Morgunblaðið - 09.07.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ; SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1967. Vivian Leigh látin London, 8. júlí — AP ■— HIN heimsfræga leikkona, Vivian Leigh, fannst látin á hemiili sínu í London í morg- un. Hún hafði lengi átt við vanheilsu að stríða, var berklaveik, og síðustu vik- urnar lá hún rúmföst. Hún varð 53 ára að aldri. Vivian Leigh varð heims- fræg fyrir leik sinn í kvik- myndinni „Á hverfanda hveli“ Hún var í tuttugu ár gift brezka leikaranum og leikstjóranum Sir Laurence Olivier. Fyrirhugað var að Vivian Leigh hæfi á ný að leika í London í haust í nýju leik- riti eftir bandaríska leikrita- höfundinn Edward Albee. Hún kom síðast fram á sviði í London árið 1959 en í fyrra lék hún í New York með leikfélagi Sir Johns Gielguds, í leikritinu „Ivanov“ eftir Tjekov. Vivian Leigh hlaut Oscars verðlaunin tvisvar sinnum. Hún var mjög eftirsótt kvik- myndaleikkona en þrátt fyrir það sagði hún aldrei skilið við leiksviðið. Vivian Leigh var fædd í Indlandi en menntun sína hlaut hún í París. í Bajara- landi og London. Eftir heims- styrjöldina síðari varð hún fremsta leikkona Breta, bæði á sviði og í kvikmyndum. f næstum tvo áratugi voru þau Vivian Leigh og Sir Laur- ence Olivier vinsaælasta og i m ' ' € - 1 Chen yi, utanríkisráðherra Kína: Kjarnorkustyrjöld óhugsandi úr þessu — úr því Kínverjar hafa kjarnorkuvopn Tokíó, 8. júlí. NTB. # Japönsk blöð herma í dag, að Chen Yi, utanríkisráðherra Kína, hafi látið svo um mælt við jap- anskan stjórnmálamann, Utsu- - SUEZ Framhald af bls. 1 mínútiur en þá hefði skothríð hafizt á ný. Egyptar hefðu beifct stóns/kot'aliði frá Port Fouiad og koimið væri í Iijós, að þeir hefðu fltuifct þarugað fallbyssoar. Taldi talismaðurimn nú þegar vara að kama í ljós hin aukna aiðstoð Sovétmanna við Egypfca. Seinna sikiubu egypaar sbónaskofcailiðs- sveitir vestan skurðarins á stöðvar ísraelsmanna í Quanit- ara. Egyptar staðhæfa, að ísraels- menn hafá mtisst sex sikriðdreka og níu brynivarðar bifreiðar frá því vopnahlé varð á þessu svæði, én þeirri fregn vísar ísrael á bug. Egypfcar hafa kvartað til Sam einuðu þjóðanna og sakað ísra- el um að rjúfa vopnahléð við Súez. Af öðrum fregnum frá Aust urlönduim nær eru þær helztar, að Faásal, konungur í Saudi Anabíu, hafi í hyggju að taka upp á ný olíusölu til Vestur- landa, þar á meðal Bandiaríkj- amna og Bretlands. Egypifcar eru lítt hrifnir og segja siíka S'tefnu haettulega, en hiatfa þó ekki tekið að nýju upp árásir á Faiaal, sem voru daglegar í blöðuim og úbvarpi, áður en stríðið við ísr aei kom til. - HONG KONG Framhald af bls. 1 an við Sha Tau Kok nálgaðist 2000 manna hópur, flestir þar óeink<»nnisklæddir og vopnaðir kvlfum og riflum. AP s'egir eftir yfirvöldum í Hong Kong, að ómögulegt sé að segja til um hvað Kínverjar ætli sér. Sennilega sé hér aðeins um að ræða tilraun til þess að hræða Hong Kong búa. Þar hefur verið mjög ókyrrt undanfarnar vikur og mánuði og miklar mótmæla- ráðstafanir gegn yfirstjórn