Morgunblaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1967. honum og hjúfraði sig að barmi hans. Fáum dögum síðar söfnuðust geimfararnir aftur um borð í stjörnuskipið, og því næst var flogið beinustu leið til heim- kynna Danós, jarðstjörnunnar Lai Það var ákaflega fagur hnött- ur, í fimmsólnakerfi, og ljós- brigðin ógleymanleg; dagarnir líkir og á Jörð, rökkrið rautt, nóttin nánast hvit, og morgnar bláir. Þetta var fegursti staður er ómar hafði komið á fram að þessu, og fólkið ljúft og indælt með afbrigðum. Hann flaug með Danó til höfuðborgarinnar, er nefndist Teraí, og var að flatar- máli jafnstór London, en hafði miklu færri íbúa, því að hús flest voru smá, og miklir lysti- garðar kringum hvert þeirra. „Ég er búinn að senda landa þínum skeyti,“ sagði Danó ítoygg inn. „Þú ert hjartanlega velkom inn á heimili þeirra Naníu og hans. Ég fer með þig beint þang- að af flugstöðinni." — Hann gekk upp breiðar tröpp- ur í hlíðarhalla, að lágu, tvílyftu húsi. Vínrauð rökkurmóða lá yf- ir borginni, og allt um kring var blíðlát kyrrð. En húsið var upp- Ijómað og á stéttinni stóðu kona og karlmaður — ungur maður, fremur lágvaxinn, en ljómandi af æskufegurð og lífsgleði. Ómari gekk illa að þekkja gamla kennarann sinn í þessum glæsi- lega manni, og konan við hlið hans var svo fögur að hann gleymdi öllu öðru meðan hann virti hana fyrir sér. Hún var lít ið eitt lægri en maki hennar, og mjög grannvaxin, gultoleikt hár hennar bylgjaðist niður um axl- irnar, hörundið var Ijóshvítt með daufum blómroða, varirnar minntu á villta rós, sem er að springa út, nefið lítið og beint, með örsmáum nasaholum, aug- un stór, undir brúnum sem minntu á dökt gull, ávallt andlit ið geislaði af töfrandi kvenleik. Þau brostu til hans bæði og heils uðu honum á Laimáli: „Óma a íana!“ Hann hafði þegar lært tungu þeirra í dásvefni, og svaraði því á henni. En brátt tóku þau bæði að tala við hann íslenzku, og þótti honum það næsta furðu- legt fyrirbæri að hitta manneskj- ur er töluðu mál hans þarna úti í ómælisdjúpi geimsins. Litill drengur kom nú hlaup- andi til þeirra, heilsaði Ómari með handabandi og sagði hátt og snjallt: „Komdu sæll og bless aður!“ Þá varð fslendingnum svo við að honum vöknaði ósjálfrátt um augu. Dvöl Ómars Holt í þessari undraveröld varð st.yttri en hann hefði óskað. Þegar á þriðja degi kom Danó að máli við hann og var honum mikið niðri fyrir: „Eitt af minnstu rannsóknarskip um Hnattasambandsins hefur týnzt í sólkerfi einu skammt hér frá — það eru bara tvö Ijósár þangað — og mér er falið að svipast eftir því! Við förum í stærsta diski árásasveitarinnar: Lenai Dorma, Miro Kama, Tam- as sjónhverfingamaður, Krass frá Dúmi, Lolla Hratari, Hnirra Faxmaður, og svo árásarsveitin, sem ég stjórna. Mér datt í hug að þig mundi ef til vill langa til að slást í för með okkur, svo að ég gekk á fund yfirmanna stjörnuskipsins, en þeir eru nátt- úrulega átoyrgir fyrir þér sem farþega sínum. Og þeir leyfðu, með talsverðum semingi þó, að þú mættir fara, ef þú óskaðir þess eindregið. „Danó brosti ei- lítið íbygginn og hélt áfram: „En þú hefur kannski engan áhuga fyrir þessu?“ „Jú, það geturðu reitt þig á!