Morgunblaðið - 11.07.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.07.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1967 Hópreið hestamannafélaga var mjög skrautleg og vakti mikla aðdáun. Hér sést hópreiðin á ieið inn á Skeiðvöllinn með fánabcra í broddi fylkingar, Fremstir á eftir fánaberanum eru félagar úr Hestmannafélaginu Sleipni, Selfossi. Hermann Sigurðsson bóndi að Langholtskoti í Hrunamanna- hreppi er orðinn vanur því að taka við fyrstu verðlaunum í gaeðingakeppni fyrir hest sinn Biæ. Hér er Hermann á Blæ eftir verðlaunaafhendinguna. FJÓBÐUNGSMÓTI sunnienzkra hestamanna lauk á Rangárbökk um í fyrradag. Þrátt fyrir ó- hagstætt veður fyrri daginn sótti mikill mannfjöldi mótið en seinni daginn var skaplegra veður og telja forráðamenn mótsins, að þá hafi áhorfendur verið um 5000 talsins. Mótið sjálft fór vei fram í alla staði og var sunnlenzkum hestamönn um til hins mesta sóma. Þeir voru margir, sem spurðu um veðurspána fyrir Hellu á föstudag, en þar hófst Fjórðungs mót sunnlenzkra hestamanna daginn eftir. Því miður varð veðrið á laugardaginn enn verra en spáin, því úrhellisrigning var allan daginn meðan mótið fór fram. En hestamenn eru harðgerðir karlar og var mesta furða, hve margt fólk sótti mót- ið þennan dag. Einar G. E. Sæ- mundsen, form. L.H., setti mót- ið með ræðu klukkan eitt eftir hádegið. Því næst var sýning kynbótahrossa, góðhestakeppni og loks undanrásir kappreiða. Keppnis- og sýningarhross voru alls um 225 en kunnugir telja að til samans hafi verið þarna hátt í tvö þúsund hross, þegar þau voru flest. Þegar dagskránni lauk fyrri daginn leituðu margir skjól* í tjöldum sínum og var aðkoman heldur bágborin hjá sumum, vegna vætu. Nokkuð var um ölvun þennan dag, en þó ekki til vanza á mótinu sjálfu. Um kvöldið voru dansleikir í Hellu- bíói og á Hvoli og voru bæði húsin troðfull. Á sunnudaginn var bjartara yfir og má segja, að lítið sem ekkert hafi rignt á mótsgesti þann dag. Nokkuð var þó kalt en fólk lét það ekkert á sig fá, því eins og Gunnar Bjarnason, ráðunautur frá Hvanneyri sagði: „Ekkert er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Veðrið var svo slæmt í gær, að öllum finnst það bara gott í dag.“ Klukkan tíu fyrir hádegi voru kynbótahross sýnd í dómhring og verðlaun veitt. Er skýrt frá helztu úrslitum mótsins á öðr- um stað í blaðinu. Eftir hádeg- ið hófst dagsknáin með hópreið hestamannafélaganna og lék Lúðrasveit Selfoss nokkur lög á meðan. Tuttugu og tveir knap- ar frá hverju þeirra 14 félaga sem að mótinu stóðu, riðu á gæð ingum sínum um sýningarsvæð ið og fór fánaberi fyrir. Var fylking þessi hin glæsilegasta og vakti mikla athygli' allra, við- staddra. Að hópreiðinni lokinni flutti séra Stefán Lárusson í Odda bæn, en síðan ávarpaði Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, mótsgesti Klukkan þrjú hófst lokasýn- ing góðhesta með verðlaunaaf- hendingu og klukkan sex byrj- uðu úrslit kappreiðanna. Fátt kom mönnum á óvart í úrslitun- um. Hrollur og Neisti skiptu með sér fyrstu og öðrum verð- launum í skeiðinu en á lands- mótinu á Hólum í fyrra voru þeir í fyrsta og öðru sæti. Þyt- ur sigraði í 800 metra stökkinu, eins og á Hólum, og hefur eng- inn hestur veitt honum harða keppni frá því sigurferill- hans hófst. í góðhestakeppninni voru þeir Blær og Viðar Hjaltason í fyrsta og öðru sæti, eins og á Hólum í fyrra. Um kvöldið var svo dansleikur í Hellubíói. Nokkuð þótti hvimleitt, hve langan tíma tók að ræsa kapp- reiðahestanna og þyrfti að taka hér upp startbása, eins og tíðk- ast víðast hvar erlendis. Að öðru leyti fór mótið hið bezta fram. Aðstaðan á Rangárbökk- um er öll hin glæsilegasta og gerði sitt til að setja skemmti- legan svip á mótið. Þá voru veitingar allar a.m.k. helmingi ódýrari en á Hólum í fyrra. í heild var mótið lofsvert fram- tak til kynningar á fegurð og kostum íslenzka - hestsins og hestamönnum sjálfum til mikill ar ánægju og sóma. Lrslit KYNBÓTAHROSS: A) Stóffhestar meff afkvæmum: 10 sýndir: 1. Skýfaxi frá Selfossi, eigandi Hrossaræktarsamband Suður-" lands. 2. Ljúfur frá Blönduósi, eigandi K ir k j u bæ j a rbúið. 3. Silfurtoppur frá Reykjadal, eigandi Þorgeir Sveinsson Hrafnkelsstöðum. B) Stóffhestar án afkvæma: a: 6 vetra og eldri. 8. sýndir: 1. Stjarni frá Bjóluhjáleigu, eig- andi Sigurður Karlsson, Hellu. 2. Mósi frá Álfhólum, eigandi Gunnar Magnússon, Álfhól- um. 3. Hjarrandi frá V. Garðsauka, eigandi Jón Einarsson, Vestri Garðsauka. b: 5 vetra. 5 sýndir: 1. Hrafn frá Efra-Langholti, eigandi Sveinn Kristjánsson, Eaa-Langholti. 2. Tigull frá Uxahrygg, eigandi Guðmundur GíslaSon, Uxa- hrygg. 3. Kjarni fiá Kjarnholtum, eig- andi Kristinn Antonsson, aiverag. c; 4vetra. 7 sýndir: 1. Öðlingur írá Hofi, eigandi Guðmundur Gislason, Reykja vík. 2. S.;imur frá Vindási, eigandi Jón Þorvarðarson, Vindási. 3. Sii-.ri frá Reykjavík, eigandi Elín Ingvarsdóttir, Reykja- vík. d: 2-3 vetra. 10 sýndir: 1. S.ígandi frá Selfossi, eigandi Páll Jinsson, Selfossi. 2. Jarpblesi frá Oddgeirshólum, e.gandi Jóhann Árnason, Odd- geirshólum. 3. Geisli írá Kindis'vík, eigandi Magnús Gíslason, Bjargi. C) Hryssu; meff afkvæmum. vair sýndar: 1. P_rla frá Kirkjufsrju, eigandi Jjn Bjarnason, Selfossi. 2. Mósa frá Selfossi, eigandi Páíl Jinsson, Selfossi. B) Hryssur án afkvæma: a: G vetra og eldri, 49 sýndar: 1. Stjarna frá Fjalli, eigandi Affalsteinn Aðalsteinsson bústjóra Þorgeirssonar á Korpúlfsstöðum og Þytur Sveins K. Sveinssonar. Þeir hleypa engum fram úr sér í keppni, sigruffu í 800 metra stökkinu á Hellu eins og venjuiega. í fyrra sigruffu þeir í 800 metrunum á skeiff vellinum við Eiliffaár í maí-lok, á landsmótinu aff Hólum í júlí og í Skógarhólum í júlí-lok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.