Morgunblaðið - 05.07.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.07.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIOVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1&07. skpú EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON Loftið var gott og hressandi, fullt af ilmi gróðrar og blóma og sólskinið mjög þægilegt. Þrátt fyrir stærð hnattarins var að- dráttarafl hans ekki meira en Jarðar, og staður þessi fjarska viðkunnanlegur, hitinn tuttugu og fimm stig á celsius og blæja- logn. Blárjóður bjarmi var í heiðríkjunni og nokkrir fjólulitir skýhnoðrar sivifu í mikilli hæð. Spú snérist um sjálfa sig og hnusaði út í loftið „Ekki tryggt“, mælti hann á tindra. „Skugga- legar hugsanir og við illu að bú- ast“. Ómar Holt varð ósjálfrátt litið á hring þann er hann hafði þegið af Peíkk skipstjóra. Hann hafði tekið eftir því að steinninn í hon um skipti mjög litum; var hann ljósrauður þegar gleði og ánægja var framundan, ljósblár við hátíðleg tækifæri, en dökknaði þegar hætta nálgaðist. Var hann nú nærri svartur. Þar er öll hin báru þessa hringi, vakti hann eftirtekt þeirra á fyrirbærinu, en þau höfðu þegar orðið þess vör, að Danó mælti brosandi: „I>að er eitthvað kynlegt á seiði hér, og réttast væri víst að kalla strax á aðstoð reyndari manna en við erum. En ég kann nú ekki við annað en athuga þetta nánar, áður en út í það er farið. Hafið þið lömunarbyssurnar til- tækar, og notið þær hispurs- laust ef á þarf að halda — jafn- vel á sjóla sjálfan!" Hann hló glaðlega og gekk á undan félög- um sínum heim að húsinu. Margar dyr voru á bygging- unni, en Krass, er hafði komið þarna áður, vísaði þeim á aðal- innganginn. Þar stóðu tveir verðir, klæddir rauðum ullar- skikkjum, skeggjaðir mjög og hærðir, og hvassir undir brún að líta, en vopnlausir. Danó bað þá vísa sér til Áhárs konungs, en í sama bili opnuðust dyrnar og kom út ungur maður mikill vexti og gjörfulegur. Hár hans, er féll á herðar niður, var silfur- litað, svo og skeggið, augun stór og ljósblá, andlitið frekar mag- urt, með miklu arnarnefi, og svipurinn geðfeldur. Var þar kominn Háror prins, sonur jöf- urs. Heilsaði hann geimförun- um hlýlega og bauð þá vel- komna í nafni föður síns. Hann mælti á Laimáli og var mjög al- úðlegur. Ahár konungur tók á móti þeim í stórum viðhafnarsal, þar sem veggir allir voru tjaldaðir strámottum, sem í voru ofnar lit- myndir með talsverðum hag- leik. Lágt var undir loft, gólfið þakið hellum og húsgögn ekki önnur en trébekkir og borð. Sjálfur sat konungurinn á dálít- ið upphækkuðum palil, en reis á fætur til að fagna gestunum er þeir komu inn. Ekki virtist hann miklu eldri en sonur hans, og voru þeir mjög líkir að allri gerð, nema hvað jöfur var þung- búnari nokkuð og virðulegri. Bar hann og sveig af silfri um höfuð sér, er líktist einna helzt íslenzku víravirki. Dætur hans tvær voru þar hjá honum, bústnar konur og mikilfengleg- ar, með silfurbjart hár og fögur augu, snjóhvítar á hörund, klædd ar bláum skikkjum úr mjúkum vefnaði. Þær voru mjög líkar í útliti, önnur þó mikið bros- hýrari en hin, og hét hún Lahára. Systir hennar nefndist íhára; líktist hún föður sínum meir, að því leiti að hún var alvarlegri á svip og ekki laust við þótta í fasi hennar. Heilsuðu þau öll geimförunum með kurteisi og virktum, buðu þeim til sætis og mæltust til að þeir þæðu góð- gerðir nokkrar. Brátt komu þjónar með viðarker stór, er líktust íslenzkum öskum, og fjölda af bikurum; voru þeir all- ir úr tré og haglega gerðir. Röð- uðu þjónarnir þeim á borðin og fylltu þá af gulleitum vökva úr kerunum. Síðan voru einnig bor in inn gríðarmikil tréföt, hlaðin allskonar