Morgunblaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 196T Sennilegt de Gaulle að Kosygin og hittist í París Ekkert sagt um viðrœðurnar á Kúbu Havana, 27. júní. AP-NTB. ALEXEI Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna og Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, héldu áfram viðræðum sínum í Havana í dag. Ekkert hefur ver- Ið skýrt frá gangi viðræðnanna og eru fréttamenn heldur van- trúaðir á að mikill árangur verði af þeim. Ekki er vitað hversu lengi Kosygin verður á Kúbu, en frá því var skýrt í París í kvöld, að hann yrði kominn til Parísar á laugardaginn og mundi þá ræða við de Gaulle forseta. Kosygin kom, sem kunnugt er, til Havana í gær, og hóf þegar einkaviðræður við Castro. Var talið víst, að hann mundi reyna að fá Castro til þess að hætta að gagnrýna Sovétstjómina opin berlega og hvetja hann til að draga úr hinni róttæku stefnu sinni, einkum að því er varðar löndin í Suður-Ameriku. Kúbu- stjórn styður opinberlega hin róttæku öfl í löndum eins og Venezuela, Columbia, Chile og víðar, — en Sovétstjórnin vill fara hægar í sakirnar og reyna að vinna kommúnismanum fylgi með samvinnu við sósíalistíska flokka. Ágreiningur Sovétmanna og Kúbumanna hefur farið vaxandi á síðustu tveimur árum, eða allt frá því Andrei Gromyko, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna heimsótti Kúbu í október 1965. Kúbönsk blöð hafa gagnrýnt stefnu Sovétstjórnarinnar í deilu ísraels og Araba — og telja Rússa ekki hafa sýnt nógu skeleggan stuðning við Araba. Einkum var Kúbumönnum þyrn ir í augum, að Rússar skyldu fallast á að Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna kæmi saman, án þess að árásaraðilinn væri for- dæmdur. Kúbustjórn er þeirrar skoðun- 20 skip með 4800 tonn SAMKVÆMT yfirliti um síld- veiðarnar eystra frá mánudegi til þriðjudags fengu 20 skip sam- tals 4.800 tonn. Veiðisvæðið var á milli 6. og 7. gráðu vestur lengdar og 70. gráðu norður breiddar. Gott veður var á mið- unum. Síldarflutningaskipið Sildin var væntanlegt á miðin í gær, þriðjudag. Eftirtalin skip tilkynntu um afla: Raufarhöfn tonn Jörundur II. RE 270 Ögri RE 230 Jón Finnsson GK 150 Jörundur III. RE 300 Höfrungur III. AK 340 Héðinn ÞH 320 Hannes Hafstein EA 270 Vörður ÞH 230 Hafrún ÍS 220 Auðunn GK 150 Mikilvæg s'öðubreyt- ing í Mos'jvu Moskvu, 27. júm, NTB. HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í Moskvu, að yf- irmaður deildar kommúnista flokksins í Moskvu, Nikolai Jegoritsjel, hafi látið af störfum, en í hans stað verið skipaður Viktor Grisjin. Fregn þessi, sem vekur mikla athygli, hefur ekki fengizt stað- fest opinberlega. Staða yfir- manns Moskvu-deildarinnar er mjög mikilvæg og hefur Jeg- oritsjel gegnt henni sl. fimm ár. Hann hefur verið taiinn einn þeirra, sem ættu vísa leið til æðstu embætta í stjórn lands- ins. Á 23. flokksþinginu í fyrra hélt Jegoritsjel fyrstu ræðuna og tók þá jákvæðari afstöðu til Stalins en lengi hafði heyrzt 1 Sovétríkjunum. Hann bar þá einnig fram uppástunguna um að nafni fyrsta ritara yrði breytt 1 aðalritara eins og var í tíð Stalins. 