“ svaraði íslendingurinn brosandi. Þeir lögðu af stað um kvöldið, því að þetta þoldi enga bið. En gert var ráð fyrir að þeir yrðu fljótir í förum, og ætlaði stjörnu skipið að bíða þeirra í sólkerfi Laí. Þar var margt að skoða, er farþegarnir gátu unað við á með an. Diskurinn, sem valinn hafði verið til fararinnar, var gríðar- stór og sporöskjulagaður, fjöru- tíu metrar á lengd og tuttugu og þrír á breidd, hin mesta furðu fleyta. Hann var fljótur að skjótast út úr sólkerfinu, en síð- an var farið yfir í geimþyt. Þótt ljósið, sem rólar þrjú hundruð 43 4e ,c '’l*. Cosprit — Þér mynduð gera mér mikinn greiða ef hægt yrði að sóla þá á stundinni. þúsund kílómetra á sekúndu hverri, væri tvö ár að komast til ákvörðunarstaðar þeirra, var þetta rennilega skip aðeins ör- stutta stund á leiðinni. Ómar Holt fékk nú að vita sitt af hverju um stjörnuríki það er eftirlitsskipið hafði týnzt í. Það var ein stór, bláhvít sól, með tíu fylgihnetti, en fæstir þeirra voru byggðir skyni gæddum verum. Sá fjórði í röðinni út frá sólu var gríðanmikil jarðstjarna, með súr efnislofthjúpi, og var þar mik- ill fjöldi hinna ólíkustu þjóða. Hún hét Góma rana, sem á ís- lenzku mætti þýða: Stóri Gráni. „Við höfum lengi átt í talsverð- um erfiðleikum með þennan hnött“, upplýsti Míro Kama. „Hann er mörgum sinnum stærri en Jörðin þín, en mjög „léttur“, því að þar eru nálega engir málmar. En loftslagið er gott og gróðursæld mikil, fólkið þarf lítið fyrir lífinu að hafa. Fyrir rúmum fimmtíu þúsund árum var þarna eins konar fanga- geymsla: glæpamenn og geð- sjúklingar voru sendir þangað hvaðanæva úr nágrenninu. Við vorum þá ekki orðnir vititoornari en svo, að það hefur komið okk- ur í koll æ síðan. Auðvitað hef- ur allt verið reynt, sem hægt er, til að manna þetta fólk og flýta þróun þess, en samt sem áður er margt af því enn á hálfgerðu steinaldarstigL Okkar á milli sagt minnir ástand þess taJsvert á mannlíf Jarðar fyrir tvö — þrjú þúsund árum, en er þó að því leyti skárra, að blóðugir bar dagar eru nálega óþekktir. Aftur á móti hefur þetta fólk í frammi alls konar klæki, undirferli og svik, sem erfitt er að sjá við. Það er slóttugt, en almenningur Alan Wllliams: PLATSKEGGUR aði til hennar og kallaði hana elskuna sína. Hún reyndi að kom ast framhjá, en hann stóð í veg- inum fyrir henni, svo að hún komst ekki inn í spilasalinn. Hún leit vandraeðalega á gömlu kon- una, sem hélt áfram að prjóna, bak við aura-undirskálina sína. Sá með kanínuandlitið reif í ermina hennar, en hún brást reið við og skipaði honum að fara. Skólahótelin á vegum Ferðask > if.stofu rik isim bjóðayður velkomin í sumar (í eftirtöldum stöðum: 1 MENNTASKÓLANUM LA UGARVATNI v 2 SKOGASKÓLA 3 VARMALANDI í BORGA RFIRfíl 4 MENNTASKÓLANUM ÁKUREYRIX ‘ \/ , • 5 EltíJSKÓI A OG 6 SJÓMANNÁSKÓL Á’NUM 7' RFÝKJÁ VIK J * r ■’.* *■ Alls 'staður pr Jramreiddur hinn vinsalir lúx ustn o rg ii nvr rður 's\ ' fkall borð). f Gamla konan leit upp og á þau. Sá fulli slefaði eitthvað við Anne Marie, hristi höfuðið og lét þess getið, að hún væri ekki kurteis. Hún ruddist milli þeirra, hristi sig lausa og flýtti sér eftir gang- inum við spilasalinn. Þar var enn einn lögreglumaður, rétt hjá gjaldkeranum. Hann stóð þar með kubbslega vélskammbyssu spennta við síðuna, og horfði eftir salnum og að einu borði, þar sem nokkrir Evrópumenn inn tómur, slökkt á ljósakrónun- voru að