Morgunblaðið - 05.07.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.07.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JULI 1967. Kve n n a d aJ k - I;, Vmislegt um eggjahvítu STUNDUM kemur fyrir okkur, að eiga afgangs eggjahvítur, sem við getum síðan notað í alls kyns ljúffenga rétti, kökur og ábæti. Þá sakar ekki að vita, að ef við geymum eggjahvíturnar í glasi með loki, geymast þær í ís- skápum í 2-3 vikur, og að þeim tíma liðnum getum við stífþeytt þær, ef eggin hafa verið ný, þeg- ar þau voru aðskilin. Þá getur komið sér vel að vita, að 4 eggja hvítur eru u.þ.b. 1 dl., og, að við getum notað 2 eggjahvítur í staðinn fyrir 1 egg, t.d. í kökur, sem fleiri egg eru í. Hér fylgja nokkrar uppskrifti'r, sem eggja- hvítur eru í. KÖKUR OG ÁBÆTISRÉTTIR: Kókósmakrónur: 2 eggjahvítur 125 gr. kókósmjöl 150 gr. sykur. Allt hrært vel saman og hitað í potti, þar til deigið er orðið þykkt og samanhangandi. Sett í litla toppa á vel smurða plötu og bakað síðan við meðalhita (175°) í u.þ.b. 12 mínútur. Kókósmarengekökur. 2 eggjahvítur 250 gr. flórsykur 1 tsk. sítrónusafi 4 matsk. kókósmjöl. Eggjahvíturnar stífþeyttar. Þeytið síðan u.þ.b. helminginn af flórsykrinum og síðain sítrónu- safanum með, saman við eggja- hvíturnar. Hinn helmingurinn af flórsykrinum ásamt kókósmjöl- inu er síðan settur saman við deigið. Sett í smá toppa á vel smurða plötu. Þessar marenge- kökur eru bakaðar við mjög væg an hita (125°) í 30-40 minútur. Súkkulaðimarengekökur. 2 eggjahvitur 100 gr. sykur 2 matsk. kakó u.þ.b. 50 gr. saxaðir hnetu- kjarnar. Eggjahvíturnar stífþeyttar, þá er helmingurinn af sykrinum þeyttur saman við. Síðan er hinn helmingurinn af sykrinum sett- ur saman við, ásamt kakóinu og hnetukjörnunum. Deigið sett í litla tiyjpa á vel smurða plötu. Bakið við mjög vægan hita í 30-40 mínútur. Eggjahvítuhnetukaka. 200 gr. smjör eða smjörlíki 200 gr. sykur IV2. tsk. ger 50-100 gr. saxaðir hnetukjarnar 4-5 eggjahvítur. Smjörið brætt, hrært vel með sykrinum, síðan er hveiti, geri og hnetukjörnum blandað sam- an við, og að lokum stifþeyttum eggjahvítunum. Kakan bökuð í vel smurðu formi við vægan hita í tæpa klst. Góður ábætisréttur. Þetta er mjög þægilegur og ljúffengur ábætisréttur. Hann má búa til úr nýbökuðum mar- engekökum, eins má nöta í hann marengekökur, sem brotnað hafa í kassanum. 6-6 litlar marengekökur Vá 1. þeyttur rjómi 125 gr. vínber 1-2 hrá, rifin epli. Til skrauts: vínber og rifið súkkulaði. Marengekökurnar brotnar niður og blandað saman við þeyttan rjómann ásamt vín- berjunum og eplunum. Borinn fram í litlum ávaxtaskálum. itíkir riddarar. U.þ.b. Vz 1. ávaxtamauk 8 þunnar franskbrauðssneiðar með smjöri Marenge: 2 eggjahvítur 100 gr. sykur. Ávaxtamaukið sett á smurðar franskbrauðssneiðar. Eggjahvít- urnar stífþeyttar, sykurinn þeyttur saman við og marenge- inn síðan settur ofan á brauð- sneiðarnar. Settar á plötuna, eða í flatt eldfast mót og bakað við vægan hita i 12-15 mínútur. Borðaðar heitar og eru beztar með köldum, þeyttum rjóma. Eggjahvítusmjörkrem. 2 eggjahvítur 125 gr. flónsykur u.þ.b. 200 gr. smjör. Blandað samam eggjahvítun- \ um og flórsykrinum og þeytið yfir gufu, þar til það er orðið þykkt. Kælið. Þeytið síðan smjör ið saman við, það á að vera kalt en ekki hart. Mjög gott er að blanda saman við kremið hnetu- kjörnum, rifnu súkkulaði eða kirsuberjum. Mjög gott á kökur, og má þá sprauta því í alls kon- ar mynztri. Ennfremur má hella eggjahvít um á disk og láta þær í heitan bakaraofn, sem iþó má ekki vera straumur á, láta þær standa um stund, eða þar til þær eru orðn- ar að gulri skán, skafa þær síð- an af diskinum og láta þær í glas í ísskápinn. Þá getið þið, með því að leysa þær upp í dá- litlu vatni notað þær sem nýjar, þeytt þær, steikt þær