Morgunblaðið - 11.07.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1967 Þórarinn Pétursson,íramkvæmcla stjóri — Minning Hinn 30. júní s.l. lézt á Hafn- arfjarðarspítala Þórarinn Pét- ur.sson, framkvæmdastjóri að Valhöll í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík, 59 ára að aldri. Þórarinn var fæddur að Þór- kötlustöðum, sem heimabyggð hans er við kennd, 4. júní 1908. Foreldrar hans voru Sigríður Hermannsdóttir og Pétur Helga- son, bæði ættuð úr Grindavjk og er skyldfólk Þórarins fjöl- margt þar um slóðir. Pétur, faðir Þórarins, stundaði sjó og rak út- gerð jafnframt búskap á jörð þeirra Sigríðar og farnaðist þeim vel að þeirrar tíðar hætti. Þótt landnytjar væru ekki stórmiklar fremur en annars staðar xim Suðurnes, vó það á móti, að á þessum slóðum eru einhver beztu fiskimið landsins. Var sjór þó oft og tíðum harðsóttur, því að við var að búa hafnleysu fyr- ir opnu reginhafi. Þórarinn ólst upp hjá foreldr- um sínum og hóf ungur, aðeins 14 ára að aldri, að stunda sjó á opnum skipum, eins og ung- um mönnum var títt þar um slóðir. Var starfsferill hans þar með markaður 'bæði að því leyti, Móðir okkar, Ragnhildur S. Magnúsdóttir, Baldursgötu 29, sem anidaðist 4. þ. m., verður jarðtsungin frá Foœvogsikirkju miðiviikudaginn 12. júlí kl. 10:30. Börn og tengdabörn. Eiginmaður minn, faðir okk- a.r, tengdafaðiir og aíi, Friðbjörn Kristjánsson, Hanksstöffum, Vopnaiirffi, verður jarðsettur að Hofi, þriðjudaigirnn 11. þjm. kl. 15.00. Húskveðja fer fram á Hauks- stöðuim kl. 11.00. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnaböm. JarðarSör Láru Pálsdóttur, Syffri-Rauffalæk, fer fnam frá Árbæjiarkirkju 13. júM kk 14. Btóm ag kramisar afbeðdð, en þeim sem vildu minnast hinn- ar látnu er bent á Hjarta- vemdarféLag íslands. Fiarin verður bílferð firá Umferðarmiðstöðinni kl. 11 f. h. Affstandendur. Þökkum innitega auðsýnda samúð ag vinarhug við andlát ag j a-rð arför Steinunnar — Guðmundsdóttur frá Patreksfirffi. Böra, tengdabörn og systkini. að allt hans ævistarf var helgað sjómennsku fyrst framan af og síðan umsvifamiklum störfum að fiskvinnslu, útgerð og verzlun, og einnig að því leyti, að hinar djúpu rætur, sem hann strax festi í heimabyggð sinni, slitn- uðu aldrei og hann setti metnað sinn í það ásamt vinum sínum og nágrönnum, að nútímaþróun og umsvif færu þar ekki hjá garði. Tuttugu og eins árs að aldri hófst Þórarinn handa um eigin útgerð í félagi við Jón Daníels- son í Garðbæ og Marel Guð- mundsson frá Klöpp, sem nú er látinn. Keyptu þeir saman og gerðu út opinn bát, vélknúinn, og ráku hann um nokkur ár, og síðan keypti Þórarinn í félagi við aðra annan bát sömu gerð- ar. Stundaði Þórarinn ávallt sjó á þessum bátum sínum. Astæðan fyrir því, að ekki var ráðizt í kaup á stærri bátum en hér um ræðir, opnum vél- bátum, var sú, að vegna hafn- leysu varð stærri bátum ekki við komið. Bátana þurfti ávallt að setja upp, er komið V£ir úr róðri til að verja þá broti vegna brims. Á árunum upp úr 1940 breyt- ast viðhorfin. Þá er hafizt handa um hafnargerð í Hópinu í Járn- gerðarstaðahverfi, þar sem aðal- byggðin í Grindavík er nú. Með henni sköpuðust skilyrði til að gera út þilfarsbáta, sem voru stærri og hægt var að sækja á lengra og dýpra og auka afla- magnið. Við það jókst fiskvinnsl- an, og um þessar mundir var hraðfrystiiðnaðinum að vaxa fiskur um hrygg. Nú stóðu þeir í Þórkötlustaða- hverfi á tímamótum. Aðeins blasti tvennt við, að standa upp af búum sínum og flytjast burtu eða hefjaist handa um nýja sókn og fylgjast með þróun tímans. Eigi var upp staðið. Fjarlægð rnilli Hópsins og Þórkötlustaða er að vísu um tveir kílómetrar. En það hamlaði ekki því, að