Morgunblaðið - 31.05.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.05.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1967. Sigurbjörn Magnússon Innstu Tungu - Minning F. 23. 7. 1919. D. 23. 5. 1967. í DAG fer fram frá Stóra-L,aug- ardalskirkju í Tálknafirði, útför Sigurbjörns Magnussonar vir.ar míns, frá Innstu-Tungu í Táikna firði. Fráfall hans hefur koroið okkur vinum hans óvænt, þótt heilsa hans hafi ekki beinlínis gefið okkur í skyn, að hann aetti evo stutt eftir ólifað. Sigubjörn var fæddur 23. júlí 1919 í Innstu-Tungu, sonur Magnúsar bónda þar Guðmunds- sonar, bónda síðast í Krossadal í Tálknafrði og konu hans Guð- rúnu Guðmundsdóttur Sörensen frá Efri-Krossadal í Tálknafirði. Sigurbjörn ólst upp i Innstu- Tungu í góðum foreldrahúsum og stórum systkinahópi, og átti alla tíð heima í Innstu-Tungu. Kynni okkar Sigurbjörns voru ekki ýkja löng. Þau hófust 1949, er hann sem ferðamaður utan af landsbyggðinni, rekur hér al- menn erindi ferðamanns, að t Móðir okkar, Þórunn Halldórsdóttir, lézt í Landakotsspítala 30. maí. Sigríður Biörnsdóttir Sveinn Björnsson. t Systir mín, Dagmar Bruhn, lézt að heimili sonar síns í Kaupmannahöfn hinn 25. þ.m. Jóhann Wathne. t Okkar hjartkæra Þuríður (Lóa) J óhannesd óttir, lézt að Landakotsspítala 30. maí. Guðrún Finnbogadóttir, Lilly Kristjánsson, Arthúr ísaksson. t Kristján Snorrason, fyrrv. símaverkstjóri, andaðist á Landsspitalanum 30. maí. Eiginkona og börn. t Hjartkær fósturmóðir okkar, Helga Eggertsdóttir frá Kothúsum í Garði, andaðist á Hvítabandinu mánudaginn 29. ma. Fyrir hiönd ættingja og vina. Börnin. líta inn til kunnugra og bera kveðjur frá ættingjum og venzla fólki. Upp frá þvi hélzt kunnings- skapur milli fjölskyldu minnar og Sigurbjörns, og dvaidi hann oft síðan á heimili okkar, er hann var á ferð hér. Frekari kynning okkar jókst er við hjónin fluttum vestur í Tálknafjörð og bjuggum í sama húsi og hann. Þau vináttubönd sem mynduðust milli hans og okkar, reyndust sterk og bundin af tryggð og góðum kunnings- skap, þar sem Sigurbjörn var maður trygglyndur félagi og hjálpsamur, enda var hor.um greiðasemi í blóð borin, sem og öðrum systkinum hans þar vestra, er ég reyndi á þeim stutta tíma sem ég átti þar heima. í Innstu-Tungu var Sigur- björn daglegur gestur á heimili okkar, því þar hafa íbúar 1 því húsi búið sem ein fjölskylda, samgangur milli heimila var mjög náinn, og hefur Kristín Magnúsdóttir, systir Sigur- björns, gert þann garð frægan af gestrisni og höfðingsskap ásamt manni sínum Guðmundi Guðmundssyni bónda þar. Við Sigurbjörn áttum hér í Rvík fyrr og vestur í Tálkna- firði margar ánægjulegar sam- verustundir, þar sem hann var svo tíður gestur á heimili okkar. Var oft setið yfir kaffibollum og spjallað um áhugamál og lands- ins gagn og nauðsynjar, eða setið yfir spilum ef því var að skipta. Sigurbjörn var maður skraf- hreyfinn, skemmtilegur og drengilegur í viðræðum, sem lýsti hvern mann hann hafði að geyma, hrekklaus og samvizku- samur. Hann var þannig maður að flestir gátu samrýmst honum, hann hafði framkomu hispurs- t Bróðir okkar, Sólmundur Jónsson frá Stór Hólmi andaðist að Vífilsstöðum 29. maL Systkinin. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Sigurðar Sveinbjörnssonar, trúboða. Sérstakar þakkir færum við þeim sem á einn eða annan hátt glöddu hann og heim- sóttu í hans löngu veikindum. Guðrún Brandsðóttir, Sigríður Sigurðardóttir, og aðrir vandamenn. