Morgunblaðið - 16.07.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.07.1967, Blaðsíða 11
MORGbNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1967 11 Suður um höfin... 24 daga Miðjarðarhafsferð okkar er til írlands, Marokkó, Ítalíu, Mallorka, Spánar, Portúgals og Hollands. Glœsileg og ógleymanleg terð. Verð aðeins frá kr. 17.920 og er þá fullt fœði innifalið. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur ferðaskrifstofan Lönd & Leiðir breytt hinni umtöluðu og vinsælu haustferð, SUÐUR UM HÖFIN, á þann veg að ekki verður siglt lengra inn Miðjarðarhafið en til Ítalíustranda. Á kortinu hér til hliðar er siglingaleiðin nákvæmlega rakin, og taldar upp þær hafnir, þar sem stanzað verður í lengri og skemmri tíma. Komið verður við í 6 löndum, eða með öðrum orðum til 8 hafnarborga í 6 löndum. Það er ekkert efamál að þessi ferð er sú glæsi Iegasta, sem boðin hefur verið hér á landi; þátttakendur kynnast þjóðlifi í 6 ólíkum löndum, njóta hverrar stundar um borð í hinu glæsilega skipi og koma heim aftur hressir og endurnærðir eftir góða hvíld — og ógleym- anlega ferð. Steinn Lárusson Aðalfararstjórar: Valdís Blöndal Guðmundur Steinsson Lœknir um borð: Jón K. Jóhannsson, yfirlœknir á sjúkrahúsinu í Keflavík. Ennfremur verður íslenzk hjúkrunar- kona um borð. Hinn lanclskunni skemmtikraftur Omar Ragnarsson stjórnar fjörinu um borð. REGINA MARIS leggur af stað frá Hamborg 17. septémber áleiðis til Reykjavíkur. Þeir sem þess óska geta siglt með skipinu frá Hamborg, Kaupmanna- höfn eða Bergen til íslands. Sérstök ástæða er til að benda á að fjórar hópferðir hjá L&L enda um borð í Regina Maris þann 17. september í Hamborg. Regina Maris er prýðilegt sjóskip, ganghraði um 20 mílur á klst. Öll siglingatæki eru af fullkomnustu gerð. REGINA MARIS er splunkunýtt vestur-þýzkt skemmtiferða- skip er hóf skemmtiferðasiglingar á sl. ári. Um borð eru m. a. tveir veitinga- og danssalir, tveir barir, hárgreiðslustofa, verzl- anir, Sauna bað, sundlaug, kvikmyndasalur -og sólstólar fyrlr alla. Auk þess er skipið útbúið sérstökum jafnvægisútbúnaði og loftkælingakerfi. Allir farþegar eru á sama farrými og búa í 1., 2. og 3ja manna klefum, sem eru ákaflega vistlegir. Matur og öll þjónusta er í lúxusklassa. Myndin til vinstri hér fyrir neðan sýnir aðal veitinga- og dans- salinn, en á myndinni til hægri er annar barinn, sem er í tengsl- um við ákaflega rúmgóðan og fallegan reyksal. LÖND & LEIÐIR, Aðalstræti 8,simi 24313

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.