Morgunblaðið - 01.07.1967, Síða 24

Morgunblaðið - 01.07.1967, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1967. — Ég er nú kominn til þetss aS kvarta yfir hundakaupunum í fyrra, er ég keypti hjá yffur þessa dverghunda-tegund. 24 Munnar þeirra maettust í löng- um og hlýjum kossi. Svo lyft.i hann henni upp á arm sér, og bar hana það sem eftir var leið- ar, heim í lystigarð föður henn- ar. Þar lögðust þau niður í af- skekktu rjóðri, milli blómanna, og héldu áfram að kyssast. Framandi unaður gagntók hann, hreinn og ljúfur eins og helgi- blær. Hann horfði í stór og dökk augu hennar, og naut þess að virða fyrir sér andlitið fagra, undir nætursvörtu hárinu, fann fjóluanganinn af líkama hennar í vitum sér, og var sæll eins og ungur guð. Dagurinn leið í ást og yndi, unz rökkva tók og tvö tungl stigu upp á himininn, ann- að gult, hitt rauðleitt. Þá leiddi hún hann til næturstaðar, hjúfr- aði sig þar í faðmi hans, og sofn- aði eins og bam. En hann lá lengi vakandi og hugleiddi hið furðu- lega ævinýri: að lifa. Daginn eftir svifu þau upp á hásléttuna í lítilli flugvél, sem Me-lú stýrði. Þar var hrjóstr- ugra en í dölunum, en þó mikill gróður innan um kletta og urð- ir. Og sjálft grjótið var fagurt, grænt, gult, rautt og blátt; marg litir kristallar sáust einnig hvar- vena. Lágar byggingar,, með flöt um þökum, voru á víð og dreií, en hvorki þorp né borgir. Vegir voru engir, aðeins götuslóðar. En á mðri sléttunni stóð snjóhvítt musteri, með gegnsæju hvolf- þaki og tveimur háum turnum. „Þetta er Guðshús Fjallafólks ins,“ sagði Me-lú með lotningu í röddinni. „Þangað verðum við að koma — en fyrst skulum við heimsækja vinkonu mína.“ Þau lentu á sléttri flöt, fyrir framan eina af hinum lágreistu byggingum, sem veit hlaðin úr marglitu, höggnu grjóti, og all- mikil að flatarmáli. Er þau stigu út úr vélinni, opnuðust dyrnar og hávaxin manneskja kom út. Hún var svo lík Psíkk skipstjóra, að í fyrstu hélt Ómar að það væri hann, en sá brátt að þetta hlaut að vera kona, því að fas hennar aljt og framkoma bar þess vott. Hún var klædd síðum kyrtli úr gljáandi, litfögru efni, og í uppháum, frammjóum skóm. Hár hennar var grænblár dúnn, og fölgrænum lit brá á andlitið, sem var oft mjóslegið, til að vera fullkomlega mann- legt. En augun voru fjarska fög ur, grænblá og Ijómandi af góð- leika. Fjórfingraðar hendur hennar voru mjög grannar og fín gerðar. Hún heilsaði þeim með því að leggja lófana að brjósti sér og hneigja sig lítið eitt. „Verið velkomin börnin mín,“ sagði hún mildum rómi. „Gerið mér þá ánægju að ganga í hús okkar. Psíkk bróðir minn er ein mitt heima núna, og honum er einnig mikil ánægja að heim- sókn farþega sinna.“ Skipstjórinn hafði verið gest- ur Ú-mann Ga-la nokkra daga, en haldið síðan til fjalls, til fjöl- skyldu sinnar og vina. Hann tók á móti gestunum í hvítum, skó- síðum kyrtli, og með hvítan „fez“ á höfði. Það bvarflaði aft- ur að Ómari, hversu mjög hann líktist risavaxinni engisprettu, og það var sem Psíkk læsi hugs- anir hans, því hann mælti: „Þró- un líkama okkar, fór fram gegn- um dýrategund sem var að ýmsu leyti skyld skordýrum. Við vorum fyrstu vitverurnar á þess um hnetti, og erum nú tekin að gamlast, sem kynþáttur. Múl-da eru einnig komnar til ára sinna, en þróun þeirra er fyrir löngu stöðnuð. Þar munu þrátt deyja út hér og endurfæðast á öðrum hnetti. Dalafólkið er yngst og á fyrir sér að fullkomnast hérna. Við munum styðja það í þeirri viðleitni, eins og við getum, unz við verðum kölluð til annarra tilverustiga.