Morgunblaðið - 09.07.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.07.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1967. •Stjörnu- óLipiÉ EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON leirlagið, en það hafði komið í veg fyrir að maelar þeirra fengju notið sín. Síðan var það reisit við og opnað. Gaus þá út grængulur reykjarmökkur, og breiddi svo skjótt úr sér að þeir gátu með naumyndum komist undan hon- um. Huldi hann um hríð allt skip ið, en leystisit að lokum upp og hvarf. „Óþekkt gastegund", sögðu efnafræðingarnir. Af leifum þess inni í skipinu var ráðið, að það verkaði lamandi á taugar manna, og myndi lítið þurfa til. Var nú skipið rannsakað gaum gæfilega, en ekkerf fannst þar er gefið gæiti til kynna hvað orðið hefði af áhöfninni. Allt lauslegt hafði verið numið á brott, en reynt að eyðileggja flest það er ekki varð losað. Var skipið mjög illa leikið, og Lenai Dorrna taldi margra mánaða verk að gera við það. Um hádegisbilið tók að heyr- ast allskonar óhljóð og köll úr hlíðum dalverpsins, en þær voru allar vaxnar þéttum skógi, svo að ekki sást til mannaferða. Þeg- ar leið á daginn komu nokkrir menn út úr gróðurþykkninu og nálguðust diskinn. Voru sumir þeirra loðnir Og líkastir öpum, en aðrir nokkru mannslegri og báru mittisskýlur. Fyrirliði þeirra var hár og hraustlegur maður, dökkur á skegg og skör, með djarflegan svip. Gaf Lolla Hratári sig á tal við hann, en Spú varaði hann við og kvað fólk þetta illt og bölvað og í engu treystandi. Lollu tókst brátt að kynna sér mál fyrirliðans, og túlkaði er- indi hans við geimfarana: „Hann biður um hníf, helst stóran; segir að Reykæturnar vilji ekki láta þá hafa nein verkfæri, og séu þeir því í standandi vandræð- um“. Danó horfði hvasst á manninn, og þótti honurn svipur hans tor- tryggilegur. „Vera á að ég gefi þér hníf“, sagði hann, „ef þú svarar spurningum mínum, og segir mér sannleikann". Fyrirliðinn hvimaði augum í kringum sig, en virtst varasit að líta beint á nokkurn mann. „Hvers villtu spyrja?" mælti hann þvoglulegum rómi. „Ert þú höfðingi fólksins hér í dalnurn?" „Ég er stakaatur. Ef einhver vill ekki hlýða mér, þá verður hann að glíma við mig?‘. „En ráða Reykæturnar yfir þér?“ „Þær skipta sér ekkert af okk ur, ef við reynum ekki að stela frá þeim, en þá blása þær reykn um á okkur, svo að við erum veik í marga daga á eftir“. „Reynið þið samit að hnupla frá þeim?“ „Okkur vantar axir og hnífa. Það er erfitt að lita verkfæra- laus“. „En notið þið þá ekki verk- færin til að ‘ meiða eða drepa hver annan?“ „Nei, við glímurn". Danó lét nú sækja góða viðar öxi og allstóran skeiðarhníf með beiti; sýndi hann tfyrirliðanum gripi þessa og mælti: „Þetta skal ég gefa þér, ef þú segir mér allt um það, hvernig Reykæturnar fóru að því að ná mönnunum, sem voru þarna í skipinu, og hvað þær hafa gert af þeim? En sannleikann verður að segja all- an sannleikann, annars tfærðu ekki neitt!“ Hinn dökki maður varð sýni- lega óttaslegin. Hann gaut augum upp til klettanna og hristi höf- uðið. „Ég veit ekkert", tautaði hann í barm sér. En því næst leit hann á öxina og hnífinn og sagði hikandi: „Þeir vissu ekki um Næturfólkið, og héldu bara að við værum að ljúga að þeim, þegar við sögðum að það byggi hérna í fjallinu". „Hurfu þeir fljótlega eítir kom una hingað?" „Nei, þeir voru marga daga að tala við okkur, og fljúga út um allit á stóru sveppunum sínum. Og þeir voru búnir að lofa okk- ur verkfærum, ef við segðum þeim allt sem þá langaði