Morgunblaðið - 07.07.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.07.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1967. 19 - LYKILLINN Framih. af bls. 17 — Já, ég hugsa að ég geri það, þar sem í ljós hefur komið, að áhugi fyriir því er mikill. Ég hef fengið góða reynislu af þessum tveim nám- skeiðum og mun ég líklegu skipuleggja nseatu námskeið öðruvísi. — Er það eitthvað sem þú vildir segja mér að lokum, Ævar? — Já, það hljómar kannski sem öfugmæli, en ég vildi óska, að það væri ekki þörf fyrir slík námskeið. Mér finnst, að framsögn og góðan upplestuir eigi að kenna í skólum a.m.k. í æðri skólum svo sem menntaskólum og há- skóla, þannig að nemendur, sem óskuðu eftir þeirri kennslu aettu kost á henni. Vill vera börnunum gott fordæmi. Nokkrir af nemendum Ævars voru á þessu nám- skeiði, sem nú er nýlokið gef ég þeirn nú orðið, og þá fyrst Unni Eiríksdótitur. — Hvað starfar þú, Unnur? - Ég vinn að ritstörfum. — Og hver mun vera aðal- ástæðan fyrir því, að þú sótt- ir þetta námskeið? — Það kernur einstölku sinn um fyrir að ég les upp í út- varp og þá leiðist mér að heyra mitt linmæli. Einnig langar mig til að vera börn- unum mínum gott fordæmi með framsögn og rétt mál. — Hvað finnst þér þú eink- um hafa lært á námskeiðinu? — Mér finnst við hafa fengið mjög góða kennslu á ótrúlega skömmum tíma, og að mínum dómi er þessu nám- skeiði alls ekki lokið, því við eigtum eftir að • tileinka okk- ur svo margt af því, sem við höfum lært og vinna úr því. Kannisiki hef' ég einkum lært, hve mikil þörf er á slíkum námskeiðum. Einnig hefur mér fundist bæði gaman og fróðlegt að heyra Ævar flytja kvæði og sögur fyrir okkiur. — Ertu ánægð með árang- urinn af námskeiðinu? — Já, mér finnst námskeið- ið hafa fullkomlega borgað sig. Opnaðist nýr heimur. Við komum að máli við Sig- urð Elíasson, kennara í Voga- skólaraum og spyrjum fyrst um ástæðuraa fyrir því að . hann sótti raámskeiðið. — Ástæðan er sú, að ég hef aldrei getað fengið neinn til að hlusta á mig, þegar ég hef ætlað að lesa ljóð eða sög- ur samdar af öðruim. Ég held ég hafi fljótlega fundið ástæð- una fyrir því, í fyrsta lagi hlédrægni og i öðru lagi vankunnátta. Á raámskeiðinu hefur opnast fyrir mér nýr heim'ur hvað þessa hluti snertir. „Ég hlusta á tónlist á mjög sérsitalfcan hátt. Ég nýt henraar töluvert í litum, skynja hana meir en skil. Þannig he<ld ég að það hafi verið hingað til með óburadið mál og þung ljóð, ég hef frekar skynjað þau en fullskilið. En ég held að Ævari hafi tekist að benda mér á leið til að fullskilja skáldverk til þess að geta út- sfcýrt þau og túlkað fyrir öðrum, en það er viissulega hlutur, sem ég þarf að geta sem kennari. — Ertu ánægður með ár- aragurinn af námskeiðinu? — Árangurinn er ekki ann- að en upphaí á áframhaldandi námi. Ef ég hefði manndóm til að æva mig heima á því, sem ég hef lært hjá Ævari gæti ég sagt að árangurinn væri fuillkoeminn. En ég hefði fremur kosið að þurfa að borga meira fyrir námskeiðið og færri tekið þátt í því til þess að hver einstakliragur befði feragið meiri æfitragu. Viltu víkka sjóndeildar- hringinn Daraskennararnir og syist- kinin Guðrún Pálsdóttir og Heiðar Ástvaldsson sögðust einkum hafa farið á nám- skeiðið til að öðlast menntun á nýju sviði. — Ég hef lítinn tíma á veturnar til að sinna öðru en mínu starfi, sagði Heiðar — þess vegna vildi ég nota tímann núna til að læra eittihvað nýtt og vikka sjón- deildarhringinn. — Við