Morgunblaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 5
MGRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1967 Ný rétt, Vatnsrétt, tekin í notkun í Mosfellssveit Reykjum, mánudag. VORSMALANIR hafa nú staðið yfir fram á helgina, en í gær var réttað í aVtnsrétt í Mosfells sveit og rúið og markað. var réttað í Vatnsrétt í Mosfells hreppur hefur Mtið gera við Leirvogsvatn á norðurhluta Mos fellsheiðar. Þessi rétt er fyrst um sinn ætluð sem vorrétt, en líklegt er, að þróunin verði sú, að hún verði einnig notuð á haustin vegna þess, hve Hafravatnsrétt er orðin innilokuð af girðingum og sumarhúsum. Landbúnaður hefur nokkuð dreg izt saman hér í sveit, en þó eink um varðandi mjólkurframleiðslu. Sauðfjárbúskapur er þó nokkur einkum á fjallajörðunum, og vill sveitarstjórn stuðla að því, að aðstaða þessara manna, sem þetta stunda sér til lífsframfær- is sé sæmileg með tilliti til beit- ar á afrétti og bætt sé aðstaða við fjallaskil. Þetta kemur þéttbýli einnig til góða, þar eð stefnt er að því, að sauðfé gangi ekki laust þar til skaða eða skapraunar þeim, sem þar búa. Afréttarmál Mosfellinga er gamalt mál og er stöðugt stefnt að því að hreppsfélagið eigi sjálft afréttinn. Á sínum tíma keypti Mosfellshreppur heiða- land það, er tilheyrði prestssetr- inu að Mosfelli. Einnig var keypt allt heiðaland af eiganda Dallands, en áður hafði Mosfells hreppur eignazt hluta af Þor- móðsdal í makaskiptum við rík- issjóð. Næsta skerf hefur svo verið, að Alþingi hefur samþykkt að veita ráðherra heimild til að selja Mosfellshreppi jarðirnar Bringur og Þormóðsdal. Bringur eru fjallajörð að mestu og er ætlunin að hún leggist við að- liggjandi afrétt. Þormóðsdalur er hins vegar fremur jörð, sem sveitarfélagið þarf að eignast af skipulags- ástæðum, þótt ungur og dugandi maður reki nú búskap á jörð- inni. Þessi brýnu hagsmunamál Mos fellinga verða því væntanlega leyst fyrir haustið og er þá þrjá- tíu ára barátta fyrir eigin af- rétti lil lykta leidd. Hin nýja rétt ,sem ég hef leyft mér að nefna Vatnsrétt, er úr timbri, en gerðið úr vírneti. Hefur hún verið staðsett af fjallskllanefnd hreppsins og smíðuð undir stjórn Hauks Ní- elssonar, hreppsnefndarfulltrúa, og Hreins Þorvaldsonar, verk- stjóra, og þykir vel hafa tekizt til með þetta. Sjálf réttin, almenningur og sex dilkar, er um 425 ferm., en gerðið um hektari að stærð. Laus iega athugaður kostnaður nú við mannvirkið er rúmlega eitt hundrað þúsund krónur. Hreppsnefnd hefur nokkur undanfarin ár áætlað fé til rétt- arbyggingar og hefur það nú verið notað að mestu í þetta. Oddviti skipaði Guðmund Magnússon í Leirvogstungu sem réttarstjóra og þar með var rétt Bílaviðgerðarmaður Viljum ráða bifvélavirkja eða vélvirkja. Nánari upplýsingar gefur verkstæðisformaðurinn. O. Johnson og Kaaber h.f., Sætúni 8. Sími 24000. STÁLOFNAR Enskir panelofnar úr stáli, vandaðir, áferðarfallegir. Hagstætt verð. Ide al - e$XtmáMd Miðstöðvarofnar frá ——™- —.