Morgunblaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLI 1967. 19 Gömul loðskinnspressa — Kanada f| Framhald af bls. 12 ópubúar að flykkjast vestur um haf, hvattir og lokkaðir til þess, toæði af stjórn Kanada og Banda ríkjunum. Stjórnir beggja land- anna, töldu nauðsynlegt að koma upp samfelldri byggð í héruðum vestursins. Þessar vesturferðir stóðu nær látlaust fram að fyrri heimsstyrjöld. Fæst þeirra landsvæða, sem þessir innflytj- endur fengu til umráða, voru nein gósenlönd, helaur biðu land nemanna þrotlausir erfiðleikar og oft hörmungar fyrstu árin. Skipafélög og járnbrautafyrir- tæki þrifust auðvitað vel á þess- um þjóðflutningum og leigðu sér agenta til þess að hvetja fólk og ginna margan fáfróðan mann oft með mergjuðum lygaáróðri tii þess að yfirgefa gamla land- ið. íslendingum er þessi saga fremur öðrum kunn, enda þótt hún hafi aldrei verið könnuð til hlítar né sögð til fulls. Samveldislandið. Allt fram á síðustu ár frá því að Kanada, fyrst brezkra ný- lendna öðlaðist sjálfstjórn, hef- ur landið leikið eins konar hlut- verk elzta sonarins í hinni und- arlega samsettu og marglitu fjöl- skyldu Bretaveldis. Þegar Eng- lendingar hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni töldu þeir svo sjálfsagt að nýlenduríkin fylgdu þeim að málum, að þeir höfðu ekki fyrir því að spyrja vilja þeirra. Þau fylgdu líka öll hús- bændunum í eldhríðina, ekki sízt Kánada, sem varð á þeim ár- um matartoúr Bretlands og sendi hundruð þúsunda hermanna í skotgrafavíti Frakklands. Gjaldið varð líka hátt. Nærri 600 þúsund Kanadamenn voru kallaðir í her inn og tíundi hver þeirra féll eða særðist. Þetta var mjög hátt hlutfall miðað við mannfjölda landsins og mannfall annarra ríkja. Bandaríkin t.d. misstu ekki fleiri menn alls, þó þau væru meir en tíu sinnum fjöl- mennari. Hvort ástæðan var sú að Kandamenn voru öðrum her- mönnum Bretaveldis feigari eða þetta ber vott um enska hag- sýni skal ósagt látið. Styrj öldin varð þó um leið til þess að efla atvinnuvégi Kanada, einkum iðnað, og sjálfstraust íbúanna jókst. Hermálaráð- herra Breta, hinn voldugi Kitc- hener, hafði í upphafi tilkynnt Hugh hermálaráðherra Kanada, að lítt æfðum hersveitum þeirra yrði dreift meðal enskra sveita og byrsti sig er Hugh hreyfði mótmælum. Hugh sagði hinum fræga lávarði að fara fjandans til, ef hann reyndi slíkt, snerist á hæli og fór út. Hersveitunum var ekki dreift og Kanada krafð- ist þess að ófriðnum loknum að koma fram sem sjálfstæður aðili við friðarborðið. Bretar fengu aðra áminningu um að sonurinn væri að verða mynd- ugur þegar forsætisráðherra Kanada neitaði að fylgja Bret- um að málum í deilum þeirra við Tyrki 1922 án þess að kalla saman kandíska þingið og spyrja það ráða. Stjórnmálamenn Breta eru Jafnan næmir á öll veðrabrigði og fljótir að átta sig á breyttum kringumstæðum. Á heimsveldis- ráðstefnu, sem haldin var 1926 var ákveðið að breyta titli enska konungsins með sérstöku tilliti til sjálfstæðis Kanada og með Westminsterstatútunni 1931 toreytti enska þingið stjórnarfars legri stöðu Kanada og allmargra annarra landa innan heimsveld- isins þannig að þau urðu nær al- gerlega sjálfstæð ríki í konungs- sambandi við Stóra-Bretland. Þannig hætti brezka