ávöxtum og sett fyrir gestina. „Ávextirnir gera engum mein“, sagði Krass Dúmimaður á tindra. „En súpið drykkinn varlega, því hann er gerjaður og stígur manni til höfuðs". Kóngur lyfti nú bikar sínum og drakk þeim til, en spurði síð- an um erindi þeirra. „Ef nokkuð er, sem vér megum fyrir ykkur gera, þá erum vér þess albúnir, nú sem jafnan fyrr. Danó varð fyrir svörum, bað hann mæla manna heilastan og kvaðst vita að hann væri holl- vinur Laibúa og Hnattasambands ins. „En svo er mál með vexti, að eitt af eftirlitsskipum þess virðist hafa týnzt á þessari jarð- stjörnu, og erum við að leita að því. Þar eð það má heita nger ein stætt, á okkar tímum, að skip hverfi, líta stjórnendur sam- bandsins mjög alvarlegum aug- um á þetta fyrirbæri. Ef leit okkar ber ekki skjótan árangur, mun hingað koma mikill fjöldi geimlögregluskipa, og myndi það vafalaust valda ýmsum óþægind um fyrir ykkur. Meðal annars þessvegna vona ég að þið veitið okkur alla þá aðstoð og hjálp sem í ykkar valdi stendur, til að finna eftirlitsskipið“. Jöfur varð eilítið seinn tii svars, en loks mælti hann: „Eigi er oss annað kunnugt í máii þessu en að geimskipið flaug hér yfir höfuðborg vora fyrir stutt.u síðan og stefndi til austurs. Ekki lenti það hér eða í nálægum hér- uðum, og engar spurnir höfuni vér af því haft síðan. En víst er oss kært að aðstoða ykkur í leit- inni, og munum vér þegar í stað senda hlaupandi hraðboða um allt ríkið til að leita fregna af skipinu". Ómar Holt tók eftir því að prins Háror var niðurlútur og hugsi, meðan á þessum samræð- um stóð, og að dálítið fyrirlitn- ingargiott lék um hinar fögru varir prinsessu Íháru. Hann vakti athygli Danós á þessu, en árásasveitarforinginn hafði þeg- ar veitt því athygli. „Prinsinn er bezti náungi", sagði hann lág- róma á tindramáli. „Þessvegna gætu viðbrögð hans gefið í skyn að kóngur segði ekki allan sann- leikann. Og stelpan virðist skemmta sér yfir einhverju, sem ekki er látið uppi. Ég býst við að hún sé mesti viðsjálsgripur — þótt hún sé ljómandi falleg“. „Betur líst mér á hina“, taut- auði Ómar brosandi. Danó beindi máli sínu aftur til konungs og mælti: „Auðvitað myndu þegnar þínir ekki dirfast að leggja hendur á eftirlitsmenn Hnattasambandsins, því að þeir vita sem er að engum myndi líð- ast það. En ríki þitt er víðlent, og vel getur skipið hafa lent þar einhverstaðar, þótt þér hafi enn ekki borizt vitneskja um það. Erum við því þakklátir fyr- ir tilboð þitt, og munum bíða þess hér að hraðboðarnir komi aftur“. „Hnöttmr vor er stór“, sagði kóngur íhugull, „og veldi vort nær aðeins yfir lítinn hluta hans. En eigi megum vér veita yður neina aðstoð utan ríkis vors“. „Það er skiljanlegt", mælti Danó áherzlulaust, „en hér mun- um við hefja leitina, og síðan halda henni áfram í öðrum lönd- um“. Kóngur brosti eilítið háðslega. „Eigi hyggjum vér að ykkur verði jafnvel tekið þar og hér með oss Kárum“, sagði hann. „Kunna munum við ráð við því“, mælti Danó. „Það hefur hingað til ekki þótt borga sig að glettast við árásasveitir Hnatta- sambandsins". Hann brosti elsku lega til jöfurs og hóf upp bikar sinn. Geimfararnir dvöldu nokkra daga í rjóðrinu hjá konungsbú- staðnum. Fóru þeir um borgina og höfðu tal af fólkinu, en það var yfirleitt þægilegt í viðmóti. Konur voru þar fagrar, en pil*- arnir í árásasveitinni ungir og kátir; eignuðust þeir því bráit vinstúlkur meðal íbúanna. Ekki skipti Danó sér að sér, og bað þá hafa eyrun opin, ef þeir heyrðu eitthvað sem gefið gæti ábend- ingu um afdrif eftirlitsskipsins. Sjálfur komst hann í góða kunn- leika við prins Háror; eins urðu þeir Ómar og hann miklir vinir systranna. Komu þau öll