Morgunblaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 10
V 10 GUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1967. ,Þaö er svo gaman að heyra lítil börn tala íslenzku' — rætt við nokkra Vestur- islendinga, sem eru hér á ferð Hjónin Jóhann og Ingiríður Straumfjörð. AÐ UNDANFÖRNU hafa dval ið hér á landi margir Vestur- íslendingar. Bæði frá Banda- ríkjunum og Kanada. Margt af þessu fólki er hér í fyrsta skipti. Mbl. ræddi við nokkra Vestur-íslendinganna og fara I viðtölin hér á eftir: Búin að hitta marga ættingja. I Á heimili Sindra Sigurjóns- sonar hittum við hjónin Jó- hann Straumfjörð gullsmið og j Ingiríði Straumfjörð. Hvorugt þeirra hafði komið til íslands áður. — Það var föðurafi minn, Vóhann Straumfjörð frá Straum fjarðartungu, sem flutti fyrst- ur minnar ættar til Vestur- heims árið 1876, sagði Jóhann. Faðir minn var fæddur í Hrís- dal, en var 7 ára þegar afi j flutti vestur. Móðurfólk mitt | var frá Borg á Mýrum og Ferju ! koti. Sjálfur er ég fæddur á j lítilli eyju í Winnipegvatni, er nefnist Engey. Á þessari eyju i bjó föðurafi minn. I — Ættfólk mitt er lika úr Borgarfjarðar- og Snæfellsnes- i sýslu, sagði Ingiríður. Föður- j afi minn hét Sigurður Bárðar- ) son og vacr fæddur í Kolbeins- | staðahreppi. Ég er hins vegar fædd í Nýja-fslandi. | — Það hefur verið sérstak- lega ánægjulegt að koma til íslands. Fólkið hérna er við- I kunnanlegt og mikill menning- arbragur á því. Það er líka athyglisvert hversu margir fara í Háskóla, hjá svo fá- gpennri þjóð. j — Landið var töluvert öðru vísi heldur en við héldum. Við átbum ekki von á að það væri svona mikill gróður hérna. Svo er líka margt sem vakið hef- ur furðu okkar. T.d. vegirnir. Þeir eru að vísu slæmir, en þeir liggja bókstaflega um allt. Jafnvel upp í dali þar sem eru ef tl vill ekki nema einn eða tveir bæir. | — Það vekur líka athygli hvað bændabýlin eru hér mynd arleg og hversu góð umgengni er um þau víðast hvar. Þá virð ist að bændur allir eigi miklar og góðar heyöflunarvélar. í — Við erum búin að hitta hér marga ættingja okkar. Suma þeirra vissum við ekk- ert um. Þeir bara hringdu hing að og mæltu sér mót við okk- ur. Það var mjög gaman. j — Við erum búin að fara nokkuð um landið. Fyrst ber þá að nefna, að við fórum vest ur í Straumfjörð á ættslóðir forfeðra okkar og ættmenna. Þá fórum við til Kirkjubæjar- klausturs. Það var verulega gaman að koma á þessa sögu- frægu staði t.d. eins og Berg- þórshvol. Þá fórum við til Þing valla og að Gullfossi og Geysi. Gullfoss er sérstaklega falleg- ur og við höfðum ekki haldið að áin sem hann er í, væri svona vatnsmikil. Geysir lét ntið á sér kræla þegar við vor- um þar, en hins vegar sýndi Strokkur oikkur listir sínar þrisvar sinnum meðan við vor- um á staðnum. Við komum einnig í Skálholt og á Selfoss, en þar hlýddum við á messu hjá séra Sigurði Páls'syni. Þá fórum við norður á Akureyri og skoðuðum okkur um þar og fórum alla leið inn að Grund 1 Eyjafisrði. Það má nú ef til vill segja að það hafi verið of mikill þeytingur á manni. — Við tölum oft saman á íslenzku. Sonur Ingiríðar af fyrra hjónabandi er staddur hérlendis ásamt konu sinni og dóttur sem er 16 ára gömul, Sú var nú hrifin af landinu. Hún er ákveðin að koma hing- að aftuir þegar hún er búin með sitt skólanám. Eitt fannst okkur gaman og sérkennilegt. Það var að heyra litlu börnin tala íslenzku. Einhvern veginn er það þannig að manni finnst það einkennilegra að heyra þau tala málið heldur en fullorðna fólkið. — Við höfðum lestrarfélag er nefndist Vestri og ungmenna- félag er hét Frón. Svo var hald