til að vita. En svo einn morguninn, þegar við komum hingað, þá voru þeir allir horfnir, og búið að maka leir á skipið". Danó hugsaði sig um, allþumg- brýnn, en spurði síðan: „Veist þú hvar inngangurinn er i helli Nætur fólksins? “ Fyrirliði Skógarmanna gaut enn augum til klettariðsins, en anzaði síðan í lágum hljóðum: „Þeir eru margir — en einn er hérna fyrir ofan, þar sem þú sérð rauðu rákirnar þrjár. Hann er alltaf lokaður á daginn, en ég hef séð hann opnazt á nóttinni, þá kemur stórt, kringlótt gat á hamarinn". „Veiztu nokkuð hvernig Reyk æturnar fóru að því að ná í mennina?" „Nei, það hef ég ekki hug- mynd um. En sjálfsagt hafa þær blásið reyknum sínum inn í skipið". „Gerir þessi reykur þeim sjálf um ekkert mein?“ „Nei, nei, þeim þykir hann góður; þeir nota hann í staðinn fyrir vín“. Danó var hugsi um stund, svo rétti hann fyrirliðanum öxina og hnífinn. Maðurinn tók við gripunum tveim höndum og varð allur eitt bros. Fór hann síð an aftur til félaga sinna og þeir héldu allir af stað inn í skóginn. Spú horfði á eftir þeim og mælti hryssingslega: „Þeir hafa í hyggju að koma atftur til að ræna og stela!“ „Ekki munum vér hræðast þá“, sagði Danó brosandi. „En nú skulum við reyna að ýta eitt- hvað við Næturfólkinu hérna — bezt að vita hvernig þeim fellur hljómlistin okkar. Sækið þið ýlfurvélina!" Var nú komið með litla „pípu- orgelið", er lagt hafði í rúst höll Kattmennajöfurs: Lét Danó beita henni á klettinn með rauðu rákunum þremur, en hann var í mittishæð yfir grasflöt- inni, skammt frá diskinum. Leið ekki á löngu áður en grjót tók að hrynja úr klettunum allt í kring. Og eftir stutta stund féll heljarmikið hellubjarg til jarð- ar; sást þar koldimmt gímald fyrir innan. Þá var aðgerðum hætt að sinni, en Spú gekk að opinu og hnusaði mikið. „Hér er>u ill og bölvuð kvik- indi nálæg!" mælti hún. „En einnig menn — og ekki þorandi að nota ýlfurvélina meira, því að gangarnir gætu lokast af hruni“. Hún hafði naumast sleppt orðinu er reykjarstrókur mikill Alan WilHams: PLATSKEGGUR um og ránum. Það hafa ver ð Tyrkir — sjóræningjar, ósiðaðir og guðlausir menn, sem komu hingað í engum öðrum tilgangi en þeim að tortíma okkur. En Guð skilur, og hann verndar okkur. Meðan ábótinn hafði verið að tala, hafði Neil verið að athuga Martel. Augun í manninum voru gljáandi ísgrá, og hann hafði kreppt höndina um vínkrukkuna þangað til hnúarnir voru oirðnir hvítir. Hann hliustaði á ábótann með ofurlitlu grimmdarbrosi. — Herra ábóti, sagði hann loks- ins, — þér talið um Tyrki og sjóræningja, en það var bara fyriir daga okkar beggja. Þér tal- ið um kommúnistaskæruliða. Þeir komu og brenndu handrit- in, og heimavarnarliðið barð- 8 ist við þá í Karyes. Þá voruð þið heppnir. Kommúnistarnir voru hraktir burt — af herstyrk yfir- valdanna. Þeir fengiu ekkert svigrúm til að tontima ykkur, þurrka ykkur út af yfirborði jarðar, svo að allt þetta — hann bentii kring um sig í salnum — svo að allt þetta yrði að engu! Hann þagnaði og leit grimmdar- lega á ábótann. — Já, þér eruð verndaður, herra ábóti, hélt hann áfram, og stillti ákafa sínum í hólf, — vernd aður af þessum veggjum, af stjórn Grikklands. Það voruð ekki þið, sem hröktuð kommún- istana á flótta. Þegar menn þurfa að gera ákvarðanir, sem varða veraldarsöguna, þá er ekki hægt að sitja ytfir víni og tala um friðarstefnu. Hann næstum hrækti út úr sér orðinu, en svo hallaði hann sér aftur á bak og andvarpaði, en takið iosnaði af vínkrúsinni, rétt eins og losnað hefði um