Morgunblaðið - 07.07.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.07.1967, Blaðsíða 28
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1967. EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON 29 hö'fðingjar meðal Káranna hafa þó stundum krafið það um skatt, og fengið nokkra úralusn. Kon- ungarnir verzla einnig talsvert við iþað. Eins og þú veizt er ■mjög lítið hér um málma, en Næturfólkið hefur fundið dálítið af þeim djúpt I jörðu og smáðað úr þeim allskonar áhöld og gripi, sem að vonum eru mjög eftir- sóttir. Sjálft skreytir það sig með djásnum úr rauðum og hvít um málmi. „Heifur þú komið að máli við menn þessa“, spurði Danó. „Já. Hérna austur í klettahæð- unum býr einn af voldugustu höfðingjum þess; er hann vinur föður míns og kann að tala mál okkar. Hef ég einu sinni komið í bústað hans, en það er gríðar- mikil salarhvelfing, allangt inni í fjallinu. Faðir minn var í fylgd með mér, en eigi að síður var ég allhræddur, því að skuggalegt var þarna inni og víða myrkar dyr á veggjunum, en maðurinn sjálfur og fólk hans ólíkt okkur að allri gerð. Okkur var þó vel tekið og gefið mjög gott vín að drekka. En svo áfengt var það að faðir minn gerðist drukknari en hann er vandi, og varð að bera hann út, er við fórum. Höfðinginn gaf mér hring þenn- an, er ég ber á hendi mér, og auk þess málmþynnur nokkrar, rauðlitaðar, sem eru ákaálega verðmætar okkar á meðal“. „Hvernig er útlit Næturfólks- ins?“ Prinsinn skók sig lítið eitt, eins og hann hryllti við að minn ast á þetta. „Alveg hræðilega ljótt!“ sagði hann blátt áfram. „Það er lágvaxið og digur.t, bog- ið í herðum, með mjög langa handleggi og kræklaðar kruml- ur. Litartiáttur þess er nálega svartur, og það hefur eitt gríðar mikið auga, þar sem mætast enni og nef, og aðeins eina nasa- holu. Eyrun eru lófasfór og lafa dálítið niður. Svo er vond af því lyktin. — Annars held ég að þetta séu allra beztu grey“. Danó horfði rannsakandi á prinsinn og spurði allhvasst: „Telur þú hugsanlegt að þetta undirheimafólk geti hafa valdið hvarfi skipsins okkar?“ „Ég get ekki ímyndað mér það“, svaraði Háror einlæglega. „Villtu fara með mér á fund höfðingjans?" „Ef faðir rninn leyfir —“. En Danó_ greip fram í fyrir honum: Án vitundar föður þíns!“ Prinsinn horfði andartak felmtraður á árásasveitarfor- ingjann, en svo brosti hann og kinkaði kolli. „Það væri óneitan lega gaman. Hér gerist svo fátt“. „Þá förum við í nótt, strax og dknmt er orðið. En fyrir alla muni láttu engan vita um þetta!“ Geimfararnir höfðu meðferðis tvo litla diska, er notaðir voru í snattferðir, og flugu þeir á öðr- um þeirra austur í klettahæðirn ar. Þeir fóru sex saman, auk Spú: Danó, Háror prins, Ómar Holt, Krass Dúmimaður, Miro Kama og Hnirra Faxmaður. Nóttin var mjög dimm, en það tafði ekki fyrir þeim, því að í diskinum var einskonar radar er sýndi landslagið eins og um há- dag væri. Þeir lentu, samkvæmt leiðsögn Hárors, á lítilli grasflöt undir hömrum nokkrum. Kveiktu þeir nú á rafmagnsblysum sínum og sáu þá lágan hellismunna blasa við. Kvað prinsinn þar vera inn- ganginn að bústað höfðingja Næturfólksins. Ekki virtist þar fýsileg.t inn að ganga, og voru sumir hikandi noikkuð, en Danó tók af skarið og fór fyrstur, en Ómar þegar á hæla honum. Varð hann að beygja sig allmikið til að komast gegnum munnann, en þar tók við víður hellir með sléttu gólfi. Gengu þeir eftir honum um stund, og rak Spú lestina, taut- andi og bölvandi á ýmsum tungumálum. Ekki höfðu þeir lengi. gengið er dimm oig draugaleg rödd hróp aði innan úr myrkrinu: „Sprótó taskra! Sprótó taskra!" Prinsinn varð fyrir svörum: „Háror er hér og vinir hans. Fara þeir með friði og biðjast viðtals við höfðingjann sjálf- ann“. „Skrantú!" var ansað inni í myrkrinu* „Okikur er sagt að bíða“, mæiti konungssonur. Biðin varð alllöng, og gerðus! menn óþolinmóðir, enda staður- inn óvistlegur. Loks var þó enn kallað, og sýnu vingjarnlegar en áður: „Pravastí!" „Við megum halda á£ram“, mælti prinsinn brosandi. Þegar inn var komið í hell- inn, tók gólfinu að halla niður á