Morgunblaðið - 11.07.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1967 3 r SIR Francis Chicester hafði einungis verið ridd- ari í þrjár mínútur, þegar hann tók í hönd Englands- drottningar, hjálpaði henni varfærnislega út í Gypsy Moth IV og sagði: „Leyfið mér að rétta yður hjálparhönd, frú“. Síðan sigldu þau á lygnri Tham- es-ánni og var þetta há- punktur hátíðahaldanna, er Elizabeth drottning sló Sir Francis til riddara í Greenwich Reach. 3000 manns voru viðstaddir er sverð Sir Francis Drakes, hins fyrsta, sem var aðlað- ur af drottningu, sem bar nafnið Elizaibeth snerti herð- Brunaflotar slökkviliðs Lund únaborgar hylla Sir Francis og bát hans á Thamesá á föstudag. (AF-mynd). kvenna þeirra, sem skrifa í brezku blöðin um klæðaburð fólks við konungleg tæki- færi, að Lady Chioester var klædd í venjulegar buxur, með köflóttan klút um höf- uðið og í sandölum. Þykir þetta móðgun við hátíðahöld- in, en ekki bar á öðru en þeim frúnum kæmi ágæt- lega saman, drottningin í mjallhvítri dragt en Lady Chicester í gallabuxum með sólgleraugu. Það glampar á sverðsblaðið, þegar drottning aðlar Sir Franc- is með sverði Drakes. Dönsku drengirnir hljóta hvarvetna lof Syngja i Reykjavik i kvöld DANSKI KFUM-drengjakórinn, sem hér dvelur um þessar mund ir, söng í samkomuhúsi Vest- mannaeyja á laugardag og á sunnudag. Drengirnir róma frá- bærar móttökur í Eyjum og mikla gestrisni — en þeir gistu á einkaheimilum þar. Móttökur kórsins í Eyjum annaðist séra Jóhann Hlíðar sóknarprestur. I gær fóru dönsku drengirnir í sumarbúðir KFUM í Vatna- skógi og í gærkvöld kl. 20.30 söng kórinn í Bíóhöllinni ó Akra nesi, — og flutti þá m.a. söng- leikinn „Eldfærin" eftir H. C. Andersen, en þann ævintýraleik flytja drengirnir í tilheyrandi leikbúningum (herklæði. kon- ungsskrúði, drottningarbúningar o.fl.) og fara þar með kvenhlut- verk jafnt sem karla. — Á efn- isskrá kórsins var einnig laga- flokkur úr „My fair lady“, eft- ir Fred Loewe, sem drengirnir syngja að nokkru leyti í svið- búningum og hefir sá liður söng skrárinnar einnig vakið mikinn fögnuð áheyrenda kórsins. Auk fjölmargra sönglaga eru einnig á efnisskrá kórsins tvö ísl. lög (Heiðbláa fjólan mín fríða eftir Þórarin Jónsson og Yndislega eyja mín eftir Bjarna Þorsteins- son). I dag, þriðjudag syngur drengjakórinn svo aftur hér í Reykjavík, — í Austurbæjarbíói kl. 19.15. Sægarpurinn aðiaður Það vakti mikla athygli ar Chicester. Sá atburður gerðist fyrir 387 árum. í bátnum með Sir Francis og drottningu var Philip prins, sem lét spurningar um hnattsiglinguna dynja á hin- um aldna sæfara í 15 mínút- ur.. Er Sir Francis hafði skjl- að þeim hjónunum heilu og höldnu í höfn gaf hann drottn ingu ull, sem hann hafði keypt í Ástralíu. Drottningar manninum sýndi hann krús þá, er hann hafði drukkið úr sinn daglega rommskammt á siglingunni. STAKSTEINAR Framkvæmdir borgarinnar Framkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar fleygir nú fram eins og undanfarin sumur; heil hverfi eru malbikuð á svo skömmum tíma, að menn halda jafnvel að þeir séu að villast, er þeir koma í hverfi, þar sem ailt er malbikað og steypt, en örfá- um vikum áður voru malargöt- ur. Hinar miklu gatnagerðar- framkvæmdir Reykjavíkurborg- ar siðustu árin hafa gjörbreytt svip borgarinnar og ánægjulegt er að borgarbúar kappkosta að ganga frá lóðum sínum og prýða í kringum húsin, jafnskjótt og gengið hefur verið frá götunum. Auðvitað kosta hinar nýju gótur mikið fé, en borgarbúar sjá ekki eftir því fjármagni, sem varið er í þessum tilgangi. íbúðir þeirra eru þeim mun verðmætari sem umhverfið er meira aðlaðandi, bifreiðar endast hetur og holi- ustuhættir eru allir aðrir. Aðal árásarefnið var, að ekki væri nægilega mikið malbikað Ekki eru ýkja mörg ár, síðan aðal árásarefni andstæðinga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á borgarstjórnarmeirihlutann var það, að malargötur lengdust stöðugt meir en malbikaðar göt- ur og endirinn yrði sá, að aðeins litill hluti gatna í Reykjavík yrði malbikaður en hitt yrðu allt malargötur. En með hinni nýju tækni við malbikun og steypingu gangstétta, ásamt þeirri áherzlu sem cinmitt hefur verið lögð á þessa framkvæmd, hefur náðst sá mikli árangur að þess er nú skammt að bíða, að allar götur borgarinnar verði malbikaðar, og þetta átak hefur verið gert samhliða þvi, sem yf- irleitt allar aðrar framkvæmdir R ykjavíkurborga, iiafa stórauk izt. Bygginga- framkvæmdir Ætíð er mikið álitamál, hve miklar framkvaímdir opinberra aðila eigi að vera, hve mikið fjármagn megi taka til slíkra framkvæmda a kostnað fram- kvæmda einstaklinganna. Þess vegna er það ánægjulegt að sam- hliða hinum miklu framkvæmd- um Reykjavíkurborgar má á það benda, að byggingarfram- kvæmdir einstaklinganna eru í liámarki og fjárhagur einstakl- inganna hefur styrkzt ár frá ári, einkum í höfuðborginni, enda hefur meginstefnan í skattamál- um borgarinnar verið sú að heimta ekki meira fé til opin- berra framkvæmda en auðsyn- legt hefur verið og borgararnir hafa talið samrýmast sinum hags munum, því að auðvitað verða opinberar framkvæmdir að hald ast í hendur við framkvæmdir einstaklinganna. Þar verður að finna hið eðlilega og skynsam- lega hlutfall. í Reykavik hefur það tekizt og þess vegna hefur haldizt í hendur bættur hagur borgaranna og betri aðbúnaður af hálfu borgaryfirvalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.