Morgunblaðið - 04.07.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.1967, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLl 1967. Ása l\l. Guðlaugsson 3.300tonn af kola til Bretlands -1000 tonn af flökum til Rúmeníu MORGUNBLAÐIÐ hefur rætt við Guðmund H. Garðarsson, fulltrúa hjá Sölumiðstöð hrað- frystiliúsanna, og spurzt frétta af markaðsmálum. Guðmundur sagði, að í frysti- húsunum væri stöðugt framleitt upp í gamla samninga um sölur á heilfrystum fiski, frystum fisk flökum og heilfrystri síld, sem gerðir hefðu verið við Rússa um síðustu áramót. Óvíst væri, hvort um frekari kaup af hálfu Rússa yrði að ræða á þessu ári. 1000 tonn til Rúmeníu >á sagði Guðmundijr, að seld hefðu verið 1000 tonn af freð- fiskflökum til Rúmeníu og væri það í fyrsta skipti, sem Rúmen- ar keyptu freðfisk af ísisnding- um. Auk Rússlands og Rúmeníu væri Tékkóslóvakía kaup*ndi á frystum fiski frá íslandi, en önn ur lönd í Austur- og Mið-Evrópu kaupi nú ekki frystan fisk héð- an. Skarkoli til Bretlands Um sölur á skarkola til Bret- lands sagði Guðmundur: „S.H. og S.Í.S. sömdu í síðasta flgn Khan í i Reykjavík AGA KHAN kom til Reykja- víkur kl. 7.45 í gærkvöldi í einkaþotu sinni, sem er frönsk af Mystere gerð. Er I Aga Khan hér í einkaerind- um á leið til Kanada og New York. Aga Khan kom hingað frá París um Prestwick og var þr 1 klst. og 50 mínútur á l/PAnni frá Prestwick. Aga Khann fór rakleiðis í Loftleiðahótelið, þar sem hann býr. Hann snæddi kvöldverð i Blómasalnum, en hélt síðan til herbergja Sinna. Með honum eru tveir kven- einkaritarar og karlmaður. Flugvél Aga Khans fer kl. 9 árdegis vestur um haf. Aga Khan kom tU Reykja- vík í marzmánuði sl. á leið vestur og dvaldist þá einnig næturlangt í Hótel Loftleið- um. mánuði við brezka kaupendur um sölu á 3.300 tonnum af heil- frystum skarkola. Kaupendur kolans eru sameiginlega þrír stærstu fiskkaupendur í Bret- landi, þ.e. Mac Fisheries Ltd., Affish Ltd., og Ross Group (International) Ltd. Kaupendur gera mjög strangar kröfur um gæði og vöruvöndun, og af þeim ástæðum hefur þurft að setja enn strangari reglur um með- ferð kolans, jafnt í skipum og vinnslustöðvum.' Vegna mikils framboðs á flat- fiski og kringumstæðna á brezka markaðnum, varð nú eigi kom- izt hjá því að selja kolann a lægra verði en á sl. ári. Aðrir markaðir fyrir hraðfryst an skarkola eru takmarkaðir." Kynningarstarf vestan hafs Guðmundur Garðarsson sagði einnig: „Bandaríska stofnunin, Natio- naí Fisheries Institute (Fiski- félag Bandaríkjanna), hefur beitt sér fyrir, að framleiðend- ur og seljendur sjávarafurða í Bandaríkjunum verji einni milljón dollara, 43 millj. ísl. kr. — til aukinnar kynningar og auglýsinga á fiski. Er þetta liður í þeirri baráttu að auka neyzlu fiskafurða, ef það mætti verða til að ná fiskiðnaðinum upp úr þeirri lægð, sem hann hefur að undanförnu verið í, vegna of- framleiðslu á fiski, sem leiddi til hins mikla fiskverðfalls í lok ársms 1966. -------♦♦♦--------- Parkdrenge- koret kemur í kvöld DANSKI KFUM-drengjakórinn, Parkdrengekoret, kemur til Reykjavíkur í kvöld. Kórin verður hér í tvær vikur og halda söngskemmtanir í Reykjavík og væntanlega í Keflaivík, Vestmannaeyjum, Sel- fossi og Akranesi. Á efnisskránni verður m.a. söngleikurinn „Eldfærin", eftir æfintýri H. C. Andersens, sem kórinn flutti í Aust.urbæjarbíói 1964. Á fundi stofnunárinnar á sl. vori var skipuð sérstök nefnd forustumanna bándaríska fisk- íðmaðarins til að fjalla um fyrr- greinda framkvæmd. Nefndina skipa 6 menn og er Þorsteinn Gíslason, framkvæmdastjóri Coldwater Seafood Corp., dótt- urfyrirtækis S.H. í Bandaríkj- unum, einn nefmdarmanna." Myndin er tekin af hópnum í Hafnarfirði skömmu áður en ------------<§» lagt var af stað. Kynningarferð Samtaka sveitar- félaga í Reykjaneskjördæmi SAMTÖK sveitafélaga í Reykja- neskjördæmi, sem stofnuð voru 1964, héldu fyrsta kynningar- fund