Morgunblaðið - 19.07.1967, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.07.1967, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JULr 1957 rr 1 SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR ; FLÓTTINN FRÁ VÍTI. Hammer Film Production Leikstjóri: Quentin Lawrence MYND þessi á að gerast í jap- önskum fangabúðum á Malakka- skaga í heimsstyrjöldinni síðari. í>ar eru um 200 brezkir stríðs- fangar saman komnir, og þótt frjálsræði þeirra sé auðvitað verulega skert, eins og venja er með fanga og þeim haldið til vinnu, þá sýnist aðbúnaður þeirra að mörgu leyti ekki fram úr hófi slæmur. Er þó staðurinn í prógrammi myndarinnar nefnd ur .sannkaljað helvíti" og líðan fanganna jafnað til aðbúnaðar vistmanna þar. Fangarnir í þessum japönsku fangabúðum eru þó alla vega í dágóðum holdum og virðast hafa furðu mikið frjálsræði inn an takmarkaðs svæðis. Sá, sem er æðstur stríðsíanganna að her tign, fær auk þess að halda nokk urri virðingu um fram aðra fanga, er eins konar tengiliður samskipta milli fangabúðastjóivi ar og fanganna. Vel má vera, að daglegir lirn- aðarhættir manna séu eitthvað líkir þessu á „verri staðnum“, og kannski fá þeir valdamenn, sem þar ienda að halda tign sinni og áhrifum að vissu marki. Gæti það meða’. annars helgast af því, að ,,sá aldni“ vildi gjarn an hagnýta sér að nokkru þá reynslu í stjórnunarstörfum, sem þeir hafa aflað sér á jarðlífs- göngu sinni. Svo er það, að brezik flugvél er skotin niður skammt frá fangabúðunum, og undurfagur kvenmaður hlammar sér út úr henni í falihlíf. Er stúlka þessi brezkur njósnari. Einn fanganna rekst á hana í skógarþykkni ná- lægt bangabúðunum, og verður það að ráði ,að fangarnir smygla henni inn í búðirnar og klæða hana karlmannsfötum. Gengur hún siðan til vinnu með öðrum föngum. Ekk’ virðast fangabúðaverð- irnir japönsku vera nein sjéní við kyngreiningu á mannfólki, og sjá þeir ekkert athugavert við það, þótt ung og fögur stúlka sé allt í e'nu tekin að aka þungum hjólbörum, ásamt hinum föng- unum, rétt fyrir framan nefið á þeim. Fljótlega berast þó fang elsisyfirvöldunum fregnir af því, að kvennjósnari hafi sloppið lífs úr flugvélinni og fá grun um, að fangarnir viti, hvar hún er nið- ur komin. Gera nokkrir fangar sér þá lítið fyrir og losa fjalir úr gólfi skála þess, sem þeir hafa til um- ráða og koma stúlkunni þar fyr- ir í eins konar kjallara. Japan- ar berja 2—3 fanga til dauða í tilraun til að pynda þá til sagna, en hugmyndaflugið er eins og fyrri daginn næsta lítið hjá þeim, enda líður langur tími, þar til þeim dettur í hug að at- huga hvort hvergi sé losaralega Allt í veiðiferðina Allt í veiðiferðina SAMVirMNUTRYGGirVGAR SlMI 38500, VINNU VELATRYGGINGAR Samvinnutryggingar leggja áherzlu á a8 mwta kröfum tímans og bjóða hvers konar tryggingar, sem tilheyra nútima þjáðfólagi. Vinnuvélar eru notaðar i vaxandi mseli við byggingaframkvæmdir, jarðvinnslu og vegagerð. Viljum vér benda eigendum slikra tsekja á, að vér tökum að oss eftirtaldar tryggingar á jarðýtum, beltadráttarvélum, skurðgröfum, vélkrönum og vélskóflum: BRUNATRYGGINGAR, sem ná til eldsvoða og sprenginga á tækj- unum sjálfum. ALL-RISKSTRYGGINGAR, sem ná til flestra tjóna á sjólfum tækjunum. ABYRGÐARTRYGGINGAR,ef eigendur verða skaðabótaskyldir vegna tækjanna. ■' SLYSATRYGGINGAR á stjórnendum tækjanna. Alvarleg slys og stór tjón hafa hent á undanförnum árum og er sérstök ástæða til að benda á nauðsyn þessara trygginga. GREIÐSLA TEKJUAFGANGS TRYGGIR IÐGJÖLD FYRIR SANNVIRÐI. LEITIÐ UPPLtSINGA HJÁ AÐALSKRIFSTOFUNNI ARMOLA 3 EÐA UMBOÐSMONNUM UM LANO ALLT. gengið frá fjölum í skálagólf- inu......... Sem raunsannri mynd af Víti beld ég, að menn ættu að taka mynd þessari með nokkrum fyrirvara. Einnig er mér til efs, að hún sýni raunverulegt stríðs fangabúðalíf í nokkurn veginn réttu ijósi. Eftir lýsingum að dæma frá fangabúðum Japana í síðustu styrjöld, þá er ólíklegt, að fangar hafi verið þar svo upplitsdjarfir, vel útlítandi og notið þess frjálsræðis, sem fang arnir njóta þó í þessari mynd. Hér er óraunsæ .