fór- um bara á námskeiðið af rælni og í gamni, sagði Guð- rún. — Mér finnst ttminn og kostnaðurinn sem farið hefur í námskeiðið hafa bongað sig fyllilega, sagði Heiðar — og einfcum finnst mér ég hafa lært að meta ljóð betur en áður. Vinnur úr náminu síðar á lífs- leiðinni. Eyþór Þórðarson, vélstjóri, segir að almennur álhiugi fyrir að læra meira hafi verið meginorsök þess að hann fór á námskeiðið — og ekki sízt þar sem þetta námsfceið var til að aúka þekkinguna á móðurmálinu, 'bætir hann við. — Flast af okkur, sem á nám- skeiðinu vorum vissum ekki fyrirfram hvers kyns var og ég held að margir hafi komið af forvitni. En ég þori að fullyrða, að enginn, eða a.m.k. fáir, hafi orðið fyrir vonbrigð- um. Ég hef öðllast hér dýpri skilning á skáldverkum og er það mér mikils virði. — Finnst þér tíminn og kostnaðurinn, sem farið hef- ur í náraskeiðið hafa borgað sig? — Já, en eðlilega er það með allt, sem maður lærir, að maður vinnur úr því síðar á lífsleiðinni. Langar í leiklistarskóla Noikkrar ungeir stúlkur voru á námskeiðinu hjá Ævari og tók blaðakona Morgunblaðs- iras tvær þeirra tali. Önnur þeirra Guðrún Antonsdótttir var í 4 befck í Vogaskólanum síðastliðinn vetur og þegair hún var spurð um af hverju hún befði farið á þetta niám- skeið sagði hún, að sig lang- aði í leiklistarsfcóla og liti á námskeiðið sem undirbúning undir leiklistarnámið. — Annars verð ég í leik- listarskóla hjá Ævari næsta vetur og seinna ætla ég að reyna að komast í leiklistar- skóla Þjóðleikhúsisins, sagði hún og brosti vonarbrosi. Hin stúlkan Una Jónína var í 2 bekk Hlíðarsfcólaras og sagðist hafa lært framsögn í skólanum á námsfceiði hjá Brynju Benediktsdóttur, en fyrir námskeiðinu hafi Æsku lýðsráð Reykjavíkur staðið. Báðar voru stúlkurnar ánægð ar með náraskeiðið, en eins og flestir þátttakenda hefð'u þær gjarnan viljað fá meira per- sónulega tilsögn. s.ól. Hatppdrætti skáta í Hafnarfirði DREGIÐ var í happdrætti Hjálþ- arsveitar skáta í Hafnarfirði 1. jillí sl. — Þessi númer hluitu vinninga: Stór hústjöld: 2068, 3986, 9574. 5 mianma tjöld: 9607, 5706. 3 marana tjöld: 542, 3002, 3760. Dún svafnpokar: 2288, 3020, 3283, 5151, 5921, 6321, 7752, 8385, 9318, 9572. Viradsœragur: 1297, 2058, 2334, 4195, 5062, 6055, 8447, 9098, 9415, 9571. Vinrainga má vitja í Verzlun Þórðar Þórðarsonar, Suðurgötu 36, Hafnarfirði (Birt án ábyrgðar). — Kyikmyndaþáttur Fraimíh. áf ble. 14 leiðslu og ótta. Þetta er þroskað- asta mynd hans.'til þessa, en söguþráðurinn er eins einfaldur og tilfinninga’væmnin og t.d. í myndinni La Strada. Guilietta er tekin að reskjast og óttast að glata ást eiginmanns síns. (Eig- inkona Fellinis fer mieð þetta hlutverk, en hún lék einnig Gelsominu í La Strada). Grun- semdir hennar og hugarórar töfra fram alls kyns skrípi. Sum þeirra þekkir hún og man, en önnur eru.ósvikin skrímsli. Myndin táknar leit að öryggi og röfcrænu samhengi, og er frá- bært sjónarspil. PRiIMA DELLA RIVOLUZIONE/ UPPHAF BYLTINGARINNAR Stjórn og handrit: Bernardo Bertolucci. Kvikmyndun: Aldo Scavarda.' Tónlist: Gino Paoli. Leikendur: Adriana Asti, Allen Midgette, Fran- cesco Barilli. Pier Paolo Pasolini, mesti fræði- maður í ítalska kvikmyndaheim inum í dag, hefur gert tilraun til að skipta myndum í kvikmynda prósa og kvikmyndapóesíu. Til hins fyrra teljast myndir, þar sem sagan og boðskapur- inn, sem þær flytja er mikilvæg- asta atriðið, og hins síðara, mynd ir, sem fyrst og fremst