dag- lega í heimsókn, og einnig sátu geimfararnir veizlur í höllinni. Ómar Holt kunni einkar vel við sig á þessum stað, er vakti ljúfar minningar um bernsku hans á íslándi og æskudaga í Ameríku. Hann hafði verið í Siveit hjá afa sínum, vestur í Döl- um, og gamli maðurinn bjó í bað stofu, sem var ekki mjög ólík kofum Káranna þarna í höfuð- staðnum. En gróðurinn og sum- Alan Williams: PLATSKEGGUR Dalurinn var tekinn að gerast skuggalegur í þessu grágræna rökkri, sem breiddisit út frá olívulundunum og víngörðunum. Þokuslæðings tók að gæta við fjallsræturnar, og teygði sig lík- ast kongulóarvef gegn um topp- ana á grenitrjánuim og valhnotu- trjánum, og hitinn var sem óðast að gufa upp úr jörðinni. Van Loon stakk flöskunni nið- ur í bakpokann sinn. — Komdu .... við verðum að vera komnir áður en þeir loka hliðunum. Neil elti hann letilega kring um srtein vegginn, sem gnæfði 200 fet upp yfir þá. Hann var holóttur af elli, og á öllum svölum og út- skotum var orðið fullt af fugla- hreiðrum. Hliðið var skuggaleg- ur bogi. Van Loon tóku í járn- stöng, og þeir heyrðu bjöllu glymja einhversstaðar í fjarska. Þeir voru komnir að búlgarska munkaklauistrinu Zographou, sem reist var á tólftu öld. Þetta er eitt af meira en þrjátíu klaustrum, sem standa á hinu helga fjalli Athos, sem rís af mjóum skaga er liggur út í Grikklandshaf út frá Norður- strönd Grikklands. Öldum sam- an hefur skagi þessi verið griða- staður fyrir þúsundir munka, einsetumenn og helga menn til- heyrandi grísk-kaþólsku kirkj- unni, en þegar kommúnisminn lokaði fyrir allan aðflutning ný- liða austan að, og með vaxandi vantrúaröldu í veistri, hafði íbúatalan á Athos lækkað niður í örfá hundruð gamalla og las- burða manna, sem mundu enga heimisviðburði nýrri en morðið í Sarajevo, 1014. Og nú eru bú- staðir þeirra, dreifðir um alit fjallið að falla í auðn, smátt og smátt. Athosfjallið er enn undir elztu lýðræðisatjórn heims, kjörins hóps munka, sem griska ríkis- stjórnin viðurkennir, sem ré'ta valdhafa. Engin kvenkyns skepna, utan fuglar og skordýr, og ekkert farartæki á hjólum er leyft á skaganum, en asnana og múldýr, sem eru eina samgöngu- tækið, verður þó að fá frá meg- inlandinu. Aðeins einu sinni hef- ur kvenkyns persóna stigið þar fæti, og það var árið 1946, þegar skæruliðaflokkur kommúnista réðist að klaustrinu til að rænr þar mat. Það eina, sem minnir á nútíma skriffinnsku er sóðaleg skrifstofa í Saloniki, þar sem væntanlegir gestir fá uppáskrift hjá skeggjuðum munki með pípu hatt grísku kirkjunnar. Neil, isem hafði hitt van Loon í fyrsita sinn fyrir fimm dögum í almenningsvagninum frá Sal- oniki, hafði komið til þessarar deyjandi kvenmannslausu sið- menningar áður en hún dó út, en nú er hann stóð þarna í rökkr inu, máttlaus af þreytu og með Ouzo-gufurnar í höfðinu varð hann að játa það fyrir sjálfum sér, að honum fannst staðurinn heldur dauflegur. Nú heyrðist eins og tif í klukku innan múranna og hurðin opnað- ist brakandi inn í múrinn, og í hana hélt munkur með kvista- prik í hendi. Hann lyfti hendi í kveðju skyni, og sneri að þeim andliti, sem var eins og vafið í hylki af óhreinu, hvítu hári, sem náði niður á axlir, en gegn um það kom í ljós eitt auga, sem horfði á þá með óeðlilegum krafti. Þeir gengu inn um steinbog- ann og inn í húsagarð, þar sem óþefur af rotnandi grænmeti var allsráðandi. Veggir með blind- um gluggum risu þarna yfir höfði þeim, undir klukkuturni, þar sem klukkan hafði stanzað fimm mínútum fyrir eitt. Munk- urinn fór með þá upp snúinn stiga, upp fjórar hæðir og út á svalir úr timbri, þaðan sem út- sýni var yfir hrörleg þökin og dalinn fyrir neðan. Utan úr kyrrðinni heyrðist ómurinn af aftansöng. 