Morgunblaðið - 09.07.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.1967, Blaðsíða 12
I 12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1967. Séð inn í kerjaskála í áliðjuveri. Tækið sem sézt framarlega á myndinni til vinstri er notað til að brjóta harðan skurn sem áloxídið myndar ofan á kríólítinu. í álbræðslunni í Straums- vík verða sett upp algjörlega sjálfvirk tæki er sjá um þetta verk. Hann nefndi þennan málm alu- minum, og hefur það nafn hald- izt í Norður-Ameríku, en breytzt í flestum öðrum löndum í alu- minium. Hér á landi stakk orða- bókarnefnd Háskólans upp á því, sem kunnugt er, að nefna þenn- an málm ál, og virðist það orð þegar hafa unnið sér þegnrétt í málinu. H. C. Örsted er talinn verða fyrstur til að framleiða hreint ál með rafgreiningu árið 1825, en það liðu 61 ár þar til Frakkanum Héroult og Ameríkumanninum Kall hugkvæmdust, óháðir hvor öðrum, að leysa áloxídið upp í kríólít og vinna síðan álið með rafgreiningu. Lögðu þeir þair með, ásamt Þjóðverjanum Siemes, sem uppgötvaði rafseg- ulmagnið 1866, og Bayer, sem fann upp aðferð til að vinna ál- oxíd úr báxíti kringum 1890, grundvöllinn að þeirra aðferð, sem enn þann dag í dag er notuð við álvinnslu. Sú staðreynd, að ál, sem er al- gengasti málmur jarðskorpunn- ar, skuli aðeins hafa verið þekkt í rúm 140 ár og aðeins framleitt að marki í -rúm 60 ár, stafar af því hversu álið hefur sterka til- hneigingu til að bindast súrefni og hversu það er erfitt að skilja álið frá því. Á1 finnst því ekki í hreinu formi í náttúrunni. Al- oxíder með hörðustu efnum og Aliðjuverið í Straumsvík mun verða eitt fullkomnasta sinnar tegundar — Framleiðsla áls hefur margfaldast á liðnum árum EINS og skýrt var frá í Morgun blaðinu fyrir nokkru ganga framkvæmdir við Álbræðsluna í Straumsvik nokkurn veginn sam kvæmt áætlun. Framkvæmda- áætlunin er þannig, að gert er ráð fyrir að helztu byggingum verði lokið á næsta sumri og verður þá hafizt handa með nið- ursetningu rafbúnaðar, véla, bræðsluofna og rafgreiningar kerjanna. Álsteypan á að verða fullgerð í ársbyrjun 1969 til að hægt verði að æfa starfsliðið, Að öðru leyti á framkvæmdum að vera lokið um leið og Búrfells virkjunin tekur til starfa, eða 1. apríl 1969. Hafa nú þegar verið ráðnir nokkrir íslendingar til starfa við væntanlega álbræðslu og hafa þeir farið utan til náms og þjálfunar. Fullgert á áliðjuverið að af- kasta rúmlega 60 þús. tonnum ár lega og verða starfsmenn þá um 450 að tölu, en afkastageta fyrsta áfanga verður rúm 30 þús. tonn. Stækkun í full afköst fer fram jafnskjótt og Búrfellsvirkjun hef ur verið byggð í fulla stærð, eða 210 þús. kílóvött. Er hugsanlegt að svo geti orðið einu ári eftir að fyrsti áfanginn er tekinn í notkun, en að öðrum kosti eigi síðar en árið 1975. Með 60 þús. tonna afköstum mun áliðjuverið þurfa um 120 þús. kílóvött ár- lega. Þá eru einnig hafnar fram- kvæmdir við hafnargerð í Straumsvík, en höfn þessa bygg- ir Hafnarfjarðarbær og verður hún eign hans. Hafnargarðurinn í Straumsvík verður um 220 m langur og verður í senn brim- brjótur og viðlegupláss, með hafn arkrönum og afhleðslutækjum fyrir áloxíd. Er gert ráð fyrir að allt að 30 þús smálesta flutn ingsskip, geti athafnað sig þar, en síðar er möguleiki á að stækka höfnina fyrir skip allt að 60 þús. smálestum. Til gamans má geta þess, að fyrir skömmu lágu í Hafnarfjarðarhöfn tvö skip, sem voru um 17 þús. smá- lestir. Voru það stærstu skip, sem í höfnina höfðu komið, og þótti þeim er þau sáu, sem þau væru ekkert smásmíði. Áloxídið til verksmiðjunnar í Straumsvík verður í fyrstu flutt inn frá Vestur-Afriku eða Kara- bíahafi, en síðar er fyrirhugað að það verði flutt alla leið frá Astra líu. Áloxídið verður flutt frá tkipshlið á færiböndum í sérstak an geymi eða turn, sem tekur 30 þús. tonn. Önnur hráefni, svo sem kolskaut og kríólít, verða inn Plinius, sem uppi var skömmu eftir Krists burð, nefndi „alumen ‘ eða álún í hinni frægu náttúrufræði sinni, en álún, sem er álsúlfat og önnur málmsölt, er notað til lækninga og við sút- er m.a. notað sem slípiefni, króund og til framleiðslu á gervi gimsteinum, svo sem rúbína og safíra. Framleiðslan þúsundfaldast síðan árið 1900 Síðan aðferð sú, sem áður er Hráalið steypt í