tíu menn úr Þórkötlustaðahverfi og tveir menn utan Grindavíkur hófust handa um að reisa hrað- frystihús í landi Þórkötlustaða 1946 og stofnuðu í því skyni hlutafélagið Hraðfrystihús Þór- kötlustaða. Forgöngumenn um þetta voru þeir félagamir og samherjamir Þórarinn Pétursson og Jón Daníelsson ásamt Magn- úsi Þórðarsyni og varð það fyrsta stjóm félagsins, en þeir Jón og Þórarinn sátu þar saman ætíð síðan. Jón varð strax fram- kvæmdastjóri, en Þórarinn verk- stjóri fyrstu árin. Fyrst í stað var aðeins um að ræða aðkeypt- an fisk, en þegar á árinu 1948 keypti félagið fyrsta bát sinn og hefir eignazt fjölda báta síðan og á nú fimm vélbáta 50 til 265 brúttótonn að stærð, hiran fríð- asta flota. Á sama tíma hafa átt sér stað margháttaðar endurbæt- ur og stækkun á frystihúsinu sjálfu og öllum fiskvinnsluhús- um. Þegar útgerðin jókst, 'gerðist Þórarinn framkvæmdíistjóri ásamt Jóni. Kom í hans hlut að annast rekstur útgerðarinnar jafinframt því sem hann stjóm- aði verzlun þeirri, sem fyrirtæk- ið hefir rekið hin síðari ár, og hélzt þessi verkaskipting þeirra félaga frá upphafii. Skal saga þessa fyrirtækis ekki rakin frekar; þess skal að- eins getið að það hefir verið vel rekið og stjórn örugg svo að orð er á gert. Með stofnun fyrirtæk- isins var viðhald byggðar í Þór- kötlustaðahverfii tryggt og við vöxt og viðgang þess hefir hún aukizt og ífoúar þar búið við ör- ugga atvinnu og trausta afkomu. Var og samvinna þeirra Þórar- ins og Jóns með vináttu slík ásamt hyggindum og heiðarleik, að eigi var annars að vænta en að vel tækist til. Verður sæti Þórarins vandfyllt svo mjög sem hann bar hag og velferð fyrir- tækisins og heimafoyggðar sinnar fyrir brjósti. Þórarinn var ekki ginnkeypt- ur fyrir félagsmálaframa, en þó hlaut að verða á hann kallað til starfa á þeim vettvangi. Þannig átti hann um skeið sæti foæði í hreppsnefnd og hafnamefnd Grindavjkur. Mun honum hafa verið síðara starfið ljúft, sem von var, og ekki er að efa fögn- uð hans yfir þeim miklu stór- virkjum, sem unnin hafa verið í hafnarmálum í Grindavík síð- asta áratug. Þá var Þórarinn fyrsti formað- ur Útvegsmannafélags Suður- nesja, en það var stofnað með sameiningu útvegsmanna sunn- an Hafnarfjarðar í eitt félag. Eftir nokkurt hlé hafði hann nú tekið við formennsku í félaginu á ný. Ennfremur átti hann til dauðadags sæti í varastjórn Landssambands ísl. útvegsmanna og sat fjölda stjómarfunda auk þess sem hann tók þátt í störf- um samninganefndar samfoamds- ins um kjör sjómanna. í öllum þessum störfum var Þórarinn ráðhollur og athugull og gat haldið fast á sínu máli, þótt hann væri manna glaðvær- astur og Ijúflyndastur. Hann var og ágætur ræðumaður. Eins og á var drepið var Þór- arinn óvenjulega glaðvær og ljúfmannlegur. Sögumaður var foann svo góður, að unun var að vera í návist hans þegar hann sagði frá. Þess mega minnast all- ir vinir hans og kunningjar. Eins og margir vita og flesta mun gruna, geta samningar um launakjör orðið langdregnir og afarþreytandi vegna seinagangs og standa oft dægrum saman samfellt. Samstarfsmönnum Þór- arins í samninganefnd L.Í.Ú. er minnisstætt hvernig hann, milli þess er íhuga þurfti og svara erfiðum spurningum og bíða andsvara, gat lyft þreytunni og doðanum af félögum sínum með geislandi glaðværð sinni, fyndni og orðheppni. Einnig er öllu starfsfólki landssambandisins þakklæti í huga fyrir þær fjöl- mörgu ánægjustundir, er það átti í návist hétns, er hann kom á skrifstofurnar, en þangað átti hann oft ferð til að reka erindi sín og annarra. Hverju sinani er hann birtist, færðist gleðibros í hvers manns andlit. Ferðafélagi var hann svo frábær, að vegna samvista við hann og glaðværð- ar