heimsveld- ið að vera til en torezka samveld- ið kom í staðinn. Af þessu leiddi óhjákvæmilega að Kanada elti ekki óbeðið og af sjálfu sér er Englendingar sögðu Þjóðverjum stríð á hend- ur haustið 1939, heldur hóf þátttöku viku seinna, með hálf- lum huga þó, og batt þátttöku sína mörgum skilyrðum. En ein- dregnast kom þó í Ijós árið 1966, í Súezdeilunni, að Kanada lét ekki lengur segja sér fyrir verk- um af herrunum í Westminster. Þetta er eiginlega í síðasta skipt- ið sem Englendingar reyndu að leika heimsveldishlutverkið í 19. aldar stíl, ef frá er skilið þorskastríðið við íslendinga. Anthony Eden, sem um flest var pólitískur uppeldissonur Winst- ons Churchills, hugðist fara enn einu sinni í gerfi nýlendukúgar- ans og ásamt Frökkum sendu Bretar herskip og flugvélar á vettvang til þess að auðmýkja Egypta, sem höfðu tekið Súez- skurðinn eignarnáml. Mörg sam- veldislönd t.d. Ástralíusamtoand- ið fylgdu Bretum og Frökkum að málum, en Kanada undir for- yztu St. Laurents og Lester B. Persons, utanríkisráðherra, skipuðu sér við hlið Indlands og Bandaríkjanna, sem lýstu harmi sínum yfir árásinni. Þessi árás varð Bretum til hins mesta áfellis sem kunnugt er og kost- aði Eden völdin. Árin eftir síðari beimsstyrjöld ina hafa leitt æ betur i ljós að frá fjárhagslegu sjónarmiði er Kanada miklu nánar tengt Bandaríkjunum en brezka sam- veldinu. Kanada er af landfræði legum ástæðum á dollarasvæð- inu. Hin löngu og óvígirtu landamæri landanna eru aðeins hugsuð lína og eiga sér enga náttúrulegar orsakir. Viðskipta- leiðir líkt og fjöllin og fallvötn- in liggja norður og suður og hundruð þúsunda ítoúa beggja landanna heimsækja hverir aðra ár hvert. Kanadískur iðnaður er mjög þurfandi fyrir bandarískt fjármagn og tækni. Bandaríkin, sem hafa ómælt sóað og varpað á glæ auðlindum sínum eru orðn ir margvíslega háðir Kanada um öflun hráefna. Kanadamenn eru eðlilega hræddir' við hinn tí- falt fjölmennari, volduga og gráðuga nágranna sinn, óttast að fjárhagslegir yfirburðir Banda- ríkjanna leggi undir sig auð- lindir og atvinnulíf landsins og nái einnig pólitískum áhrifum. Þeir hafa haft næg fordæmi fyr- ir augunum frá Suður- og Mið- Ameríku til þess að æskja ekki sams konar hlutskiptis. Kana- dískir stjórnmálamenn og at- hafnamenn ganga þess því ekki duldir að starfsbræður þeirra fyrir sunnan þá líta girndarauga hinar miklu ónotuðu hráefna- lindir og athafnamöguleikar lands þeirra. En þeir þurfa að vega og meta þá áhættu að hleypa inn erlendu fjármagni, fjármagni, frá þeim eina stað, þar sem það er nægilegt fyrir hendi tii þess að hefja þær fjár- freku framkvæmdir, sem upp- bygging norðurhéraðanna krefst eða hins láta þær bíða enn um ófyrirsjáanlegan tíma og geyma komandi kynslóðum sinnar eig- in þjóðar þessi auðæfi líkt og arðlaust fé í bankahólfi. Sem dæmi um hvað gerzt getur ef fyrri kosturinn er valinn má nefna að Bandaríkjamenn ráða nú þegar yfir 70% af fjármagni í olíuiðnaðinum og meir en helm ing fjármagns þess, sem bundið er í námurekstri. Árið 1957 skar John Diefen- baker leiðtogi e.k. framsóknar- íhaldsflokks upp herör fyrir því að stöðva ásókn bandarísks fjármagns inn í landið. Kanada hóf viðskipti við lönd Austur- Evrópu og jafnvel Kína. Marg- ir