“ Húsakynni voru þarna mjög einföld en merkileg, hrein og falleg. Ekki voru önnur hús- gögn en lágir steinbekkir, þakt- ir koddum og ábreiðum. Er þau höfðu rætt saman um stund, bar húsmóðirin fram ávexti og svaladrykk. Að mál- tíð lokinni spurði skipstjórinn gesti sína hvort þau vildu ekki taka þátt i guðsþjónustu, er fram átti að fara í musteri fjallafólks- ins innan sundar. Þáðu þau það fúslega. Musterið var hlaðið úr hvítum höggnum steini, og var mjög stór bygging. Inni í því var aðeins einn salur, gríðarmikill, með gegnsæju hvolfþaki, og streymdi þar inn ljósfjólublátt sólskin, en það sló mjög þægilegum litblæ á hvíta veggina. Við innri gafl- inn var upphækkun nokkur og yfir henni dýrðlega fögur fresko mynd. í fyrstu var erfitt að gera sér grein fyrir merkingu hennar, bjartir og ljúfir litir mynduðu fleti og boglínur í þægilegu sam ræmi, er stemmdi huga manns til helgi og kyrrðar. En er Óm- ar hafði horft alllengi á mynd- ina, þóttist hann sjá að miðbik he nnar myndaði kross. Margt manna þar þarna sam- an komið og sátu allir á löng- um, mjóum steinbekkjum. í fyrstu var algjör þögn, en brátt upphófst lágvær hljómlist, ei virtist koma úr öllum áttum, og einkum að ofan. Var sem stemmd ar væru saman hörpur og hljóð- pípur, en undinspilið öldufall og lækjarniður. Hafði Ómar aldrei haft jafnmikið yndi af nokkurri tónlist sem þessari. Ekki leið á löngu áður en hann gleymdi um- bverfi sínu fullkomlega, og vit- und hans sameinaðist þessum ein kennilega ómi í svo fuUkominni hamingju, hann óskaði þess eins að þetta ástand mætti vara lengi. Ekki vissi hann hve langt leið áður en hljómarnir tóku að fjara út, en hin langa þögn, er þá tók við, var einnig full af sælu. Hann rankaði loks við sér er Psíkk lagði hönd sína á öxl hans, leit á hann kyrrum, ljóm- andi augum sínum og mælti: „Blessun Skaparans veri með þér, góði gestur.“ Áhrif þessarar helgistundar fylgdi honum, er hann flaug nið ur í dalinn aftur, við hlið Me- Lú. Hún var hljóð og kyrrlát, leit aðeins til hans öðru hvoru, með ástúð og gleði í hinum fögru augum, og er þau höfðu lent, fylgdi hún honum til náttstaðar hans. Það kvöld sagði hún honum ævintýrið um sólirnar tvær. Þær voru elskendur, er fylgst höfðu að um ægilanga vegu þróunar- innar, og loks urðu þær að guð- um, er bjuggu hver í sinni sóL Þær höfðu náð mikilli fullkomn- un, en eigi að síður skorti eitt á alsælu þeirra: Þær voru að- skildar í geimnum si mikilli fjar lægð. Að vísu gátu þær sent bvor annarri hugsanir sínar, yf- ir djúp Ijósáranna, og talast þannig við, en þær þráðu að sameinast algjörlega og snerta hvor aðra með efnislíkama sín- um. Skapari *llra hluta þekkti löngun þeirra, og er þær höfðu innt af hendi ármilljarða þjón- ustu í þarfir lífsins, leyfði hann að leiðir þeirra mættust, án þees að sprenging yrði, eins og venju lega verður er sólstjörnur koma of nálægt hvor annarri. Loga- hjörtu þeirra sameinuðust 1 mikilli eldsúlu, og hamingja þeirra ljómaði um alla fylgi- hnettina, svo að brjóst allra l£f- vera þar fylltist gleði. „Og « síðan ríkir ástarhamingja á öll- um plánetum tvístirnisins okk- ar,“ hvíslaði hún ljúfa rödd Me- Lú í eyra íslendingsins. Svo vafði hún örmum sínum um hál* Alan Williams: PLATSKEGGUR FORMÁLI Herbergi nr. 274 Stúlkan sat á rúminu, fyrir byrgðum gluggum, og beið. Eina birtan þarna inni kom gegnum rifu við hurðina inn í spilasal- inn. Þar inni sátu tveir menn við gljáfægt borð og tefldu kotru. íbúðin var hátt uppi í húsi í götu, sem gleypti í sig allan salt þefinn frá höfninni. Það var nið- dimm nótt og heitur vindurinn diundi á gluggunum með hljóði líkast fijávaröldu. Þegar hlé varð