnistu og til bygg- ingar fyrrgreinds sumardvalar- heimilis í Grímsnesi. Framh. á bls. 3 Höfuðkúpubrotnaði skólaferðalagi i FJÓRTÁN ára gömul skóla- stúlka úr Hlíðaskóla höfuðkúpu brotnaði er steinn féll í höfuð hennar austur við Skógafoss síðastliðinn þriðjudag. Hún var í skólaferðalagi með félögum sínum og nokkrum kennurum, að afloknum vorprófum. Langferðabifreið sem þau voru í ók upp að fossinum og var umrædd stúlka ein hinna fyrstu út, og hljóp upp að berg- inu með vinstúlkum sínum. Þeg ar steinninn lenti í höfði hennar fél'l hún út í hylinn fyrir neðan fossinn, en ein skólasystra henn ar dró hana þaðan upp. Kenn- ararnir hlúðu að henni og Vig- fús Magnússon, héraðislæknirinn í Vík var kallaður í vettvang. Sjúkraflugvél flutti hana til Reykjavíkur og var hún lögð inn í Landakotsspítala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.