Morgunblaðið - 01.07.1967, Page 16

Morgunblaðið - 01.07.1967, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLl 1967. Hemlaviðgerðir Rennum bremsuskálar, límum á bremsuborða, slípum bremsudælur. HEMLASTILLING II.F., Súðavogi 14, sími 30135. Fosskraft Óskum að ráða bifvélavirkja og/eða járnsmiði sem eru vanir alhliða viðgerðum bifreiða og þunga- vinnuvéla. Upplýsingar á Suðurlandsbraut 32 í dag kl. 13 til 15. RÁÐNINGARSTJÓRINN. Frá Æskulýðsráði Kópavogs Námskeið í íþróttum og leikjum er að hefjast og stendur til 1. sept. Námskeiðið er ætlað börnum og unglingum 5 til 13 ára. Þáttökugjald kr. 35. Innritun fyrir Austurbæ á íþróttavellinum í Smára- hvammi mánudaginn 3. júlí kl. 9.30 til 12. Og Vesturbæ á íþróttavellinum í Vesturbæ v. Vallar- gerði kl. 2 til 5 e.h. Stangveiðiklúbbur og ferðaklúbbur eru einnig að hefja starfsemi sína. Upplýsingar þriðjudaga og föstudaga kl. 8 til 10 e.h. í síma 41866, og daglega milli kl. 1 og 2 í síma 42077. Æskulýðsfulltrúi. Guðfræðiráð- stefna í Reykja vík GUÐFRÆÐIRÁÐSTEFNA á veg um þjóðkirkjunnar og Lút- herska heimssambándsins hófst í Reykjavík 22. þ.m. að aflok- inni prestastefnu. Er þetta önn- ur ráðstefnan, sem haldin er hér á vegum þessara aðilja. Hin fyrri var haldin fyrir tveimur árum. Umræðuefni að þessu sinni var: Ráðsmenn Guðsgjafa. Hefur þetta efni verið mjög á dagskrá meðal ýmissa lútherskra kirkjudeilda á undanförnum ár- um. Það hefur verið rannsakað af guðfræðingum og rætt á ráð- stefnum presta og leikmanna. Hafa þessar umræður haft veru- leg áhrif á starfshætti kirkjunn- ar í ýmsum löndum, Um 20 prestar sátu ráðstefn- una, auk tveggja guðfræðinga, sem hingað komu á vegum Lútherska heimssambandsins, þeirra dr. Helge Brattgárds, dómprófasts í Linkjöping, og síra Gunnars Östenstads, sem er framkvæmdastjóri þeirrar deild- ar heimssambandsins, sem fjall- ar úm þessi málefni. Fluttu þeir báðir fyrirlestra, en almennar umræður urðu um erindi þeirra. Ráðstefnan stóð í þrjá daga. (Frá Biskupsstofunni). ITOLSKUMÆLANDI leiðsögumenn eða túlkar óskast til starfa 9. og 10. júlí n.k. annan eða báða dagana vegna komu skemmtiferðaskipsins „Eugenio C“. Vinsamlegast hafið strax samband við skrifstofu okkar. Ferðaskrifstofa Zoega hf. Hafnarstræti 5 — Símar: 2 17 20 og 1 19 64. Á kvöldin og um helgar 3 14 42 og 3 40 42. Til leiga Ný 4ra herbergja íbúð ásamt bílskúr til leigu í Hrauntungu í Kópavogi. Uppl. í síma 42191. Frá Skáksambandi íslands Verðlaunaafhending við íslandsmótið í skák 1967 og skákkeppni stofnana 1967 fer fram í dag kl. 2 á Café Höll. Stjórn Skáksambands íslands. Atvinna Piltur 16 til 18 ára óskast til benzínafgreiðslu o. fl. Vaktavinna. — Upplýsingar í síma 36757 kl. 1 til 2 í dag. Lokað vegna sumarleyfa 1. til 23. júlí. STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS JÓHANNSSONAR Ef þér eigið bíð þurfið þér einnig að eiga gott tj íld, nefnilega pólskt tjalc LandsmáBafélagið Vörður SUMARFERÐ VAROAR sunnudaginn 2. júlí 1967 Að þessu sinni er förinni heitið um Gullbringusýslu, Kjósarsýslu og Árnessýslu, landnám Ingólfs Arnarsonar. Vér höldum sem leið liggur upp í Mosfellsdal, hjá Heiðarbæ, Nesjum og í Hestvík. Úr Grafningnum verður ekið hjá Úlf- ljótsvatni niður með Ingólfsfjalli og að Hveragerði. Þá verður ekið sem leið Iiggur í Þorlákshöfn, um Selvoginn hjá Strandarkirkju hjá Hlíðarvatni til He rdísarvíkur, þar sem Einar skáld Benediktsson lifði seinustu æviár sína, og í Eldborgarhraun, en þar verður snæddur miðdegisverður. Frá Eldborg verður ekið nýjan veg að ísólfsskála, af- skekktasta býli á suðurkjálkanum og hjá Grindavík verður ekinn Oddsvegur að Reykjanesvita, þar sem auðn og vellandi hverir mætast. Frá Reykjanes vita verður ekið um Sandvík og Hafnaberg til Hafna. Frá Höfnum verður ekið til Njarðvíkur og Keflavíkur og þaðan til Sandgerðis, Útskála og Garðskaga með hinum mikla vita. Frá Garð- skagavita verður ekið til hinnar fornfrægu verstöðvar Garðs og Leiru og þaðan um Keflavík, Niarðvík, Vogastapa, Vatnsleysuströnd og Straumsvík, þar sem álverksmiðjan er að rísa og síðan er halclið til Reykjavíkur. Kunnur leiðsögumaður verður með í förinni Farseðlar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu (uppi) og kosta kr. 340.00 (innifalið í verðinu er miðdegisverður og kvöld- verður). Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu kl. 8 árdegis stundvíslega. Farvniðar seldir til kl. 10 í kvöld STJÓRN varðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.