Morgunblaðið - 01.07.1967, Page 20

Morgunblaðið - 01.07.1967, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1967. Hvert er raunverulegt verðmæti íbúða í „Reynimelsbiokkinni"? MIÐJUDAGINN 23. maí birtist 1 Vísi löng grein etftir Guðmum.'d; Guðmundsson, formann Bygg- ingarsamvinnufélags verka- manna og sjómanna, um ..Reyni melsblokkiina“ svonefndu. Grein þessi var skriifuð vegna athuga- semda þeirra, sem Meistarafél- að húsasmiða lét frá sér fara í lok apríl og Vísir birti 27. sama mán., en tilefnið var ýms- *ar fullyrðingar, sem slegið var tfram á prenti í sambandi við bfangreinda byggingu og svigur rmæli í garð húsasmiða og ann- arra iðnaðarmanna. Var mjög Iþað raett um þaer mundir, hve ódýrar íbúðimar í Reynimels- Viúsinu væru, og töldu sumir !það sörunun þess að ekki væri' •allt með felldu, að því er snerti 'byggingarkostnað í landinu GG segir að vísu, að hann bafi „ekkert (fundið) í þessari greih, sem svaravert væri“, en samt fyllir svar hans heila síðu 4 Vísi!! GG lætur einnig svo: sem hann viti, að grein Meisti arafélagsins hafi alls ekki verið 'svar stjórnar þess. „Þykist. ég belduT þekkja í greininni Giss- ur Sigurðsson, sem þaraa hefir ■misnotað aðstöðu sína sem for- maður Meistartafélags húsa- smiða í Reykjavík. Enda mun ég beina orðum roínum til hans fyrst og fremst . .“ Verður GG þó að sætta sig við, að stjórn MH í heild svari honum, eins og sjá má af undirskrift þess- ■araT greinar. Getur hann þá: kannski varið næstu vikum tii að athuga, hvort hann „þekk- ít“ einhverja fleiri stjórnarmeð limi af þessu skrifi. Það er annars sarunast sagna, að lesendur grednar GG verða litlu nær við lestur hennar. Hann leiðir hjá sér að svara spurnin.gum, sem honum ætti að vera vandalítáð að skýra, að menn halda. Hann á t.d. ekkert svar við því, hví hans félagi fékk lóð á bezta stað í bænurn, 'roeðan það var svo a9 segjai ‘enn í burðarliðunuim, meðan all ir aðrir umsækjendur um lóðin ehu lótnir bíða von úr vitá. GG isegir, að Gissuri „svíður einnai sárast, og stingur honum það* mikið augun (svo!) að borgar- stjórn skyldi úthluta 36 efnalitl um vehkamanna- og sjómanna- fjölskyldum lóðina Reynknel 08—94 ..." Það er nefnilega. á nokkuð margra vitorði, þótt GG þykist ekkert um það vita, að lóðaumsóknir liggja oft mán- ■uðum saman — ef ekki árum — hjá borgaryfirvöldunum, áður en þær eru afgreáddar. Það á ein.s við um umsóknir bygging- 'arsamvinnufélaga og annara. ’BVS fékk hins vegar svV) greiða afgreiðslu, að það beið lóðar einnar í um það bil eins marga daga og aðrir verða að bdða £ vikur eða mánuði. GG reynir í þessu efni að ’þræra lesendur til meðaumk- *unra með „efnalitlum verka- manna- og sjómannafjölskyld- 'um“, sem vondir húsasmiðir vilji leika illa. Slíkar fjölskyld- ut eru alls góðs maklegar, en Vill GG upplýsa þetta: Hve margar af þeim fjölskyldum, sem búa í Rieynimel 88—94, eru raunverulega „efnalitlar verka- manna- og sjómannafjölskyld- ur“? Telst GG verkamaður eða sjómaður? Eða er Bergþór Úlf- arsson sem verið hefir málsvard BVS í útvarpin, verkamaður eða- sjómaður? Vonandi gefur GG greið svör við svo einföldum1. spurningum. MH benti á, að ekki hefði verið gengið eins hart að BVS við innheimtu gatnagerðar- gjalda og ýmsum