1 ágúst sl. var Jegoritsjel kjör inn meðlimur stjórnar æðstaráðs ins. 250 215 tonn 170 280 180 270 160 320 185 290 Ól. Sigurðsson AK Kristján Valgeir NS Dalatangi Faxi GK Sveinn Sveinbjörns. NK Framnes ÍS Sóley ÍS Elliði GK Harpa RE Hólmanes SU Guðrún Guðleifsd. ÍS ----_♦♦♦-------- New York, 27. júní. AP. Síhækkandi verð á silfri og gulli hefir leitt til þess að mjög hefur verið hert á leit að nýjum málmlindum. Námufélög og kaup sýslumenn í silfur- og gulliðn- aði hafa tekið höndum saman um að finna nýjar lindir — og jafnframt nýjar jeiðir til að vinna meira af silfri og gulli úr gömlum námum. ar, að sögn fréttamanna, að Sov- étstjórnin hugsi of mikið um að halda friðsamlegu og jafnvel vinsamlegu sambandi við Vestur veldin og vanræki hina komm- únísku byltingu. Þá hefur Castro gagnrýnt opinberlega tilraunir Sovétstjórnarinar til þess að koma á menningarsamskiptum við stjórnir ýmissa Suður- Ameríkulanda, m.a. Venezueia og Columbiu, — þær hinar sömu stjórnir, sem berjast við að halda niðri skæruliðum komm- únista, er hljóta þjálfun hjá Castro. „New York Times“ bendir á í dag, að Kúba sé enn sem fyrr háð Sovétstjórninni vegna hern- aðar- og efnahagsaðstoðar og muni því forðast að ergja Kosy- gin um of. En það sem Sovét- stjórninni sé mikilsverðast við Kúbu sé, að hafa kommúnískt riki svo nærri bandarísku landi. -----♦♦♦------- 109 hvulir hnlo veiðzt ALLS böfðu 109 hvalir veiðzt kiuikikan 9 í gærkvölldi, að því er Lofltur Bjarnaison, fram- kivæmdaistjóri Hvals htf., tjáði blaðinu. Á sama tíma í fyrr.a höfðu veiðzt 126 hvalir, en þá hóflust veiðamar vilku fyrr en núna. ÞÚSUNDASTA Boeingþotan hefur verið smíðuð. Hún kom úr verksmiðjunum árla dags hinn 27. apríl síðastliðinn í Renton. Var hún af gerðinni 727, eða sams konar þota og Flugfélag íslands mun hefja flug á í sumar. Allt frá því fyrsta Boeing- þotan var tekin í notkun í farþegaflutningum í ágúst 1958 hafa Boeingþotur flogið alls 7 milljarða kílómetra og flutt 190 milljónir farþega. Eins og sjá má af myndinni hér að ofan gerðu starfsmenn flugvélaverksmiðjanna sér gla ðan dag, er lOOOasta þotan var fullsmíðuð. Kíkir hún út úr flugskýlinu og brosir við Alls hafa 66 flugfélög pantað 1544 þotur af Boeinggerð og 960 þotur hafa þegar verið af- hentar, þar af 395 af gerðinni 727. Borgarstjóranum í Aden rænt BORGARSTJÓRANUM í Aden, Fuad Khalifa var rænt frá heim- ili sínu sl. mánudagskvöld ásamt 5 öðrum mönnum. Það voru vopn aðir grímuklæddir menn, sem framkvæmdu ránið. Khalifa er 33 ára að aldri og af tignum ættum í Aden. Frændi hans var grunaður um að hafa átt þátt í sprengjutilræði við brezka land- stjórann í Aden árið 1963, en Myndavélum stolið úr bíl á Sundlaugavegi MILLI kl. 6 og 7 í gærkvöldi var stolið stórri brúnni mynda- vélatösku úr grænni Mercedes Benz bifreið, þar sem hún stóð á móts við húsið Sundlauga- veg 22. í töskunni voru tvær myndavélar, önnur Rolleiflex í brúnu teðurhykli og Kodak Instamatic 500 í svörtu leður- hykli með leðuról. Úr bifreiðinni var einnig stol ið kassa með kökum í. Stór myndavélataska og Roll- eiflexvélin fundust síðar í ösku tunnu þarna skammt frá, en hins vegar er Kodak vélin enn ó- fundin og að auki tvær áteknar filmur, Ektacrome og Instmatic filma. Skammt frá fannst einnig kökukassinn og hafði verið nart að í eina kökuna. Um þetta leyti sást til 8-10 ára krakka með