Morgunblaðið - 16.07.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.1967, Blaðsíða 4
4 MORCiUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1967 BÍLALEIGAN -FEEtÐ- Daggjalð kr. 350,- og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SENDUM MAGIMÚSAR SKIíSO!.1k21 SÍMAR 2U90 eftir lokun sinii 40381 . ^ sihi |_44_44 \miam Hverfisgötu 103. Sími eftir tokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingóifsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið t leigugjaidi Sími 14970 BÍLALEIGAiM - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Súni 35135. Eftir lokuD 34936 og 36213. f , >B/IA lf/GA/9 RAUOARARSTÍG 31 SlMI 22022 Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki Útvarps- og sjónvarpstæki Hafmagnsviirubúðin sf Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bilastæði) Goli KYLFUR BOL.TAR og fleira. P. Eyfeld Laagavegi 65. Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. VELKLÆDPIR í VELDIFÖTUM Þarf að flytja Leif af Skólavörðuhæð- inni „Austurbæingur" skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég 'bef heyrt (það utan að mér, án þess aS vita beinar sönnur á því, að upp sé risin deila um það, ihvort styttan af Leifí heppna, sem Bandarfikja- menn gáfu okkur á Alþingis- hátíðinni 1930 og reist var á Skólayörðuhæð, þurfi að víkja i burtu (sennilega inn að Suftd- um, í námunda við Hrafnistu- . heimilið), þegar Hallgxíms- kirkja er fullrisin. Ekki sé ég nokkra ástæðu til þess. Mér er; forfalið, að odd- •vitár í deílunni séu Pétur Sig- urðsson, alþingimaður og Jón- as Jónsson, fyrrverandi ráð- herra. Fram að þessu hef ég fylgt Pétri eftir I hverju máli, — allt frá öknálum til aknennra landsstjórnarmáia, en aldrei stutt Jónas frá Hriflu í neina máli, n-ema varnarmálum Is- landis. Nú er Bleik brugðið. Ég stend algerlega með Jónasi í þessu máli. Styttan er svo falleg og stendur svo vel þarna á hæð- inni, að hreinasta fyrirmunun væri að senda hana niður á grasflöt inni við Sund. Og jafn- vel þótt kirkjan rísi, gerir þá nokkuð . til, þótt Leifsstyttan standi fyrir framan hana? Bæt- ir fegurð hennar ekki einmitt upp þann Ijótleika, sem okkur finnst yíst ftestum einkenna kirkjuna? Og var ekki Leifur kristnlboða? Svo er annað. Mér skilst, að forngrýtisstallurinn undir Leifi (í l'í'kingu lyftingar á víkinga- skipi) sé svo meistaralega sam- ansettur, að ekki sé nokkur vegur að Ihnika björgunum til, eftir að listamaðurinn er dauð- ur, sem toann vissulega er. A að mölva graníthellurnar í sundur? Og hvernig á þá að koma stallinum saman aftur? Nei, góðir menn, látið Leif í friði á sinni Skóiavörðuhæð, þar sem við Reykvíkingar er- um vanir að vita af honum, og brjótið ekki í bága við fyrir- mæli gefenda og listamanns- ins. Austurbæingur". Velvakandi þak’kar bréfið. Hann man ekki betur en lista- maðurinn, sem gerði bæði styttuna og stallinn, hafi verið faðir Alexanders Calders, sem nú er orðinn heimsfrægur fyrir hreyfi- og dinglumdangl- skúlptúr sinn (mobiles o.s.frv.). Ef sonurinn er líkur feðr sín- um, er ekki ólíklegt, að gamli maðurinn hafi sett igranítbjörg- in saman af mikilli list og galdraskap. f»að gæti verið stóribrotin gestaþraut og (heill- andi púsluspil fyrir verkfræð- inga að ná hellunum í sundur og setja þær saman aftur. ^ Plastpokar og ávextir „Matselja" skrifar: „Kæri