öðrum. Aðrir verða að greiða þetta gjald mörgum roánuðum áður en þeir geta hafið framkvæmdir. GG segir, að félagið „hefir alla tíð borgað sín gatnagerðargjöld og borgar þau eftir reikningi frá skrifstofum borgarverkfræð- ings“. Þetta „svar“ heitir á venjulegu máli útúrsnúningur, en satt að segja er grein GG full af slíkum „svörum“. GG telur, að aiveg sé út í hött að spyrja um varðlag á íbúð um í ágúst 1965, er BVS lét félagsmenn greiða sína fyrstu greiðslu. Hann segir: „Ég skil nú ekki, hvað þetta kemur mál- inu við“. Lofsverð hreinskilni, en það er erfitt að eiga orða- skipti við mann, sem skilur ekki meginatriði umræðuefnisins. Það er í raunninni nær ógern- ingur að ræða við mann, sem fer eins rösklega undan í flæm- ingi og GG gerir. Hugsandi menn sjá þó, að ekki er allt með felldu með málstað hans, þegar reglan virðist vera þessi: Bezt er að leiða alveg hjá sér að svara, næst bezta úrræðið að svara með hálfyrðum. Þótt GG hafi fyllt að kalla heila síðu, skal ekki farið lengra út í að ræða grein hans að sinni. En svo vill til, að hægt er að benda á ýmis atriði, sem sanna það, er haldið hefir verið fram, að margt muni enn vera hulið í þessu sérstæða húsbyggingar- máli. En smám saman koma ýmis atriði í ljós og skal fáeinna getið að þessu sinni. Því er haldið fram af tals- mönnum BVS, að allt hafi verið tínt til varðandi kostnað við bygginguna, og GG endurtekur, að öll vinna hafi verið unnin samkvæmt uppmæUngu. Hér er ekki rétt með farið, því að tré- smíðar haifa ekki verið roældar síðan í júlí á sl. ári. Síðasta tré- smíðavinna, sem var mæld, var reisn á þaksperrum, en að öðru leyti hefir vinna við þakið ekki verið mæld. Þaksmíðin, sem hefir verið keypt, kostaði kr. 49.315.68 samkvæmt uppmæl- ingu, en önnur trésmíðavinna hefir ekki verið mæld í húsinu síðan. Er þetta þó brot á samn- ingum sveina og meistara, því að í þeim segir: „ÖU trésmíða- vinna, í nýbyggingum, fyrir ofan neðstu plötu, við uppsteypu húsa (að fokheldu ástandi), þar með talið gler, gluggarammar og lögin á þakefni, sem ákvæðis- vinnutaxtinn nær yfir, skal unnin samkvæmt þeim taxta“. Þá er rétt að rifja upp, að Vís- ir sagði, 5. apríl, að roótaupp- sláttur hefði kostað kr. 848,253,71, en fyrir liggja mæl- ingar á þessari vinnu, sem nema kr. 1,028,202,76. Hér skakkar engu smáræði, bara kr. 179,949,05, svo að þetta eina verk hefir kostað meira en 20% meira en uppi hefir verið látið. Það munar um minna — jafnvel á verðbólgutímum. Fullyrt er af forsvarsmönn- um BVS, að byggingarkostnaður hjá þeim sé ekki svo lágur, sem raun ber vitni, því að þeir hafi leitazt við að spara og skorið kostnað við nögL Öðru nær. Þessir menn segja, að hjá þeim sé „frágangur almennt vandaðri en tíðkast í fjölbýlishúsum“. Þessu hefir verið lýst yfir í útvarpinu — en nú er upplýst um a.m.k. eitt verk í ibúð í húsi þessu, að það var þannig að hendi leyst af íbúðareiganda, að ef meistari í viðkomandi iðn- grein hefði skilað því með þeim þeim hætti, hefði hann orðið skaðabótaskyldur eða orðið að vinna verkið upp á nýtt! Hér var um það að ræða, að íbúðareigandi málaði íbúð sína sjálfur. Honum hafði verið sagt að verkið mundi kosta kr. 43,000 skv. mælingartaxta, og hann málaði þá bara íbúðina sjálfur