inn íslendingadagur hátíðlegur Guðjón Guðmundsson 2. ágúst ár hvert. Starfsemi þessi lagðist niður, en nú hef- ur verið stofnaður Íslendinga- klúbbur. Þar fer reyndar allt fram á ensku, en fundir eru haldnir reglulega og eru oft fjölmennir. Við vonum að það takist að endurvekja áhugann aftur og að þessi félagsskapur eigi sér langa lífdaga fyrir höndum og eigi eftir að efna til fleiri slíkra íslandsferða. Langar ekki á hestbak. Þá hittum við Friðrik John- son á herbergi hans á. Hótel Borg. Friðrik er frá Alberta 1 Kanada og vinnur þar að land búnaðarstörfum. Faðir Friðriks var Kjartan Jónsson, en hann var fæddur í N-Dakota og móð ir hans hét Guðlaug Guðmunds dóttir, fædd vestur í Dölum, en flutti til Vesturheims þegar hún var 2ja ára. — Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til íslands, sagði Friðrik. Ég hafði hugsað mér landið ag fólkið dálítið öðru- vísi, en raun var á. Annars gera mjög margir sér alrangar hugmyndir um ísland. Halda að hér sé ekkert nema ís og snjór. — Veðrið hér hefur ekki ver ið verra en ég bjóst við. Það rignir mikið, n það hefur ver- ið fremur hlýtt. Ég mundi þó, auðvitað, kjósa meira sóiskin. — Fólkið hérna finnst mér frjálslegt og óþvingað. Allir virðast vera í góðu skapi. En mér finnst nóg um hvernig fót- gangandi haga sér í umferð- inni. Fólk hér gengur sitt á hvað eftir götunni og bíður ekki einu sinni eftir grænu ljósi, þar sem götuljós eru. Það mundi örugglega heyrast hljóð úr horni ef fólk hagaði sér svona heima og lögreglan væri fljót til að láta til sín taka. — Ég get lesið íslenzku það mikið að ég skil blaðagreinar og bækur efnislega. Á heimili foreldra minna var íslenzka lítið töluð, en það sem ég kann í málinu lærði ég hjá afa mín- um og ömmu. Ég hef nú lítið reynt að tala íslenzku í 30 ár, en hún rifjast fljótt upp fyrir manni, þegar maður þarf að nota hana. — Jú. Ég hitti oft íslendinga í Kanada, en þeir geta lítið talað íslenzku. Það er þá helzt eldra fólkið. — 17. júní var ég töluvert á ferðinni og fór þá hér um borgina og nágrenni hennar, svo og til Þingvalla. Það er mjög sérkennileg-ur og falleg- ur staður. Ég sá þennan dag, tilsýndar, það sem ég hef aldrei séð áður, þ.e. heitar uppsprett- ur, — hveri. Ég veit ekki hvað ég get ferðast mikið um hér, en ætla þó norður á Akureyri og þaðan að Þverá í Eyjafirði, en þar bjó afi minn í eina tíð. — Ég hef ekki komið á ís- lenzkt bændabýli, en ég sá nokkur á leiðinni til Þingvalla. Þau voru flast hver reisuleg að Friðrik Johson sjá. En skepnurnar á búum bænda eru öðru vísi heldur en heima. T.d. hrossin, hér eru aðeins eitt hrossakyn „pony“, en hjá okkur eu þau um 30. — Nei, ég hef ekki komið á hestbak, enda ekki svo ýkja spenntur fyrir því. Ég á hest heima og get þar brugðið mér í útreiðatúr, ef mig langar til. '—..Ég hef hitt nokkra æt.t- ingja mína, og margir hafa rétt mér hjálparhönd v.ð að ná til þeirra. Vil ég þar tilnefna og þakka Þórhalli Ásgeirssyni og Baldri Líndal. — Ég verð hé’na sennilega fram undir mándðamót, en þó getur verið að ég fari til Skot- lands, áður en ég held aftur heimleiðis. Hef dálæti á íslenzkum ljóðum Guðjón Birgir Aðalsteinn Guðmundsson Brown er fædd- ur að Breiðadal í Vestur-ísa- fjarðarsýslu 26. nóv. 1890. — Faðir minn hét Guðmund- ur Guðbjartsson og móðir miu hét Sigríður Sigmundsdóttir. Ég var aðeins 18 mánaða þeg- ar ég flutti til Vesturheims. Fyrstu 6 árin bjuggum við í Brandon í Manitoba, en flutt- um 1899 til Winnipeg og þar átti faðir minn og stjúpa«heima til dauðadags. Ég hef sjálfur átt heima hingað og þangað í Kanada og Bandaríkjunum. Lengst