Morgunblaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1967 Svifflugmót að Hellu SÍÐASTLIÐINN laugardag var sett á Hellu á Rangárvöllum svifflugmót, sem Flugmálafélag íslands gengst fyrir. Mót þessi eru haldin annað hvert ár og er þetta þriðja mótið frá upphafi. Hið fyrsta var haldið 1958, einnig að Hellu. FJJugmálaféila'g íslands er s.a<m- ba.n,d allra félaga, sem standa að flugíþróttu.m hér á landi og er aðili að FAI — Alþjóðasam- bandi flugmálafélaga. Þær greinar, sem -áhugamenn iiðka aðallega hér á landi, eru svif- flug, véllflug, módidlfflug og fiall- hlífarstökk. Sendir féla.gið kepp én.dur á alþjóðteg öugmót, m.a. heimsmeistaramótið, sem haldið er það árið, ssm íslandsmótið er ekki. Mótið, sem nú s.t.endur yfir að HteMu, var sett sl. lau.gardag af Birni Jómssyni, fonseta Flug- málafélagsins, að Ingólfi Jóns- syni, fflu.gmálaráðherra, við- stöddum. Hkki var unnt að hef'j a kepipni þá þar eð veður hentiaðá ekki, en á sunnudag var ftogið frá HieHu, yfir Búrfell í Grímsn.eis.i, yfir Skíállholt og aÆt- ur að Heliu. VegaLengdin var alls 92 km og sigraði Sverrir Þorláksson. Á mánudaig var feeppm.i haldið áifram. Var þá flogið frá Hell.u yfir Stórólfshvol, yfir Hellu, tál Laugarvatns og afltur til HteUu. Vegalen.gdm þá var um 114 km. Keppendur sanna veru sína yfir við'kom u,s t öðu n uim með því að taka myndir af stöðunum og feamist allir á ieiðarendia gilda hraðamörk, en beltist einhiver úr lestinni og verði að ienda V- ■ ' /v Pétur Halldórsson, með 28 punda laxinn, sem hann veiddi í Laxá í Þingeyjarsýslu. Fékk þann stóra í Laxá f Þingeyjarsýslu HÚSAVÍK 18. júlí: — Laxveiði- menn í Laxá í Þingeyjarsýslu hafa í sumar veitt mun meira en á sama tíma í fyrra, og tal- ið sig sjá miklar laxagöngur og stóra laxa. í morgur. veiddi Pét ur Halldórsson, Gnoðavogi 42, tuttugu og átta punda hæng í Kirkjuhólmabroti í Neslandi. Hann veiddi þennan lax á tobby spoon. Annan lax veiddi hann einnig í morgun, sem var 16 pund. Mun þetta vera stærsti iaxinn, sem veiðzt hefur á landinu á þessu sumri. — Fréttaritari. gildiir viegailemgd. Á mánudag kamust ekki allir á leiðarenda og voru því úrslóit ekki kunn er Mbl. hafði tal.af máttsstjóranium, Ásbirni Magnússyni. Svo að mátið verði giillit tifl. alþjóðalkieppni verða að viera 4 keppnis.dagar. Keppendiur á mót- inu að Heliu nú eru sex, Þór- haillur Filippusson, Le.ifur Miagn ússon, Þórmundur Sigurbjarnar- son, Þórður Hafliðason, Swerrir Þorlák3son og Lúðlvik Karlsson. Tyeir hinir fyrstnefndu harfa tekið þátt í heimismeistara- k.eppni fiyrir Islands hönd. ÆJtkmiin er, að mótinu ljúki á aunnudiagsk.vöLd, en það fer þó nofekuð etfir - veðri. Mótsistjóm áfeveður á hverjum morgn.i hverj ar fc&ppniisgreiinar skuli verða hvern dag og nýtur hún til þesis. þjórai.stu veðurstoflun.nar. Hefiur stjómin m.a. fiengið myndir frá gervih nöt tuim. Mótsnefnd sfeipa með móits- stjóra þeir Gís.li Sigurðisson og Þorgeir Fálsison. Bretar fækka í her sínum Fækkunin nemur fimmta hluta — Sparnaður 300 millj. pund London, 18. júlí — NTB BRETLAND mun draga úr her- afla sínum sem nemur fimmta hluta hans og spara með þvi um 300 millj. pund á ári og beina hersknldbindingum sínum að Evrópu eftir 1975. Skýrði Denis Healey, varnarmálaráðherra, frá