Morgunblaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 1
28 SÍÐUR 54. árg. — 142. tbl. MiÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsin* Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins MEÐLIMIR flokksráðs Sjálfstæðisflokksins eru minntir á flokksráðsfundinn, sem hefst í dag kl. 2 e. h. í Sjálfstæðishúsinu. — f samskiptum ísraels og Araba. Samkomulag um fangaskipti milli ísraels og Jórdaníu Sögulegui* viðburður Jerúsalem, Kairo, 27. júní AP-iNTB. O Lcvi Eskhol, forsætisráðherra Israels, sagði viS blaðamenn í Jerúsalem í dag, að sér fyndist kominn tími til fyrir Araba að reyna að halda frið eftir þrjár misheppnaðar styrjaldartilraunir — þeir yrðu að horfast i augu við hið raunverulega ástand i Austurlöndum nær. O Eskhol kivaðst þess fullviss, að nú væru meiri möguleikar á beinum viðræðum ísraelsmanna og Araba en nokkru sinni fyrr á sl. 20 árum — og hvatti allar þjóðtr til þess að stuðla að bein- um viðrœðum þeirra. í dag skiptust ísrael og Jórdanía á stríðsföngum fiyrir milligöngu Rauða krossins. Skil- uðoi ísraelsmenn 426 föngum en Jórdanir tveimur. Margir jórd- önsku fanganna voru særðir, en hverjum hinna særðu fylgdi spjald þar sem á stóð hvernig þeir væru slasaðir og hvers kon ar læknismeðferð þeir höfðu fengið. Skipti þessi voru gerð að und- angengnum ellefu daga viðtæð- um og skriflegu samkomulagi, sem í sjálfu sér er sögulegur við burður, því að það mun í fyrsta sinn sem fulltrúar ríkja ísraels og Araba undirrita gagnkvæmt samkomulag. Ekki gekk þó svo langt að fulltrúar stjómanna hittust — heldur báru starfs- menn Rauða krossins skjalið á milli þeirra. Nú munu aðeins ellefu ísra- elskir fangar í haldi hjá Aröb- um, hjá Egyptum og Sýrlending- um. Fregnir frá Jerúsalem herma, að stjórn fsraels hafi lagt fyxir þingið lagafrumvarp, þar sem gert er ráð fyrir sameiningu borgarhluta Jerúsalem og svo kveðið á, að öHum mönnum, hverrar þjóðar og trúar sem er, skuli tryggður réttur til að heim sækja hina helgu staði í Jerú- salem. Sérstök ákvæði eru um verndun og viðhald helgra staða í Jerúsalem. Frá Egyptalandi berast þær fréttir, að baðmullaruppskera Framhald á bls. 3 Mynd þessi var tekin, er Hussein, konungur Jórdaníu, kom til New York. Hann er þarna umkringdur sendi- nkja, er toku a moti honum mönnum hinna ýmsu Araba- á Kennedy-flugveili. Hussein og Al Atassi hittust í fyrsta sinn — fyrir milligöngu Hussein heimsœkir Sameinuðu þjóðunum, 27. júní AP-NTB. HtJSSEIN, konungur Jórdaniu, sem nú er staddur í New York, ræddi í dag í fyrsta sinn við Nureddin A1 Atassi, forseta Sýr- Kúbudeilunni lauk með sigri Sovétríkjanna... — segir Nikita Krusjeff, fyrrum forsætisráðherra Sovét- ríkjanna í samtali og kvik- mynd, sem NBC hefur fengið í hendur New York, 27. júní, AP. t NBC útvarps- og sjón- varpsstöðin bandaríska (The National Broadcast- ing Company) hefur kom- izt yfir samtal við Nikita Krúsjeff, fyrrum for- sætisráðherra Sovétríkj- anna, og litfilmu, sem sýnir líf Krúsjeffs og fjöl- skyldu hans í sumarbú- stað hans við Moskvufljót. Sést hann þar kveikja bál og leika við barnahörn sín og einnig kemur þar fram að hann hefur fimm manna þjónustulið. t í viðtalinu segir Krús- jeff m. a., að deilunni milli Sovétmanna og Bandaríkjamanna haustið 1962, um eldflaugarnar, sem Rússar sendu til Kúbu, hafi lyktað með sigri Sovétmanna. Að sögn talsmanns NBC er þetta fynsta viðtalið, sem haft hefur verið við Krús- jefif frá því hann hrökklað- ist frá völdum haustið 1964. Það var hljóðritað fyrir' skömmu, en NBC tekur Framhald á bls. 27 fulltrúa Alsír hjá SÞ Johnson, í dag lands. Var fundinum komið á fyrir milligöngu alsírsku sendi- nefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum og var hér um að ræða tilraun til þess að bæta samskipti Jórdaníu og Sýrlands. Á morgun, miðvikudag, fer Hussein til Washington þar sem hann heimsækir Lyndon B. Johnson, Bandarikjaforseta í Hvíta húsinu. Hussein kom til New York til þess að tala máli Jórdaníu á AUsherjarþingi Sameinuðu þjóð anna. Hann hélt ræðu á þinginu í dag og endurtók kröfur hinna Arabarikjanna um að ísraels- menn yrðu fordæmdir sem árás- araðild og neydd til þess að lá'tai af hendi þau lönd, er þeir hefðoi unnið í styrjöldinni. Sem kunnugt er hefur sam- band Sýrlands og Jórdaníu verið afar erfitt að undanförnu — og rétt áður en styrjöldin milH Araba og ísraelsmanna skall á, höfðu Jórdanir slitið stjórnmála- sambandi við Sýrland, vegna skotárásar hinna síðarnefndu á landamærum ríkjanna. Þetta ástand hefur varpað nokkrum skugga á „einingu" Arabaríkj- an.na og í daig gekkst alteírsika senidimefndin hijá Sam. þjóðun- um fyrir því að bjóða þeim sam- an til hádegisverðar Hussein, konungi og A1 Atassi, forseta Sýrlands. Snæddu þeir á heimili fastafulltrúa Serkja hjá SÞ, Trefi Bouattoure og í fylgd með Framhald á bls. 27 Skæruliðar lífláta bandarískan fanga Saigon, 27. júní — AP—NTB — BANDARÍSKAR flugvélar gerðu í dag enn eina árás á járnbrautarleiðina við Kep í N- Vietnam. Alls fóru bandarisk- ar fiugvélar í 115 árásarleið- angra yfir N-Víetnam. — Bandaríska herstjórnin í Saigon skýrði frá því í dag, að MIG- þotur frá N-Vietnam hefðu í gær ráðist á bandaríska orustu- þotu, sem hafði villzt af leið og skotið hana niður. Flugmönn uuurn var bjargað. Skæruliðar og N-Vietnamar skutu í dag eldflaugum á banda ríska bækistöð nálægt hlutlausa beltinu. Féllu 6 Bandaríkja- menn og margir S-Vietnamar. Lítið var um átök annarsstað- ar í Vietnam í dag, en þó sögð- ust Bandaríkjamenn hafa fellt 63 skæruliða. 23 óbreyttir borgarar fórust og 10 særðust í Saigon í dag, er aimenningsbifreið ók á jarð- sprengju, sem skæruliðar höfðu Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.