hans kenndu menn aldrei þreytu eða leiða, hversu langir sem áfangar voru. — Var Þór- arinn því allra manna vinsælast- ur. Má öllum Ijóst vera hver sökn- uður ástvinum Þórarins og hin- um fjölmenna vimahópi hans ar nú í brjósti, er hann er burtu kallaður á bezta aldri. — Um hálfs árs skeið háði hann lokastríðið við erfiðan og óvið- ráðanlegan sjúkdóm. Þá reyndi á aðra hlið skapgerðar Þórarins, sem þeir er þetta rita þekktu ekki, þar sem hann mun hafa fram á lok síðasta árs alltaf hafa verið heilsuhraustur og ekki er vitað að honum hafi margt verið svo mjög mótdrægt í lífinu. Þá kom í Ijós, að hann var hetja í lund, kvartaði aldrei, en sýndi stillingu og hugprýði. Og enn var eitt einkenni hans í helstríðinu. Það var þakklæti það, sem honum var í hug til allra, sem önnuðust hann, skyldra og vandalausra. Það var eins og honum fyndist þetta allt vera um of og hann ætti ekki allt þetta skilið. Er þessu öfugt farið um marga aðra, sem finnst aldrei nóg fyrir þá gert. En Þórarinn átti svo sannar- lega alla umönnun og alúð skilda á síðustu hérvistardögum sínum, enda harma hann allir. 31. ágúst 1940 kvæntist Þórar- inn eftirlifandi konu sinni, Sig- rúnu Högnadóttur frá Laxárdal í Gnúpverjahreppi, hinni ágæt- ustu konu, og settu þau saman bú sitt að Valhö'll í landi Þór- kötlustaða og bjuggu þar æ síð- an. Eignuðust þau eina dóttur barna, Báru, sem gift er og foú- sett í Hafnarfirði. Systkini átti Þórarinn fjögur, tvær alsystur giftar og búsettar í Grindavík og tvö hálfsystkin, sammæðra, sem foæði eru látin. Þórarinn var maður vel í með- allagi að vexti, vörpulegur og þrekinn um herðar, snar og snöggur í hreyfingum, mesti firíð- leiksmiaður. — Útför hans var gerð s.l. lauigardag frá Staðar- kirkju í Grindavík við svo mikið fjölmanni, að nam næstum öðru hverju mannsbarni í Grindavfk. Sönnuðust þar enn á kveðju- stund hinnar miklu vinsældir hans og vinarhugur, sem til hans var foorinn. Konu hans, tengdaföður, dótt- ur og dóttursyni, tengdasyni, systrum og öllum vandamönnum eru hér með fluttar alúðarfullar samúðarkveðjur. Vinlr. Lítið steinhús við Bókhlöðustíg er til leigu. Á 1. hæð er 3 herb. og eldhús, í risi 3 herb. Húsið má nota til íbúðar, skrifstofuhalds, eða létts iðnaðar. Tilboðum sé skilað á afgr. Mbl. fyrir 15. merkt: „19. júlí — 5521“. Húsnæði Til leigu er húsnæði á jarðhæð ca. 100 ferm. á 2. hæð ca. 130 ferm. FÉLAGSBÓKBANDIÐ Síðumúla 10 — Sími 30300. Bogaskemmiir Tilboð óskast í tvær bogaskemmur samtals 660 fer- metrar í góðu ástandi sem seljast til brottflutnings. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Fataskápar úr eik hentugir í barna- og einsmanns herb. aftur fyrirliggjandi. TRJÁSTOFNINN H.F., Auðbrekku 45 — Sími 42188. Keflavík - Atvinna Innheimtumannsstarf hjá Rafveitu Keflavíkur er laust frá 1. sept. næstkomandi. Laun samkvæmt 12. launaflokki bæjarstarfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist fyrir 15. ágúst til Rafveitu Keflavíkur, Hafnargötu 17. RAFVEITUSTJÓRI. Ferðafólk - Ferðafólk Toppgrindapokar — Ferðasóltjöld — Sólseglaúrval ásamt öðrum ferðaútbúnaði fyrirliggjandi í hinni nýju glæsilegu verzlun okkar við Grandagarð. Góð bílastæði. Seglagerðin ÆGIR Símar 14093 og 13320. Hja.rtanlegt þakMætó sendi ég öiilum viinum og sveitunig- uim, sem hei&nuðu m/ig með heiimisókniuim, .gjöfum og sfceytum á sextiuigisaifimæliinu. Guð blesisii ykkuir. Jón B. Jónsson. Mínar innilegus'tu þakklir, semdi ég ykfcur öltam, sem gLöddiuð miig með heimisófcn- um, gjöfum og sk.eybum á 75 ára aámælinu ag gerðuð mér datginn ógleyimiantegian. Guð bLessi yfckiux öíU. Margrét Halldórsdóttir, Lindargötu 36.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.