þessu í dag. Bretar munu fara frá herstöðvunum í Malaysínu og Singapore milli 1973 og 1977 og fækkun heraflans mun eink- um verða vegna þeirrar táðstöf- unar. Þessi ákvörðun var tekin, sem þáttur í hinum nýju póli- tísku aðgerðum Breta, þar sem stefnt er að þvi að búa landið undir þátttöku í Efnahagsbanda laginu. í yfirlýsingu Healeys til brezka þingsins segir, að hin ár- legu hernaðarútgjöld muni verða um 1.800 millj. punda árið 1975 og þá sé miðað við verðlag árs- ins_ 1964. Á tímabilinu þangað til muni fjölda brezkra hermanna hafa verið fækkað um 75.000 frá þeim 417.360, sem þeir eru nú. Healey viðurkenndi á fundi með blaða- mönnum, að það myndi ekki verða vinsælt í Bandaríkjunum, að Bretar drægju her sinn til baka frá Austurlöndum fjær, svo lengi sem styrjöldin í Viet- nam héldi áfram. Hann kvaðst hins vegar þeirrar skoðunar, að í Bandaríkjunum teldi enginn, að Vietnam-stríðið héldi áfram til 1975. Þangað til myndi Bret- land halda áfram að leggja sitt af mörkum til þess að viðhalda 8 skip með ofla í SÍLDARFRÉTTUM frá LÍÚ, seim Mhl. bárust í gær, ségir é þessa leið: Got veður var á síldarmiðun- um austur af Jan Mayen sl. sól- arhring, en tregur afli. Nokkur skip eru komin á miðin við Shet landseyjar. Alls tilkynntu 8 skip um afla, 1.660 lestir. Raufarhöfn Lestir Sóley ÍS, 350 Kristján Valgeir NS, 180 Gísli Árni RE, 200 Björgvin EA., 90 Auðunn GK„ 200 Dalatangi Lestir Reykjaborg RE., 170 Fífill GK„ 400 Börkur NK, 70 jafnvægi í Suð-austur Asíu. Healey bætti við, að Banda- ríkjcimenn viðurkenndu, að það væri ekki í þágu neins — allra sízt Bandaríkjanna — að Bret- ar yrðu háðir góðverkum af hálfu annarra þjóða. Stjórnmálayfirlýsingin frá í dag er talin munu verða til þess að róa vinstri sinnaðri flokks- men.n Wilsons, sem haldið hafa uppi gagnrýni á hann og krafizt þess lengi, að herafli Breta á svæðinu fyrir austan Súez yrði minnkaður verulega. En þrátt fyrir það að allur landherinn verður kallaður á brott frá Aust urlöndum fjær, þá im'un Bretland áfram hafa flugher og flota þar og setulið sitt í Hong Kong. Þá á einnig að draga úr her- afla Breta í Austurlöndum nær og sagði Healey, að það kynni að verða allt að þriðja hluta. Bret- ar munu einnig hafa í hyggju að minnka herafla sin.n á Kyprus og Möltu og munu innan skamms hverfa á brott frá Aden. En Bretar munu hafa áfram her á einum stað við Persaflóa. Þær hersveitir, sem eftir verða utan- lands munu verða studdar af varaliði í Bretlandi sjálfu og verður m.a. komið á fót sér- stakri hersveit, sem verða á til taks, ef til tíðinda dregur í Aust- urlöndum fjær. Um leið mun Bretland hafa möguleika á því að nota her- bækistöðvar í Ástralíu og sá möguleiki er fyrir hendi, að bækistöð verði einnig komið upp á Indlandshafi. Healey sagði, að þessi nýja stefna gæti þýtt, að breyting yrði á afstöðu Bret- lands til Suð-austur-Asíu-varn- arbandalagsins, SEATO, í fram- tíðinni, sagði ráðherrann, neyð- ast Bretar til þess að láta SEATO minna herlið til umráða og það mun taka lengri tíma að senda herlið til SEATO-svæðis- Hér sjást stúlkumar, sem —<S» urðu sigursælastar í fegrurðar samkeppninni í Miami Beach 16. júlí. Frá vinstri Jennifer Lewis, England, Branger, Venezuela er varð nr. 2, Syl- via