Morgunblaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.07.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1967. 1S Aldarafmæli fullveldis Kanada 1. iúlí 1867 -1. júlí 1967 Afmcelisrabb effir Egil Jónasson Sfardal HÖFUNDUR þessarar greinar þýddi á sínum tíma bókina Kanada eítir Brian Moore, sem kom út hjá Almenna bóka- félaginu 1965, og hefur nú aft beiðni ritstjórnar Morgun- blaðsins ritað þessa grein fyrir blaðið í tilcfni af aldarafmæli fullveldis Kanada, Birtist hún í þremur köflum. IÞAÐ var árið 1634 að franskur landkönnuður, Jacques Cartier, ?ar á siglingu á Fagureyjar- •undi milli Laibrador og Ný- fundnalands. Hann virti fyrir «ér hið ömurlega óbyggða heim- akautasvæði og varð að orði: Ég held að þetta sé landið sem guð gaf Kain. Þessi orð lýsa vonbrigðum hins •uðræna ævintýramanns, sem hafði lagt leið sína mót kaldsæl- «i/m þokulöndum austurstranda tlúverandi Kanada í leit sinni að ©pinni siglingaleið norðvestur fyrir ameríska meginlandið mót hinum auðugu fjarlægu lönd- um, er Evrópumenn kalla Aust- urlönd. Cartier fór alls þrjár könnunarferðir til Kanada^ en þó að hann kitlaði eyru konungs síns með ævintýralegum frásögn um um guLl og glitrandi steina, sem þar væri að finna, hefur hann þó líklega ekki rennt grun í hvílíkum ógrynni auðæfa það land bjó yfir, sem hann í von- brigðum sínum taldi hæfan út- legðarbústað hinum fyrsta bróð- urmorðingja. Labradorskagi er austurhluti Ihins mikla landsvæðis, sem ligg- lur eins og skeifa umhverf is Hud- -------???------- sýningin mikla í Montreal, Exp 67, einn liður í þeim há- tíðahöJdum. Franskur stórveldisdraumur. Saga Kanada, eða segjum saga hvíta mannsins í Kanada, hefst á hinu róstusama tímabili í upp- hafi 17. aldar þegar franski land könnuðurinn Samúei de Chapl- ain sigldi inn í mynni St. Lawrencefljóts og lagði grund- völl að fyrstu nýlendu Frakka, þar sem nú stendur borgin Anna- polis í Nýja Skotlandi. Chaplain var einn hinn fjöl- mörgu frönsku ævintýramanna og landkönnuða, sem komu mjög við sögu á frum'býlisárum hvítra manna vestanhafs. Hann vann þrotlaust að því til dauða- dags að treysta veldi Frakka á þessum svæðum, efla landnám skömmu eftir lát Cromwells (1658) hófst hið glæsilega for- yztutímabil Frakka í sögu Evr- ópu, stjórnartímabil Lúðvíks 14. Franskir kaupsýslumenn höfðu rrueð samþykki Richeliu kardín- ála stofnað til hlutafélags og feng ið einokun á öllum viðskiptum við Nýja-Frakkland eins og hin frönsku yfirráðasvæði í Kanada voru nefnd. Þessum félagsskap og stjórn Frakka vrr um imargt mislagðar hendur. í kjölfar skinnakaupmannanna komu brátt skarar trúboða, einkum Jesúita og brátt hófust hinn mesti metingur milli kirkjunnar og embættismanna stjórnarinnar um yfirráð landsvæðanna. Við þessa erfiðleika bættist ófriður við Indíána. Herskáar kynkvíslir írokesa, sem bjuggu sunnan Ontaríovatns, áttu í harðvítug- um bardögum við Huronindíána fyrir norðan og austan. Englend- ingar og Hollendingar studdu hina fyrmefndu, en Huronindí- ánarnir voru fremur á bandi Frakka. Árið 1649 nær gjör- eyddu Irokesarnir Huronindí- ánunum, handsömuðu fjölmarga var de Frontenac greifi. Hann tók rækilega í lurginn á írokes- unum og bægði frá árásum Eng- lendingum, en þegar hann dó 1698 varu veðrabrigði í nánd. Tíu ár.um áður hafði Vilhjálmur af Oraníu, tengdasonur Jakobs II, landstjóri í