Morgunblaðið - 05.07.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.07.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1967, 5 ’ GAMLA fólkið á Elliheimil- inu dundar sér til ánægju við að búa til ýmsa fallega fönd- urmuni. f dag, miðvikudag, og á morgun fimmtudag, verða nokkrir af þessum munum seldir í einu af utihúsum Elliheimilisins milli klukkan 4—7. !>essi föndurvinna er mjög falleg og fjölbreytt. Tvær þýzkar stúlkur, sem unnið hafa á Elliheiimilinu í eitt ár og kennt gamla fólkinu og hjálpað því við að búa til þessa hluti, tjáðu blaðamanni Mbl., sem síðdegis í gær skoð aði munina, að nokkur hluti þeirra sem unninn hefði verið síðan um jótl, hefði þeg- ar verið seldur til starfsifólks ins á Elliheimilinu, en verðið á þessum hlutum er mjög lágt Gamla fólkið á Elliheimilinu við vinnu sína. Þýzku starfsstú rnar hjálpa því. Sölusýning í Eliiheimiiinu — á föndurvinnu gamla fólksins vinna úr móisaik og batik o.fl. auk þess sem þær lærðu hvernig hjálpa á gamila fólk- inu við að gefa sig að vinn- unni og laera hana. Önnur stúlkan, Herma. sagði, að oft væri erfitt að koma fólkinu í skilning um tilganginn með starfinu, en hann er einkum og sér í lagi að hjálpa gamla fótlkinu upp úr rúiminu og að þroska þá hæfileika þeirra og getu, sem stundum um ára- bil hefur legið niðri, eingöngn vegna þess, að fólkið hefur verið svipt fyrra starfi sínu sökum aldurs. „En þetta fólk þarf auðvitað að vinna engu að síður, þótt aldurinn fær- ist yfir, þó það geti i fæstum tillfellum unnið sömu vininu og það .gerði. Þesavegna er.uim við að kenna því þessa hluti“, sagði Herma. „Við reynum að gefa lífi þessa fólks ein- hverja fyllingu aðra en þá að taia við sambýlisfó'lkið. I>eg- ar gamla fólkið heíur lært vlnnuna er það mjög fúst til að sinna henni o,g hlutirnir sem það gerir er.u í mörgum tilfeólum, síður en svo verri en annarra“. Þetta nám stúlknanna er á ensku kallað „Occupational servica", sem á íslenzku kali- ast starfsfræðisia. Þess má geta, að gamla fólk ið á Elliheimilinu hefur fyr- ir jóilin, og reyndar oftar á árinu, selt ýmsa fallega muni á samskonar sölusýningum og hefur aðsókn ætíð verið mjög mikil. og því seljast þeir mjög vel. Þýzku stúlkurnar, sem hieita, Heffnma og Ariiane, hatfa lært sitt starf í Göttingen í Þýzkalandi, og tók námið 3 ár. Var námið fólgið í því að læra margskonar föndur, s.s. bastvinnu, vefnað, að Nýr bátur á sjó FYRIR stutlu kom nýr bát- ur til Njarðvíkur. Var það Magnús Ólafsson GK-494, sem heitinn er eftir hinum gengna garpi, Magnúsi í Höskuldarkoti. Skip þetta er að öllu leyti hið glæsilegasta, smíðað í sikipa- smíðastöðinni í Boezenburg í Þýzkalandi og er 260 lestir að stærð, með 660 hestafla Lister- dieselvél og reyndist ganghraði þess vera um 10 mílur á heim- siglingu. Á heimsiglingunni hreppti skipið misjafnt veður en reyndst mjög vel í hvívetna, að sögn Garðars Magnússonar, skip stjóra. Að sjlálfsögðu er skipið búið öllum beztu tækjum, sem nú eru þekkt, bæði til veiða o>g siglinga. Simrad-tækin skipa þar öndvegi og stöðugt færist allt meira og meira til sjálfvirkni. Spiil og kraftblakkir eru þar í ríkum mæli, enda þarf áhöld til að ná í síld á íjarlægum miðum, sem ekiki veður eins og sa.gt var í gamla daga. Eigendur skipsins eru Höskuldur h.f. og mun skip- ið hafa kostað um 14 milljómr króna, en það skilar því fljót- lega aftur undir örnggri og reyndri skipsstjórn Garðars Magnússonar. Magnús Ölafsson er farinn til síldveiða við Austurland og á hafinu þar í kring, og brátt fara að berast fréttir aif góðuim afla þessa virðulega og ágæla skips. Við lan.dmenn óskum til ham- ingju og erum þakklátir fyri. framtak og dugnað u.ngra mann« sem sjóinn sækja. — hsj. SEA&SKI Sólkrem fyrir alla eykur áhrif dags- og sólarljóssins á húðefni þau, er SUNTANCREAM framkalla hinn sólbrúna hörundslit. SEASKl varnar húðinni frá því að flagna, og er auk þess góð vörn fyrir húðina gegn óblíðri veðráttu. ATHUCIÐ AÐ . er EKKI eitt af þeim kremum sem framkalla „gervi- SUNTAN CREAM sólbruna“. SEASKl fæst í hagkvæmum plastflöskum. SEASKI Hver sem þér farið — látið aldrei NJÓTIÐ SÓLAR OG ÚTIVERU vanta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.