á honum, gat stúlkan heyrt smellina í teningunum úr saln- um og dyninn í danstónlist frá útvarpstæki hinumegin við vegg imn. Vindsnældan yfir rúminu hafði stanzað. Hún sat þarna og ekki klædd nema i einar buxur, henni fannst hörund sitt vera þurrt og danstónlistin og storm- urinn oliu henni höfuðverk. Einhvers staðar utan úr borg- inni mátti heyra sírenuna í sjúkrabíl sem hvarf smám sam- an. Hún lyfti höndunum og strauk hárið frá hálsinum, en án þess að láta hendurnar síga, stóð upp og horfði á ljósgeislann, sem kom gegn um rifuna frá salnum. Hún hafði djarflegan andlits- svip, og vöxturinn var fagur og vel skapaður. Mennirnir tveir i salnum sátu þöglir yfir taflborðinu. Snögg- lega gerði annar þeirra höfuð- bendimgiu í áttina að herberginu og sagði: — Ætli hún sé ekki að verða tilbúin. Hinn leit á úrið sitt. — Hún hefur enn tíu mínútur til stefnu. Betra að gefa henni eitthvað að drekka. Þetta var magur maður með stuttklippt, grát hár og hor að, grimmdarlegt andlit. Hann næstum hvíslaði og var dáltíið skjálfraddaður, og starði nú á rauðu og hvítu kotrutöflurnar. Félagi hans stóð upp og náði í könnu af öli á borðinu, sem var skammt frá þeim. — Nei, gefðu henni heldur konjak, Serge, sagði magri mað urinn og gerði höfuðbendingu í áttina til svefnherbergisins. Maðurinn, sem kallaður var Serge, gekk að vínskápnum, og tók fram óátekna konjaksflösku. Hann var stóir og svarthærður, með ræningjayfirskegg, íklædd- ur súkkuilaði'brúnum fötum en hvítur vasaklútur stóð upp úr brjóstvasanum. Hann gekk að hurðinni og barði. — Viltu eitt- hvað að drekka, Anne-Marie? Stúlkan rak hönd gegnum rif- una, tók flöskuna, lokaði dyrun- um. Serge gekk aftur að borð- inu, þar sem hinn maðurinn hafði setið kyrr og horfði á hend ur sér, skuggalegur á svip. Úr svefnherberginu heyrðist í steypibaði og líktist mest hita- beltisregni, og gerði íbúðina enn heitari, loftþyngri og meira kæf- andi. — Þú átt að kasta, sagði magri maðurinn. Serge tók teningana. — Ein- hver annar ætti að gera það, sagði hann. — Hún er of ung. — Ég hef ákveðið, að Anne- Marie geri það. Það er úttálað og afgreitt mál. — Já, hvað okkur snertir, en ekki hana, sagði Serge. Magri maðurinn leit upp og munnurinn opnaðist, eins og hann ætlaði að fara að æpa að Serge, en stillti sig sarnt, dró að sér andann og þagði. Hnef- arnir lágu krepptir á borðinu, og neglurnar grófu sig inn í lóf- ana. Serge kastaði teningunu.n og fékk þrjá og tvo. Hann var að tapa fjórða leiknum þetta kvöld. Anne-Marie gekk úr baðkrókn um og in í svefnherbergið aft- ur, og vatnið lak af henni allri. Hún opnaði konjaksflöskuna og hellti hálft vatnsglas, sem hún drakk úr, hægt og hægt, meðan hún lét sig þorna í heitu nætur- loftinu. Það ískraði í gluggahler- unum og hún fann ti'l höfuðverkj ar. Hún setti frá sér glasið og tók að klæða sig. Inni í salnum hafði magri mað urinn unnið fjórða leikinn- sinn, og tók að raða töflunum upp aft ur. Anne-Marie kom inn úr svefnherberginu, með aftur- sleikt hárið undir bláum skýlu klút, í sægrænum kjól með fiska mynztri. Þung handtaska hékk á öxl hennar. Serge fór að rísa á fætur. Magri maðurinn sagði við hana: — Hefurðu þá allt með þér? Klukkan er orðin kortér yfit ellefu. Þú verður að vera kom- inn þangað á miðnætti í síðasta lagi. Bíllinn er útL Serge glotti til hennar og blót aði. Hún gekk frarahjá þeim og til dyranna. — Mundu, sagði magri maðurinn, — að tala við afgreiðsmmanninn fyrst, og koma við á báðum börunum. Hún kinkaði kolli og gekk út og Serge á eftir henni. Þegar þau voru farin, stóð magri maðurinn upp og aflæsti