Hollandi, verið kall- aður til konungs í Englandi. Þar fékk Loðvík 14. skæðan óvin, sem bar til hans óslökkvandi hat- ur frá því að Loðvík hóf árásar- stríð sitt gegn Hollendingum 1672, og þá reyndar með frænda sinn og skuldunaut, Karli II Stú- art, Englandskonung, sem banda- mann. Vilhjálmur setti sér það mark að hefta útþenslustefnu Loðvíks 14. í Evrópu og var til dauða- dags óþreytandi að fylkja ná- grönnum Frakka gegn þeim. Um aldamótin 1700 skall á seinasta og hættulegasta styrjöld Loð- víks, spánska erfðastríðið. Þeg- ar því lauk fékk Loðvík að vísu viðurkenndan erfðarétt sonar- sonar síns til ríkis á Spáni, en Frakkar urðu fyrir miklum landamissi í Evrópu og í Amer- íku létu þeir af hendi við Breta Nýfundnaland, Nýja-Skotland og urðu að viðurkenna yfirráð þeirra á Hudsonflóasvæðinu. 1. GREIN sonflóa og er eitt auðugasta málmsvæði hér á jörðu. t>ar er að finna gnótt gulls, firn af járni, kopar, ómælt magn ýmissa léttmákna, auk þess títan, nikk- el, platínu og hið mikilvæga úraníum. Austan við Nýfundna- land voru á tímum Cartiers og eru enn einhver fisksælustu mið heimsins. Lengra inni í landi liggja milljónir fermílna skóg- tendis, og mót vestri eru óendan legur siéttur; þrungnar frjó- magni biðu þær plógsins og áttu eftir að gera Kanada að korn- forðabúri heimsins. Sagt er að Kanada hafi hlotið mafn sitt er Spánverjar komu þangað fyrstir hvítra manna í þindarlausum eltingarleik sín- ujm við hinn rauða málm og nafnið þýði — ekkert gull. Lík- lega hefur ekkert land fengið annað eins öfugyrði að nafngift síðan Grænlandi var haldið undir ekírn forðum. Kanada er stærsta ríki heims- ins að flatarmáli, að Sovétríkj- unum einum undanteknum, öll- um samanlögðum. Þetta mikla landsvæði, sem nær frá Banda- príkjunum norður undir heim- skautið sjádft, og spannar þvert meginland Ameríku heimshaf- anna á wiilli, býr yfir meiri nátt- úruauðæfum og orkulindum en svo að kannað hafi verið til niOkkurrar hlítar nú útlit sé fyr- ir að hægt verði að nýta á næstu öldum. Á þessu landsvæði búa aðeins tæpar 20 milljónir manna, og byggðin er öll á mjórri ræmu suður undir bandarísku landa- mærunum, óvíða nema tvö, þrjú hundruð km á breidd. Þetta land var um langt skeið evrópsk nýlenda, fyrst Frakka síðar Englendiniga og er enniþá samveldisland í brezka ríkinu. Á þessu ári standa yfir mikil hátíðarhöld einmitt þessvegna því það var árið 1®67, sem Kanada hlaut sjálfsforræði, fyrsta sjálfstjórnarnýlenda (idoaninioin) Brete- og er heims- Sambandslögin samþykkt 1. júlí 1867. Sir John Macdonald að halda ræðu í tilefni þessa atburðar. og viðskipti, byggja virki og kanna landið. Hann kannaði landið mót suðri og komst lengst að stóru stöðuvatni, sem er fyrir sunnan St. Lawrence og enn ber nafn hans. Til vesturs fór hann lengst að Huron og Ontariovatni. Óskadraumur hans var að ná til stranda Kína, en hann lézt árið 1635 án þess að hafa hugmynd um þær óravíddir lands og lag- ar, sem lágu milli nýlendu hans og hins fjarlæga keisaradæmis. Englendingar höfðu er hér var komið sögu byrjað landnám í Vesturheimi, á austurströndinni fyrir sunnan Frakkana. Um þess ar mundir hófst 30 ára stríðið (1618-48) og Englendingar, sem tóku óverulegan þátt í þeim hildarleik gátu þá, sem oft síðar, notað sér aðstöðu sína að er stór veldi meginlandsins bárust á banaspjót að koma ár sinni vel fyrir borð í öðrum