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför, Þórhallar Jóhannssonar, Glaðheimum 14A. Aðalheiður Alberisdóttir, dætur, tengdasynir og bamabörn. lausa og prúðmannlega, hvar sem hann fór, þeim sem næst honum komust gátu ekki ann- að en þótt vænt um hann. Vissi ég aldrei til þess að Sigurbjörn bæri kala í annars manns garð, honum gat sárnað ef honum var gert á móti skapi, en erfði það aldrei lengi ,hann var ekki þannig gerður maður. Fjölskylda mín átti einnig mjög skemmtilegar ferðaminn- ingar með Sigurbirni, sem verða okkur hjónunum lengi minn- isstæðar, einkum seinni árin, sér staklega ferð er við áttum aust- ur í sveitir á sl. sumri til að heimsækja Tálknfirðing sem þar býr. Þegar litið er til baka, verður varla hjá því komizt að telja hann sem einn af okkar beztu vinum og verður hans saknað á heimili okkar þegar Tálknfirðingar koma í bæinn. Aðalstarf Sigurbjörns var sjó- mennska. Stundaði hann róðra frá Grindavík áður fyrr, en síð ustu árin á bátum frá Tálkna- firði og almenna vinnu þar í landi þess á milli. Hann hafði yndi af búskap, enda kom hann sér upp bústofni fyrir nokkrum árum. En þá kom í ljós að hann þoldi ekki að umgangast hey; þannig fór að hann seldi aftur fjárstofn sinn. Upp frá því fór að halla undan hjá honum. Það féll Sigurbirni þungt, að þurfa að sitja eftir heima, vegna sjúkdóms er hann gekk með, er týndum vini hans og ferða- félaga var sem ákafast leitað, sem hvarf úr bifreið er þeir voru með á dansleik á Barða- strönd síðastliðið sumar. En sjúkdómi hans var þannig varið að hann mátti ekki við mikilli göngu. Við erum Sigurbimi þakklát og þökkum honum hvernig hann alla tíð reyndist þeim vini sínum og ferðafélaga, þann tíma er þeir áttu samleið. Kæri Bjössi, en svo var hann kallaður meðal vina og ættingja, við þökkum þér allar samveru- stundir, það vinarþel og tryggð er þú sýndir okkur. f dag kveðja þig ættingjar og vinir vestur 1 Tálknafirði og þakka þér þá tryggð er þú sýndir þeim og byggðarlagi þeirra. Systkinum og öðrum ættingj- um Sigurbjörns vottum við dýpstu hluttekningu. Th. Ólafsson. Guöleifur ísleifsson skipstjórí, Keflavik Og dimmur var Ægir og dökk undir él var dynhamraborgin, og þá datt á náttmyrkrið þögult sem hel og þungt eins og sorgin. MÉR koma í hug þessar ljóð- iínur, þegar ég minnist Guðleifs ísleifssonar, skipstjóra frá Kefla vík. Hann var fæddur þann 10/10 1906, og andaðist í sjúkra- húsi Keflavíkur 20. marz síðast- liðinn. Þó nokkuð sé um liðið frá dánardegi hans, langar mig til að minnast hans með fáum orð- um. Hann var fæddur að Neðra- dal í Vestur-Eyjafjallasveit. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Sigurðardóttir og ís- leifur Bergsteinsson. Guðleifur var næst yngstur 11 systkina. Snemma heigðist hugur hans að sjónum. Strax um fermingar- aldur hóf hann sjómennsku, og það af slíkum dugnaði að óvenju legt þótti. Hann var ákveðinn að gera sjómennskuna að æfi- starfi sínu. Um tvítugt var hann orðinn formaður, og skipstjóri var hann alla tíð upp frá þvi. Farsæld hans í því starfi var við brugðið. Hann var svo lán- samur að missa aldrei mann í allri sinni formannstíð, um 40 ár, en tvisvar missti hann skip. Hann sótti oft djarft, og kom það ósjaldan fyrir, að Guð- leifur reri einskipa, enda var hann ávallt með aflahæstu skip- stjórum Suðurnesja. Árið 1931 gekk Guðleifur að eiga eftirlifandi eiginkonu sína Sveinhildi Helgadóttur, sem ættuð er að austan úr Mjóa- firði. Þau settust fyrst að í Vest- mannaeyjum, þaðan fluttu þau til Siglufjarðar, en bjuggu þar stuttan tíma, síðan