kanadískir hagfræðingar voru þó eindregið á móti þessu og hafa hvatt til þess að myndaður yrði sameiginlegur markaður Norður-Ameríku. Þeirri hugmynd hefur einnig oft skotið upp að Kanada ætti einfaldlega að ganga í ríkja- samband Bandaríkjanna og hinir frönsku íbúar Quebec hafa átt til að ógna fylkjasambandinu með því að hóta að sækja um upptöku í Bandaríkin, þegar þeim hefur fundizt hlutur sinn fyrir borð borinn. Slíkt myndi ef til vill stöðva hinn hættulega landflótta ýmissa dugmestu og menntuðust manna meðal íbúa Kanada sem fara árlega í aukn- um mæli suður yfir landamærin til þess að dansa þar kringum gullkálf hærri lífskjara. Banda- ríkjamenn myndu sjálfsagt ekki hafa mikið á móti því að fó hið málmauðuga Quebec-fylki sem auk þess sér miklum hluta austurfylkja þeirra sjálfir fyrir rafmagni inn í ríkjasambandið. Þeir virðast þó hafa gefið hug- myndina um innlimun Kanada sem heild eða í bútum upp á bátinn fyrir fullt og allt eftir að innrás þeirra mistókst árið 1812. Árið 1911 lýsti alkunnur bandarískur stjórnmálamaður því að vísu yfir að hann von- aðist eftir að lifa þann dag þeg- ar bandaríski fáninn blakti yfir öllu landsvæði Norður-Ameríku frá Mexikóflóa norður að heim- skautinu, en fátt bendir til þess að kanadíska þjóðin í dag hafi sem heild áhuga fyrir að láta þennan draum rætast eða að bandarískir stjórnmálamenn álíta þetta raunverulegan póli- tískan möguleika. Þeim er þó jafnan ofarlega í minni gildi Kanada fyrir bandarískt efna- hagslíf einkum hversu mjög þeir eru orðnir Kanada háðir með öflun hráefna og munu ekki láta sitt eftir liggja að treysta efna- hagsleg tengsl ríkjanna sem mest 'hvaða stefna svo sem kann að verða ofan á hjá Kanadamönn- um sjálfum. Odýr teppi tMislit teppi á kr. 157. Köflóttar barnasíðtouxur lá 1—5 ára á kr. 95 'Hanidklæði, gott úrval. Ódýr storesefni með.blý- þræði Slæður og hanzkar IHvítit straufrítt poplín á (kr. 36 mtr. Verzl. Anna Gunnlaugsson NTJVNG LUTEA þunrishampo spray Laugavegi 37, sími 16894. Legubretli Ve rks tæða t j akk ar Tjakkar lVz—15 tonn Farangursgrindur Fjaðrir Fjaðragormar Höggdeyfar Bremsudælur Spindilkúlur Stýrisendar Mottur í úrvali Útvarpsstengur Þvottakústar Bílabón, mjög goitt Plast-kote sprautulökkin til blettunar. Isopon til allra viðgerða. I^pjnaust h.t Höfðatún 2. Símj 29185 'gefur yður fallega hár1- igreiðslu á örfáum mínútum. Þér þurfið aðeins að úða og toursta, og þá fellur hárið mjúklega í skorður. Varnar flösu og hæfiir öllu hári. Það igefur bieztan árangur sé það inotað sparilegia. Takið brúsa með í sumiar- leyfið. Fæst í snyrtivöruverzlun- um og víðar. Heildsölubiirgðir: EVRÚPUVIÐ8KIPTIHF. pósthólf 503, Reykjavík, sírni 35'582 >• Aletrun á flest alla málmhluti t.d. vindlinga- kveikjara, vindlingaveski, skálar bakka, verðlaunabikara, penna, borð búnað og gull og silfurskartgripi. Biðjið um sýnishorn. Afgreitt innan 24 klst. Ódýr og vönduð vinna. Sendi í póstkröfu. LL icdi. iczir^i i—ii=ii______m Eyrarvegi 5, Selfossi — Sími (99) 1200. LAHD- -nOVER Vegna sumarleyfa verður verkstæði okkar aðeins opið fyrir minniháttar viðgerðir og stillingar á tímabilinu 17. júní til 10. ágúst. P. Siefánsson hf. Laugavegi 170—172.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.