Breta. Heldur þykir ráðamönnum ósenniletgt, að Kínverjar hyggi á meiriháttar árás á nýlenduna. Á landamærum Hong Kong og Kína, sem taka yfir 24 km svæði eru nokkrar lögreglustöðvar og lögreglumenn eingöngu halda þar uppi vörzlu. Hins vegar eru hermenn ekki langt undan. Alls hafa Bretar um tíu þúsund manna lið í Hong Kong. nomiya að nafni, að kjamorku- styrjöld sé óhugsandi nú, er Kín- verjar ráði yfir kjamorkuvopn- um. Blöðin segja, að Japaninn hafi rætt við ráðherrann í hálfa þriðju klukkustund og hafi Chen Yi m. á. sagt, að menningarbylt- ingin heima fyrir mundi í engu breyta utanríkisstefnu Kínverja. Tilgangurinn með menningar- byltingunni væri aðeins að byggja upp raunverulegt sósíal- istaríki, er hefði hugsjónir Mao tze tungs að leiðarljósi: „en við munum aldrei reyna að sigra heiminn með vopnavaldi, sagði Chen Yi og bætti við, að hugs- unarhætti manna væri aldrei unnt að breyta með valdi. PfSúSíí 'I Vivian Leigh viðurkenndasta „leikpar" Breta, en samstarfi þeirra lauk á sviði um leið og þau skildu árið 1960. Eftir það héldu þau áfram hvort í sínu lagi. Chen Yi hafði gefið upp eft- irfarandi atriði sem hornsteina utanríkisstefnu Kínverja. 1. að styðja frelsishreyfingar í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. 2. að vinna að friðsamlegri sam- búð ríkja, er hafa tekið upp önnur sósíalistísk kerfi en Kín- verjar. 3. að gera ekki innrásir í önnur ríki, hlutast ekki til um innan- ríkismál annarra ríkja og reyna ekki að steypa stjórnum annarra ríkja. 4. Efla samvinnu allra sósíalist- ískra ríkja. Chen Yi sagði, að viss öfl í heiminum rækju áróður gegn Kínverjum og reyndu að breyta utanríkissbefnu þeirra. Einnig reyndu þessi öfl að neyða Kín- verja til að senda herlið til ann- arra landa. Ekki vildi hann gera nánari grein fyrir því, við hvað hann ætti. Hann sagði hinsvagar, að Bandaríkjamenn hefðu komið á laggirnar herstöðvum allt um- hverfis Kína og á stöðum í Afr- íku, Asíu og Suður-AmeTÍku. Hefðu Bandaríkjamenn rétt til þess að þröngva sér inn á þessi lönd hefðu Kínverjar einnig rétt til þess að taka á móti. Flugsýn leigir DC3 FLUGFÉLAGIÐ Flugsýn hefur tekið á leigu flugvél af gerðinni Douglas DC 3 frá brezka flug- félaginu British United Airlin- es. Er vélin væntanleg til lands ins í dag og eru það þeir Kristj- án Gunnlaugsson, flugstjóri og Hans Ágústsson, aðstoðarflug- maður, sem fljúga vélinni heim frá Blackpool í Englandi. Vél þessi tekur 36 farþega og hyggst Flugsýn nota hana í áætlunar- flug sitt til Norðfjarðar og í hvers konar leiguflug. Mun Flugsýn hafa vél þessa á leigu í þrjá mánuði. í næstu viku er reiknað með, að Flug- sýn flytji sinn 15000. farþega og hafa vélar á vegum félagsins þá um 18000 flugstundir að baki. Vöruflutningar nema um 400 tonnum. í sumar verður flug- floti Flugsýnar alls 8 vélar: tvær af gerðinni Douglas DC3, 3 kennsluvélar og 3 fjöggurra sæta vélar til leiguflugs. í at- hugun eru nú kaup á nýrri vél til Flugsýnar, en ekkert hefur verið áveðið enn um gerð henn ar. - RUSSAR Framhald af bls. 