til Hafn- arfjarðar. Þar bjuggu þau í 13 ár. Árið 1949 fluttust þau svo hingað til Keflavíkur, og þar áttu þau heima upp frá því. Á heimili þeirra hér að Kirkjuvegi 28 A ríkti ástúð og ham- ingja. Það var Guðleifi mikill styrkur í hans erfiða og áhættu- sama starfi að eiga slíkan lífs- förunaut sem kona hans var Við flytjum iinnilegar alúð- arþakkir ykkur öllum, fjær og nær, sem með margvís- legum hætti auðsýnduð okk- ur samúð og vináttu við frá- fall elskulegs sonar okkar, bróður og dóttursonar, Ásgeirs H. Einarssonar, flugmanns, er lézt af slysförum 3. maí sl. Herdis Hinriksdóttir, Einar A. Jónsson, Anna S. Einarsdóttir, Þórunn Á. Einarsdóttir, Anna Árnadóttir Wagle honum til síðustu stundar, hana sem alltaf beið hans heima full umhyggju og ástúðar — og stóð alltaf ótrauð við hlið hans í blíðu og stríðu. Síðustu tvö æfi- árin fór hesilsu hans hnignandi og þá var það hún, sem aldrei brást, sem vakti yfir honum til hinztu stundar. Þau hjónin eignuðust 6 börn, sem öll eru á lifi og hin mann- vænlegustu. Ég veit að margir minnast Guðleifs, sjósóknar hans og framsýni í störfum á hafinu, dugnaðar hans og festu. A Sjó- mannadaginn 1966 var hann sæmdur heiðursmerki Sjó- mannadagsins. Að endingu, kæri Guðleifur, hjartans þökk fyrir allt það, sem þú gerðir fyrir okkur og börn okkar. Ég bið algóðan guð að launa þér. Heimili þínu og eig- inæonu, börnum, tengdabörnura og barnabörnum bið ég bless- unar guðs svo og öllum öðrum aðstandendum. Guð blessi þig. Þ. K. Kveðja frá sonarsyni. Lítill drengur hnípinn, hljóður horfir yfir sollin mar. Aldrei framar fleyið fagra flýtur heim, sem áður var. Ótal margar unaðsstundir átt hann við afa kné hugann saga á sjóinn seiddi en sorgin sló þau þungu vé. Hjartans þakkir, elsku afi, alla gleði í starfi og leik. Minningarnar allar á ég, aldrei barnsást reynist veik. G. S. K. 3 aldraðir sjómenm heiðraðir í Keflavík Keflavík, 29. maí. HÁTÍBAHÖLD Sjómannadags- ins hér hófust kl. 10 árdegis með leik Lúðrasveitar Keflavíkur nið ur við höfn, þaðan var svo farin skrúðganga til kirkjunnar, þar sem séra Björn Jónsson söng messu. Kl. 14 hófust útiskemmtanir við höfnina og flutti þar ræðu dagsins Ragnar Guðleifsson, for- maður Verkalýðs- og sjómanna- félagsins. Þá voru heiðraðir þrír aldnir sjómenn, þeir Kjartan Óla son, Guðmundur Guðjónsson og Eiríkur Sigurðsson. Þá fóru þar fram ýmsar íþrótt- ir, svo sem kappróður, stakka- sund, tunnuhlaup og reiptog milM bryggja. Vöru báðir aðilar dregnir í sjóinn. Kl. 17.30 var knattspyrnuleik- ur milli skipstjóra og vélstjóra, en í hléi fór fram boðhlaup sjó- mannakvenna og eggjaboðhlaup skipstjóra og útgerðarmanna. Hjartans þakkir til barna, tengdabarna og barnabarna fyrir stórgjafir á 65 ára af- mæli mínu 18. maí sl. og sömuleiðis þeim, sem sýndu mér hlýhug og vináttu. Guð blessi ykkur ölL Ingi Guðmonsson, Breiðagerði 19. Yfirlýsing í TILEFNI af því, m. a., að er- indum hefir undanfarið verið verið beint til mín varðandi rit- verk Davíðs heitins Stefánsson- ar, skálds, skal það hérmeð fram tekið, að höfundarréttur að ritverkum hans og útgáfu þeirra eru mér óviðkomandi Reykjavík, 30. maí 1967. Valdimar Steíánsson. Ellin þakkar vinum vænum veglag blóm og kveðjur hlýjar, eilífðar á grundum grænum geislar lýsa brautir nýj,ar. Hannes Jónsson, 75 ára. SKRIFSTOFUR VORAR verða lokaðar á laugardögum í sumar, til 15. september. Halldór Jónsson h.£. Vogafell h.f. Hafnarstræti 18. Hafnarstræti 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.