Morgunblaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNELAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JULI 1967 Alan Williams: PLATSKEGGUR — Nú, svo að þér eruð Eng- lendingurinn? Hann skaut fram thendi og kveikti ljósið. — Svo að Charles ætlar þá loksins að fara að láta verða úr þessari Krítarferð sinni? Gamli maður- inn! Hr. Biaggi setti upp þreytu- legt glott og hellti sódavatni í glas handa sér. Hann var hrukk- óttur í framan, líkastur gömlum hanzka. — Er hún falleg? bætti hann við. — Hver? — Stelpan hans Charles. Hann sagðist vera búinn að finna stelpu til þess að fara með til Krítar. Já. Jú, hún er e'kki svo frá leit. — Já, einmitt! Hann hefur verið að leita að þessari stelpu vikum saman. Ég vona, að hann verði ánægður með hana. Hann saup á glasinu og lokaði augun- um. — Ég er lasinn. Eruð þér sjómaður, hr. Ingleby? — Nei, en við höfum sjómann með okkur. — Ah, sagði hr. Biaggi og kinkaði kolli en augun voru enn lokuð. — í>ér viljið fá skipsskjöl- in? Þau eru á skrifborðinu. Hann bandaði hendi í áttina til glugg- ans. Skjölin voru þar, ásamt kveikjulyklinum, í vatnsheldu umslagi, merktu „Serafina". Neil blaðaði í þeim til þess að sjá, hvort þau væru í lagi. — En ég vil fá bátinn aftur eft- ir helgina, tautaðl hr. Biaggi. Ég þarf að fara með stelpur til Naxos á mánudaginn. Hann opn- aði blóðhlaupin augun og brosti með heilli röð af kopartönnum. Hvaða dagur er í dag? — Miðvikudagur. — Æ, sagði hann og klappaði sér á loðinn magann. — Ég er svo lasinn. Ég hef ekkert étið síð- an í febrúar. — Neil horfði á hann þar sem hann lá eins og slytti á rúminu. — Þakka yður fyrir, hr. Biaggi. — Salut! svaraði hinn og lyfti ofurlítið annarri hendi, — farið þið vel með hana .... ég á við hana Serafinu. Neil stanzaði við dyrnar, skammaðist sín og vorkenndi hr. Biaggi. Honum var meinilla við ríka menn, sem eyddu tknanum með stelpum á skemmtibátum. En Biaggi kæmi ekki til með að fara með sína stelpu til Naxos á mánudaginn. Bátur hans yrði gerður upptækur og settur í bylt inguna í Norður-Afríku og sæist sennilega aldrei aftur. En það var nú samt skylda Neils að komast til verndarríkisins eins fljótt og hægt væri. Pol bar alla átoyrgð á toátnum, og Neil hélt sér því sam LITAVAL! m wmggí yöar málning ÚTI & IIMIMI Jfcirpci ht an og fór út frá Biaggi, og lagði hurðina hljóðlega aftur á eftir sér. Van Loon beið í forsalnum með farangurinn, sem hann hafði safnað saman í gistihúsinu þeirra á* leiðinni frá franska sendiráðinu. Hr. Molyneux hafði reynzt vera rólegur lítill maður, sem hafði ekki sagt nema örfá orð og afgreitt þá með áritan- irnar og leyfin á tíu mínútum. Neil fór í afgreiðsluna til þess að síma heim, að bann væri á leið til Afríku. Tveir menn vora við afgreiðsluborðið. Annar var granni, gráhærði maðurinn, sem hafði verið að lesa í „L-Aurore" um morguninn, fyrir hádegis- verð. Hinn var þrekinn maður með togleðursandlit, og snoð- klippt hár, sem líktist mest vír- bursta. Þegar Neil nálgaðist, gaf afgreiðslumaðurinn þeim ein- 'hverja höfuðbendingu. Báðir litu við. Sá granni gekk til hans og sagði: i— Mér skilst, að þér hafið verið að spyrja um hr. Pol? Neil dokaði við. Andlit manns ins var slétt og stálgrátt, og aug- un dauðaleg bak við gleraugun. Neil kinkaði kolli. — Við erum líka að leita að hr. Pol, sagði maðurinn, — þér vitið máske hvar hann er? — Því miður .... sagði Neil, sem sá, að maðurinn leit ofur- lítið við og leit á van Loon — ég hef ekki séð hr. Pol síðan í morgun. Ég býst ekki við, að hann komi aftur fyrr en seinna i