heims- hlutum. Á þessum árum lenti þeim um skeið saman við Frakka og lögðu undir sig nýlendu Chaplains, en við friðarsamning- ana í St. Germain-en-Leyse fengu Frakkar landsvæði sitt aftur. Englendingar voru nú sem óðast að nema lönd þau, sem nú eru austurfylki Bandaríkjanna, og sýnt var að ófriðarefni þessa tveggja stórvelda sitt hvorum megin Ermasunds myndi óðara kveikja bál handan Atlandshafs- ins. Um nokkurt skeið var þó friður milli hinna frönsku og ensku landnema vestra, þó jafn- an væri grunnt á því góða. Eng- lendingar fengu um sinn nóg að hugsa heima meðan stóð yfir borgarastyrjöldin milli Karls I Stuarts og Cromwells og trúboða og tóku þá af lífi með hræðilegum píslum. Annað sinn frömdu þeir skrípaguðsþjónustu fyrir utan virkisveggi Montreal færðu einn indíána í messu- klæði nýdrepins trúboða og upp- hófu hin herfilegustu læti. IÞessi Jesúítamorð komu alls ómaklega niður því framkoma þeirra gagnvart Indíánum er meðal hinna fáu ljósu bletta á svörtum skildi hvíta mannsins í Norður-Ameríku meðan á land námi og skipulagðri útrýmingu Indiánanna stóð. Svo virðist sem Indíánar hafi tekið fyrstu frönsku landnemunum allvel. Frakkar sendu til þeirra unga menn til þess að læra hina frá- bæru veiðitækni þeirra við gildruveiðar og lífshætti skógar- manna, en trúboðarnir höfðu sjaldan árangur sem erfiði. Margir Indíánar voru reiðubún- ir að taka hvaða trú sem var fyrir nokkur brennivínsstaup, hníf eða byssu, létu jafnvel skír- ast oft á dag, en fræðin voru oft- ast gleymd þegar út í skógana kom. Þrátt fyrir ótrúlega erfiðleika tókst Frökkum að færa út yfir- ráðasvæði sitt og kanna víðáttu- mikið svæði umhverfis vötnin stóru. Árið 1673 brutust tveir landkönnuðir vestur að Missi- sippi og 5 árum seinna lagði La Salle upp í djarfan leiðangur niður eftir þessu langa, óþekkta fljóti til ósanna við Mexikó- flóa, eignaði franska rikinu allan Missisippidalinn og nefndi þetta land Louisiana í höfuðið á sólkonunginum. Einhver dugmesti landstjóri, sem Frakkar eignuðust á 17. öld Þetta var mikill missir en Frakk ar voru samt ekki af baki dottn- ir. Enn réðu þeir yfir öllu St. Lawrencesvæðinu og Quebeck. Þeir héldu ótrauðir áfram land- könnunarleiðangrum sínum, komust vestur að Klettafjöllum, ibyggðu röð af virkjum niður með Missisippi og kórónuðu það verk sitt með því að hef ja borg- arsmíð við ósa minnar miklu móðu, það var borgin Nýja Orleans. Nú áttu þeir ráð á öll- um vatnavegum frá St. Lawr- enceósum til Mexíkóflóa og höfðu umkringt nýlendur Breta á austurströndinni. Frönsku landnemunium og stjórnmálamönnum þeirra var mælta vel ljóst hve mikilvægt það var að ráða yfir vatnaveg- unum, sem voru samgöngukerfi hins víðáttumikla meginlands og komu í stað járnbrauta og hraðbrauta nútímans. Þannig mátti bægja Bretum frá frekari útþenslu til vesturs og við blasti hugmyndin um franskt nýlendu- veldi, sem næði frá ströndum Norður-Atlantshafsins suður að Mexíkóflóa og vestur að Kyrra- hafi. Þetta var djörf hugmynd eink- um ef það er haft í huga að ensku nýlendurnar voru marg- falt fjölmennari þeim frönsku, en þær voru sundurleytar og sund- unþykkar innbyrðis með mis- munandi stjórnarfar. Þar á móti var hin sama harðhenta einræðis stjórn I frönsku nýlendunum sem heima fyrir í Frakklandi. Le roi s'amuse. En í sæti hins volduga sólkon- ungs settist nú ungur drengsnáði og