Hitchcock, Bandarikjun- um, fegurðardrottning, Siri frá fsrael er varð nr. 4 og Ritva Lehto, sem varð nr. 5. Iceland Food Center lokað ÍSLENZA matsölustaðnum í London, Iceland Food Centre var lokað hinn 8. júlí síðastlið- inn til bráðabirgða. Rekstur stað arins, sem er í Regent Street við Piccadilly Circus gekk ekki sem bezt og hafa eigendur því tekið þá ákvörðun, að loka skyldi. Örðugleikarnir á rekstrinum munu hafa verið margvíslegir. Afhenti póst- og síma- málastjóra viðurkenningu HÉR VAR staddur nú um helg- ina N. Politod framkvæmda- stjóri American Express í Kaup mannahöfn og framkvæmdastjóri frímerkjasýningarinnar Norden 67, sem haldin var í Kastrup 1. til 3. apríl þ.á. í gærmorgun afhenti hann póst- og símamála stjóra, Gunnlaugi Briem, gyllt- an skjöld, sem viðurkenningu fyrir þátttöku íslenzku i>ósts- stjómarinnar í sýningunni. Norden 67 er liður í að koma upp samnorrænum frímerkja- sýningum árlega og hafði hún stuðning allra Norðurlandanna og norænu félaganna. Áætlað er, að slík sýning verði haldin í Reykjavík árið 1970, en þá verð- ur jafnframt haldið norrænt póstþing í Reykj avík. Fram- kvæmdaraðili þeirrar sýningar hér á landi verður Skandinavíu safnaraklúbburinn, sem jafn- framt er íslenzki aðilinn að al- þjóðasamtökum frímerkjasafn- ara. Umboðsmaður sýningarinn- ar í Danmörku verður Politod framkvæmdastjóri American Ex- press. Formaður Skandinavíusafnara- klúbbsins er Sigurður H. Þor- steinsson, sem jafnframt er full- trúi fslands í alþjóðasamtökun- Bók um íslenzka haförninn — aðeins 40-50 etfir á landinu — óskað eftir myndum og frásögnum DR. FINNUR GUÐMUNDSSON, fuglafræðingur, Birgir Kjaran, hagfræffingur og fleiri eru aff vinna aff bók um íslenzka haf- örninn, sem Bókfellsútgáfan mun gefa út. Morgunblaffiff hafffi samband viff Birgi í gær og baff hann um aff segja lítillega frá bókinni. „Það má segja að hún hafi lengi verið í smíðum. Ég byrj- aði sjálfur að kynna mér líf arnarins árið 1952, og sem for- maður Náttúruverndarráðs hef- ur mér fundizt það skylda mín að fylgjast með framgangi hans, enda er það mér sérstakt hugð- arefni. Við vildum gjarnan nota þetta tælcifæri til að leita til þeirra iandsmanna sem kynnu að eiga ljósmyndir af örnum eða arnarsetrum, og sömuleiðis væri kærkomið að fá sendar frásagn- ir frá þeim sem kunnugir eru lifnaðarháttum arnarins og hafa séð erni í hreiðrum eða við veið- ar. Það eru líklega ekki nema 40 —50 ernir í landinu núna, og við erum hræddir um að þeir muni deyja alveg út. Þó virðist mér sem í sumar ári all sæmi- lega. Ég veit um nokkur hreið- ur sem eru stálpaðir ungar í og held að sumarið muni skila eðli- legri viðbót við stofninn.“ „Hvernig er með arnarhreiðr- ið sem var í Hvalfirði?“ „Það er horfið núna, sennilega herur annar þeirra dáið og hinn farið á brott. Arnarbyggðir eru nú svo til eingöngu við Breiða- fjörð og á Vestfjörðum. Náttúru- verndarráð og Fuglavinafélagið vilja eindregið skora á fólk að ve.ra ekki að ónáða hreiður, þótt það viti um þau. Viðkoman er svo ákaflega lítil að hver ungi sem hrekkur úr hreiðri, eða egg sem eyðilegst getur þýtt að gangi á þennan litla stofn. Og ísland verður fátækara ef þessi stolti fugl hverfur úr sögu þess.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.