kvöld. Mennirnir litu hvasst á hann, kinkuðu svo kolli hvor til ann- ars og gengu út án þess að segja orð. Neil skrifaði skeytið og bað um leigubíl, og útskýrði þvínæst fyrir van Loon: — Ég held, að það séu þessir tveir, sem eru að leita að Pol. Hollendingurinn hristi höfuð- ið. — Þetta er allt brjálað.! Snarbrjálað! Leigubílinn var með útvarpi og undir mælaborðinu, var há- talari, sem leit út eins og brauð- rist. Þegar Neil var að stíga inn, tók hann . eftir dökkbláum Renault-Gordini, sem stóð á göt- unni svo sem fimmtíu skrefum fyrir aftan þá. Bílstjórinn studdi á hnapp og svo óku þeir áfram og hlustuðu á „Never on Sun- I biðstofu dýralæknisins. day", með enskum texta, en Neil sat og horfði gegn um aft- urrúðuna og sá, að Renaultbíllinn var á eftir þeim og sniglaðist gegn um umferðina, svo sem þrjátíu skrefum að baki þeim. Hann hleypti brúnum. Chrysler- inn þeirra ók yfir Ormoniostorg- ið, og klukkan sló hálfsex. Ren- aultbíllinn herti á sér, þaut gegn um umferðarröð og nú gat Neil fyrst séð, að hann var með TT- skrásetningarbókstöfum frá Par- ís. Tveir menn voru í bílnum og ekillinn var með svört gleraugu. Þeir höfðu bygt inn í Lýð- ræðisgötuna. Renaultbíllinn var enn skammt á eftir þeim, með sama millibili. Neil fann ofur- lítið til hræðslu og slagæðin herti á sér. Hann sneri sér að bílstjóranum. — Geturðu komizt hraðar en þetta? Ekillinn talaði ensku. — Já, ég get komizt eins hratt og vera skal. Það gnauðaði í Ohryslern- um og hann beygði rétt fyrir framan rykugan strætisvagn, lög reglumaður veifaði kylfunni sinni, ljóin urðu rauð, Chrysler- inn varð að stanza, og þá var hinn bílinn rétt á eftir honum. — Fjandinn hafi þá! sagði Neil. — Hvað er það, sem þeir vilja? sagði van Loon og horfði á Renaultbílinn, sem fór af stað á eftir þeim. — Þeir vilja ná í hann Pol. — Til hvers? — Sennilega vegna þess, að hann er þeim hættulegur. Þessir kallar eru byrjaðir á byltingu. Þeir vilja ekki, að hann komist leiðar sinnar og rugli fyrir henni. Bílstj'órinn lá með höndina á flaulunni og sama gerðu hinir bílarnir allt í kring um þá, og enginn hreyfðist úr stao. — Þetta er slæmur umferðartími sagði bílstjórinn, að minnsta kosti ef maður þarf að flýta sér. Van Loon strauk skeggið. — En þessi kall getur nú ekki verið sérlega hættulegur, sagði hann. — Jæja, þeir sem eru á eftir okkur í bílnum, haida sýnilega, að hann sé það. Neil leit aftur um öxl, órólegur. Renaultbíllinn var þarna enn. Fram undan var strætið, alþakið ökutækjum allra tegunda. Bílstjórinn sagðist ætla að beygja inn í hliðargötu til að stytta sér leið. Svo brauzt hann einhvern veginn gegn um um- ferðina, en þurfti samt að hemla á nokkurra skrefa fresti, og bíll inn vaggaði eins og bátur í ósjó. Loksins komust þeir þó inn í hliðargötuna. — Fljótur nú! æpti Neil og bíllinn herti á sér, hulinn ryk- skýi. Þeir hafa kannski verið komn ir svo sem tvö hundruð skref, þegar Neil sá Renaultbílinn aft- ur. Hann kom eins og fallbyssu- kúla gegn um rykskýið, en dró úr ferðinni þegar hann var k°m- inn innan sjónmáls frá þeim. — Þetta var misskilningur hjá okkur, sagði Neil. — Nú vita þeir, að við erum að reyna að íleppa frá þeim. — Fjandinn hafi það, sagði van Loon. Við skulum bara stanza, og sjá, hvað þeir taka þá til bragðs, þessir bölvaðir asnar. TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA '¦¦•.'^¦'¦'.w!S F ¦' ¦ ¦:¦¦ ¦ ¦¦', '¦ ¦- ¦¦,¦¦¦ - ¦ :--¦¦ ¦¦ .. ¦ .¦ :"¦,,.'-¦- TOYOTA CROWN 2300 Japanska bifreidasalan hf. Ármúla 7. — Sími 34470.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.