spila. Annars var salur- um og rykdúkar breiddir yfir spilaborðin. Til vinstri við spilasalinn var veitingasalurinn. Þar var tals- vert fjör og karlmenn í smóking fötum og konur í samkvæmiskjól um hlógu og kölluðu í uppgefna arabíska þjóna, en gulklæddir herforingjar voru í fjörugum samræðum yfir kampavíni. í hin um enda salarins og tjaldlaus gluggi, sem vissi út að sjónum. Anne-Marie athugaði fólkið kringum spilaborðið. Maðurinn, sem hún var að leita að, var ekki þar. Hún sneri til matsalar- ins og fyllibytturnar tvær voru þá þar komnar, hlæjandi og glottandi hvor til annars. Lög- reglumaðurinn horfði á þau öl], án sýnilegs áhuga. Svíradigur maður var að fá útborgaða nýja nýfranka seðla við kassann. Sá litli fulli var að reyna að tala við Anne-Marie, og gera tilraun ir til að rífa í hana og draga hana til sín. Hún hugsaði, og nú varð reiði hennar að hræðslu: Ég má ekki hafast neitt að, sem etfirtekt vekur. Ég verð að vera róleg. Ég verð að ganga að barn- um og panta mér að drekka og láta eins og ég sjái þá ekki. Maðurinn, sem hún var að leita að, var ekki í matsalnum. Hún gekk að skenkiborðinu. Fyllibytturnar tvær voru að baki henni, sá litli glottandi og mjálmandi á þá leið, að hún væri snotur þessi litla. Þjónninn sendi henni gljáandi bros og spurði, hvers hún ósk- aði. Þarna voru margir að drekka við skenkiborðið. Hún hikaði og horfði á andlitin, sem þarna voru samankomin. Við hlið hennar stóð blaðamaður, með niðurlútt höfuð og höndina fyrir öðru eyra og var að öskra eitthvað í síma. Maðurinn, sem hún var að leita að, var heldur ekki þarna. Hún sagði við bar- þjóninn: — Un Scotch! — Blackanvite, mademoiselle? Hún kinkaði kolli. — Trois Blackanvite! kallaði rödd að baki henni'. Það var sá litli fulli. Hann leit nú á hana með meinfýsnislegum lymsku- svip. Barþjónninn sneri sér við til að hella í glösin. Hinn fulli maðurinn ruddist að borðinu við hlið hennar. Þetta var stór mað- ur, með liðað hár og rjótt andlit, hann brosti til hennar og sýndi tennur, sem voru eins og gult vax, óhreint. Hún gat merkt and gufu hans og reyndi að hörfa til baka, en þar stóð sá með kanínu andlitið, svo að hún komst ekki neitt. Hún leit á barþjóninn, sem sneri að þeim baki og var að mæla í glösin. Hún leit á úrið sitt, 11.37. Hún átti efcki nema tuttugu mínútur til stefnu. Hún fann kuldahroll innvortis. Kan- ínuandlitið laut snögglega fram og greip um únlið hennar. Hún brá við, án þess að hugsa um það, sveiflaði handtöskunni af öxlinni og rak honum rokna löðr ung. Hann veinaði eitthvað og hörfaði til baka, og greip báð- um höndum um nefið. Barþjónninn snarsneri sér við með viskíglas í hendini. Her- foringi reis upp frá nálægu toorði. Einhver hló. Blaðamaður- inn hélt áfram að öskra í sím- an. Ane-Marie hreyfði sig ekki. Hinn fulli maðurinn hafði geng- ið til félaga síns, sem var í þa-nn veginn að rétta úr sér aftur, með tárin í augunum og öskraði upp yfir sig: — Þessi bölvuð mella ... .mella! Barþjónninn hljóp til, lagði aðra höndina yfir brjóstið á litla manninum og sagði við Anne- Marie: — Hvað var þetta? — Þeir eru fullir og geta ekki látið mig í friði. Rektu þá út! — Mella! endurtók sá litli og þerraði á sér nefið á erminnL A HVERRIKÖHNU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.