4 Svo illa vildi til, að þeir fé- lagar höfðu komið til Athos um föstutímann — og því urðu þeir að láta sér nægja brauð, þurrk- aðan fisk og ólívur í staðinn fyr- ir hinn alþekkta góða viður- gerning, sem ferðamenn hlutu í klaustrunum. En vínið, sem ræktað var þarna á etaðnum, bæði ouzo og arak, hafði flotið í stríðum straumum, og Neil fann, að eftir þessa erfiðu göngu og drykkjuna var líkamlegt ástand hans heldur bágtoorið. Heima í London, þar sem hann var pólitískur blaðamaður, hafði hann notið flestra lífsþæginda og var þvi orðinn lingerður. Enað loftið var alþakið kongulóar- hingað hafði hann komið í þriggja mánaða leyfi sínu og lát- ið í veðri vaka, að hann ætlaði að semja bók um Grikkland. En bókin skipti litlu máli og nú, eftir þrjár vikur, var ekki komið af henni nema nokkrar ómerki- legar minnisgreinar. í rauninni hafði hann farið í þetta ferðalag til þess að sanna sjálfum sér, að hann þyldi mannraunir, eftir óhófslifnaðinn í London. Athos- fjallið hafði dregið hann að sér sökum orðrómsins um ein- falt líf og nauðungarhófsemi, en því miður hafði Neil Ingleby ekki hinn andlega styrk trú- mannsins til að bera. Þó að hann vildi gjarna hugsa sér sjálfan sig sem upplýstan, frjálslyndin mann, sem gæti neitað sér um hversdagsleik efnishyggjunnar, þá var hann líka vanabundinn vera — hann var of háður rífleg- um launum, góðum matsölustöð- um og tízkulegum kunningjum. Hér á Athosfjalli fann hann sig niðurdreginn og dapran, en aft- ur á móti virtist van Loon þríf- ast ágætlega og var orðinn svart ur af sólbruna og sterkur sem stálfjöður. Munkurinn var nú kominn að hurðinni út á svalirnar o.g benti þeim að koma inn. Klefinn var þröngur og dimmur, þar voru tvö rúm með hálmi í og striga- ábreiðum yfir, ofurlítill gluggi, lokaður og grútóhreinn. Allstað- ar var rotnunarþefur. Munkur- inn keifaði á eftir þeim og dró ryðgaðan olíulampa undan öðru rúminu. Eftir miklar ræskingar og fálm, kveikti hann á honum með eldspýtu, sem hann fann ein hversstaðar í fötunum sínum. Loginn gaf frá sér svarta reykjar gusu, og Neil sá, sér til viðbjóðs, vef. Gamli maðurinn setti lamp- ann á gólfið milli rúmanna, rét.ti síðan úr sér og strauk hárið frá andlitinu og glotti til þeirra með tannlausum munni. Eina svarta augað glotti meinfýsnislega, en hitt var lokað og tár runnu úr því niður loðna kinnina. Hann leit út eins og einhver skorpin, smækkuð útgáfa af Rasputin. Svo stóð hann kyrr og tautaði einhver blessunarorð á búl- görsku, gekk síðan út og lokaði á eftir sér. Neil teygði úr sér á rúminu, og velti því fyrir sér, hvort ekki mundi betra að hætta við allt saman og snúa aftur til Saloniki og Aþenu. Van Loon sat kyrr og svældi pípuna sína, og brátt tók reyk- urinn úr henni að bera rotnunar þefinn ofurliði. Stundarkorn sátu þeir sivona þegjandi. Þetta fannst Neil það þægilegasta í kynnum þeirra. Þeir töluðu áreynslulaust saman, oft með einatkvæðisorðum, og þarna var engin freisting til að láta ljós sitt skína eða sigra viðmæland- ann í neinum kappræðum. Van Loon var maður blátt áfram — sterkur sem ljón og með viðurkunnanlegt, heimsku- legt andlit, blá augu og ljósleitan hökutopp. Hendurnar minntu mest á skóflur og hann þoldi feiknin öll af áfengi. Að atvinnu var hann sjómaður, en hafði ann ars fengizt við sitt af hverju, en tolldi aldrei lengi við hvert verk. Þegar þeir hittust í vagninum frá Saloniki, hafði hann verið á fyrsta áfanga hnattreisu, og und anfarna fimm daga hafði Neil heyrt mestalla ævisögu hans, er þeir þrömmuðu úr einu klaustr- inu í annað, þarna á skaganum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.