tjá sig í formi. f þeim myndum segir hann: „Getur maður heyrt kvifc- myndatökuvélina". Mynd Berto luccis verður að teljast kvik- myndapóesía, þar sem hún segir ekki fyrst og fremst sögu, enda þótt brugðið sé upp fyrir okkur mynd af inntaksleysi nútímalífs. Við sjáum hluta úr daglegu lífi fólks i Parma, sem er lítil ítölsk borg í norðurhluta Pó-dalsins. Fólk þetta er ungur maður, vin- stúlka hans, örvæntingarfullur menn/amaður, duglaus slæpingi. Þau lifa og hrærast í landslagi, _sem. er hrjóstrugt, hvernig sem á það er litið. Ævi þeirra líður eins og okkur finnast klukku- stundirnar líða á biðstofum önn um kafinna tannlækna — hægt og án nokkurs sýnilegs tilgarags. Kosningar fara fram, en við vit- um ekki eða kærum okkur ekki um að vita úrslitin; ást, en eng-' ar ástríður; hugmyndir, en eng- in trú. Spánn CHIMES AT MIDNIGHT/ MIÐ- NÆTURHRINGING Stjórn: Orson Welles. Hand- rit: Welles eftir fimm leikrit- um Shakespeares. Kvikmynd un: Edmond Richard. Tón- list: Alberto Lavagnino: Leik endur: Welles, John Gielgud, Norman Rodway, Keith Baxt er, Margaret Rutherfori, Jeanne Moreau. f 2 ár helur Welles haft hug á að gera þessa mynd. Hann lítur á Falstaff sem „dyggð, heiðar- leika, hjartagæði, anda hins gamla, góða Englands," og stór- kostlegur leikur hans í höfuð- hlutverkinu leggur áherzlu á pá staðreynd, að Falstaff notaði fíflskuna aðeins sér til lífsviður væris. Þeir gagnrýnendur, sem kvarta um að Miðnæturhringing sé ekki nægilega glaðvær, hafa heldur yfirborðskennda hug- mynd um eina af harmsöguleg- ustu persónum Shakespeares. Þetta er hin fyrsta af mynd- um Welles, þar sem áhorfand- inn skynjar, að kenndir eru hafðar í hávegum. Tæknin geng ur kraftaverki næst, — svo sem við var að búast. Hið hugvitsam lega vald Welles yfir myndavél- inni færir honum hreyfingasvig rúm, þar sem aðrir hefðu fundið lítið olnbogarými. Vopnavið- skipti herjanna við Shrewsbury er meistaraleg etfirlíking af mið aldaorustu. Stormandi riddara- liðið gerir atlögu, sem hægt og sígandi umturnast í þunglama- legt offors, er menn og hestar þreytast og orustuvöllurinn verð ur gapandi flag. Eitt bezta atriði myndarinnar sýnir okkur, er Falstaff er hundsaður, þar sem hann vappar vonglaður og fölskvalaus inn í skrúðfylkingu síns ástkæra Hal, sem hefur ný- lega verið krýndur konungur Englands. Miðnæturhringing er gerð eft- ir köflum úr Rífcharði II, Hinrik IV, 1. og 2. hluta, Hinrik V og Kátu konunnum frá Windsor. Hinn fágaði prósi er til mikillar prýði, og er honum fallega skil- að af John Gielgud og Normann Rodway. En það eru hinar há- tiðlegu samkundur í drungaleg- um kastala Hinriks og hinar lit skrúðugu myndir orustunnar, sem leragst leita á huga manna. Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa a Bergstaðastr 1 la Sími 15659 Opið kl 5—" alla virka drga nema iaugardága. • Asparagus • Oxtail • Mushroom • Tomato • Pea with SmokeJ Haia MAGGI súpurnar frá Sviss eru hreint afbraqð MAGGI súpurnar frá Sviss eru búnar til eftir upp- skriftum frægra matreiðslumanna á meginlandinu, og tilreiddar af beztu svissneskum kokkum. Það er einfalt að búa þær til, og þær eru dásamaðar af allri fjölskyldunni. Reynið strax í dag eina af hinum átján fáanlegu tegundum. Bragðið leynir sér ekki MAGGI SÚPUR FRÁ SVISS • Chicken Noodle • Cream of Chickea • Veal • Egg Macaroni Shells • 11 Vegetables • 4 Seasons • Spring Vegetable

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.