af í San Francisco. Meiri hluta ævinnar hef ég unnið við húsbyggingar, en vann ennfremur í 11 ár hjá járnbrautarfyrirtæki. — Ég lærði að lesa og skrifa íslenzku þegar ég var ungling- ur og það var einungis töluð íslenzka á heimili mínu. Ég man eftir vissum örðugleikum I sambandi við að umgangast enskumælandi börn, en það kom með enskukunnáttunni. Ég hef alltaf kostað kapps um að halda íslenzkunni við og hef aðallega gert það með því að lesa íslenzkar bækur og ís- lenzku blöðin í Vesturheimi. Svo hef ég hitt marga íslend- inga og talað við þá. — Ég hef alltaf haft mikið dálæti á ljóðum og á margar kvæðabækur á íslenzku. Ég á bækur eftir Þorstein Erlings- son, Stephan G. Stephanson, Huldu, Matthías Jochumsson, Steingrím Thorsteinsson og svo náttúrlega Þorskabít og Jakob- ínu Johson. Mér hafa áskotn- azt þrjár nýjar ljóðabækur á ferðalaginu núna og það verð- Gunnar Þorvaldsson ur gaman að lesa þær þegar tími vinnst til. Ég lærði hins vegar að lesa á Njálu og Grett- issögu og þær bækur hef ég líka lesið á ensku. — Mér líst einkar vel á ísland og er reyndar hálfpartinn bú- inn að lofa sjálfum mér því að koma hingað aftur, en það verð ég þá að gera mjög bráð- lega, því að ég er farinn að eldast. Við hjónin ætluðum að koma hingað 1930 á Alþingis- hátíðina, en þá veiktist konan mín og allt það fé, sem við vor- um búin að leggja fyrir til far- arinnar fór í að kosta sjúkra- húslegu hennar. — Þó að þetta sé í fyrsta skiptið sem ég kem til íslands var ég búinn að gera mér nokk uð ljósa grein fyrir því hvernig landið mundi líta út. Það hafa reyndar orðið miklar og örar breytingar hérna. Það er ekki hið sama Ísland, sem ég kem til árið 1967 og ættfólk mitt fór frá árið 1887. — Á stríðsárunum voru marg ir íslendingar við nám í San Francisko og kynntist ég mörg um þeirra. Held ég að flestir þeirra, er við kynntumst þá, séu nú orðnir vel metnir borg- arar á Íslandi. Ég hef hitt nokk uð marga af þessu fólki, en hins vegar færra af skyldfólki en hef nú samt verið að Ieita að því. Meðal þeirra kunningja sem ég er nú búinn að hitta er Ragnar H. Ragnar á ísa- firði, en hann bjó hjá mér þeg- ar hann var að læra á píanó í Bandaríkjunum. — Ég er búinn að fara til Akureyrar og Mývatns. Einn- ig til ísafjarðar, en þar sá ég kirkjuna sem ég var skírður í. Það er víða mjög mikil og sérstæð náttúrufegurð á ís- landi. Fallegast fannst mér á Akureyri. Margir voru búnir að segja mér að fallegt væri við Mývatn, en ég verð nú að segja að ég varð fyrir von- brigðuml>egar ég kom þangað, Þar var bara grjót, hraun og urð. Vatnið sjálft er náttúrlega fallegt. — Ekki get ég kvartað yfir veðrinu þessa daga se.m ég hef verið hér. Það hefur rignt nokkuð mikið, en það vantar nú ekki að það geri það i San Fransisco líka. — Að lokum mundi ég bara þakka öllu því góða fólki, sem tekið hefur á móti mér hér- lendis og þá fyrst og fremst hjónunum hér í Skaftahlíð 11, þeim Ingu og Grími Gíslasyni. Já, og svo segja aftur það sem ég sagði áðan: Ég hef í hyggju að koma aftur og vera þá leng- ur. Húsin stór og falleg. Gunnar S. Þorvaldsson er þingmaður íhaldsflokksins fyr- ir Winnipeg á Kanadaþingi, Gunnar hefur tekið mikinn þátt í stjórnmálum og félags- málum hvers konar. — Ég hef ekki komið til fs- lands áður, sagði Gunnar. Fað- ir minn flutti frá íslandi árið 1886. Hann hét Sveinn Þor- valdsson og var Skagfirðing- ur að ætt. Starfaði hann sem kaupmaður í Kanada. Móður- ætt mín var frá Akranesi og úr Borgarfirði. — Ég lærði lög og rek nú lögfræðifyrirtæki í Kanada og Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.