Morgunblaðið - 09.07.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.07.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JULI 1967. Mundi ekki tími ai vakna „AÐ HUGSA ekki í árum, en 61dum“. Hvenær ætli að mann kynið læri þá þjóðfélagsnauð- syn, sem er þó svo þráð og knýjandi að á henni byggist öll tframtíð þess. Nú er sagt að því tfjölgi um átta þúsund á sólar- hring hverjum og mikill meiri- hluti þess lifir við skort, millj- ónir, tugmilljónir, við svo mik- inn skort að hungursneyð má heyta — að ekki sé nú talað um klæðleysið. Þarfirnar auk- ast með sívaxandi fólksfjölda. Og enginn getur lifað nema jörð in fæði hann, landið og sjórinn. En fiskmiðin er verið að tæma -og geysimikil landflæmi eru að verða gróðurlaus með öllu sökum þess að jarðvegurinn blæs upp og skolast burt. Hvað mundi al- Vörumál ef ekki þetta? Það er líka eitt þeirra mála sem efst eru á dagskrá þjóðanna, þar sem sjónarmiðið er ekki alltof mús- ■arholulegt. Á íslandi er það ekki mikið rætt. En aldrei gleymi ég því, er Bjarni Sæ- mundsson sagði við mig: „Allir okkar fiskstofnar ganga til þurrðar — nema síldin; það “verður seint hægt að vinna á henni“. En Bjarna óraði varla fyrir þeirri veiðitækni sem nú er komin til sögunnar og alltaf er að eflast. Um eitt hygg ég að steinþag- að sé á íslandi, og er þó naum- ast simámál. En það er eitrun jarðarinnar og jarðargróðans. Þegar ég segi þetta, vil ég þó ekki láta sem ég hafi enga at- hygli veitt því er jarðfræðing- ar okkar (og hafi þeir fyrir orð sín margfalda þökk) hafa verið að segja okkur um eitrun jarð- vatnsins. Um sama efni skrif- aði að vísu Guðmundur Björns- son, sá nærri eindæma víðsýni og framsýni maður, þegar fyrir aldamót en gott er að málinu er nú loks hreyft á ný. Það sem ég annars ætlaði að minnast á í þessum fáu línum, var meðferð jarðvegsins, og þó helzt í þeirri von, að einhver mér fróðari maður veki um þetta alvarlegar umræður. Ég gæti látið mér til hugar koma Árni Eylands, því öðrum er hann einarðari og öðrum er hann líka víðsýnni. En þó er þess að gæta, að nokkuð er hæp ið að tekið sé mark á orðum þess manns, sem þorir að segja blákaldan sannleikann, hver sem í hlut á. Að gera svo, er ekki kurteisi og ekki fínt. Á þá fáu menn, er svo gera er ó- gjarnan hlustað. Þeir eru til ama og óþæginda, alveg eins núna á voru landi íslandi sem fyrir austan Miðjarðarhaf fyrir tvö þúsund árum. Ef mér skjátlast ekki, er tals- vert hlýtt á enskt útvarp á fs- landi, enda má margt af því læra. Aftur á móti munu ensk hlöð lítið lesin þar, nema þó væntanlega á skrifstofum dag- blaðanna í Reykjaví’k. En því vík ég að þessu, að undanfarna mánuði hefir á hvorumtveggja vettvanginum mjög verið rætt um eitrun jarðvegsins og jarð- argróðursins og þetta talið mik- ið alvörumál. Að hugsa í öldum, eins og Stephan vildi kenna okkur að gera, er ekki nóg. Einhverntíma hljóta að koma endalok mann- kynsins, með hverjum hætti sem þau verða. Einhvern þeirra, er þetta lesa, mun ef til vill reka minni til þess, að fyrir allmörg- tun árum ritaði Sir Chares Dar- ■win merkilega grein um þetta efni í enska blaðið Snuday Tim- es. Þeirri grein sneri ég þá á islenzku, en aldrei komst hún á þrent og gilti líklega einu, því það sem kennir djarfa og rök- rétta hugsun á ekki mikið er- indi til þorra lesenda. Við það er venjulega ekkert æsilegt. Þó eru þeir menn til, sem opin hafa augu og eyru. Jæja, látum þetta tfara. En augnablik skulum við minnast