hleifa, sem siðar eru svo notaðir til vinnslu a margskonar hlutum úr áli. innflutt með skipum af venju- legri stærð. Þau munu og flytja hráálið í plötum .og hleifum frá áliðjunni á markað í Englandi og á meginlandi Evrópu og Ameríku. Þegar áhðjuverið í Straumsvík verður tekið í notkun mun það verða eitthvert fullkomnasta iðjuver sinnar tegundar í heim- inum, enda mun ekkert til spar- að til að svo megi verða. Mun meðal annars verða komið fyrir sjálfvirkum tækjum við álvinnsl una, sem hvergi eru í notkun annars staðar ennþá. Á fundi sem íslenzka álfélag- ið h.f. (ÍSAL) boðaði frétta- menn á fyrir skömmu, flutti Ragnar Halldórsson, verkfræð- ingur, tæknilegur framkvæmda- stjóri álverksmiðjunnar, erindi þar sem hann skýrði sögulega þróun álvinnslunnar, hvernig framleiðslan gengi íyrir sig og sögu Svissneska álfélagsins. Er hér á eftir rekin nokkur atriði, sem komu fram í ræðu Ragnars. Á1 er algengasti málrnur jarðskorpunnar Rómverski náttúrufræðingur- un. Á 18. öld komust menn að raun um, að það sem við í dag nefnum áloxíd sé hluti af efna- sambandinu álún, en það var þó ekki fyrr en 1807, að Sir Hump- hrey Davy, datt í hug, að áloxíd væri málmur bundinn í súrefni. um getið var fundin, hefur ál- framleiðslan í heiminum vaxið mjög ört, eða frá um 7 þús. ár- ið 1900 í um 7 millj. tonna árið 1966, þ.e. hefur þúsunöfaldast. Undanfarin ár hefur framleiðsl- an vaxið um 8% á 'ári og tvö- faldast því á hverjum nlu ár- uim. Er niú svo komið, að miðað við þyngd, er næstum jafnmik- ið framleitt af áili í heiminum eins og af þremur algengustu málmurn öðrum en járni, þ.e.a.s. blýi, kopar og zinki, og næstum helmingi meir, ef miðað er við rúmmál. Frá aldamótum hefur framleiðsla á þessum má’lmum einungis rúmlega þrefaldast að meðaltali. Margvíslegt notagildi áls Á’lið hefur rutt sér til rúms vegna hinna mörgu góðu eigin- leika þess. Það er létt, mjúkt og beygjanlegt, hefur mjög góða leiðni bæði fyrir hita og raf- magn. Það hefur afbragðs Ijós- endurvarpseiginleika, og hefur góða mótstöðu fyrir tæringu af völdurn sjávarseiltu og ýmis kon ar iðnaðarandrúmslofti. Auk þess er ál ekki segulmagnað, auðvelt er að slípa það fyrir há- glans og hægt er að ilda yfir- borð þess bæði í rafvaka og með efnafræðilegum aðferð.um, og það rná fara til að fá fram lit- ríkt yfirborð. Einnig er auðvelt að tengja álhluta saman bæði með rafsuðu, punktsuðu og log- suðu. Notagildi þess má og auka með blöndun með öðrum frum- efnum. Annað, sem hefur orsakað sig- urgöngu álsins, er það, að tekizt hefur með aukinni framleiðni að halda verði álsins mjög stöðugu alit 'frá aldamótum. Á þessum tíma hefur verð á áli einungis hækkað um 9%, en á sama tíma hefur t.d. verð á blýi, kop- ar og zinki hækkað um 85% að meðaltali. Framleiðslulönd og notkun Af heildarársfram'leið’Slunni á áli kemur nú um það bii 56% frá Norður-Ameríku, 20% frá V- Evrópu, 20% frá A-Evrópu og 5% frá öðrum hlutum heims. Ársnotkun á áli er nú um 1,8 kg, á rnann miðað við íbúða- fjölda jarðarinnar, en í Banda- ríkjunum er ársnotkunin yfir 10 sinnum hærri, eða 19 kg. á mann. í Sviss, Kanada, Vestur- Þýzkalandi og Bretlandi er notk unin um 10 kg. á mann, en roinni í öðrum löndum, og t.a. umn 3Yz—1 kg. á mann á ís'landi. Gert er ráð fyrir að þörf fyr:r álið vaxi mjög ört í framtíð- inni. Vinnsla áls krefst mikillar raforku Næst súrefni og silisium er stærsti hluti jarðskorpunnar ál í ýmsum samböndum, eða um 8Y2, álið kemur fyrir í flestu gos bergi, sem feldspat og míka, en getur við veðrun breytzt í leir og síðan í báxít, en úr því er unnið áloxíd eða álildi. Áællað er að vinnsiuhæft báxít á jörð- inni sé um það bil 6.000 mi'Iljón- ir tonna, sem dreift er um allar heimsálfur. Báxítið er nnulið, blandað vítisóda og hitað í þrýsti geymum. Síðan er svoköl'luð rauðeðja skilin 'frá í stöðukerj- um og eftir verður ál'hýdroxíd, sem síðan er þurrkað í snúnings- oínum með gas- eða olíuhitun og ?r þá orðið að hvííu dufti, á.1 oxídi, með 5OV2 álinnihaldi. Sökum hás bræðsluimarks ál- oxíds (2.050 gráður), er ál enn- þá unnið ef ir aðferð Héroults og Halls með rafgreiningu, þar Nú er að veiða lokið jöfnun landsins í Straumsvík. Stórvirkar vinnuvélar að störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.