ævintýramynd á ferð, sem naumast verður vitnað til sem sagnfræðilegrar heimildar né stórfenglegs lista- verks. Hins vegar stendur Bar- bara Shelley vel fyrir sínu hvað kvenlega fegurð snertir í hlut- verki brezka kvennjósnarans. ÓLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR FELLINI er einn helzti sérfræð- ingur í að gera myndir um til- gangsleysi lífsins. í La Dolce Vita gerði hann ©fninu snilldar góð skil. Þar fjallar hann um fólk, sem lifir lífinu án stefnu, lífs- skoðunar eða tilgangs. í mynd- inni Átta og hálfur bregður svD við, að hann fjallar ekki um annað fólk, heldur um eigin sál- ræn vandamál. Myndin er gerð, sem seria af svipmyndum, ýmist úr raunveru- leikanum, eða úr heimi minning- ana og ímyndunaraflsins. Þeir hluitar, s©m eru úr raunveruleik- anum, bregða upp mynd af kvik- myndaleikstjóra. Hann dvelst til hressingar við heilsulind, þar sem fulit er af gömlu fólki. Með hoinum er mikið fylgdarlið fram- leiðenda, kvikmyndatökumanna, leikara og blaðamanna. Allt er tilbúið til að hefja kvikmynda- tökiu. Aðeins eitt vantar, hug- myndir leikistjóra um hvað mynd in á að vera. Mininingarnar fjalla að mestu um innri átök hans, vegna ka- þólsks uppeldis, en núverandi trúleysis og almennrar afneitun- ar, sem Fellini hefur sjálfur tal- að um. Margt einkennilegt skeður í hugarheimi leikstjórans. Gagn- rýnandi, sem talar stanzlaust um hvað hanm eigi að gera og hvern- ig, er skyndilega tekinn og hengd ur í kvikmyndahúsi, þar sem verið er að horfa á prufur. Og í byrjun myndarinnar er Mar- oello Mastroianni í kyrrstæðum bíl í mikilli bílaþvögu, sem hef- ur myndazt í neðanjarðargöng- uni, Skyndilega byrjar að rjúka úr einhverju inni í bílnum og hann berst við að komast út. Loksins kemst hann upp um þak ið og flýgur upp í hálof'tin og er síðar dreginn niður með kaðli. Fellini hefur sjálfur sagt, að hann sé í þessari mynd að fjalla um eiigið sálarlíf. Hann sagði einnig: „Allt sem ég get sagt er það, að það hefur gert mér mik- ið gott að gera þessa mynd. Það var frelsandi reynsla. Það er út af fyrir sig ágaett, að Fell- ini reyni að komas til botns í sínum persónulegu og sálrænu vandamálum, en það orkar tví- mælis að senda slí'kt á almennan markað. Fellini er ekki sálfræð- ingur og amatörsálfræði er ekki merkileg. Og einfeldningsleg byrjenidasálfræði er það sem myndin hefur að bjóða. Sálarástand Fellimis er bersýni lega erfitt. Ef einhver niðurstaða kemur út úr myndinni, er hana helzt að finna, þegar leikstjórinn skríður undir borð á blaðamanna fundi og skýtur sig. Við þetta léttir honum verulega og er eftir það hinn bjartsýnasti. Sálairlíf Fellinis er mál, sem ég hef einstaklega lítinn áhuga fyrir og finnst mér raunar mis- boðið að eiga að sinna því í tvo heila klukkutíma hans einka kenjum. Það kann að vera að þetta hafi verið gagnlegt fyrir Fellini, en varla fyrir aðra. Eftir að horfa á þessa kvik- mynd, hvarflar það að manni, hvort ekki sé eitthvað til í því, þegar gagnrýnandinn segir í myndinni: „Það er betra að eyði- leggja en að búa til verk, sem sem hefur ekkert gildi“. Fellini hefði átt að búa til myndina, sjálfum sér til sálar- heilla, en hefði átt að brenna filmuna, til að halda óskertu áliti áhorfenda. ÞÉR segið, að vandamál styrjalda og glæpa mundu leys- ast, ef samlandar okkar „tækju á móti Kristi“. Ef þjóð okkar yrði kristin, hvemig ættum við þá aB ráða við það vandamál, að kommúnistar brjótist til valda meðal þjóð- ar okkar, eins og þeir hafa hótað? ÉG hef aldrei aagt, að öflH vandamál oíkkar lleystuist, hefldur að skapasit mundi nýbt andrúmsioft og í því 'gæbum við snúizt við vandamál'uim otokar — ef við fleyfum Kristi að stjórna hjörtum oflíkar. Sagan hefur sannað, að hugsjónir eru miM'u mátt- ugri en kúl'ur og sprengjur. Mesti vandinn, sem blasir við kommúmistum, er ekiki vopnabúr olkíkar, beMur styrkur, snillii og samheldmi Vesturlamda. Það sýnir ótta kommúmista við aifil trúar'innar, að ekkert raun- v'erullegt trúfirellsi er till í iöndum þeirra. Þegar ísraefl! hinn forni var sterkur í trúnni á Guð, þegar hlaimm igekk í hlýðni við hamm, þurfiti hann sdður að óttast óvini sína en þegar hann var andflega veiMaður. Það er afl í gæzkunmi, ósigrandi afil í ráðvendninni, miátt- ur í réttlætimu. Bibllían hetfur lauglljósliega flög .að mæla, þegar hún segir: „Sæl er sú þjóð, sem á Drottim að Guði“ — og s.agan sannar þaið. Þjóð, sem er sið- ferðilega veik, fákunnandi um rótta breyttni og van- máttug í meginregflium, er ali'taf auðveld bráð óvin- uim sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.