við, og er þeir höfðu gengið um stund sáu þeir ljósglætu framundan. Kom þá á móiti þeim maður einn, ef mann skyldi kalla. Var hann líkur górillaapa í vextinum, enn sýnu ljótari í framan, með úfinn haus eina glyrnu í nefrótunum og stórann kjaft er slapti opinn. Var gönd- ulslegum sefdúk vafið um iendar hans og upp á brjóstið, en að öðru leyti var hann nakinn og gljáði á koldökkt hörundið. Ekki heilsaði dólgur þessi geim- förunum, en benti þeim aðeins að fylgja sér eftir. Gekk hann svo á undan þeim inn í geysi- mikinn og skuggalegan helli. Nokkur steinborð voru þar á víð og dreif og stóðu á þeim málrn- lampar, ekfci ólíkir íslenzkum lýsiskoium. En innst í þessum sal sátu n-okkrar mannverur, lík- ar leiðsögumanni geimfaranna, á upphækkuðum palli, og loguðu þrír lampar á rauðleitum stein- bálki fyrir framan þær. Konungssonurinn gekk á und- an geimiförunum fyrir fólk þetta og heilsaði því á máli sínu. For- dígur og ljótur þjór varð fyrir svörum. Bar hann sveig um höf- uð, úr logarauðum máLmi, og var klæddur purpuraliftri ullar- skykkju. Eyrnablöðkur hans löfðu niður líkt og á fíl, en sivart hárið var greitt aftur og náði niður á herðar. Ekki varð ráðið af svip hans hvor.t honum líkaði haimsóknin, en þung var brúnin yfir glyrnu hans, er lýktist einna mes't auga í gamalli belju. Bauð hann gestunum sæti á lágum steinbekkjum, beggja megin við borðbálkínn, og lét færa þeim drykk í forkunnarfögrum bikur- um úr silfurlitum málmi. Minnti vökvi sá á sætt hvítivín og var ailgóður. En geimiararnir létu grön sía og supu varlega. Var nú þögn um stund og notaði Ómar iækifærið til að litast um í þessari vistarveru. Sýndist þar mjög hátt til lofts og vítt til veggja, en fátt varð með vissu séð, því að lamparnir báru of litl-a birtu, tn að .ýsa upp slíkt gímald. Loftið var þungt sem í grafhvelfingu, og vondur fnykur barst að vitum hans. Ekki voru húsráðendur heldur sériega að- laðandi, þó sat við hlið höfð- ingjans kona, allsnyrtilega klædd í ljósrauðri ullarskikkju, með rauðan dúk bundinn um höfuö. Var hún ungleg að sjá, og j'kein bæði glettni og forvitni úr svip hennar. En karlmennirnir voru aliir hver öðrum ljótari, og höiðinginn ófrýnilegastur, þótt hann bæri ótvíræðan hefðar- Alan Williams: PLATSKEGGUR hafði hann áunnið sér öfunds- verða aðstöðu. Pólitíska greinin hans á hverjum sunnudegi /ar fróðleg og stundum jafnvel fynd in. Hann var einhleypur og vann sér inn meira en 3000 pund á ári, átti bíl, bjó í rúmgóðri íbúð með útsýn yfir Battersea- skemmtigarðinn og naut smjað- urs fjölda fólks, borðaði hiádegis verð með þingmönnum íhalds- ins í Westminster, en fór í kvöld verðarboð með ungum vinstri þingmönnum í Boltons. Hann var yfirleitt lukkunnar panfíll. Hann ivar farinn að drekka ofmikið, þreytast á vinnu sinni, fara of seint á fætur á morgnana, og finnast hann sjálfur vera orðinn innanfómur og geðvondur. En aðaláhyggjuefni hans var samt ástarævintýri með tíu ár- um yngri stúlku, Caroline Tuck- er, sem var bæði lagleg og aura- laus og var ritari hjá ritstjóra hálfsmánaðar-tízkublaðs. Hann hafði hitt hana í síðdegisdrykkju hjá ungum ráðherra í ríkis- stjórninni, hafði á eftir boðið henni til kvöldverðar hjá Wheel- er og sivo sofið hjá henni um nóttina. Hún var kát og grunn- áær og ihnileg á köflum, og hann elskaði hana með ástríðu, sem var hvorki virðuleg né ánægju- leg. Þau áttu ekkert sameigin- legt, hún var honum gfenjandi ótrú, en kom samt alltaf aftur til hans, brosandi og blygðunarlaus og hringaði sig hjá honum, með dregið fyrir gluggana og port- vínsflösku á náttborðinu. Hann var margbúinn að biðja hennar, en hún hló bara alltaf og sagðist ekki vilja giftast nein- um. Hann hafði farið með hana til Ítalíu um sumarið, í bíl eftir hinum beinu þjóðvegum í Frakk landi, og þá hafði hún sagt hon- um, að hún elskaði hann, og bvað sem veltist, skyldi hún aldrei missa hann. Fám mánuðum seinna var hún farin að fara út með kappaksturs manni, sem hét Tommy Drumm- ond og ók Lotusbíl og var sagð- ur vera á uppleið. Neil hafði ákveðið að draga sig í