á 140 tímum. Málara- meistarafélag Reykjavíkur fékk að mæla íbúðina og kom þá í Ijós, að meistarinn hefði ekki mátt taka meira en kr. 18,326,80 fyrir verkið. En þótt slíkur mun- ur væri á áætlunarverðinu og því, sem verkið hefði mátt kosta hjá meistara, var ekkí því að heilsa, að verðmæti vimnueig- anda næmi kr. 18,326,80. Nei, fjarri því. Það nam ekki einu sinni þeim kr. 13,637,50, sem sveinn hefði fengið fyrir þetta verk. Það var svo lélega unnið, að 25-30% skorti á, að boðlegt væri fyrir þessa lægri upphæð, svo að meistari, sem hefði talið sér sæma að skila slíku verki, hefði orðið bótaskyldur sem þessu hefði numið. Hér er komið að einu megin- atriðinu, sem knýr fram þessa spurningu: Hve mikið af þeirri vinnu, sem eigendur einstakra íbúða hafa lagt fram, er með sama hætti og málun umgetinn- ar íbúðar. Hve mikill hluti húss- ins er unninn þannig af eigend- um, að slík vinnubrögð af meist- ara hálfu mundi gera á bóta- skylda? MH skortir þekkingu á húsinu til að svara þessu, en varla ætti GG að vefjast tunga um tönn. Eða segir hann kannske: „Ég skil nú ekkL hvað þetta kemur málinu við“. Á það hefir verið bent, að menn, sem byggja fyrir sjálfa sig, sætta sig við ýmislegt, sem þeir mundu aldrei líta við frá „þeim mönnum, sem byggja íbúð arhúsnæði í því augnamiði að selja það strax aftur á fasteigna- markaðinum". íbúar á Reyni- mel 88-94 eru að vinna fyrir sig og vilja vinna sem ódýrast, svo að þeir geta leyft sér sitt af hverju. En lítum á málið frá öðru sjónarmiði. Hvers virði eru íbúðir eða hús, sem þannig eru byggð, ef þau eru athuguð vand- lega? Gæti ekki farið svo af þess um sökum, að íbúðir af þessu tagi gengju ekki einu sinni út fyrir það lága kostnaðarverð, sem á þeim hefir verið nefnt. Það hlýtur annars að vekja nokkra furðu í þessu sambandi, að eina byggingarsamvinnu- félagið, sem hefir beinlínis verið sakað um okur af hálfu for- svarsmanna BVS — Byggingar- samvinnufélag verkamanna —• hefir ekki látið í sér heyra i þessum deilumálum. Hvað veld- ur þeirri þögn? Er orsökin sú, að það félag treystir sér ekki til að andmæla þeim ásökunum, sem að því hefir verið beint? Telur það heppilegast fyrir sig, starf- semi sína og forráðamenn, að þögnin hylji þá blæju sinni? Það býður íbúðir fyrir mun hærra verð en BVS segist smíða fyrir félagsmenn sína, og vegna eigin félagsmanna ætti þetta gamla og virta byggingarfélag að rjúfa þögnina og skýra málið frá sínu sjónarmiði. Annars er rétt að benda einn- ig á það, að Framkvæmdanefnd 'byggingaáætlunar hefir nú haf- izt handa um smíði 2ja til 4ra herbergja í'búða. Ekki þarf að efa, að þar sé byggt við beztu aðstæður á öllum sviðum. Samt er verð þessara íbúða áætlað kr. 655.000 til 970.000 á móti kr. 480.000—680.000 í sambærileg- um íbúðum hjá BVS. Enginn mun væna þessa stofnun um, að hún reyni að féfletta efnalitla alþýðumenn — en samt er verð- lag hjá henni ekki eins hagstætt og BVS telur það vera hjá sér. Hér má ennfremur skjóta því inn, að allir aðilar, sem standa 1 húsbyggingum, þurfa mikinn tíma til að leita eftir hagkvæm- um efniskaupum og afla fjár til framkvæmdanna. Þau störf er ekki hægt að inna af hendi á öðrum tímum en þeim, þegar verzlanir og lánastofnanir eru opnar, þ.e. í venjulegum