1 kalla frá 10. júní sl. Að noiklkru hafa hergögnin verið flufct á skipum en að mestu leyti með fLugvéluim. Bandiairísikir ráðamenn hatfa l'itlla trú á því að Sovébstjórnin fari að áskorun Lyndons B. Johnsons forseta, að takmarka herbúniaðinn í Austurlöndum nær og fáir trúa því, að Nasser, forseti Egyptal'ainds, fallizt á friðansiaimninga við ísrael. Daan Riusfk ræddi nýlega við utainiríkisráðlherra Egyptalfainids, Mahimoud Riaid, og er haft fyrir s.att, að litil sáttfýsi hafi verið í orðræðum Riads. Hinsvegar er taiið, að innan srtjórma hinna Arabairíkijamna séu menn ekki eins harðir í afstöðunni og áð- Yfirmaður Vietcong andast í sjúkrahúsi Saigon, 8. júlí — AP-NTB — NORÐUR-VIETNAMSKI hers- höfðinginn Nguyen Chi Thanh, yfirmaður hersveita Vietcong í Suður-Vietnam, lézt í gær af hjartaslagi í sjúkrahúsi í Hanoi, að því er útvarpsfréttir frá Norður-Vietnam herma. Hann var hægri hönd Vo Nguyen Gi- aps landvarnaráðherra og einn af æðstu leiðtogum norður-vi- etnamska kommúnistaflokksins. Hann var bæði yfirhershöfðingi og stjórnmálaleiðtogi Vietcong, Fyrr á þessu ári hrökklaðist Thanh hershöfðingi, sem var 53 ára að aldri, úr bækistöðvum sínum í Tay Ninhhéraði skammf frá landamærum Suður-Viert- nam og Kambódiu eftir kröftuga árás Bandaríkjamnna 18. marz sl. birti bandaríska sendiréðið í Saigon myndir af hershöfðingj- anum, sem teknar höfðu verið herfangi. Talið er, að Thanh hafi tekið við stjórn hernaðar- aðgerða í Suður-Vietnam síðla árs 1954 eða í ársbyrjun 1955. SAM-flaugar á vopnlausa svæð- inu. Bandarískar flugvélar hafa í fyrsta skipti orðið varar við sovézkar SAM-loftvarnaeldflaug ar á vopnlausa svæðinu á landa mærum Norður- og Suður-Viert- nam. Ráðizt var á skotpalla fyr ir þessar eldflaugar og lang- drægar eldflaugar á sömu slóð- um, svo og á skotmörk sunn- an við vopnlausa svæðið, þar sem ástandið er talið alvarlegt. Þar féllu 836 norður-vietnamsk- ir og 134 bandarískir hermenn 2. til 7. júlí. Bandarískar flugvélar réðust í gær á olíugeyma og járnbraut- arlínur milli Hanoi og Haipong íNorður-Vietnam og á flugstöð- ina við Kep fyrir norðan Hanoi, sem ráðizt hefur verið á 10 sinn- um áður. Bandarískur talsmað- ur sagði í Saigon í dag að Norð- ur-Vietnammenn hefðu í fyrra- dag skotið niður 600. bandarísku flugvélina. Sunnan við vopnlausa svæðið hafa bandarískir landgöngulið- ar fellt 15 norður-vietnamska hermenn, sem þeir umkringdu. Enginn landgönguliði félL Þetta gerðist við Cen Thien, þar sem mjög harðir bardagar hafa geis- að. GEIMfERÐIIM f VIÐTALI við Neil Armstrong í laugardagsblaði skrapp prent- villupúkinn smá geimferð og sagði að Armstrong og Scott hefðu verið allt tíu mínútur á lofti. Þar átti að standa 10 klukkustundir og fjörutíu mín- útur. í GÆR var hægviðri á S- landi, en NA-goLa eða kaldi annars staðiar. Það rigndi á S-lamdi, en þurrt við Breiðafjörð. Norð- an lands og ausfcan var hiti ýfirleirtt 5—7 stig. Þar var þokutoft og úrkoma á víð og dreif. Þoka var og á mjög stóru svæði noirðaiuisfcur og auisrtur af liandinu. - KONGO