þess, að vísindamenn tfelja sig hafa sannanir fyrir því, að í sinni núverandi mynd sé mannkynið búið að byggja þennan hnött í ekki minna en tfutugu milljónir ára. Slíka tölu er vitanlega gagnslítið að nefna því engin okkar hefir skilning •til þess að grípa það sem í henni tfelst — raunar ekki hóti frem- •ur en ljósárum stjörnufræðinn- ar. En anað getum við öll skil- ið, sem sé það, að í aðrar tutt- ugu milljónir ára er með öllu óhugsandi að mannkynið geti lif ■að á jörðinni, nema þá að hvort tveggja sé gert, að stöðva sí- vaxandi fjölgun þess (því vit- lanlega fer hún sívaxandi ef ekki er gripið til einhverra ráða til þess að hafa hemil á henni, eða þá að án okkar vilja gerist eitt- það, er kippi úr henni og að efla afrakstur bæði lands og isjávar. Og ekki er nóg að efla bann, heldur verður eflingin að gerast með þeim ráðum sem ekki fela í sér dauðann. En ein- mitt á því virðist nú nokkur hætta. Það er eitrun þessi, á landi og á sjó, sem svo mikið er nú rædd hér á Englandi, og efa- laust víðar um heim. „Ég vil ekki nú í ' nótt neitt á sjóinn tfara“ fremur en Sigurður Breið tfjörð. En ég er uppalinn í sveit, á ekki litlu jarðræktarheimili, eftir því sem gerðist fyrir alda- mót. Ö1 jarðrækt hefir mér alla itíð verið mjög hugstæð. Og nægi legt skynbragð ber ég á hana ■til þess að skilja það, að hjá okkur hefir hún komist inn á ■nokkrar villigötur, eins og Árni Eylands gerði grein fyrir í gagn merkum útvarpserindum í fyrra *— ef ég má aftur minnast hans. Því miður er hún víðar í ó- göngum, þar á meðal hér á Eng- landi. Og margir hafa af þessu 'áhyggjur. Nýlega var í enska útvarpinu sagt mjög rækilega frá alveg inýútkominni bók um notkun til búins áburðar. Því miður hefir mér gleymst nafn höfundar og jafnvel tilil bókarinnar man ég öglöggt, minnir að hún nefnist „Incomeplete Fertilizers", en for leggjarinn var Lockwood og verð bókarinnar eitt sterlings- pund. Þessar upplýsingar mundu nægja, ef einhver vildi ná sér < bók þessa, sem útvarpið taldi JAMES BOND - * - - * IAN FLEMING f YOU WILL, IATEB. EVER WDMDERED WAO IS , TUE RlOJEST MAK' IM / S EWSLAWD, 007r>/ (A H'CEX iAT£g, B/tCK /A/ /OMCOM James Bond sv láu fiFuiuc ORAWING BY^HN McLUSKY YOU'VE MIS'itrD uui “ BACK, 'MMM- I'D SAY rr WAS EU.ERMAW, oa OWE OF TUE ROTUSCUILDS. PERUAPS...PM/SYBE OPPEWUEIMER Ita-r-TUE DIAMOWD MAKI Y JOKEB IN TUE PACK, njE . 60VEBW0R BROUGUT UP UIS WAME. TUE RICUEST Of TUE LOTS A MAW CALLED GOLDFINGER — AL/R/C GOiPF/NGCR' ^ ' SAW TUE GOVERWOR OF táyra TUE BAKIK OF EWGLAWD LAST KIIGUT. WE DISCUSSED GOLD - SMUGSLIWG.... DOW'T K-KJOW/ J MUCU ABOUT TUE STIIFF, SIR 7/6 Viku seinna í London.... Ég hitti bankastjóra Englandsbanka í gærkveldi. Viff ræddum um gull — smyglaff gull .. Get ekki sagt, aff ég þekki mikiff til þess, herra. Þaff kernur síðar meir. Hefur þú nokk- urn timann velt því fyrir þér, 007, hver sé rikasti maður Englands? Bíffum við. Ég mundi segja, aff þaff væri Ellerman effa kannski einhver af Rothscildsættinni? Ef til vill er þaff Opp- enheimer — demantakóngurinn. Þér er fariff aff förlast, 007. Bankastjór- inn sagffi mér nafn hans. Sá auðugasti af þeim öllum er maffur aff nafni Gold- finger, Auric Goldfinger! barla merkllega, en þó ekki lausa við öfgvar. Þann 10. f.m. (febr.) kallaði 'útvarpið fyrir sig vísindamann einn (nafninu hef ég gleymt), er það taldi sérlega mikilsmet- inn. Það stefndi honum til þess að svara spurningu, sem það ivildi leggja fyrir hann, og