vinnu- tíma. Þetta kostar því dýrmætan tíma, en ekki er til þess vitað, að formaður eða gjaldkeri BVS, sem báðir eru starfsmenn þess opinbera, hafi ekki tekið full laun hjá þeim aðilum þrátt fyrir timafrek störf í þágu BVS. Þegar menn lesa framanskráð gaumgæfilega, gera þeir sér þess grein, að í þessu máli ber allt að sama brunni. Aðalatriðin verða æ skýrari eftir því sem málið er rætt lengur, og þau eru í stuttu máli á þessa leið: Því virðist fara mjög fjarri, að öll kurl sé komin til grafar í sambandi við Reynimelsbygg- ingu BVS. Á tölur þær, sem upp hafa verið gefnar varðandi byggingu BVS og eiga að vera tæmandi, vantar stórar fúlgur, eins og sýnt hefur verið fram á. Það eina atriði, sem hefir tek- izt að kanna í sambandi við frá- gang íbúðar, hefir leitt í ljós, að honum er ábótavant, að nemur þúsundum króna. Um hve háa fjárfúlgu skyldi verða að ræða, ef sams konar at- hugun færi fram á byggingunni allri, hverri íbúð? Af þessu öllu ætti mönnum að vera Ijóst, að það er engan veg- inn nóg að slá fram tölum, sem eiga að sýna ótrúlega lágan bygg ingarkostnað, ef þær reynast svo blekkingar að meira eða minna leyti. Má gera ráð fyrir, að fleiri atriði af sama tagi, sem getið hefir verið, komi í ljós, er fram líða stundir, í sambandi við byggingu þessa, svo að hér reyn- ist jafnvel á ferðinni kostnaðar- samara ævintýri en menn hugðu og lítið verði eftir af skraut- fjöðrum forráðamanna BVS, um það er lýkur. Að endingu skal vikið að þeim ummælum GG, að Gissur Sig- urðsson ætti að birta reikninga sína í sarobandi við húsbygging- ar. í því sambandi skal á það 'bent, að Gissur varð einna fyrst- ur manna til að afhenda rann- sóknarnefnd byggingarkostnaðar reikninga yfir fullunnin verk — ekki hálfköruð, eins og GG og hans menn hafa látið sér sæma að gorta af við almeruiing. Og Gissur afhenti þessa reikninga, áður en GG hóf krossferð sína — sem hætt er við að Ijúki á sama hátt og flestum krossferð- um fyrri alda! Reykjavík, 13. júní 1967 Stjórn. Meisiarafélags húsa- saniða. Húsbyggjendur athugið Steinasteypa Suðurnesja býður yður tvær gerðir af byggingarsteini í íbúðarhúsið: Stærð 20 x 40 x 20 sm. í bifreiðageymsluna og ýmis konar burðarveggi stærð 20 x 40 x 14,4 sm. Ofangreindar tegundir framleið- um vér einvörðungu úr svörtu hraungjalli, algjörlega hreinu eíni, enda hlotið mjög góða dóma. Fram- leiðum einnig allar þykktir af milliveggjaplötum úr léttum bruna. Getum einnig boðið plöturnar full- þurrkaðir ef óskað er. Mjög stuttur afgreiðslurfrestur. Nánari upplýsingar veittar í símum 1373 og 1040 Keflavík (heimasímar). Ennfremur sýnishorn í verzluninni Háaleiti, Keflavík og hjá Þorkeli Guðbjarts- syni, Hveragerði. JAMES BOND James Bond <V IAN FIEMING DRAWING BY JOKN McLUSKY IAN FLEMING Bond stillti myndavélina þannig, að kann náði öllu svikakerfinn í eina línu: atúlkunni, sjónaukanum og spilamönnun- am báðum, sem sátu við borðið tæpum tuttugu metrum neðar . . . Hefur kónga- fernu og getur fengið fullt Canasta, ef hann kastar sjöunni og drepur jóker. Bond smellti af og . . . Hver ert þú? Hvað vilt þú? Taktu það rólega. Ég hef fengið það, sem þurfti og þar moó er leikurinn bú- inn . • •

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.