einhverja spennu. Ábótinn laut höfði. — Það er mikill vísdómur fólginn í því, sem þér eruð að segja, herra minn. Margir miklir menn hatfa verið sömu skoðunar og þér, og það er ekki neins okkar að segja, að þér farið með rangt mál. Hann rétti vínið frá sér og þagðti. Neil horfði á Frakkann, sem var að maula brauðbita, og stara ofan í diskinn sinn. Hann kom sér niður á því, að hann væri ekki sérlega hrifinn af hr. Martel. Þegar máltíðinni var lokið, fálmuðu þeir van Loon sig átfram til klefa síns. Neil opnaðli dyrn- ar og kveikti á eldspýtu. Hann sá strax, að þarna var eitthvað öðruvísi en átti að vera. TungR ið skein inn um gluggann og á svantan járnkassa, sem sitóð á miðju gólfi. Tveir hárburstar með stálskafti lágu hjá þvotta- skálinni, undir myndinni af keis aranum. Á rúminu, þar sem bak- poki Neils hafðli legið, var ferða- taska úr svínaleðri og siltfurbú- in. Það slokknaði á eldspýtunni. Hann var rétt að forða sér, þeg- ar sterkur ljósgeisli skein fram- an í hann, Og rödd utan úr dyr- unum spurði á frönsku: — Hvað eruð þið hér að gera? Neil hörfaði til baka og depl- aði augunum, og bar höndina fyrir þau: — Afsakið, en við höf- um víst lent í skökku herbergi. Hr. Martel beindi nú vasaljós- inu að van Loon, crg allt í kring í herberginu, á járnkassann og svo aftur á Neil. — H,vað eruð þið hér að gera? endurtók hann. — Ég var að segja, að við hljót um að hafa villzt. Fairið inn í skakkan klefa. Þeir eru allir eins. — Snáfið þið út, sagði Frakk- inn. Neil starði í ljósið, og tók að roðna af reiði, en svo yppti hann öxlum og sagði: — Sjálfsagt, og þakka yður fyrir vingjarnlegar mó'ttökur. Svo sneri hann sér að van Loon. — Við skulum hypja okkur út héðan. Martel hreyfði sig ekki. — Nei, bíðið þið! Afsakið þið! Mér datt sem snöggvast í hug, að .... — Það er allt í lagi, sagði Neil. — Góða nótt. — Nei, bíðið þið! Frakkinn gekk að dyrunum og lokaði þeim. — Ég ætlaði alls ekki að vera ókurteis. Mér datt sem snöggvast í hug, að ef til vill .... Hann beindi ljósinu á gólf- ið. — Já, þér hafið kannski hald- ið, að við ætluðum að stela ein- hverju, sagði Neil. Martel hikaði: — Ég hef ýmis- legt verðmætt hérna inni, og það er til fólk, sem kynni að reyna að .... — Það er allt í lagi, sagði Neil, — okkur hefur báðum skjátiazt. Sælir, hr. Martel. Hann sneri til dyranna. — Bíðið þér við og fáið einn konjak, sagði Fnakkinn. — Ég á hérna ágætis Anmagnac. — Armagnac! æpti van Loon. — Það þiggjum við! — Bien! Martel gekk yfir gólf- ið og kveikti á lampanum, daeldi inn í hann lofti þangað til glóðar netið var orðið hvítglóandi, og bjarminn gerði andlitið á hon- um eins og dauðsmannsgrímu. Neil stóð við dyrnar og var treg- ur. — Setjizt þið niður, se'tjizt niður, sagði Martel. — Ég er hræddur um, að við verðum að láta okkur nægja tvö glös. Hann opnaði svínsleðurtöskuna á rúm- inu og tók upp konjakið. Neil og van Loon sátu á hiniu rúminu. Frakkinn heliti í tvö vatnsglös, rétti Neil annað en settist sjálfur með hitt á stól, sem fítóð hjá járnakassanum, Það varð þunglamaleg þögn, En Martel rauf hama. — Hvað eruð þið báðir að vilja á Athos? Þetta var ekki bara til að segja eitthvað, held- IBIM A ISLANDI Framtíðarstarf Aðalbókari óskast til starfa hjá oss sem fyrst. Bókhaldsreynsla, samvizkusemi og stað- góð þekking á enskri tungu áskilin. Umsóknir, er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist til: IWM A ISLANDI OTTO A. MICHELSEN Klapparstíg 25—27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.