ýmsar ónýtar hirðklí'kur fóru með völdin. Og þegar Loðvík 15. óx úr grasi hafði hann engan áhuga fyrir stjórnmálum og þeim mun síður fyrir sigurvinn- ingum né landaleitan á víðari vettvangi en í pilsum hirðkvenna > sinna. Hans vegna gat hið nýja heimisveldi handan Atlants^ála farið fjandans til; flotinn drafn- aði niður, völdin lentu í hönd- um þeirrar frillu, sem hann hafði mestar mætur þá stundina. Brezku nýlendubúarnir, sem ætíð voru uggandi um öryggi sitt vegna frönsku ógnarinnar, notuðu hvert tækifæri sem gafst til þess að troða illsakir við Frakkana og ganga á hlut þeirra meðan þeir væru ekki vaxnir þeim yfir höfuð. í austuríska erfðastríðinu kom tilefni til ill- deilna, sem héldu áfram þó frið- ur væri milli Breta og Frakka 1 Evrópu. Seint var um langan veg að spyrja tíðinda og átök héldu stundum lengi áfram eftir að friður hafði verið samin heima fyrir. Árið 1764 var liðs- foringi frá Virginíu sendur með herflokk til þess að taka franskt virki við Ohiofljót, þar sem nú stendur stórborgin Pittsburgh. Hann hét Georg Wasington. En Frökkum tókst að flæma hanit brott og svo fór um fleiri til- raunir Breta. Tækifærið kom ekki fyrr en í 7 ára stríðinu. Þá gerðu Frakkar, Austurríkis- menn, Rússar, Saxar og Svíar bandalag gegn Prússum, en Bretar veittu þeim síðast nefndu. í sjö ár var barist grimmilega á sjó og landi. Ófriðurinn milli Breta og Frakka var einkum háð ur í nýlendunum vestan hafs og Indlandi. Þegar honum létti höfðu Bretar tryggt sér yfirráð á Indlandi og við friðarsamnmg- ana í París 1763 fengu þeir yfir- ráð í Kanada. Draumnum um franska heimsveldið í Norður- Ameríku var lokið. Hermdargjöf og þó . . . . Fjarri fór þó því að Bretar gerðu sér ljóst hvílíka eign þeir höfðu komizt yfir. Þeir höfðu iengi verið hikandi hvort þeir ættu ekki heldur að heimta tvær auðugar sykurplöntueyjar 1 Karabíska hafinu í staðinn fyrir Kanada, en fyrir eindregnar kröfur nýlendubúa sinna og mál- flutning Benjamíns Franklins létu þeir sér nægja hin fransk- byggðu svæði norðurhjarans. Stjórnin í London virðist hafa haft sama heimalningshugsunar- háttinn og Voltaire, sem hæddist að því í Candide að konungs- veldin tvö sitt hvoru megin Ermasunds hefðu nú í sjö löng ár verið að berjast um fáeinar ekrur snæbreiða og átti þar við Missisippidal og Ohiosvæðið. Sú varð raun á, að Kanada varð Bretum lítil heillaþúfa um sinn. Um leið og iandið komst undir brezka stjórn voru íbúar hinna gömlu nýlendna þeirra lausir við óttan af Frökkunum og þurftu því ekki lengur á brezkri hervernd að halda. Þeir höfðu auk þess oft og einatt1 orðið að berjast við Frakka á eigin spýtur og þetta gaf þeim sjálfstraust til þess að svara full- um hálsi skattakröfum stjórnar- innar í London, sem hugðíst ná inn stríðskostnaði undanfarinna ára m.a. með tollum og álögum á nýlendubúa. Sterkur lýðræðis- og frelsisandi hafði gripið um sig meðal brezkra nýlendubúa, deilurnar hörðnuðu uns frelsis- stríð Bandaríkjanna skall á sem stóð á árunum 1775-83. Upp- reisnarmenn í nýlendunum höfðu búizt við því að frönsku íbúarnir í Kanada myndu nú grípa fegins hendi til vopna og nota þetta tækifæri til þess að hrinda af sér hinu nýja oki. Þeir sendu því herlið inn í Kanada og bjuggust við að hernema landið. En hið skrítna var að Frakk- Framhald á bls. 12- /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.