utan af þeirri spurningu var ekki tfalgað. Hún var blátt áfram þessi: „Are we killing ourselv- 'es“? Sá sem af hálfu útvarpsins spurði var greinilega ekki neinn 'skyns'kiftingur, og eftir að hafa borið upp spurningar flutti hann 'snjalla formála um það, hvað lútvarpið meinti með henni. Það Var sem sé hætta sú, er marg- ir óttast að stafi af þeim efn- lum, sem notuð eru til að auka jarlargróðann, og þó ennfremur 'af því sem notað er til þess að eyða skorkvikindum (með enska orðinu „pests“ má vera að átt sé við fleiri litlar lífverur en insects) í görðum og á ökrum. En um það virðast nú allir sam fnála hér, að úðarnir séu stór- hættulegir og að óumflýjanlegt isé að setja, ef ekki lög (það munu Englendingar forðast með an þess er nokkur kostur), þá isamt reglur um það, hvaða efni' megi nota og um meðferð þeirra. Ánægjulegt var að hlýða á vís Indamann þann, er svaraði hinni íhrottalegu spurningu. „It looks (that way“ svaraði hann, en hann ttalaði um efnið af svo geysi- Imiklum, en þó alþýðlegum fróð- leik að áheyrendur hlutu að læra mikið af svari hans. Og það taldi hann með öllu óger- legt að hverfa frá notkun til- búins áburðar, en vandasamt að nota hann og nauðsyn á hverj- ium stað að rannsaka, hvaða efni það eru sem jarðveginn vantar. Annars er það ekki fyrir mig iað flytja lesendum fróðleik hans. Nokkru síðar (19. febrúar etf <ég man rétt) var kallaður sam- ian fjölmennur fundur í borg einni á Suður-Englandi til þess að ræða þetta mál og umræðun- um útvarpað. Þær voru fróðleg- iar og við þær kom fram margt imerkilegt. Allir töldu ræðumenn að hér væri um mikið alvöru- tmál að ræða. Þarna töluðu hæði karlar og konur. Og enn varð Ihið sama ofan á, að engin leið 'væri að hverfa frá notkun til- búins áburðar, hverjir svo sem lókostir hans væru. Nú ætla ég að víkja heim til iReykjavíkur, og mun þó þykja bafa Iítið fróðlegt að segja. Svo Ihagar til hjá mér, að garðurinn Við hús mitt er heldur óvenju- llega stór, eftir því sem þar ger- ist um garða. Ég hóf ræktun (hans árið 1925, vitanlega af lít- dlli kunnáittu, en lagði þó í hann rnikla vinu og ekki lítið fé. Ég tfók upp úðun á honum nokkrum árum áður en nokkur annar úð- aði garða sína þar í hverfinu. Dengi úðaði ég hann sjálfur og hafði til þess dælu, en eftir að kraftar mínir dugðu ekki leng- ur til þess, fékk ég garðyrkju- mann (eða menn sem gáfu sig út fyrir að vera það). Á runn- lana og tréin hafði ég ávallt not- ið nikotin. Vel má vera að ég (hafi valið það af þekkingar- Bkorti, en einhvernveginn fékk ég þá hugmynd innn í höfuðið, iað það væri öðrum efnum lík- degra til að hverfa út í loftið, í stað þess að safnast fyrir í jarðveginum og jafnvel í berj- iunum á runnunum (en af þeim bafði ég fimm tegundir). Vor- Sð sem ég fann að mér mundi >um megn að framkvæma úðun- ina, sneri ég mér til garðyrkju- imannafélags, sem sendi mann til >að framkvæma verkið. Ég vildi isem fyrr nota nikotin, en við það var ekki komandi; maður- inn kom með eitthvað efni sem ban nefndi „bladan", en hlýtur að vera söluheyti (trade name), því að ekki mun efnafræðin þekkja þetta nafn. Augljóst var, að búast mátti við ríkulegri berjauppskeru, enda hafði hún aldrei brugðist og árlega . var kakkborið í garðinn (fjóshaug- ■ur). En nú brá svo við, að hver vísir féll af runnunum og varð þetta berjalaust sumar. Eftir þetta lét ég svo danskan mann úða garðinn í nokkur ár, en Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.