Morgunblaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNf 1967. Framhald af bls. 10 lær“ og mætti {>vi sennilega þýöa með „dægur-list.“ En Op «r myndað úr „optical“, sem riðkemur auganu. Op-mynd byggist oft upp á línum og strikum, sem hafa viss áhrif á augað. Þá veit maður það, og ég beini til Kristjáns spurningu um skólagöngu hans. — Ég hef aldrei farið í neinn listaskóla. segir hann. — En ég hef ferðast og dvalið erlendis og skoðað söfn Það er minn skóli. — En þú Þórður. — Jú, ég var i skóla hér á landi, síðan var ég í Þýzka- landi og Hollandi í tvö ár, mest í Hollandi. — Þú sýndir á ungdóms- bíennalnum í Höfn, segi ég spyrjandi. — Já. — Já, hann fékk góða krítik, segir Kristján. — Mjög góða krítik, bætir Hreinn við. — Hefurðu sýnt sjálfstætt, Þórður. — Nei, ekki ennþá, en 1 haust ætlum við að sýna sam- an Kristján og ég. — Geta menn lifað á þiví að mála hér á landi? — Jú, víst er hægt að lifa á myndlist, — ef maður er nógu lélegur, segir Kristján kald- hæðnislega. — Á hverju lifið þið? — Á því sem til fellur, segir Hreinn. — Ég neyðist til að lifa aðal- lega á foreldrum mínum, svar- ar Þórður. Og svo kenndi ég svolítið við Myndlistarskólann í vetur. — En þú, Kristján? — Ég er fangavörður inni i Hárgreiðslusýning verður haldin í Súlnasalnum, Hótel Sögu, fimmtu- dagskvöldið kl. 8.30. Herra GERHALD WEISS frá Stokkhólm sýnir nýjustu hárgreiðslur fyrir dömur á öllum aldri. Athugið, sýningin verður ekki endur- tekin. Aðgöngumiðar seldir á Hótel Sögu á fimmtu- dag frá kl. 4. Matur framreiddur frá kl. 19. — Dansað til kl. 1. Hárgreiðslumcistarafélag íslands. Síðumúla, svarar hann og glott ir. — Er ekki rétt hjá mér, að talsvert hafi verið keypt af mál verkum að undanförnu. — Það er víst. Fólk kaup- ir málverk til að hylja stein- steypuna heima hjá sér, og málarar þurfa steinsteypu til að byggja yfir málverkin sín. Það eru kaup kaups. — Hvað segið þið um ástand ið innan ykkar listgreinar hér- lendis? Og nú taka þeir að leysa frá skjóðunni og ýmislegt kemur fram. Þórður segir, að það þurfi að gera meira að því að fá hingað sýningar erlendra listamanna, því að þurfi að geta fylgzt með rás atburða án þess að ferðast til útlanda. — Það lenda hér oft flug- vélar á leið vest-UT um haf með sýningar evrópskra myndlistar manna og öfugt. Það væri ekki mikið fyrirtæki að hengja myndirnar hér upp í vikutíma. — Þeir ræða um gagnrýni og eru sammála um, að gagn- rýnendur geri of lítinn greinar- mun á tómstundamálurum og atvinnumálurum, góðri list og vondri. — Það eru líklega ekki nema svona fimmtán góðir ungir myndlistarmenn hér, en svo sýna meira en hundrað manns og allir fá fremur vinsamlega krítík. Hvernig á fólkið að greina á milli? Hvernig á tradi- sjón að þróast hér? segir Þórð- ur. En nú hefur fjölgað í hópn- um, því að ung stúlka hefur bætzt við. Ég segi til nafns og það kem ur upp úr kafinu, að þetta er önnur þeirra tveggja stúlkna, sem sýna hér. Hún notar lista- mannsnafnið Róska. Róska á sjö myndir á sýn- ingunnL Ég spyr: — Hvað sendirðu dómnefnd inni margar myndir? — Sjö. Ég kom ekki með fleiri heim. Hinar eru í Róm, ég var þar 1 vetur. Þær koma bráðum, því að ég vonast til að geta sýnt í haust. — Hefurðu dvalið mikið er- lendis. —Ég var fyrst i Tékkð- slóvakíu í skóla, síðan hef ég verið í Júgóslavíu, Frakklandi og nú síðast á Ítalíu. 2ja herb. ný eða nýleg ibúð óskast til kaups. Ekki í kjallara. Tilboð er greini fermetrafjölda, verð og útborgun sendist blaðinu merkt: „A—113 — 2556“. BIFREIÐAEIGENDUR nýkomið glœsilegt úrval at orginal gólffeppum í AMERÍSKA BÍLA LOKSINS GETIÐ ÞÉR FENGIÐ í BIF- REIÐ YÐAR GÓLFTEPPI SEM ER í SENN STÓRGLÆSILEGT, MJÖG VANDAÐ OG VERÐIÐ HLÆGILEGA LÁGT. FULLKOMIÐ SETT KOSTARINNAN VIÐ 2000,00 KR. MARGIR LITIR. NOTIÐ EINSTAKT TÆKIFÆRI. BIRGÐIR TAKMARKAÐAR. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU. FYRIRLIGGJANDI í: FORD, ALLAR GERÐIR OG ÁRGANGA. CHEVROLET, ALLAR GERÐIR OG ÁRGANGA. BUICK, 2+4 dyra ’55—’65 OLDSMOBIL, 2+4 dyra ’53—’63 PLYMOUTH 2+4 dyra ’57—‘65 DODGE, 2+4 dyra’57—’65 OG MARGT FLEIRA. Altika-búðin HVERFISGÖTU 64 — SÍMI 22677. JAMES BOND IAN FLEMING Við ræðum um dvöl henn- ar í 'hinum ýmsu löndum, og hún segir mér, að bún hafi unn ið fyrir sér með margs konar aukastörfum og þar að auki selt myndir. — Heyrðu, ein myndin þín heitir „La lettera mai spedita." Ég er ekki kominn eins langt í ítölskunni eins og þú. — Það þýðir nú einfaldlega „bréfið, sem aldrei var sent.“ Þannig líður tíminn. Ég tala við listamennina, og þeir skýra ýmislegt fyrir mér og segja mér frá hinu fólkinu, sem á myndir þarna, en er ekki við- statt. Satt að segja er ég hálf- feginn, því að erfitt væri að eiga viðstal við 14 listamenn 1 einu. En þarna kemur ljósmyndar inn, Sveinn Þormóðsson, með drápsklyfjar af myndavélum, og það kemur ókyrrð á fólkið. Hann tekur myndir af lista- fólkinu inni i salnum, og eyð- ir grunsamlega mörgum mynd um á Rósku. — Þú ert bara fínasta fyrir- sæta, segir hann. Þegar búið er að mynda alla nema Þórð, göngum við út fyr- ir að mynd nr. 19, Vagnhesti, og margar hendur eru á lofti við að hjálpa Þórði á bak. Sveinn smellir af í gríð og erg og segir síðan við Rósku: — Heyrðu, sæktu nú fyrir mig myndavélina, sem liggur í bílnum mínum, ég eyddi næstum heilli filmu á þig. Hún hleypur eftir mynda- vélinnL — Þeir héldu sumir, að þessi hestur væri auglýsing fjrrir Fákssjoppuna á 17 júní, segir Sveinn og skellihlær. Það er komið kvöld, þegar myndatökum og spjalli er lok- ið. Rigningin er hætt. Ég kveð listafólkið með virktum og labba heim á leið. Það var sannarlega ómaks- ins vert að skoða þessa sýn- ingu. Það var jafnvel ómaksins vert að fara niður á torg í úr- hellisrigningu og ferðast síðan í strætisrvagni. Daginn eftir átti ég leið niður í bæ og hitti þá á kaffihúsi, Þórð, Rósku og ungan mann, sem ég hafði ekki séð áður, Einar Hákonarson, sem sýnir fimm myndir í íþróttahöllinnL Frægð mannsins hafði borizt mér til eyrna, því að hann fékk verðlaun fyrir nokkru á sam- sýningu ungra málara á Norð- urlöndum í Louisiana-salnum 1 Kaupinhafn. Og nú kemur upp úr kafinu, að hann var að mót- taka verðlaun. frá Júgóslavíu, þar sem hann sýnir grafík. - Ég er búinn að reikna út upphæðina, en fæ ýmist 4000 kr. eða 7000 kr., segir hann. Han er nýkominn frá námi í Svíþjóð, svo að ég spyr hann um myndlistarmál þar í landí. — Ég hugsa, að þau séu óvíða jafnvel skipulögð. Þar taka menn sig t.cL saman og mynda „grúppur". sem síðan njóta ríkisstyrks. Þar er einnig allt annað og betra samband mjlli ungu málaranna og þeirra eldri, þar eru ekki nein glögg skil heldur bein þróun. James Bond IY IAN FLEMINC OMWINC BY JOHN McLUSKY Goldfinger vann fyrsta leikinn. Bond ákvað, að hann hefði séð nóg og að tími væri kominn til að líta í kringnm sig . . . Ég held ég gangi svolítið um og teygi Úr fótunum. Gerðu það, James. Við getum talað um viðskiptin yfir hádegisverðinum. Sé þig þar. Bond rölti yfir þakið og fram á brún- ina. Þaðan sá hann yfir sundlaugina og svæðið í kring. Síðan sneri hann við og leit yfir aðstæðurnar. Hm . . . látum okkur nú sjá. Þarna er hótelið og íbúðin mín, númer 1200, á efstu hæð. Þá hlýtur íbúð Goldfingers að vera Wt/Kttttf&rr USSM beint fyrir neðan á annarri hæð, fyrst hún er númer 200 . . . Nú skil ég samhengið? Tæpum tuttugu metrum ofar en þakið á Cabana-klúbbn- um og tæpa tuttugu metra frá spllaborð- inu. Já, svona hlýtur það að vera. Þér ernð alls ekki svo vitiaus, herra Gold- finger. — Þú varst að fá verðlaun fyrir grafík; leggurðu mikla stund á þá grein myndlistar. — Já, það má segja, að ég máli og sinni grafík jöfnum höndum. Til að mynda er ég að fá hingað grafíkverkstæði. — Eitthvað kostar það, er það ekki? — Ég reikna með, að það kosti um 65 þúsund krónur. Þórður og Róska taka þátt í samræðunum. Einar og þau deila í bróðerni. Ég fer að hugsa um að koma einhverju af öllu þessu á papp- írinn. Ef svona heldur áfram verður þetta bók en ekki við- tal. Um síðir er kaffið búið og ég stefni upp á Morgunblað, áhugasamari og fróðari um þróun myndlistarmála hér á landi heldur en fyrr. — Þráina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.