eðá gert við þær það, sem þið viljið. Eru þær þannig nothæfar eftir langa geymslu. Þegar börnin eru uppkomin í ÞESSU fámenna landi okkar er hver einstaklingur mikils virði eins og allir vita, og því mikilsvert að hæfileikar og orka nýtist á sem beztan hátt. Þó er mér nær að halda, að hér sé til stór hópur kvenna, sem þarfnast verðugra verk- efna, og þjóðfélagið hefur hreint ekki ráð á að vera án þeirrar starfsorku. Á ég hér við konur þær, sem á tiltölulega ungum aldri eru búnar að ala upp börn sín og hafa tæplega nóg fyrir stafni með lítið heimili að hugsa um. Það færist í vöxt, að slíkar konur leiti aftur út í atvinnu- lífið, en þær eru líka margar sem treysta sér ekki, finnst vera of langt um liðið frá fyrri störf- um og hafa ef til vill ekki þjálf- un í neinu vissu sviði. Námsflokkar Reykjavíkur aug lýstu á síðastliðnum vetri end- urhæfingarnámskeið í skrifstofu störfum fyrir konur, er höfðu stundað þau störf áður, og er það eina starfsemin á því sviði, sem mér er kunnugt um. Konur eru nú talsvert yngri að árum, er þær hafa lokið barnauppeldisstarfi sínu, en þær voru áður fyrr. Sjá allir, að kona innah við miðjan aldur og við góða heilsu, getur orðið góður starfskraftur á mörgum sviðum, þótt hún hafi einbeitt að heimilishaldi og börnum ser í 20—25 ár. Það væri áreiðan- lega gott fyrir margar fullorðn- ar konur að komast í starf hluta úr degi (eða 2—3 daga í viku), og komast við það í nánari snert- ingu við umheiminn, ef svo má segja, burtséð frá fjárhagslegri þörf. fslenzkar konur eru mjög dugnflklar við störf í hinum ýmsu kvenfélögum, og nægir þar að nefna konur í „Hringn- um“ og hinum ýmsu safnaðar- félögum, sem eru óþreytandi við fjáröflun fyrir kirkjur sínar. En það er svo ótal margt fleira, sem konur, er eiga sjálf- ar sinn tíma, geta gert. 1. Tvískiptur kjóll, blússan þverröndótt, appelsínugul og hvit að lit, pilsið einlitt, appelsínugult. 2. Dökkblá, hálfsið kápa með rennilás að framan. 3. Röndóttur „chiffon“-kjóll, appelsínugulur með gulum röndum. 4. Tjaldkjóll, hárauður. Fjóluvendi stung ið í vasann. 5. Hárauður kjóll, sláið að ofan bundið saman að aftan, pilsið útsniðið. 6. Hárauður kvöldkjóll með hvitum brydd ingum í hálsinn, við handveginn og að neðann. 1. Mjög við kapa, hringskorin, rauð- og grænköfl tt. Kauður .'»•! V igi og faldur. 2. Svuntu ;j 11, bómullarblússa undir. 3. Ermalaus, hvítur kjóll, fell iur og hringskorinn. 4. Kjóll m ð íuí m, hvítum og gylltum rÖndurn, uppstandandi kraga og rúllufaldi. Rennilás framan á V'Vsnimd Y:ð kj'dinn er haft •r-.'1, hvit- Dkkleðurbelti, sem haft er neðarlega. 5. Marglitur „ehiffon“-kj Tl, slaufa í hálsm ’I-»«. r ð ", Kvóldkj 11. fe !'».• r.lS r : ð miiti, þar tekur við • f“-pils. Mildir litir. Skipulagt sjálfboðastarf kvenna við mannúðar- og menn ingarmál hefur verið reynt í ýmsum löndum um árabil og reynzt vel. Má þar nefna að- stoð við sjúka og aldraða og gæzlu barna á sjúkrahúsum og barnaheimilum. Algengt er, að konur fari t.d. og stytti gömlu fólki á elliheimilum stundir með því að lesa fyrir það eða á ann- an hátt. Er nokkuð um, að kven félög beiti sér fyrir slíku hér? Nú, og svo eru það barna- heimilin, það er ótrúlegt annað en að gleðja mætti börn þau, sem engan eiga að með regluleg um heimsóknum sjálfboðaliða, sem léku við börnin, læsu fyrir þau. kenndu þeim vísu eða rauluðu fyrir þau laglstúf. En þetta eru atriði, sem hver móð- ir er þaulkunnug, og trúi ég því ekiki að óreyndu, að íslenzk ar konur yrðu eftirbátar ann- arra að þessu leyti. Mörg kvenfélög beita sér fyr- ir gjafasendingum til ýmissa uppeldisstofnana um jólaleytið, og er það góðra gjalda vert. En betur má, ef duga skal, og það eru fleiri dagar í árinu en jóla- dagarnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.