—J^ hafa áratuga, mjög góða reynslu hér á landi. Allt til hita- og vatnslagna á einum stað hjá oss. J. ÞOMKSSd & IUORBUANRIHK Bankastræti 11 — Skúlagötu 30. in formlega tekin í notkun sunnudaginn 16. júlí 1967. Það er von manna, að þessi rétt sé skref í áttina til þess að bæta úr þörfum sauðfjárbænda og stuðli að betri meðferð á lamb- fé að vorinu. Leitarstjóri var að venju Ingi mundur á Hrísbrú, en ómerk- ingaverðir Kjartan og Bjarni yngri á Hraðastöðum. — J. -^ Vegamerki flutt á hægri brún VEGAGERÐ ríkisins hefur haf- ið fyrstu framkvæmdir í sam- bandi við hægri umferð. ÖU umferðamerki, nema stefnu- merki, stöðvunarmerki og bið- skyldumerki, hafa verið flutt af vinstri á hægri vegarbrún á leið inni frá Kollafirði í Hvalfjarðar botn. Næst verða flutt merki á Þingvallaleið, og siðar í sumar á öllum vegum landsins. Ákvörðunin um að flytja merkin í sumair var tekin af framkvæmdanefnd hægri um- ferðar, lögreglu og vegayfir- völdum sameiginlega, og var ástæðan fyrir henni sú, að ekki þótti treystandi á, að frost væri úr jörðu fyrir þann tíma, sem umferðarbreytingin fer fram. Sérfræðingum bar saman um* að merki á hægri vegarbrún myndi ekki draga hættulega að sér athygli þeirra. sem vanir eru vinstri umferð. Hins vegar mætti e*kki skilja eftir merki á vinstri brún eftir að hægri um- ferð hefur verið tekin upp, þar sem slíkt gæti auðveldlega villt fyrir vegfarendum. Japan-Evrópa um íshafið Osaka, Japan, (Associated Press. Eitt stærsta skipafélagið í Japan hefur tilkynnt rúss- nesku stjórninni að það ha.fi í hyggju að senda rannsóknar- leiðangur til Sovétríkjanna í þeim tilgangi að opna á næsta ári nýja skipaleið milli Japan og Evrópu meðfram Norður—íshaifsströind Rúss- lands. Mitsui — O.S.K. skipafélag- ið kvaðst hafa tilkynnt sóv- jétska siglingamálaráðuneyt- inu (Morflot) að leiðangurinn verði sendur af stað í júlí. Þessi undirbúningur væri að •tillögu Rússa við forstjóra japanska fyrirtækisins, er hann var á ferð í Sovétríkj- unum fyrir skömmu. Talsmenn Mitsui segja, að fulltrúar Marflot hafi lofað að stofna til samvinnu um þessa könnun á skipaleiðinni og senda með þeim bæði menn og skip, með ístorjót í farar- broddi alla leiðina firá Mur- mansk við Hvítahaf til hafn- arborgarinnar Vladivostok við Kyrrahaf. Shindo, forstjóri, Mitsui, sagði á blaðamannafundi, að hann búist við að siglingar hefjist á hinni nýju leið næsta ár, ef væntanlegur árangur næst af aithugunum þessum. Hann sagði að Rússar hefðu lofað að aðstoða þá með ís- brjótum og leiðsögumönnum. Hann bætti-því vi'ð, að hægt mundi vera að sigla þessa leið frá síðari hluta maí til fyrri hluta nóvember ár hvert. Shindo sagði, að með þessu gæti skip, sem halda uppi Ev- rópusiglingum frá Japain, stytt sér verulega leið. Siglingaleið- in frá Yokohama (nálægt Tokyo) til London yrði um 7000 mílur eða 4000 mílum styttri en leiðin um Súez- skurðinn og 5000 mílum syttri en leiðin um Panama- skurðinn. Þetita mundi því spara um viku siglingartíma. Opnun siglingaleiðar þess- arar um íshafið mundi einnig hjálpa við efnahagsþróun Mið-Síberíu og öllum heim- skautasvæðum Sovétríkjanna.. — ¦' - ¦ - - ¦ . - ¦ „ _l -'--¦- - - - '1 Allt i ferðalagið ÁA Allt i ferðalagið Franskir dúnsvefnpokar — Teppasvefn-pokar — Unglingasvefnpokar — Mat-aráhöld — Pottasett — Kælitöskur — Gastæki — Tjaldstólar — Sólbekkir — Vindsængur — íslenzk tjöld. ^ ^ [PORTVAL Skoðið okkar mikla úrval. ! II W91 1 i ink LAUGAVEGI 116 Simi 14390 T7"E H2 X-TJ3STI 3^T GRETTISGATA 32 TÆKIFÆRISKAUP Seljum þessa viku Sumarkápur frá kr. 1.000.00 unglinga- og litlar dömustærðir. Sumarkjóla frá kr. 200.00 barna- og unglingastœrðir. Ennfremur seljum við á kostnaðarverði mjög vandaða IJndirkjóla frá Lux Lux, stuttir og meðalsíðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.