álíka mynda- vélatösku og myndavél á þess- um slóðum. Einn krakkinn var í brúnni peysu. Fólk í þessu hverfi er beðið að svipast um eftir myndavél- inni, ef hún kynni að leynast þar. Einnig að gera lögreglunni aðvart sjáist börn með svona myndavél í fórum sínum. Hættn við Moskvuiör New York, 27. júní, AP. KVIKMYNDALEIKARARNIR Richard Burton, Elizabeth Tayl- or (Burton) og Tony Curtis hafa hætt við fyrirhugaða för sína á kvikmyndahátíðina í Moskvu í sumar, að talið er í mótmælaskyni við framkomu Sovétstjórnarinnar í deilu ísraels og Araba. Curtis er Gyðingur og Eliza- beth tók trú Gyðinga, er hún giftist kvikmyndaframleiðand- anum Mike Todd á sínum tíma. Talsomaður hennar og Richards Burtons sagði, aðspurður, að sennilega væri þar að leita á- sfæðunnar fyrir þessari ákvörð- un þeirra hjóna. Meðal mynda, sem sýna átti á kvikmyndahátíðinni, var „Who iis afraiö of Vinginia Wo!if?‘V þar sem þau Burton og Taylor léku aðalhlutverkin. landstjórinn slapp naumlega, en tveir menn biðu bana og 55 særðust. Þetta sprengjutilræði var upphafið að deilunum í Aden. Meðan á réttarhöldunum yfir Hassan Khalifa, frænda Khalifa borgarstjóra stóð hurfu nokkur vitni sækjandans og varð að láta málið niður falla vegna ónógra sannanna. AUir brezkir 'hermenn í Aden eru nú komnir að sijálifu gíg- svæðinu, sem er í umsátri Breta eftir að uppreisnarmenn felldu 24 brezka hermenn í átök- um þar nú fyrir skömmu. Bíða hermennirnir nú eftir fyrirmæl- um um að taka þennan hluta borgarinnar. Síðustu hermenn- irnir komu með herfluitninga- lest að útjaðri gíigsvæðisins í dag og fluttu með sér fallbyssur og míkið af skotfærum. Annans var atlt mieð kyrrum kjör.um í Aden í da g. í GÆRMORGUN féll 9 ára drengur niður af vinnupalli við Grenimel. Var hann flurttur í SLysavarðstofiuna, en ekiki er kunnugt um heiðtsli hans. ------♦♦♦-------- J. Lewis Unsworth. Umdæmisþing Rotary ROTARYKLÚBBARNIR á í*s- landi héldu fræðslumót og um- dæmisþing að Laugarvatni dag ana 23.—2i5. júní. Rúmlega 200 félagar og gestir hvaðanæva af landimu tóku þátt í móti þessu. Mörg rríál lágu fyrir þinginu til afgreiðslu og voru þau rædd og afgreid. Á þinginu mætti sem fulltrúi forseta Rotary Internati onal J. Lewis Unsworth frá Trenton, New Jersey, á'samt konu sinni Lauru J. LeWis Uns- •worth hefur verið í stjórn Rot- ary International sl. ár. Hann hefur verið kosinn til að verai varaforseti samtakanna frá 1. júíí 1967. Forsetar Rotaryþingsin's að Laugarvatni voru Árni Guðjóns on, hætaréttarlögmaður í Kópa- vogi og Ágeir Magmússon, lög- fræðingur, framkvæmdastjóri í- Reykjavíð, en ritarar þingsins voru Einar Eiríksson, skatt'stjóri í Vestmannaeyjum og Sigurður1 Kristinsson, málarameistari I Hafnarfirði. Núverandi umdæm isstjóri er Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti, en viðtakandi um- dæmisstjóri er Lárus Jónsson, viðskiptafræðingur, bæjargjald- keri á ÓlafsfirðL Á umdæmis- þinginu voru kosnir umdæmis- stjóraefni fyrir næstu 2 timabil eftir að starfstími Lárusat .Jóns sonar lýkur. Kosnir voru séra Guðmundur Sveinsson,- skóla- stjóri BifrSst fyrir 1908/1969 og Ólafu-r G. Einarsson, ;sveitao stíAri, Garðahreppi, fyrir, 19694 1970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.