útidyrunum. Niðri á götunni stóð svartur Citroen, líkastur grannvöxnum froski. Anne-Marie settist inn . hann við hliðina á Serge, og þau óku hljóðlega í áttina til sjávar. Borgin var því seim næst alveg þögul. Flest kaffihús og veitinga hús voru lokuð bak við vírnet. Einstaka bíll ók yfir gatnamót- in, með deyfðum ljósum, og hélt hvínandi út í myrkrið. Það var mjög heitt inni í bílnum, enda þótt gluggarnir væru opnir, svo að rykið gaus framan í þau. Þau sögðu varla orð. Bíllinn beygði inn í breiðgötu, sem lá niður að hafnargötunni. Búðir með bogagöngum þutu framhjá, lík- astar tóraum augnatóttum. Flest götuljóskerin hér höfðu verið brotin, og hermenn voru á hverju horni. Þau fóru framhjá kvikmyndahúsi, sem var enn bleikt af neonljósi, undir skraut litum Frank Sinatra, sem stóð með útbreiddan faðminn og söng hljóðlaust út í náttmyrkrið. Bíllinn stanzaði á hafnargöt- unni, um tuttugu skref frá gisti húsinu. Anne-Marie steig út. Þarna voru hermenn með stál- hjálma á verði. Böggluð vindl- ingaaskja kom fjúkandi eftir göt unni í áttina til hennar. Biflinn ók burt. Hún sneri sér við og gekk framhjá gjósandi gos- brunni, undir pálmagreinum, sem skrjáfaði í fyrir vindinum. Inni í gistihúsinu var af- greiðslumaðurinn að bogra yfir bók sinni, en augun hvítgrá eins og gler. Hún ávarpaði hann og hann tautaði eitthvað, án þess að breyta um svip. Að baki hon- um sat roskinn lögreglumaðu. með vélskammbyssu á hnjánum Hún gekk yfir forsalinn og inn í barínn niðrL Uppi undir loftinu suðuðu vindsnældurnar, rétt eins og skipsskrúfur í sjó. Barinn var næstum manntómur. Hún stanzaði í dyrunum og leit kring um sig, en sneri þá við og gekk yfir forsalinn aftur og að lyftunum. Arabi í bláum einkennisbún- ingi hneigði sig og opnaði, og sagði svo með glottandi gulltanna munni: — Hvaða hæð, frú? — Spilasalinn. Lyftan tók að síga upp gang- inn innan í marmarastiganum, framhjá fyrstu hæðinnL nr. 1—• 100. Spilasalurinn, ásamt mat- sal og bar, var á annarri hæð. Arabinn hneigði sig, er hún gekk út, enn brosandi og tautaði: — Góða nótt, frú! Hún stikaði fram hjá honum, með þungu töskuna hangandi um öxlina. Rétt sem hún var að koma út úr lyftunni, rakst hún næstum á tvo menn, sem komu út úr spila salnum. Þeir voru báðir mjög drukknir. Annar þeirra skríkti og reyndi að taka í handlegg- inn á henni. Hann var líkastur kanínu, lítill og gráskitulegur með stór eyru. Hún ruddist fram hjá honum og hann kallaði á eft- ir henni, gælulega: — Sæl, elsk- an! Hún gekk hratt eftir ganginum inní manntóman sal, sem var á stærð við tennisvöll og fóðraður með myndum af frönskum kvik- myndastjörnum. Úti í horni sat gömul kona við dymar að snyrti herbergjunum, og prjónaði, en undirskál með skildingum í var fyrir framan hana. Þegar Anne- Marie kom að hennL heyrði hún að fyllibytturnar tvær voru að koma á eftir henni, hlæjandi. Hún gekk inn í snyrtiherberg ið, setti töskuna sina á gólfið og horfði á mynd sína í speglinum. Augun voru stór og svört og hún sýndist kinnfisfcasoginn í drauga legu ljósinu, sem var yfir spegl- inum. Hún varð þess vör, að hún hafði ákafann hjartslátt. Hún leit á hendurnar á sér — þær skulfu ekkert. Hún strauk höndunum niður eftir kinnunum og neri köldu vatni á gagnaugun. Hún gat heyrt blaðrið í fyllibittun- um úti fyrir. Hún var reið og taugaóstyrk, en hvað sem fyrir kæmi varð hún að forðast að gera neitt uppþot. Einhvern veginn varð hún að sleppa frá þeim. Hún tók upp töskuna og sneri til dyra. Þekr biðu hennar utan dyr- anna. Sá með kanínuandlitið slag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.