Framhald af bis. 1 Flúðu í flugvél til Rhodesíu. Sagt er, að stjórnin sé áhyggju full vegna þess, að engar fréttir hafa borizt frá 15—20 erlendum blaðamönnum, aðallega Belgum, sem héldu til Kisangani án þess að vita að óeirðir hefðu brotizt út í bænum. Blaðamennirnir voru á ferðalagi um Kongó í boði stjórnarinnar. Hópur mála- liða stal annarri flugvélinni, sem blaðamennimir ferðuðust með, í gær og flugu henni til Rhode- síu, þar sem þeir lentu í Kariba. 80 km fyrir norðan Salisbury. Að sögn fréttastofunnar AFP dveljast flugmaðurinn og átta úr hópi málaliðanna í lögreglu- stöð í Karilba, en á meðan fjalla lögreglan, stjómin og heraflinn um mál þeirra. 12 aðrir málalið- ar hafa verið fluttir í sjúkrahús í flugstöðinni New Sarum. Flug- vélin var bersýnilega á leið til höfuðborgar Rhodesíu, Salis- bury, en hún varð að lenda í Kariba vegna skorts á eldsneyti. Strangur vörður er við flug- vélina, og blaðamönnum er foannað að tala við málalið- ana. Háttsettur starfsmaður lög- reglunnar hefur lýst þeim sem flóttamönnum. Tshombe ásakaður. 1 New York skýrði fastafull- trúi Kongó hjá Sameinuðu þjóð- unum, Theodore Idzumbuir, Ör- yggisráðinu svo frá seint í gær- kvöld, að málaliðar í Kisangani hefðu flúið þaðan í tveimur flug- vélum, sem þeir ættu, og í ann- arri flugvél, sem þeir hefðu stol- ið frá kongóska flugfélaginu. En í Rhodesíu er ekki vitað til þess að fleiri en ein flugvél frá Ki- sangani hafi lent í landinu. Idz- umbuir sagði, að kongóska stjórn in hefði krafizt þess, að málalið- arnir yrðu framseldir og 'hinni stolnu flugvél yrði skilað. Kongóski fulltrúinn sagði, að bardagarnir í Kongó ættu rót sína að rekja til tilraunar af hálfu Moise Tshombes fyrrum forsætisráðherra til að brjótast til valda. Hann sagði, að Tshom- be og samverkamenn hans á Spáni hefðu reynt að bola Mo- butu forseta frá völdum með því að skipuleggja skemmdarverk og æsa til -uppreisniar í hernum. Hann nefndi nokkra belgíska og franska þegna, sem hefðu ferðazt frá Angóla til Kongó til þess að vinna skemmdarverk eða að- stoða stuðningsmenn Tshombe í landinu. Fundi Öryggisráðsins var frest að til mánudags, og verður þá lögð fram tillaga um að ráðið skori á öll lönd að koma í veg fyrir að málaliðar séu ráðnir til starfa í Kongó. Móbutu forseti hefur sent Johnson forseta orðsendingu, þar sem hann fer fram á hernaðar- aðstoð. Tshomlbe, sem rænt var í flug- vél yfir Miðjarðarhafi, hefur verið í haldi í Alsír síðan 30. júnf. Diplómatar í New York telja, að verði Tshombe fram- seldur kongóskum yfirvöldum og tekinn af lífi eins og allar líkur benda ti'l, muni innanlandserjur í Kongó aukast um allan helm- ing. í Salisbury sagði talsmaður Rhodesíustjórnar síðdegis í dag, að ríkisstjórnum 'heimalanda málaliðanna, sem flúðu frá Ki- sangani, yrðu skýrt frá því, að þeir væru í Rhodesíu. Hann sagði, að engrar yfirlýsingar væri að vænta um kröfu Kongó- stjómar um að málaliðarnir verði handteknir og hinni stolnu flugvél skilað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.