Morgunblaðið - 19.07.1967, Page 4

Morgunblaðið - 19.07.1967, Page 4
4 MORGUNB LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JUL! 1967 BÍLALEIGAN -FERÐ- Daggjald kr 350,- og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SENDUM BILA ŒIGA MAGIMÚSAR SKIPHOLTI 21- 5ÍMAR 21190 eftirfokun simi 40381 " Hverfisgöto 103. Sími eftir lokun 31100. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið • leigugjaldl Sími 14970 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. SPABHI TÍMðSájjflG FYRIRHOFN 4 --—=*B/IA ir/SA fif lá&iuyœff RAUOARARSTlG 31 SfMI 23022 Flest til raflagna: Kafmagnsvörur Heimilstæki Útvarps- og sjónvarpstæki Suðurlandsbraut 12. Simi 81670 (næg bflastæði). KYLFUB BOLTAR og fleira. P. Eyfeld Laugavegi 65. Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. Sumarhelgar í Reykjavík Þá finnst Velvakanda skemmtilegast í Reykjavík, þegar veðrið er gott að helgi til um mitt sumar og allir, sem vettlingi geta valdið, eru á bak og burt úr bænuan. Hvílíkt yndi að geta spókað sig í veð- urblíðunni, aleinn í góða veðr- inu, eða því sem næst, fáir bíl- ar og fátt fólk á ferli. Það er t.d. hrein unun að ganga eftir auðum strætum miðbæjarins snemma á sunnudagsmorgni, þegar sólin skín, og mæta hvorki bíl né manni allt Aust- urstræti á enda. Hvílíkur frið- ur! Þá er líka gott næði til þess að virða húsin fyrir sér, og maður tekur eftir hinu og þessu, sem maður hafði aldrei áður veitt athygli. — Þess vegna mega allir yfirgefa borg- ina fyrir mér um allar helgar í sumar. Börnin á undan út úr strætisvögnun- um! „Farþegi" skrifar: „Ég ferðast mikið með stræt- isvögnum og hef því oft séð, hver háski getur verið á ferð- um, þegar fullorðið fólk, sem er með börn með sér, fer fyrst út úr vagni á áfangastað og ætlar svo að grípa barnið úr tröppunni og kippa því út á stéttina. Bílstjórinn sér ekki betur úr spegli sínum, en allir séu farnir út, sem það ætluðu sér, og getur þá lokað hurð- inni og ekið af stað. Reglan er auðvitað sú, sem mætti e.t.v. auglýsa á myndum í vögnunum, að barnið á að fara fyrst, en hinn fullorðni aftast. Þótt barnið sé lítið, má alltaf hálf-bera það eða leiða það á undan sér niður þrepin. Til vinsamlegrar ábendingar, Farþegi“. Kunna íslendingar ekki mannasiði? „Húsmóðir í Hlíðunum" skrifar: „Kæri Velvakandi! Mér kemur einkennilega fyr- ir sjónir að lesa í blöðunum og þar á meðal í Morgunblaðinu langar lofgerðarrollur eftir út- lenda menn um kosti íslend- inga, háttprýði og gáfur. Ég hef ekki mikla reynslu af öðrum þjóðum, nema Dönum, en í Kaupmannahöfn átti ég heima um stundarsakir upp úr fyrra stríði, og ég leyfi mér að fúllyrða, að eigi íslendingar að vera einhver fyrirmynd, þá eru Danir hreinir englar. Hverjir blása fúlum anda aftan á hálsinn á manni í stræt- isvögnum? Hverjir snugga upp í nefið, hósta kvefstíflaðir og hreinsa kokið með rámum hrákaræsk- ingum á almannafæri, svo sem í almenningsvögnum? Hverjir s pýta án þess að skammast sín á gangstéttirnar fyrir framan tærnar á manni? Hverjir þúa alla upp í há- stert og hafa aldrei lært að þéra? Hverjir kunna ekki að kynna sig í síma? Hverjir nota bílflautuna fyrir utan svefnherbergisglugga fólks nótt sem nýtan dag, þótt þeir eigi að vita, að þeyting bif- reiðarlúðursins er bönnuð með lögum nema í sérstökum und- antekningartilvikum? Hverjir vita ekki, að hægt er að láta hurð síga að stöfum án þess að skella henni? Hverjir tala hátt um einka- mál sín í stigagöngum fjölbýl- ishúsa hvenær sem er sólar- 'hringsins? Hverjir hlaupa syngjandi með skósparki og stígavéla- smellum um íbúðarganga kl. hálfsjö að morgni? Hverjir bora óskammfeilnir í nefið í gestaboðum? Hverjir klóra sér í eyru og um hárið á almannafæri? Hverjir ganga með svarta sorgarrönd undir hverri nögl? Hverjir sníkja sykurlús og kaffiögn hjá ókunnugum mann- eskjum, sem eru svo óheppnar að búa í næstú íbúð? Hverjir vísa krakkarukkur- Um alltaf á brott án þess að borga í þeirri von, að reikning- urinn verði afskrifaður? Hverjir ganga með flösusilf- ur á báðum öxlum? Hrerjir fara að klæmast, um leið og þeir smakka vín? Hverjir kunna ekki að standa í biðröð? Hverjir eru hrokafyllstir og ánægðastir með sjálfa sig, þeg- ar útlendingar eiga í hlut? Kæri Velvakandi! Nú er bezt, að hver svari fyr- ir sig, en ég get aðstoðað ykk- ur með því að segja, að þessir „hverjir" eru áreiðanlega ekki Danir. Með góðum kveðjum og von um birtingu, Húsmóðir í Hlíðunum". Verktakar - Húsbyggjendur Höfum til leigu jarðýtu D 7 með ripper. Vanir menn. útvegum einnig úrvals efni í húsgrunna og skurði ÝTUVÉLAR H.F., Hafnarfirði. Símar 42002 — 30801 — 52108. Nauðungaruppboð eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs verða bif- reiðarnar, Ö-42, Ö-692 og U-368 seldar á opinberu uppboði, sem haldið verður að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, miðvikudaginn 19. júlí n.k. kl. 14 e.h. Bæjarfógetinn í Keflavík. Arnar G. Hinriksson ftr. Parhús - Kópavogi Til sölu glæsilegt parhús á fallegum stað í Kópa- vogi. Á efri hæð eru 3 svefnherbergi og bað (50 ferm.), á neðri hæð stór stofa, borðstofa, húsbónda- herbergi, eldhús með nýjum innréttingum og snyrtiherbergi (97 ferm.), þvottahús og geymsla í kjallara. Ræktuð og girt lóð. SKIP & FASTEIGNIR, Austurstræti 18. Sími 21735. — Eftir lokun 36329. Innflutningur — Framleiðsla! Til sölu er helmingur, eða allt í góðu fram- leiðslufyrirtæki er framleiðir mjög seljan- lega vöru í byggingaiðnaðinum, og sem einnig flytur inn góðar byggingavörur. Góð lán áhvílandi. Hagstæð kjör. Tilboð merkt: „Byggingavörur 5726“ sendist Morgunblaðinu fyrir 23. þ.m. Fisksalar, kaupmenn, kaupfélög Fyrsta flokks sólþurrkaður saltfiskur. Fiskverkunarstöð Bæjarútgerðar Reykjavíkur, við Grandaveg. íbúð til sölu Nýleg 140 ferm. jarðhæð við Kópavogsbraut í góðu standi. Allt sér. íbúðin er laus nú þegar. Hentar stórri fjölskyldu eða tveim minni fjölskyldum, sem þekkjast. Uppl. í síma 38414. Félagsheimili Heimdallar opið í kvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.