Velvakandi! Okkur kerlingunum þótti gott, þegar farið var að selja ávexti í plastpokum. En hvern- ig stendur á því, að oft finn- ast ihálfrotnb og öðru vísi skemmdir ávextir í pokunum? Því er verið að plata þessu inn á okkur undir yfirskini betri þjónustu? Segja má kannski sem svo, að okikur sé ekki of gott að at- huga í pokana, áður en við festum kaupin á eyrinni, en það er ekki rétt. Þessi nýja þjónusta er einmitt til þess að auðvelda og flýta kaupum okkar. Við eigum ekki að þurfa að rýna í posana og grandskoða ávextinai, heldur eigum við að geta treyst því, að þar sé einungis gott að finna. í von um skjóta birtingu, Matselja“. ★ Ný mynt „Krónkall" skrifar: „Herra Velvakandi! Nú hefur Seðlabanki íslands fengið einkaleyfi á mynt- sláttu og seðlaprentun hiér á landi. Fram kom í fréttum, að bankastjórnin ynni að „feeild- arend u<rskipuiagningu“ (bver skoliinn, sem það er nú) á myntstærðum og seðlastærð- um. Heyrzt hefur að slá eigi fimm og tíu króna peninga. Hiér er einstakt tækifæri á ferð til þess að gera íslenzka mynt fagra og sérstæða. iMynt- slátta er í sjálfu sér göfug list- grein, sem hingað til hefur verið skammarlega vanrækt hér á landi. Ég er e’kki með þessu að segja, að íslenzka myntin fram að þessu hafi ver- ið beinlínis ijót, en hins vegar er ekkert við (hana, sem gefur henni sérstætt gildi framar spilapeningum í barnaleik- valla-kasínóum. Sjálfsagt er að slá fianm og tíu króna peninga, og kæmu jafnvel 50 og 100 króna pen- ingar til greina (úr góðmákni) og 1000 króna peningar úr gulli. Hér er um mikið tekju- atriði að ræða, því að safnarar um heim allan mundu ágirnast eintak af hverjum í söfn sín. Þetta er að sínu leyti hliðstætt frímerkjaisöfnun. Það er sómi hverrj þjóð, að mynt hennar sé listræn og vel slegin. Það er líka sterk land- kynning. iÞess vegna er nauð- synlegt, að þeir, sem nú munu sitja á rökistólum og ráðgast um peningasláttu okkar í fram- tíðinni, leiti aðstoðar erlendra myntfræðinga, (númismatí- kera), medallíuspesíalista og myntsláttumanna. Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið. Og um- fram allt: Verið hvergi hrædd- ir við að slá sem allra flestar mynteiningar. Það margborgar sig. Virðingarfyllst, Krónkall“. Bréf „Krórtkallis" barst Vel- vekanda í apríibyrjun. Hann hefur tvívegis rekið á eft.ir birtingu þess, og í seinna bréf- inu vænir hann Velvakanda um að hafa annarlega ástæður til iþess að draga birtinguna á langinn. Nei, Krónkall sæll. Þótt Velvakandi fengi eina og hálfa blaðsíðu í Morgunblaðinu á degi hverjum, hrykki það ekki til þess að birta öll bréfin, sem honum berast. Því miður birtast allt of mörg bréf of seint og sum aldreL Garðsláttuvél til sölu Howard RotaVator Bantam á vélknúnum hjólum með eftirtöldum tækjum: 1. Saxtiennur fyrir bátt gras. 2. Skáhnífarúlla fyirir snöggt gras. 3. Lítill plógur. Hentugt fyrir stóra garða, golfvöll, eða smábú. Verð kr. 15.000.00. Til sýnis í dag frá kl. 1 að Hagamel 10, (ekki sími). Skóviimustofan Bergstaðastræti 10 verður lokuð vegna sumarleyfa frá 19. júlí til 17. ágúst. Friðjón Sigurðsson. Einbýlishús á Flötunum til sölu glæsilegt einbýlishús, Garðaflöt 25. Selst frágengið, en planbreytingar mögulegar. Uppl. á staðnum virka daga kl. 5—7. jilönrsiióuviiriii* cru bc/.(ar i írrOalaijiO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.