hlé, sem hver annar heiðursmaður — hann vissi, að hún mundi hvort sem var koma aftur til hans, eins og jafnan fyrr. Hann hafði svo tekið með sér 250 pund, látið nið ur í bakpokann sinn og lagt af stað til Athos. Eihhiverntíma seinna um nótt- ina hafði glumið i bjöllu úti í húsagarðinum. Hann vaknaði snögglega. Hann hafði verið orð in nægilega drukkinn til þess að sofna vært. Fyrst hélt hann, að þetta væri bara stormurinn — þetta var ýlfrandi hljóð, sem jókst og minnkaði á víxl, en dó að lokum út. Svo varð þögn. Hann leit á úrið sitt. Klukkan var næs'tum hálfþrjú. Hann gat heyrt einhverja rödd tauta hinu- megin við vegginn. Þetta taut hélt lengi áfram og hann gat sér þess til, að það væri bara ein- hver munkurinn að þylja bæn- irnar sínar. Hann sofnaði samt aftur, en vaknaði eftir svo sem tíu mínút- ur. Röddin var þögnuð, en fóta- tak heyrðist úti á svölunum, þar sem einhver gekk fram og aftur. Það fór framfhjá klefanum hans einum trvisvar sinnum, svo að brakaði undir fæti, sneri enn við og staðnæmdist að lokum úti fyr- ir klefanum. Hann var nú orðinn glaðvak- andi og beið þess, sem vc-rða vildi. En hann heyrði bara ekk- ert nema andardráttinn í van Loon. En svo heyrði hann ofur- litla lága smeli, og á eftir hverj- um þeirra kom eins og hringing. Hann taldi upp að átta áður en þetta hætti. Síðan varð þögn, en fótatakið fjarlægðist ekki. Hann lá kyrr og hlustaði, síðan fór hann á fætur, fálmaði sig áfram yfir klefann og fann dyrnar, og opnaði þær. Það var tunglsljós úti og skein á hvíta veggina handan við húsa garðinn. Maður stóð þarna and- spænis honum, en sneri að hon- um baki og horfði yfir handriðið niður í húsagarðinn Hann sneri sér við, er hann heyrði í hurð- 6 inni og sem snöggvast stóðu þeir augliti til auglitis, þegjandi. Neil gat ekki séð framan í hann í tunglsljósinu, allt sem hann gat séð var grannvaxinn maður, sem hallaðist fram á handriðið. Neil gekk eitt skref fram og maður- inn hvæsti: — Hver eruð þér? Neil stanzaði. Hánn leit á manninn og svaraði á sinni beztu frönsku: — Ég er Englendingur og heiti Ingleby. Manninum virtist eitt'hvað létta og hann sleppti takinu af handriðinu og tautaði: — Nú? .... Englendingur? Hann starði á Neil og hélt áfram á frönsku: — Ég heiti Martel .... Pierre Martel. Hann rétti fram hönd, sem var þurr og köld eins og á lækni, snari sér síðan við og tók pening upp úr vasa sínum, sem hann hélt út yfir handriðið og lét síðan detta niður í húsagarðinn fyrir neðan. Það heyrðist smell- ur þegar peningurinn datt, alveg samskonar og Neil var búinn að heyra áður. Án þess að snúa sér við, tók maðurinn einn pen- ing enn. Neil færði sig nær og sá þá, að þetta var tíu drakma pen- ingur, sem m'undi gilda á borð við tvo og hálfan shilling. Herra Martel hallaði sér enn fram og lét peninginn detta niður á ná- kvæmlega sama blettinn og áð- ur. Neil fór að geta sér til um, að þetta væri einhverskonar leik ur. Maðurinn horfði enn niður í húsagarðinn og sagði, eins og við utan: — Ég missti nokkuð. Ég var að ganga mér til skemmt unar og missti það þá út yfir brúnina á svölunum. Stundarkorn stóðu þeir þarna hlið við hlið og rýndu út í myrkr ið. — Hvað var það? sagði Neil. — Peningur. Gullpeningur. Maðurinn hafði tekið annan tíu- drakma pening og látið hann falla á eftir hinum fyrra. — Hvað, eruð þér að gera? sagði Neil. Hr. Martel rétti möggvast úr sér og sneri að honum. Andlitið var t&kið og grátt, en hárið var á litinn eins og hvítur pipar, si.u.tklippi á hnöttóttum kolli, en augun lágu innarlega og voru grá eins og þakskífa, og augn-a- tillitið eitthvað einkennilega grunnt. Neil fannst endilega hann heíði séð hann einhvers staðar áður. SkólahólelÍTi á vegum Ferðaskrijstofu rikisim bjóðu yður velkomin i surnar n eftirtöldurn stöðum: 1 MF.NN TA SKÓI.A N UM LAUGARVATNI 2 SKÓGASKÓLA 3 VARMALANDI í BORGARFIRDI 4 MFNNTASKÓLANUM AKUREYRI 5 EltíASKÓI.A OG 6 SJOMANNA SK OL - ANUM í REYKJAVIK Alls staðar er frarnreiddur hinn vinsa’li lúx us morgunverð u r (kalt borð).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.