s.l. laugardag, með þvi að bjóða félögum í sveitarstjórnum Reykjaneskjördæmis í ökuferð um nokkurn hluta kjördæmisins. Formaður Samtakanna er Hjálm- ar Ólafsson, sveitarstjóri í Kópa- vogi, en fararstjóri í ferðinni var Ólafur Einarsson, sveitarstjóri í Garðahreppi. Fulltrúar frá sveitafélögunum skýrðu ferða- mönnum frá því markverðasta, sem fyrir augu bar. Hópurinn, sem var um 80 manns, kom saman í Hafnarfirði og var fyrst ekið um bæinn og skoðuð helztu mannvirki og nýjar framkvæmdir. Þaðan var ekið um Bessastaðahrepp og staldrað við á Bessastöðum, þar sem forsetinn, herra Ásgeir Ás- geirsson sýndi komumönnum staðinn. f kirkjunni á Bessa- stöðum sagði forsetinn frá sögu staðarins, en að því loknu bauð hann upp á höfðinglegar veit- ingar. Frá Bessastöðum var ekið um Garðahrepp • og þar skoðuð m. a. nýju íbúðarhverfin, sem þar rísa upp hvert á eftir öðni. Síðan var ekið um Kópavog, þar sem ferðamönnum var einnig sýnt það markverðasta m. a. nýjan gæzluvöll barna, sem er mjög nýstárlegur og að sögn leiðsögu- manns sá fullikomnasti sinnar tegundar á íslandi. Um kvöldið var haldið hóf á Hótel Sögu. Sá hluti kjördæmisins, sem ek'ki gaifsit tími til að sikoða í þessari kynningarferð, verður skoðaður í næstu ferð. Var ferð þessi hin fróðlegasta. sýnir í Menntaskólanum Myndln er tekin fyrir utan bústað forseta íslands að Bessastöðum af sveitastjórnarmönnum í Reykjaneskjördæmi sem þáðu boð forsetans er þeir voru í fyrstu kynningarferð sinni um kjördæmið. UM ÞESSAR mundir sýnir Ása M. Gunnlaugsson 27 olíumálverk í kjallara nýbyggingar Mennta- skólans í Reykjavik. Eru 20 mál- verkanna til sölu. Sýningin var opnuð sl. laugardag og stendur hún í 10 daga frá kl. 2—10 e.h. Ása er búsett í Flórída í Bandaríkjunum, gift Birni Gunn laugssyni, stýrimanni á banda- rísku olíuskipi. Hafa þau hjón- in búið í Bandaríkjunum í 20 ár. Ása er ættuð úr Vestmanna- eyjum, þar sem hún ólst upp. Sl. sumar hélt hún sýningu þar, en 1963 sýndi hún á Mokka. Hún hefur átt myndir á samsýning- um í Bandaríkjunum. Ása tjáði blaðamanni Mbl. sem skoðaði sýninguna síðdegts í gær, að hún hefði á sínum ungu árum lagt stund á auglýs- inganám í Bandaríkjunum, en horfið frá því námd, þegar hún gifti sig. Hún sagðist alltaf hafa málað nokkuð sér til ánægju, og á seinni árum hafi henni orðið meira úr verki og því sé hún nú farin að halda sýningar á verk- um sínum. Hún sagðist m.a. hafa komið til landsins í þetta sinn til að halda upp á 25 ára stúdents- afmæli. Flestar myndirnar á sýning- unni eru málaðar á sl. fjórum árum og ber mest á landslags- myndum frá Florída og Vest- mannaeyjum. Kjölur off Sprengi sandsleið óiær ÞJÓÐVEGIR á Norður- og Austurlandi eru nú óðum að fær- ast í venjulegt sumarhorf, en til skamms tíma hefur aurbleyta spillt mjög færð á þessum slóð- um. Má heita, að allir aðalvegir séu nú færir hvaða bifreiðum, sem er, og sömu sögu eru að segja Um allt'Iesta fjallvegi á Austur- landi. Mikil aiurbieyta er þó enn á Nakin í laugunum að uóttu til LÖGREGLAN handsamaði þrjá karimienn og eina bowu, þar seim þau böðuðu sig nakin í Sundlaugiunium gömlu aðtfaranótt siunnudagisinis. Fólkið muin hafa verið allíhávært, því að fólk í húsurn næist lauigiunium valknaði við buslið og ærslagamginn, og lcvartaði til lögreglunnar. Spren'gisandBlleið, og vegirnir um Kjöl og Kaldadal eru lokaðir af þessum söikium, þó að jeppar geti brotizt átfram eitthvað imi á há- lendið. Vonir standa til að á- standið verði orðið betra um næstu hielgi. Hins vegar eru Öxa_ hryggir færir öllum bifreiðum. -----------♦♦♦“------ Haiöininn Iandar 3.200 tonnum Siglufirði, 3. júlí. SÍLD ARFLUTNIN G A SKIPIÐ Haförninn er að landa hér í dag 3.200 tonnum og er þetta annar farmurinn, sem skipið kemnr með. Fyrri farmurinn var 1800 tonn. 'Síldin fer í bræðslu hjá SR., en hún var sótt á míðin við Jan Mayen. — S.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.